Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 1
Bjarni Friðriksson-frábær áranguríJapan. Guido Buchwald er lykilmaður hjá Stuttgart og losar mjög um Ásgeir Sigurvinsson. Nú er hann úr leik á ný næstu vikurnar. Vignir Baldursson Vignir til Austra Vignir Baldursson, miðvallar- spilarinn sterki úr Breiðabliki, hefur verið ráðinn þjálfari 3. deiidarliðs Austra á Eskifírði í knattspyrnu. Vignir hefur verið einn burðarása Blikanna undan- farin ár og slæmt fyrir þá að missa hann. „Þetta er alveg frá- gengið, bara eftir að undirrita samninginn“, sagði Vignir í sam- tali við Þjóðviljann í gærkvöldi. -VS Knattspyrna Fimm til sex úr ÍBK til Víðis! V-Þýskaland fengið til sín tvo sterka leikmenn sem báðir hafa áður leikið með liði þeirra. Óli Þór Magnússon er kominn aftur eftir ársdvöl hjá Þórsurum á Akureyri og Freyr Sverrisson er einnig snúinn heim á ný en hann var lykilmaður hjá Njarðvíkingum í 2. deildinni í fyrra. -VS Þorsteinn ráðinn til KA og Magna Þorsteinn Ólafsson, fyrrum landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, hefur verið ráðinn mark- varðaþjálfari hjá 2. deildarliði KA á Akureyri. Þorsteinn þjálf- aði 1. deildarlið Þórs sl. sumar og hefur leikið með því í tvö ár. Hann hefur jafnframt verið ráð- inn þjálfari hjá 3. deildarliði Magna í Grenivík. -K&H/VS Stórsigur Essen Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V-Þýskalandi: Essen heldur forystu sinni í Bundesligunni í handknattleik og vann um helgina stórsigur á botn- liði Handewitt, 29-14. Alfreð Gíslason skoraði fímm mark- anna. Essen hefur 17 stig eftir 12 leiki en Kiel stendur þó best að vígi, er með 16 stig úr 11 leikjum. Kiel vann Huttenberg auðveld- lega, 29-15. Sigurður Sveinsson og Atli Hilmarsson mættust og Siggi hafði betur, Lemgo vann Berg- kamen 21-16. Sigurðurvartekinn úr umferð allan leikinn en skoraði 6 mörk, 4 úr vítum. Atli gerði 3 mörk fyrir Bergkamen. Grosswallstadt vann nauman sigur á Dukla Prag, 23-21, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða. Hæpið að það dugi gegn sterkum Tékkum í Prag. Dukla skoraði síðasta mark leiksins úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið og var það mjög umdeilt. Nýliðar Víðis úr Garði í 1. deildinni í knattspyrnu hafa feng- ið til liðs við sig hvorki meira né minna en fímm leikmenn frá ná- grönnunum IBK og fá sennilega þann sjötta. Þrír þeirra hafa áður leikið með Víðisliðinu. Um helgina gengu þrír úr hópi sterkustu leikmanna ÍBK yfir í Víði, þeir Gísli Eyjólfsson, Einar Ásbjörn Ólafsson og Rúnar Ge- orgsson, og Ingvar Guðmunds- son fylgir sennilega fordæmi þeirra. Áður höfðu Björgvin Björgvinsson og Helgi Sigur- björnsson, sem eru fyrrum Víðis- menn eins og Gísli, tilkynnt fé- lagaskipti yfir í Víði. Þetta er stór og mikill fengur Víðisliðið, ekki síst að fá aft- ur Gísla sem væntanlega fyllir skarð Marteins Geirssonar í vörninni. Marteinn þjálfar Víði ekki leikið með vegna ÍBK fœr tvo sterka Keflvíkingar sitja eftir með sár enni en á móti kemur að þeir hafa Stuttgart Buchwald slasast aftur Brotnaði í Genf. Gífurlegt áfall og bitnar ekki síst á leik Asgeirs. Samningar tíu leikmanna Stuttgart renna út í vor Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V-Þýskalandi: Guido Buchwald, hinn sterki miðjumaður Stuttgart, ökkla- brotnaði þegar Stuttgart tók þátt í innanhússknattspyrnumóti í Genf í Sviss um helgina. Buch- wald slasaðist illa í haust og var Knattspyrna Einar aftur á Ólafsf jörð Nýliðar Leifturs frá Ólafsfirði í 2. deildinni í knattspyrnu hafa ráðið Einar Helgason, sem þjálfara fyrir komandi keppnistímabil. Einar þjálf- aði lið Leifturs 1983 og undir hans stjórn varð það 4. deildarmeistari. Með Einari kemur sonur hans, Logi Einarsson markvörður, en þeir feðg- ar voru hjá Magna sl. sumar. Logi varð þá landsfrægur fyrir að skora mark úr útsparki tvo leiki í röð og var um tíma markahæstur í NA-riðli 3. deildarinnar! -VS frá í þrjá mánuði og nú er ljóst að hann leikur ekki mikið meira með Stuttgart á þessu keppnistímabili. Þetta er gífurlegt áfall fyrir Stuttgart, meira en margir gera sér grein fyrir. í Kicker birtist ný- lega grein um Stuttgartliðið og slæmt gengi þess það sem af er keppnistímabilinu og þar er rætt við fyrirliðann Karl-Heinz Förs- ter. „Buchwald er geysilega þýð- ingarmikill fyrir lið okkar. Hann er sterkur varnartengiliður sem við getum illa verið án og þegar hann meiddist í haust voru Ásgeir Sigurvinsson og Karl Allgöwer látnir í staðinn leika aftar á miðj- unni. Það voru gífurleg mistök, einkum með Ásgeir, því hann verður að fá að leika lausum hala framar á miðjunni til að geta sýnt allt sitt besta. Ég er mjög ánægð- ur með að Buchwald sé byrjaður að leika aftur og á von á að það losi um Ásgeir og lyfti þar með liðinu í heild upp á nýjan leik“, sagði Karl-Heinz Förster. Nú er Buchwald úr leik á ný og því get- ur brugðið til beggja vona með gengi Stuttgart á næstunni. Þá vekur það mikla athygli að í vor renna út samningar við tíu leikmanna Stuttgart og stjórn fé- lagsins hefur sýnt af sér óskiljan- legan trega og hefur ekkert rætt við þessa leikmenn ennþá. Þeirra á meðal eru Roeleder markvörð- ur, Förster-bræðurnir, Kurt Nie- dermeyer, Guido Buchwald, Hermann Olicher og Karl Allgöwer. Þeir Roeleder og Nie- dermayer hafa lýst því yfir að þeir vilji leika áfram með Stuttgart en hinir halda öllum möguleikum opnum, innanlands sem utan. Förster-bræðurnir hafa t.d. lýst því yfir að fái þeir gott tilboð frá erlendu félagi muni þeir fara þangað. Það eru því ýmsar blikur á lofti hjá Ásgeiri og félögum. Miklar líkur eru þó á að Stutt- gart kaupi nýjan framherja á næstu dögum. Hann heitir Toni Kurbos og leikur með Metz í Frakklandi en er vestur-þýskur, og meira að segja uppalinn hjá Stuttgarter Kickers. Honum hef- ur gengið mjög vel í Frakklandi og átti t.d. drjúgan þátt í að slá Barcelona frá Spáni útúr Evrópu- keppni bikarhafa í haust. Júdó Bjami annar í Japan! TapaðifyrirJapananum Sugai í úrslitaglímu Bjarni Friðriksson úr Ármanni náði öðru sæti í 95 kg flokki á geysisterku júdómóti í Japan um helgina, þriðja alþjóðlega Matsutaru-shoriki-mótinu, en þangað var honum boðið sérstak- lega ásamt mörgum af sterkustu júdómönnum heims. Bjarni sat hjá í fyrstu umferð en glímdi síðan við Marcus Temming frá V.Þýskalandi og lagði hann á „ippon“, með fullnaðarsigri. Það sama gerði Bjarni gegn Japananum Nishio í undanúrslitunum. í úrslitaglím- unni mætti Bjarni síðan Japan- anum Hitoshi Sugai og var það fremur stutt viðureign, Sugai lagði Bjarna fljótlega og stóð uppi sem sigurvegari í flokknum. Frábær árangur hjá Bjarna sem heldur áfram að gera það gott á stórmótum erlendis. - VS. UMSJÓN: VtolR SIGURÐSSON Þriðjudagur 15. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.