Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 1
SMMiMÍ&M Á gervigrasinu í Laugardal á sunnu- daginn: Rickie Hill leikur listir sínar, Steve Foster, Þorgrímur Þráinsson, Gunnar Gíslason, Ömar Torfason og Ársæll Kristjánsson fylgjast með. Takið eftir skónum! Mynd: EÓI. Einsdœmi í Laugardal Knattspyrnan Snorri austur Vestmannaeyingurinn Snorri Rútsson þjálfar þriðjudeildarlið Einherja á Vopnafirði næsta sumar, og leikur með liðinu. Einherjarnir féllu úr 2. deildinni síðasta sumar en eru staðráðnir í að komast þangað aftur og fagna nú Snorra sem tekur með sér austur þá Hreggvið Ágústsson, markvörð hjá ÍBV og FH, og Hlyn Elíasson, hinn efni- lega 19 ára Eyjamann. Frá þessu var gengið nú um helgina. JR/Eyjum Völlurinn átti leikinn Berlœraðir Luton-menn unnu kappklœdda Reykvíkinga- Kalt, gaman Það var iila kalt í Laugardal á sunnudaginn þegar Luton Town vígði nýja gervigrasavöllinn með sigri á Reykjavíkurúrvalinu, sex stiga kuldi og nokkur vindstig á norðaustan. En allt um það var skemmtUeg reynsla að horfa á lið- in leika sér á rennisléttum vellin- um í kaldri birtu frá íslenskri vetrarsól, - sem reyndar fékk að- stoð flóðljósa í seinni hálfleik þannig að leikmenn vörpuðu fjór- um skuggum á mottuna „einsog í sjónvarpinu“ sagði einhver snáð- inn. Þetta var ekki besti leikur í heimi. Kuldinn háði vallargest- um, bæði spörkurum og áhorf- endum, og þótt Luton-menn sýndu góða takta annað veifið urðu áhorfendum ljósar sumar ástæður fyrir stöðu liðsins í næstneðsta sæti 1. deildarinnar ensku. íslendingarnir voru auðvitað ekki í toppformi í miðj- um janúar og sjaldan grimmd við Luton-markið, en réðu sæmilega við bitlitla framlínu hattaborgar- manna. Og þó, mörkin voru fullódýr. Það fyrsta á 23. mínútu frá Brian Stein, rólegur bolti sem rúllaði inn framhjá illa staðsettum Guðmundi Þróttarmarkmanni. Mark númer tvö frá Rickie Hill sjö mínútum síðar virtist ódýrt líka, bolti sem úr fjarlægð sýndist hættulaus sveif yfir vörnina og Guðmund. Hálfleikur, og sumir áhorf- enda þoldu ekki við og fóru heim, en þeir snjallari (og úthaldsbetri) hlýjuðu sér í kortér við innan- hússboltann í Höllinni. á 16. mín- útu síðari hálfleiks skorar Gunn- ar Gíslason fallegasta mark leiksins eftir stungusendingu innfyrir vömina hægra megin. Eftir markið frískuðust Reykvík- ingar og sóttu sæmilega, áttu rangstöðumark; en síðan tóku Ljútonar við, bættu við góðu skallamarki (Mick Harford) og áttu þverslárskot. Handbolti - karlar KR jafnaði úr lokaskotinu Spenna í viðureign Vals og Vesturbœinga í Höllinni í gœr Ekki rismikil knattspyrna enda ekki við að búast. Hinsvegar sögulegur atburður af ýmsum sökum; og leikinn átti fyrst og fremst nýi völlurinn. Það var kurr í ýmsum þegar fréttist að hann yrði að veruleika, en hvað sem gervigrasið kann að jafngilda mörgum kflómetrum í bundnu slitlagi er víst að mottan verður reykvískum fótbolta til fram- dráttar. Það er ekki ástæða til að tína fram bestu menn í þessum leik nema nöfn þekkt fyrir í Luton- liði. Það er hinsvegar full ástæða til að þakka þeim sem að stóðu, leikmönnum beggja liða, KRR- mönnum, Flugleiðum og hinum óþreytandi í þróttabissnessmanni Henson. Guðmundur Haraldsson átti léttan, óaðfinnanlegan en svalan dag á flautunni. - m Staðan Möguleikar Valsmanna á ís- landsmeistaratitlinum í hand- boita minnkuðu nokkuð í gær- kvöldi er félagið varð að láta sér lynda jafntefli við KR. Leikurinn var allan tímann mjög fjörugur, varnarleikur liðanna eins og best verður á kosið og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndun- um er dæmt var vítakast á Þor- björn Jensson fyrir að halda Jó- hannesi Stefánssyni. Erfltt var að greina hvort svo hafi verið og voru menn ekki á eitt sáttir. Ólafur Lárusson tók vítakastið og tryggði KR jafnteflið. Til marks um það hversu jafn leikurinn var má benda á það að það munaði aldrei meira en tveimur mörkum á liðunum. í flestum tilfellum voru það Vals- menn sem voru fljótari til og það voru þeir sem höfðu yfir í hálf- leik, 12-11. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaða lund en sóknarleikur lið- anna var þó ekki jafn beittur og í þeim fyrri, sérstaklega virtust stórskytturnar eiga erfitt upp- dráttar. Er ein mínúta var til leiksloka höfðu Valsmenn bolt- ann, Jón Pétur reyndi skot er fór í stöng. KR-ingar náðu boltanum og sókn þeirra endaði með vít- akastinu áðurnefnda. Þorbjörn Guðmundsson sýndi sínar bestu hliðar fyrir Valsliðið og var líklega eina útiskyttan í leiknum er mátti sín einhvers. Einar Þorvarðarson var að venju traustur í markinu og þeir Jakob Sigurðsson og Jón Pétur léku vel í fyrri hálfleik. Páll Björgvinsson þjálfari KR átti stjömuleik með liði sínu. Þá varði Jens Einarsson oft mjög vel. Vörn liðsins hefur líklega sjaldan eða aldrei verið jafn sterk og í gærkvöldi, sjaldan eða aldrei verið jafn sterk og í síðari hálf- leiknum, sérstaklega voru þeir Friðrik Þorbjörnsson og Jóhann- es Stefánsson traustir. Mörk Vals: Þorbjörn G. 6, Jakob 4, Geir Sveinsson og Jón Pétur 2, Þorbjörn J., Theodor Guðfinnsson og Valdemar Grímsson 1. Mörk KR: Páll Björgvinsson og Ólafur Lárusson 4, Hörður Harðarson og Haukur Geirmundsson 3, Jakob Jónsson og Frið- rik Þ. 2, Pétur Ámason 1. -Frosti f fyrstu deild handknattleik eftir leikl helgarinnar: UBK-FH 27-36, Stjarnan- Þór 28-19, Víklngur-Þróttur 29-21, Vlaur-KR 19-19: FH............... 10 9 1 0 274-228 19 Valur............. 8 4 3 1 190-157 11 KR................ 8 4 2 2 169-153 10 Vfkingur.......... 9 4 2 3 221-208 10 Stjarnan..........10 3 2 5 218-224 8 Þróttur.......... 10 3 2 5 235-248 8 ÞórV.............. 9 3 0 6 181-216 6 Breiðablik........10 1 0 9 203-257 2 Markahæstir: Kristján Arason, FH...............72 Þorbergur Aðalsteinsson, Vík. HansGuðmundsson, FH........ GuðmundurÞórðarson, Stj.... Björn Jónsson, UBK......... Páll Ólafsson, Þrótti...... Sverrir Sverrisson, Þrótti. UMSJÓN: VlÐIR SIGURÐSSON ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 (S £8 ln íó S S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.