Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 4
Úrslit
1. deild
Chelsea-Arsenal...............1-1
Coventry-Aston Villa...........0-3
Ipswich-West Ham...........trestað
Liverpool-Nonwich..............4-0
Newcastle-Leicester........frestað
Nottm. For.-Sheff. W.......frestað
Southampton-Sunderland.....frestað
Stoke-Luton................frestað
Tottenham-Everton..........frestað
Watford-Manch. Utd.........frestað
WBA-QPR....................frestað
2. deild
Barnsley-Grimsby...........frestað
Birmingham-Oldham..........frestað
Blackburn-Cr. Palace.......frestað
Brighton-Carlisle..........frestað
Charlton-Carditf...........f restað
Leeds-Notts County.............5-0
Manch. City-Wimbledon..........3-0
Middlesboro-Portsmouth.........0-0
Oxford-Huddersfield........frestað
Sheff. Utd.-Wolves.........frestað
Shrewsbury-Fulham..........frestað
3. deild
Bristol R-Ðurnley..........frestað
Cambridge-Gillingham.......frestað
Derby-Preston..............frestað
Doncaster-Reading..............0-4
Hull-Bolton................frestað
Orient-Millwall............frestað
Plymouth-Lincoln...........frestað
Rotherham-Bournemouth..........1-0
Walsall-Bradford...........frestað
Wigan-Brentford...............1-1
Newport-York...............frestað
4. deild
Aldershot-Halifax..........frestað
Blacpool-Colchester........frestað
Bury-Chester...............frestað
Hartlepool-PrtVale.............2-2
Hereford-Crewe.............frestaö
Mansfield-Peterboro........frestað
Northampton-Darlington.....frestað
Scunthorpe-Exeter..........frestað
T orquay-Swindon...........frestað
Tranmere-Stockport.........frestað
Wrexham-Rochdale...........frestað
Staðan
1. deild
Everton 24 15 4 5 53-29 49
Tottenham.... 24 14 5 5 49-25 47
Manch.Utd... 24 12 5 7 46-30 41
Sheff.Wed ... 24 11 8 5 39-24 41
Arsenal 24 13 3 8 44-31 40
Liverpool 24 10 8 6 33-22 38
Southampton 24 10 7 7 29-29 37
Chelsea 24 9 9 6 40-29 36
Nottm. For. .. 23 11 3 9 36-34 36'
Norwich 25 10 6 9 31-34 36
W.B.A 24 10 4 10 37-36 34
AstonVilla ... 24 8 7 9 34-38 31
WestHam.... 23 8 7 8 30-34 31
Q.P.R 24 7 9 8 32-39 30
Watford 23 7 8 8 45-42 29
Leicester 24 8 5 11 42-45 29
Newcastle.... 24 7 7 10 37-49 28
Sunderland.. 23 7 5 11 28-35 26
Coventry 25 7 4 14 26-45 25
Ipswich 23 5 7 11 21-33 22
Luton 23 5 6 12 27-43 21
Stoke 24 2 6 16 17-52 12
2. deild
Blackburn 24 14 6 4 47-23 48
Oxford 21 14 4 3 51-18 46
Manch.City.. 25 13 7 5 40-20 46
Birmingham 23 14 4 5 33-21 46
Portsmouth .. 24 11 9 4 39-32 42
Leeds 24 12 4 8 44-29 40
Grimsby 24 11 4 9 47-40 37
Huddersfield 24 11 4 9 33-35 37
Barnsley 22 9 9 4 25-15 36
Brighton 23 10 6 7 24-17 36
Fulham 23 11 3 9 42-41 36
Shrewsbury 23 8 8 7 40-35 32
Wimbledon... 24 9 4 11 42-51 31
Carlisle 23 8 4 11 24-34 28
Oldham 23 7 4 12 25-43 25
Sheff. Utd 24 6 9 10 35-40 24
Charlton 23 6 5 12 31-37 23
Cr. Palace.... 22 5 8 9 27-34 23
Middlesboro 24 6 6 12 27-38 24
Wolves 24 6 4 14 28-49 22
Notts. C 24 4 4 16 21-48 16
Cardiff 23 3 4 16 25-51 13
3. deild:
BradfordC.. ...24 16 4 4 39-19 52
HullCity .... 24 12 9 3 39-23 45
Gillingham.. ....24 14 3 7 45-38 45
Rotherham. ...24 13 5 6 36-22 44
4. deild:
Bury ...24 15 5 4 42-22 50
Hereford ...24 14 6 4 39-17 48
Blackpool... ...25 14 6 5 41-24 48
Chesterfield. ...24 13 8 3 41-24 47
íslenskar getraunir:
(dregið í 9 leikjum):
XI 1-2X2-X1 X-IXX
Enskar getraunir:
3 stig: nr. 1,22,23,28,32,34,36,
37, 45, 50.
2. stig: nr.7, 15, 19, 21.
lVistig: nr. 3,8,12,24,26,38,39,
41, 46, 52.
ÍÞRÓTTIR
John Wark: 15. markið í vetur.
Enska knattspyrnan
Eyjólfur
að
hressast
hjá Liver-
pool
Ensku deildirnar á laugardag:
frestað, frestað, frestað... Stórsigur
hjá Leeds. Snautlegt á Highfield
Road. Uppgjör toppliðannafór
forgörðum ísnjónum. Gottí
sjonvarpinu
Heidur var hann bragðdaufur
laugardagurinn fyrir sparkunn-
endur. Þrátt fyrir að veður skáni
nú ögn eru knattspyrnuvellirnir
hjá cnskum í heldur bágbornu á-
sigkomulagi. Af 96 liðum íensku
deildunum fjórum voru aðeins 20
í eldlínunni. Stóri leikurinn í
Lundúnum á milli Tottenham og
Everton var einn hinna fjölmörgu
leikja sem þurfti að fresta.
Chelsea og Arsenal áttust við í
eina leiknum í London og þrátt
fyrir skítakulda mættu 35 þúsund
áhorfendur sem er þriðji mesti
áhorfendafjöldi á Stanford Bri-
dge í vetur. Það hékk allt á blá-
þræði hvort leikurinn gæti farið
fram en vallarstarfsmenn á Stan-
ford Bridge unnu nótt sem nýtan
dag til að svo gæti orðið. Kostn-
aðurinn hljóðaði uppá tíu þúsund
pund, þannig að mikið var á sig
lagt. Því miður eyðilagði slæmur
völlur leikinn, en bæði þessi Iið
geta leikið stórkemmtilegan fót-
bolta. Hið unga og efnilega lið
Chelsea var mun betra framanaf
leiknum og tvívegis þurfti hinn
óhemjulangi markvörður Arse-
nal að lauma lúkunum fyrir skot
framsóknarmanna Chelsea. í
seinni hálfleik breytti Don
Howe, stjóri Arsenal, um taktík
og fyrir vikið lagaðist leikur liðs-
ins. Hinn röggsami fyrirliði Arse-
nal, Kenny Sansom, notfærði sér
fum og fát í Chelsea-vörninni og
sendi pottþéttan bolta á hausinn
á Paul Mariener og sá var ekki í
vandræðum með framhaldið.
Fyrsta mark Marieners í tíu
leikjum. Trevor Brooking, hinn
margfrægi garpur, var á meðal
þula BBC. Hann heldur því fram
að Arsenal-liðið leiki núna betri
fótbolta en fyrr á leiktímabilinu.
Brooking er sérstaklega hrifinn
af bakvörðum liðsins, þeim
Kenny Sansom og Viv Anderson.
Með tilkomu Steves Williams á
miðjuna ætti leikur liðsins að
lagast mikið, því drengur sá kann
eitt og annað fyrir sér í sparkinu.
En Arsenal náði ekki að komast í
þriðja sætið, því að á síðustu mín-
útunni tókst David Speedie að
jafna leikinn, og þarvið sat.
Englandsmeistararnir í Liver-
pool byrjuðu sparkvertíðina öm-
urlega og voru lengi framanaf í
neðri huta deildarinnar. Þá var
Ian Rush á sjúkralistanum og
ekki heil brú í leik liðsins. En
Rush hefur fengið heilsuna aftur,
og gömlu Iðunnarskórnir hans
reynast enn brúklegir. Á laugar-
daginn var Norwich í heimsókn á
Anfield. Liverpool komst
snemma í 1-0 þegar John Wark
afgreiddi sendingu Steves Nicholl
í möskvana. Þetta var 15. mark
Warks í vetur. Á síðasta kortér-
inu bættu Lifrarpollungar við
þremur mörkum. Ian Rush tví-
vegis og Kenny Dalglish. Gamlir
Liverpool-aðdáendur við Skjál-
fandaflóann eru nú farnir að
brosa útí bæði, og eru ekki í
nokkrum vafa um að liðið verður
í einu af þremur efstu sætunum.
Sem stendur er liðið í sjötta sæti,
11 stigum á eftir Everton.
Þridji leikurinn í fyrstu deildinni
var háður á Highfield Road í Co-
ventry og áttust þar við heima-
menn og Aston Villa. Coventry
sem rak stjórann sinn um daginn
hefur verið í nokkurri sókn og
meðal annars unnið þrjá síðustu
leiki. Heldur var hún snautleg
frammistaða heimamanna í
leiknum, og Aston Villa átti ekki
í neinum vandræðum, vann stór-
an sigur, 3-0. Hinn knái útherji
Villa, Mark Walters, skoraði tví-
vegis, og var fyrra markið einkar
glæsilegt, vinstrifótarbíra af
löngu færi. Paul Rideont gerði
þriðja markið, ellefta mark hans
á leiktímabilinu.
I annarri deild voru einnig þrír
leikir, og komst Manchester City
í þriðja sætið eftir sigurinn á
Wimbledon. Gordon Smith var
fyrstur til að finna netmöskvana
og á eftir fylgdu mörk Daves
Phillips og Grahams Baker. City
hefur heldur betur tekið sig á eftir
óbeysna frammistöðu fyrr í vet-
ur. Liðið hefur alla burði til að
komast uppí fyrstu deild. Liðið
varð þó fyrir áfalli þegar Jim Mel-
rose meiddist og varð að flytja
kauða á slysavaröstofuna.
Gamla goða Leeds United held-
ur áfram að vera ljósið í tilver-
unni. Á laugardaginn burstaði
liðið Notts County 5-0, og ætti nú
að vera óhætt að taka fram
Leeds-trefilinn. Hinn kornungi
og stórefnilegi Tommy Wright
var heldur en ekki í formi og
skoraði þrennu, en piltur hélt
uppá 19 ára afmælið sitt fyrir
nokkrum dögum. John Sheridan
og Dennis Irwine bættu við
mörkum. Til að gera illt verra
fyrir County var Ian MacParland
rekinn útaf seint í leiknum.
Middlesboro og Portsmouth
áttust við í markalausum leik. Þar
bar helst til tíðinda að Kevin Bill-
on hjá Portsmouth var rekinn
útaf fyrir ljótt brot á gamla stríðs-
jálknum Irwing Nattrass.
Tweir ieikir voru leiknir í skosku
úrvalsdeildinni. Stóri leikurinn
var í Aberdeen þarsem heima-
menn tóku á móti Rangers.
Aberdeen rúllaði Rangers upp og
vann 5-1. Frank McDougall
skoraði þrívegis, og Eric Black og
Tommy McQueen (úr víta-
spyrnu) bættu við mörkum. Eina
mark Rangers gerði Robert Prýz
með sannkölluðum þrumufleyg.
Tveir leikmenn voru reknir útaf á
25. mínútu, þeir Alli Dawson og
Stewart McKinney.
að lokum: Bestu þakkir til
Bjarna Fel, höfuðkempu enska
boltans, fyrir augnakonfektið á
laugardaginn. Leikur Spurs og
United frá árinu 1970 var frábær,
meira af slíku, Bjami.
AB/Húsavík
Paul Mariner: skalli gegn Chelsea, fyrsta markið í tíu leikjum.
12 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 22. janúar 1985