Þjóðviljinn - 26.02.1985, Page 4
ÍÞRÓTHR
Urslit
Mjólkurbikarinn
Undanúrslit f. leikur:
Ipswich-Norwich................1:0
1. deild:
Arsenal-Manch.Utd..............0:1
Coventry-Chelsea...............1:0
Leicester-Everlon..............1:2
Liverpool-Stoke................2:0
Newcastle-Luton................1:0
Nottm. For.-Southampton........2:0
Q.P. R.-Sunderland.............1:0
W.B.A.-Tottenham...............0:1
West Ham-Aston Villa...........1:2
Shetf.Wed.-Watford.............1:1
2. deild:
Blackburn-Oxford...............1:1
Cardiff-Wolves.................0:0
Fulham-Carlisle................3:2
Grimsby-Notts Couty............2:0
Leeds-Charlton.................1:0
Manch.City-Brighton............2:0
Middlesboro-Huddersfield.......2:2
Portsmouth-Oldham..............5:1
Sheff.Utd.-Barnsley............3:1
Shrewsbury-Birmingham..........1:0
Cr.Palace-Wimbledon............0:5
3. deild:
Doncaster-Derby................2:1
Bournemouth-Reading............0:3
Brentford-Bristol City.........1:2
Bristol R.-Plymouth............1:0
Burnley-Preston N.E............2:0
Cambridge-Newport..............1:2
Gillingham-York................1:0
Lincoln-Bolton.................2:0
Millwall-Bradford City.........4:0
Rotherham-Hull City............1:1
Walsall-Orient.................4:2
4. deild:
Colchester-Chesterfield........3:1
Tranmere-Mansfield.............0:0
Aldershot-Scunthorpe...........1:2
Blackpool-Southend.............1:0
Bury-Northampton...............3:1
Chester-Darlington.............5:2
Crewe-Peterborough.............2:1
Exeter-Halifax.................1:0
Hartlepool-Wrexf^m.............2:0
Hereford-Torquay..............!1:0
PortVale-Stockport.............3:2
Swindon-Rochdale...............2:1
Staðan
1. deild:
Everton 26 17 4 5 59:30 55
Tottenham 26 15 6 5 52:27 51
Manch.Utd. 27 14 6 7 50:31 48
Liverpool 27 12 9 6 39:23 45
Nottm.For. 26 14 3 9 41:34 45
Sheff.Wed. 26 11 10 5 41:26 43
Arsenal 27 13 4 14 46:36 43
South.ton 27 12 7 8 34:31 43
Chelsea 27 10 10 7 42:31 40
Aston Villa. .26 10 7 9 38:40 37
Norwich 26 10 6 10 31:35 36
W.B.A 27 10 5 12 37:39 35
Q.P.R 28 8 10 10 33:45 34
Newcastle...28 8 9 11 40:52 33
WestHam ...25 8 8 9 32:37 32
Watford 25 7 9 9 46:47 30
Leicester 26 8 6 12 44:48 30
Sunderl 26 8 5 13 29:37 29
Coventry 27 8 4 15 28:47 28
Ipswich 24 5 7 12 22:35 22
Luton 25 5 7 13 29:46 22
Stoke 26 2 6 18 17:55 12
2. deild:
Blackburn....27 15 8 4 51:24 53
Manch.City 28 15 7 6 45:24 52
Oxford 25 15 5 5 53:22 50
Birmingham 25 15 4 6 34:22 49
Portsmouth 27 12 10 5 46:36 46
Leeds 27 13 6 8 47:30 45
Fulham 28 14 3 11 50:48 45
Bríghton 27 12 6 9 29:22 42
Shrewdbury 26 11 8 7 47:37 41
Grimsby 27 12 5 10 49:42 41
Huddersfield27 12 5 10 37:38 41
Barnsley 25 10 10 5 29:20 40
Wimbledon 26 10 5 11 48:52 35
Shetf.Utd 28 8 10 10 44:43 34
Cariisle 27 9 4 14 30:43 31
Oldham 28 8 5 15 29:53 29
Charlton 26 7 6 13 32:38 27
Cr.Palace....26 6 8 12 29:43 26
Middlesboro 28 6 7 15 31:45 25
Wolves 27 6 6 15 30:52 24
Cardiff 27 5 5 17 28:53 20
Notts County28 5 5 18 23:54 20
3. deild:
Bradford C. 29 19 5 5 48:25 62
Rotherham 29 15 6 8 42:33 51
Millwall 27 14 7 6 46:28 49
HullCity 28 13 10 5 44:30 49
4. deild:
Bury 28 17 6 5 48:26 57
Blackpool ....28 16 7 5 43:24 55
Hereford 26 15 6 5 41:20 51
Chesterfield 28 14 9 5 43:28 51
Markahæstir:
Kerry Dixon, Chelsea.... .16
Gary Lineker, Leicester. .16
MarkFalco Tottenham.... .15
Graeme Sharp, Everton .15
Garry Thompson, WBA. .15
Isl. getraunir
2-2-X-1 -1-1 -2-2-X-X-X-1
Enskar getraunir:
3 stig: nr. 12, 18, 30, 50 og 53,
2. stig: nr. 13 og 52.
1 ’/a stig: nr. 1,3, 6, 9, 10, 11, 22, 23,
26, 32, 33, 46, 49, 51 og 54.
Norman Whiteside skoraði glæsilegt mark á Highbury eftir að hafa komið inná
sem varamaður og tryggði Man. Utd. sigur
Enska knattspyrnan
Everton hætt
komið í
Leicester
Prjú efstu unnu útisigra.
Ipswich nýtti ekki fœrin.
Arsenal lélegt. Liverpool fjórða.
Loksins var hægt að leika heila
umferð í enska boltanum án þess
að grípa þyrfti til frestana. Eng-
um leik þurfti að fresta vegna
veðurs en tveir leikir sem voru á
dagskránni í 1. deild voru settir til
hliðar þar sem margfrestaður
leikur Ipswich og Norwich í und-
anúrslitum mjólkurbikarsins var
settur á.
27.404 áhorfendur borguðu sig
inn á Portman Road leikvöllinn
til að sjá viðureign nágrannanna
og erkióvinanna Ipswich og
Norwich. Þetta var fyrri viður-
eign félaganna en síðari leikurinn
verður á Carrow Road í Norwich
á miðvikudag. Ipswich er sem
kunnugt er mikið bikarlið og eftir
fyrri 45 mínúturnar átti liðið að
hafa tryggt farseðilinn á Wem-
bley og ekki hefði mönnum þótt
skrítið þó liðið hefði verið 3-4
mörkum yfir í hálfleik. Á 6. mín.
náði George Burley að komast
upp kantinn og senda nákvæman
bolta á kollinn á Mich D’Avroy.
Firnaföst kollspyrna hans hafn-
aði fyrir aftan markvörðinn
snjalla, Chris Woods. Eftir mark-
ið sótti Ipswich án afláts og tví-
vegis átti Eric Gates að koma
knettinum í netið eftir að hafa
komist á auðan sjó. Sömuleiðis
fengu þeir Trevor Putney og
Mich D’Arvoy úrvals tækifæri að
skora framhjá Woods í markinu
en allt kom fyrir ekki. í seinni
hálfleik náði Norwich ögn að
rétta úr kútnum og Peter Mend-
ham átti stórhættulegt skot sem
Paul Cooper í marki Ipswich
varði með stakri prýði. Þeir Wat-
son og Bruce áttu góðan Ieik í
vörn Norwich og D’Avray og
Butcher spiluðu vel hjá Ipswich.
Fátt var um óvænt úrslit í
deildarkeppninni. Efstu liðin
þrjú unnu öll sína leiki en naum-
lega þó. Everton var hætt komið
á Filbert Street í Leicester þar
sem heimamenn léku góðan
bolta gegn toppliðinu sem leikur
nú án framherjanna Adrian He-
ath og Greame Sharp sem báðir
eru meiddir. Strax á 7. mín fékk
Gary Lineker mjög gott færi en
strákur skaut ekki nógu fast og
Neville Southall markvörður
náði að koma fæti í boltann.
Besta færi Everton í fyrri hálfleik
kom þegar Andy Gray skallaði
yfir markið eftir sendingu Trevor
Stevens. Á 66. mín náði Everton
forystunni. Kevin Sheedy náði
boltanum af Ian Wilson og sendi
fyrir markið. Trevor Steven
skallaði aftur fyrir sig og á eftir
fylgdi Andy Gray og nikkaði yfir
marklínuna. Leicester náði að
jafna á 81. mín þegar Steve Lyn-
ex plataði „rangstöðubrögð'*
Everton leikmannanna. Það
dugði skammt því Everton svar-
aði strax með öðru marki. Gary
Stevens fann Andy Gray á
auðum sjó og Gray skaut fallegu
skoti í markhornið. Þetta var 100.
mark Andy Gray í ensku
deildarkeppninni.
Tottenham er enn á hælum
Everton eftir góðan útisigur á
WBA. Leikurinn var hnífjafn og
skemmtilegur og sigurinn gat lent
hjá hvoru liðinu fyrir sig. Spurs
byrjaði með miklum látum og
hvað eftir annað fór John Chie-
dozie á kostum á kantinum hjá
Spurs og plataði stundum Mick
Forsyth bakvörð Albion illa.
Smám saman kom Albion inní
myndina og á 15. mín. átti Albion
að skora. Steve McKenzie vann
návígi við Graham Roberts og
sendi boltann í fætur Gary
Thompson en af 6 metra færi
skaut hann yfir. Enn var Chie-
dozie á ferðinni með snilldar-
sendingu á Glenn Hoddle en
Tony Godden fleygði sér í mark-
hornið og barg meistaralega.
Eina mark leiksins kom um miðj-
an síðari hálfleik. Jimmy Nicholl
bakvörður Albion náði ekki að
skalla frá langa sendingu Spurs.
Garth Crooks kom eins og 100
metra hlaupari og vippaði boltan-
um í þverslá og niður á teiginn.
Mark Falco var réttur maður á
réttum stað og átti ekki í vand-
ræðum með að skora.
Manchester United gerði vel að
sigra Arsenal á Highbury og fyrir
vikið er 3. sætið ennþá þeirra.
Eitt mark dugði hér til sigurs og
var það varamaðurinn Norman
Whiteside sem það gerði á 32.
mín. eftir laglega sendingu besta
manns vallarins, Jespers Olsen.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
þennan leik sem sýndur var í
sjónvarpinu í beinni útsendingu.
Leikurinn náði aldrei að verða
verulega skemmtilegur og á óvart
kom hve Arsenalliðið er í raun
lélegt. Tony Woodcock var einn
fárra leikmanna Arsenal sem
eitthvað gat en hann fékk litlu
áorkað gegn hinum stóru mið-
vörðum United, þeim Hogg og
McGrath. Undarleg ráðstöfun
Don Howe að setja ekki Brian
Talbot inn á fyrr en í restina.
Bresku þulirnir í BBC sögðust
hreinlega ekki vita hvert hlutverk
Charlie Nicholas væri í liðinu og
það sem verra væri að aumingja
Nicholas virtist ekki hafa hug-
mynd um það sjálfur.
Nottingham Forest vann góðan
sigur á Southampton, vörnin lék
vel og Shilton höndlaði boltann
af stakri prýði og á köntunum
léku þeir Hodge og Wigley
undurvel. Eftir hálftíma var For-
est komið í 2:0. Steve Hogde batt
endahnútinn á góða sókn með
marki og Peter Davenport
skoraði úr vítaspyrnu. Sout-
hampton gerði þá breytingu á liði
sínu að færa Dave Armstrong
framar en þá tók Mark Wright til
sinna ráða og þar við sat. Nott-
ingham liðið er því enn á uppleið
með þá Davenport og Birtles
saman í fremstu víglínu.
Liverpool er hreinlega óstöðv-
andi þessa dagana. Á laugardag-
inn vann liðið 2:0 sigur á Stoke á
Anfield. Steve Nicol og Kenny
Dalglish skoruðu mörkin
snemma í fyrri hálfleik. Liverpo-
ol er nú komið í fjórða sætið í
deildinni og hefur ekki komist
svo hátt á keppnistímabilinu.
Árið í ár ætlar að reynast Aston
Villa einkar hagstætt, því liðið
hefur nú leikið fjóra leiki frá ára-
mótum og unnið þá alla. Útisigur
á laugardag gegn West Ham.
Paul Goddard kom West Ham
yfir en Steve Walford jafnaði
leikinn með sjálfsmarki. Sigur-
markið kom seint í leiknum og
skoraði það Brendan Ormsby,
1:2.
Coventry tryggði sér þrjú dýr-
mæt stig í harðri botnbaráttu með
sigri á Chelsea. Terry Gibson
skoraði eina mark leiksins, hans
13. í vetur.
Naumur var sigur Newcastle á
Luton og eina markið í leiknum
skoraði Kenny Wharton.
Q.P.R. vann sömuleiðis sigur,
og það á Sunderland, með marki
John Byrne.
í 2. deild léku efstu liðin, Black-
burn og Oxford, og lauk viður-
eign þeirra með jafntefli. Tólf
þúsund áhorfendur sáu Oxford
taka forystuna strax á 5. mínútu.
Brian McDermott skaut að marki
en Terry Gennoe hélt ekki bolt-
anum. Kevin Brock birtist í
teignum og skoraði. Eftir markið
lagðist Oxford í vörn og mátti
stundum sjá 10 leikmenn liðsins í
eigin vítateig. Á 67. mín. náði
Blackburn að jafna þegar Jimmy
Quinn afgreiddi hornspyrnu í
mark Oxford. Þetta var sjöunda
mark Quinns í jafnmörgum
leikjum.
Manchester City ætiar sér sæti
meðal hinna 22 bestu og vann
næsta auðveldan sigur á 43. mín.
eftir sendingu frá Neil McNab,
besta manni vallarins. Á 48. mín.
stormaði Jim Tolmie upp kant-
inn, sendi fyrir mark Brighton.
Þar lagði Jim Melrose upp úrvals
tækifæri fyrir Dave Phillips sem
dúndráði í netið, 2:0. Fjórir leik-
12 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. febrúar 1985
menn bókaðir, þar á meðal Andy
May hjá City sem nú fer í tveggja
leikja bann.
Birmingham náði ekki að sigra
sinn ellefta útileik í röð og var
það mest fyrir eigin klaufaskap.
David Geddis fór tvívegis illa
með úrvals tækifæri og slíkt kann
ekki góðri lukku að stýra. Eina
mark leiksins skoraði Paul Pester
fyrir Shrewsbury á 40. mínútu.
Pester gat aukið við forystuna í
byrjun síðari hálfleiks en skot
hans hafnaði í stöng. Þá var Gary
Stevens þumlungi frá því að bæta
við marki. Síðasta korterið var
nánast um stórskotahríð af hálfu
Birmingham að ræða en Colin
Griffin, sem nú lék sinn 350. leik
með Shrewsbury, stjórnaði liði
sínu eins og herforingi.
Stærsti sigurinn var hjá Ports-
mouth, 5:1 gegn Oldham. Kevin
Dillon skoraði tvö mörk úr vít-
um. Alan Biley skoraði einnig
tvívegis og Vince Hilaire það
fimmta.
Leeds er enn með í toppbarátt-
unni og var mark Peter Lorimers
nóg til að leggja Charlton að
velli. Fulham náði sex stigum í
vikunni með tveimur góðum sigr-
um. 3:2 sigur á Carlisle á laugar-
dag og skoraði hinn ungi Kenny
Achempong tvö mörk og Leroy
Rosenoir bætti við því þriðja.
Grimsby vann Notts County með
tveimur mörkum Kevin Drink-
ells. Sheff. Utd. vann sigur á
Barnsley og þar skoraði Mel Eves
tvívegis en Roger Wylde hjá
Barnsley mátti víkja af velli að
ósk dómarans. ,
- ab/Husavik
Mick Lyons jafnaði gegn Watford.
England
Lyons
jafnaði
Þar sem leikjum Sheff. Wed. og
Watford gegn Norwich og
Ipswich sem fram áttu að fara í 1.
deild á laugardaginn var frestað
vegna viðureignar tveggja síðar-
nefndu liðanna, tóku þau fyrr-
nefndu uppá því að spila leik sinn
sem fram átti að fara þann 20.
aprfl á sunnudaginn. Jafntefli
varð í leiknum á Hillsborough,
1:1.
Um 28 þúsund áhorfendur sáu
hraðan og fjörugan leik í
steikjandi sólskini. Watford átti
nokkra stórkostlega kafla þar
sem John Barnes og Luther Blis-
sett fóru á kostum. Einn slíkur
varð að marki á 39. mínútu,
Barnes gaf á Jimmy Gilligan sem
kom Watford yfir, 0:1. Þegar sex
mínútur voru til leiksloka urðu
bakverði Watford, Lee Sinnott, á
mistök. Hann hreinsaði frá, en
nánast beint uppí loftið. Lee
Chapman stökk upp og skallaði á
gamla góða Mick Lyons sem jafn-
aði, 1:1.
Lundúnaliðin Crystal Palace
og Wimbledon léku í 2. deild og
„litla“ Wimbledon vann ótrú-
legan sigur, 0:5. Paul Fishenden
skoraði 3 markanna. Ekki er
kannski rétt að tala um „litla“
Wimbledon - liðið er skipað
mjög hávöxnum leikmönnum og
meðalhæð þeirra myndi allt að
því sóma sér í ensku úrvals-
deildinni í körfuknattleik! - VS