Þjóðviljinn - 08.03.1985, Síða 1
ÞJÓÐMÁL
GLÆTAN
8. MARS
VETRARÍÞRÓTTIR
Dollaralánin
Akureyri í skuldaf jötmm
Seðlabankinn hefur œtíð ráðlagt lántökur í dollurum. Verðgildi dollaraskulda Hitaveitu
Akureyrar hœkkaði um 240 miljónir kr. umfram lán íþýskum mörkum
Hitaveita Akureyrar suuldar nú um 1,7
miljarð króna, en þar af eru einungis 43
prósent í evrópskum gjaldmiðlum. Verð-
gildi þess hluta skuldanna sem eru í dollur-
um hefur frá því í júní 1982 hækkað um
hvorki meira né minna en 240 miljónum
króna meira, en hefði sama upphæð verið
tekin í þýskum mörkum. Mismunurinn
væri enn meiri hefði lánið verið tekið í en-
skum pundum.
Seðlabankinn er sá aðili sem ræður mestu
um í hvaða gjaldmiðli erlend lán hafa verið
tekin, og hefur langoftast ráðlagt dollaral-
án. Ráðgjöf Seðlabankans hefur því kostað
Akureyringa hundruð miljóna.
Skuldimar sem hvfla á togaranum Kol-
beinsey frá Húsavík em nú langt á þriðja
hundrað miljóna króna. Skuldimar væru að
minnsta kosti hundrað miljónum lægri
hefði þessi sömu lán ekki verið tekin í doll-
uram heldur enskum pundum. Vegna þessa
getur útgerð skipsins ekki með nokkru móti
staðið undir skuldunum sem á skipinu hvfla
og það er nú að lenda á uppboði. Eigi að
síður er skipið viðurkennt aflaskip, hefur
tæpast verið dag frá veiðum vegna bilana og
er frábærlega vel rekið.
Samkvæmt ráðgjöf Seðlabankans hefur
mikill hluti erlendra skulda sem íslendingar
hafa stofnað til verið í dollurum, jafnvel þó
upphaflega hafi verið til þeirra stofnað til að
greiða kostnað í evrópumynt.
Til dæmis em skuldir hitaveitu Akraness
og Borgarness allar í dollurum, og þó veitan
ráði yfir einni verðmætusu hitavatnsupp-
sprettu sem er til á landinu, þá er talið af
kunnugum að hún muni aldrei geta greitt
skuldirnar sem á henni hvfla. hágé
Sjá bls 14.
Nýir sjómannasamningar
Ríkisstjómin
gaf sig
2% lœkkun kostnaðarhlutdeildar
tekur strax gildi. 80 miljónir í aukin
hlutaskipti á árinu
Haildór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra samþykkti í
gegnum síma frá Egilsstöðum í
gærmorgun að lækkun kostaðar-
hlutdeiidar taki gildi nú þegar. í
fyrri yfírlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar var lofað að þessi lækkun tæki
gildi fyrir næstu áramót. Þessi
loðna yfirlýsing var meginástæða
þess að sjómenn felldu fyrri
samninginn. Eftir að hafa fengið
bréflega áskorun frá samninga-
Viðtal við
Gladys Baez
{Þjóðviljanum í dag er blaðauki
helgaður baráttudegi kvenna 8.
mars. Þar er að finna opnuviðtal
við Gladys Baez sem hingað
kemur frá Nicaragua og talar hún
á fundi í Félagsstofnun stúdenta í
kvöld. Einnig birtir Þjóðviljinn
ávörp frá Menningar- og friða-
rsamtökum íslenskra kvenna,
þeim konum sem standa að bar-
áttufundi í Félagsstofnun og
einnig þeim sem standa aðfundi í
Háskólabíó. S]á b[s J5
Ullaríðnaðurinn
Útflytjendur
græða
Á sama tíma og útflytjendur í
ullariðnaði hirða 10% tekna
sinna í hreinan gróða, er tap
prjónastofanna 1% og tap
saumastofanna 3%. Á þremur
árum hefur hlutur framleiðenda í
þessum iðnaði minnkað um
fjórðung, úr 50% af útflutnings-
verðmætinu í 34% Sjá bls. 5
mönnum í gærmorgun gaf sjávar-
útvegsráðherra sig og nýir samn-
ingar tókust.
„Ég held að þessi viðbót komi
til móts við þau sárindi sem urðu
hjá sjómönnum út af fyrri samn-
ingnum, einkum vegna hins
loðna orðalags um kostnaðar-
hlutdeildina. Félögin hafa verið
undir mjög.mismunandi álagi og
það hefur haft sitt að segja um
samningsgerðina“, sagði Óskar
Vigfússon eftir að hafa undirritað
nýja viðbótarsamninginn við út-
vegsmenn.
Það að lækkun kostnaðarhlut-
deildar um 2% tekur gildi strax,
mun þýða um 80 miljónir í aukinn
hlutaskipti til sjómanna á árinu
sem útgerðin fær síðan bætt með
niðurgreiðslu á olíu. Þá hækka
fatagreiðslur frá fyrra samningi
úr 540 kr. á mánuði í 750 kr. og
fastakaup háseta á stóru togurun-
um hækkar sem svarar þeirri
greiðslu eðaí 18.110 kr. ámánuði
og kaup netamanna og báts-
manna samsvarandi.
Þó nokkrir brestir vom komnir
í samstöðu sjómanna og m.a.
höfðu sjómenn á Snæfellsnesi
frestað verkfalli og réru í fyrri-
nótt. „Samstaða sjómanna var
mjög góð í upphafi en síðan hafa
ýmsir hlutir komið uppá sem hafa
dregið úr samstöðunni og komið
niður á samningsgerðinni, sem ég
ætla ekki að fara frekar útí“,
sagði Óskar Vigfússon í gær.
Fundir voru haldnir í fjölmörg-
um sjómannafélögum í gær og
greidd atkvæði um samninga. A
Suðumesjum þar sem allir sjó-
menn vom í landi vora nýju
samningamir samþykktir með
miklum meirihluta en víða mun
atkvæðagreiðsla stranda ein-
hverja næstu daga þar sem fjöldi
skipa er enn á sjó.
-*g-
MRvann
mælskukeppnina
Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna með ræðumaður kvöldsins. Pétur Már Ólafsson,
laukífyrrakvöld. Efni rökræðunnarvarsútillagaMR MK varð annar með 513 stig.
að banna alla einokun innan íslenska lýðveldisins Ekki er að efa að frækilegt klapplið MR-inga fyllti
en MK andmælti. Fór sveit MR-inga með sigur af ræðumenn skólans eidmóði og á þessari mynd sem
hólmi í rökræðunni. Jóhann Fr. Haraldsson í sveit eik tók i Háskólabíói í fyrrakvöld má sjá hina fríðu
MR varð stigahæstur, hlaut 548 stig og varð þar sveit. Nánar segir frá þessari orðræðu í Þjóðviljan-
um síðar. -aró
L