Þjóðviljinn - 08.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Blaðsíða 9
Agla Marta Marteinsdóttir og synir hennar Marteinn og Gunnar Bláfjöll Iþrótt fyrir alla fjölskylduna Agla Marta Marteinsdóttir: Allir geta lært á skíðum Bláfjöllin eru stærsta og vinsælasta vetrarútivistar- svæði þeirra sem búa á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar fjöl- mennast er ( Bláfjöllunum um helgar er talið að fjöldinn fari jafnvel yfir 10 þúsund. Þrátt fyrir snjóleysið víða um land hef ur veríð ágætur skíðasnjór í Bláfjöllunum að undanförnu og þangað eru reglulegar rútu- ferðir alla daga vikunnar þegar vel viðrar. Þau voru hress í bragði Agla Marta Marteinsdóttir og synir hennar Marteinn og Gunnar þar sem við hittum þau víð stólalyft- una í Bláfjöllum. Ég fer hingað þegar viðrar, sagði Agla Marta, en oft er hér ansi kalt. En það er gott að kom- ast hingað á rúmhelgum dögum þegar maður er heimavinnandi. Farið þið oft saman mæðginin? Já, það má segja það. Annars er frekar stutt síðan ég byrjaði á skíðum. Það var fyrir um það bil 5 árum. Þetta verður ólæknandi baktería. Strákarnir hafa verið í þessu frá blautu barnsbeini. Sá eldri sagðist þó hafa gert hlé á meðan hann var í háskólanámi, en nú væri hann að byrja á ný. Það er merkilegt, sagði Agla Marta, en það er hægt að kenna öllum á skíði. Aldur eða þrek skiptir ekki máli í því sambandi. Agla Marta sagðist oftast fara í Bláfjöllin, enda væri snjórinn jafnan bestur þar. Hins vegar væri það ókostur að brekkurnar væru í skugga. Því væru brekk- umar í Hveradölum oft skemmti- legri í sólskini þegar sólin er kom- in hærra á loft. ólg. Dalvík Ein bestu skíðalönd á íslandi Gísli Pálsson: Skíðasnjór fram í miðjan maí Skíðalyfturnar á Dalvík verða opnaðar nú á laugardag, þann 26. janúar, sagði Gísli Pálsson æskulýðsfulltrúi á Dalvík í samtali við Þjóðvilj- ann. Við teljum okkur vera með einhver bestu skíðalönd landsins hérna rétt í bæjarjaðrinum og erum svolítið óhressir með hvað fjölmiðlar hafa sýnt þessu lítinn áhuga, sagði Gísli. Hér em tvær togbrautir, sam- tals um 750 m langar. Svæðið er ekki ýkja stórt, en þeim mun betra og innan við kílómeters göngufæri frá bænum. Aðstaðan þarna er í eigu Skíðafélags Dal- víkur, sem rekur þetta alfarið, reyndar með einhverjum fjár- styrk frá bæjarfélaginu. Hér er oft góður skíðasnjór fram í miðj- an maí og skíðin mikið stunduð þegar sólin fer að hækka á lofti. í byrjun verður opið hjá okkur frá kl. 1.00,till6eðal8um eftirmið- daginn um helgar, allt eftir veðri og aðsókn. Á þriðjudögum og fimmtudögum verður síðan opið frá kl. 16 til 22 á kvöldin. Þegar kemur lengra fram á vorið verður opnunartíminn lengdur. Gísli sagði að árskortið fyrir fullorðna kostaði 1800 kr, 1000 kr. fyrir unglinga 13-15 ára og 560 kr. fyrir börn. Tíu daga kortið kostar 1120 fyrir fullorðna, 650 kr. fyrir unglinga og 280 kr. fyrir böm. Dagskortið kostar 140 kr. fyrir fullorðna, 70 kr. fyrir ung- linga og 35 kr. fyrir börn. Þetta hefur verið einstakur vet- ur hér á Dalvík og elstu menn muna ekki sambærilegt snjóleysi, sagði Gísli að lokum, en nú er snjórinn kominn og við kvíðum engu um framhaldið. ólg. Steinar Aðaibjörnsson 14 ára við stólalyftuna í Bláfjöllum. Stólarnir speglast í gleraugunum. Ljósm. E.ÓI. Steinar Aðalbjörnsson Á skíöum tvisvar í viku Búnaðurinn kostaði 10 þúsund Steinar Aðalbjörnsson er fjórtán ára nemandi í Austur- bæjarskóla og var að fara í stólalyftuna í Bláfjöllum þegar við náðum tali af honum. Hvers vegna ert þú ekki í skól- anum Steinar? Ég átti að vera til kl. 2 í skól- anum, en fékk frí til þess að ná í rútuna sem fór kl. 2 úr bænum. Kemur þú oft hingað? Já, ég kem einu sinni eða tvisv- ar i viku. Ég fór tvisvar um síð- ustu helgi. Hefur þú fengið einhverja kennslu í skíðaíþróttinni? Já, það er vinur minn sem er einu ári yngri en ég sem kennir mér. Hann er mjög klár og keppir líka á mótum. Er þetta dýrt fVrir þig? Já, nokkuð. Ég endurnýjaði búnaðinn fyrir um 10 þúsund krónur í haust. Keypti mér buxur og skíði. Svo er ég með árskort í lyfturnar, það kostar 1800 krón- ur. Er gaman á skíðum? Já, annars væri ég ekki að þessu. ólg. Föstudagur 8. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9‘

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.