Þjóðviljinn - 08.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Blaðsíða 2
 Helgi Kristjánsson gerir að rauðmaga um borð í bát sínum ( Húsavíkurhöfn. „Vorboöinn ljúfi“ kominn á miðin Sumir kalla hann „vorboðann ljúfa“ og víst er um það að vorkoman er ekki langt undan þegar hann fer að gefa sig til á miðunum. Hér er að sjálfsögðu átt við rauðmagann og þegar tíðindamenn Þjóðviljans voru á Húsavík á dögunum hittu þeir fyrir Helga Kristjánsson, þar sem hann var að gera að rauðmaga. Jú, hann er aðeins farinn að gefa sig til, samt er þetta ekki neitt sem nemur, sagði Helgi. Aftur á móti sagðist hann enn ekki hafa orðið var við grásleppu, enda kemur hún alltaf eitthvað seinna en rauðmaginn. Fólk sunnan fjalla þarf að bíða enn um sinn eftir að fá rauðmaga, hann fer ekki að veiðast hér fyrr en í lok mars í venjulegu árferði. -S.dór —TORGHD— Tollstjórinn auglýsir: Sprett- hlauparar óskast til starfa. Tryggvi Finnsson Húsavík Verðum að halda skipinu Til þess erum við tilbúnir að berjast til síðasta manns ér ríkir vissulega ókyrrð vegna þessa máls og mikill kvíði hjá mörgum. Vægi Kol- beinseyjar jókst verulega í at- vinnulífinu á síðasta ári, því skipið fékk þá kvóta Júlíusar Haf- stein, sem aftur var gerður út til rækjuveiða. Kolbeinsey var því burðarásinn í starfsemi Fiskiðju- samlagsins og kom með 40% af þeim afla sem unninn var hjá okk- ur, sagði Tryggvi Finnsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Tryggvi sagði að á milli 200 og 250 manns hefðu verið á launa- skrá hjá Fiskiðjusamlaginu í fyrra sem er um það bil 10% af bæjar- búum. Fiskur á grunnslóð var mjög lítill í fyrra og bátar Húsvík- inga fóru suður á vetrarvertíð og við það jókst vægi Kolbeinseyjar enn meir. Hann sagði að allt yrði gert til þess að halda skipinu á Húsavík. Til þess þarf að stofna nýtt hlutafélag og væru menn nú að búa sig utidir það, enda yrði barist til síðasta manns fyrir því að halda skipinu. Heimamenn hafa rætt málið mjög ýtarlega, rætt hefur verið við Fiskveiðasjóð, sjávarútvegs- ráðherra og þingmenn kjördæm- Tryggvi Finnsson framkvæmdstjóri Fiskiðjusamlagsins (Mynd: S.dór) isins og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að skipið verði af okkur tekið, sagði Tryggvi. Hann benti á þau tilmæli ráðherra til Fisk- veiðasjóðs að sjóðurinn léti heimamenn ganga fyrir þegar hann seldi skip sem hann eignað- ist á nauðungaruppboðum. Okk- ur liggur á, sagði Tryggvi, að fá hreinar línur um þetta mál hjá Fiskveiðasjóði, vegna þeirrar óvissu sem málið veldur hjá heimamönnum. Enn sem komið er hefur sjóðurinn engin svör gef- ið við þessum tilmælum ráðherra. -S.dór FRETTIR Traffic-málið Hallærisplanið við Hlemm Lögreglustjóri: óheppilegt að draga unglinga að einum hnappi Igær var lögð fram í félagsmála- ráði borgarinnar skýrsla frá lögreglu og bréf frá lögreglustjóra um unglingastaðinn Traffic á Laugavegi við Hlemm. í skýrsl- unni segir að innandyra séu gestir prúðir og framkoma þeirra til fyrirmyndar; vandinn sé utan- dyra þar sem hundruð unglinga safnast saman (300-1000 manns) og mikið beri á drykkjuskap, skemmdum, óspektum og sóða- skap. I bréfi lögreglustjóra kemur fram að óheppilegt sé að safna unglingum saman á einn stað. Traffic er eina unglingadiskó- tekið í borginni, þarna er stærsti leiktækjasalurinn í Reykjavík og rétt hjá er biðskýlið á Hlemmi, samastaður unglinga frá því það var reist. „Ég tel að það hafi verið mis- tök á sínum tíma að leyfa þetta danshús á þessum stað“, sagði Guðrún Ágústsdóttir sem upp- haflega bað um skýrslu frá lög- reglu um Traffic. - Þessi skemmtistaður ætti hinsvegar fullan rétt á sér og raunar þyrftu að vera fleiri diskótek og skemmtanir fyrir unglinga í borg- inni. Skýrsla lögreglu um Traffic staðfestir engan veginn lýsingar æskulýðsfrömuðar frá Svíþjóð sem í Þjóðviljanum sagðist aldrei hafa séð annað eins og lífið inná diskótekinu. Fram kemur að reynt er að fylgjast vel með aldri gesta og vín sé lítt að sjá á þeim sem inni eru. Guðrún hefur í félagsmálaráði beðið um álit útideildar unglinga á ástandinu og diskótekinu og kringum það. Nýlega var stofnuð nefnd að frumkvæði heilbrigðisráðherra um unglinga á Hlemmi og ná- grenni og sitja í henni menn frá ráðuneytum, borg og lögreglu. Skrifstofur ráðherrans eru ein- mitt hjá skemmtistaðnum Traff- ic. -m Meira fé til B-álmu Adda Bára: fagna árangrinum Ífjármálaráðuneyti er nú í meira fé. fyrir B-álmunni ber þennan ár- undirbúningi aukafjárveiting Magnús Pétursson hagsýslu- angur, sagði Adda Bára Sigfús- til B-álmu Borgarspítalans. A stjóri staðfesti við Þjóðviljann að dóttir við Þjóðviljann um þetta, fjárlögum var aðeins veitt 8 milj- aukafjárveiting væri á leiðinni. og vonaðist borgarfulltrúinn til ónum til álmunnar, en fjármála- Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- að ekki stæði á mótframlagi frá ráðherra mun hafa brugðist vel anserhérumsjöaukamiljónirað borginni. Ríkið leggur fram 85% við eindregnum tilmælum ýmissa ræða. fjár til álmunnar, borgin 15%. borgarfulltrúa í Reykjavík um -Égfagnaþvíaðbaráttaokkar _m 8. mars GEGN LAUNASTEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR. Baráttufundur í félagsstofnun stúdenta kl. 20.30. Ávörp: Anni Hauggen, félagsráögjafi, Bjarnfríður Leósdóttir, kennari BSRB, Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra, Vilborg Þorsteinsdóttir, varaformaöur Snótar Vestmannaeyjum, Guðrún Friðgeirsdóttir, Kennari H.Í.K., Gladys Baez frá Nicaragua. Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Sonja B. Jónsdóttir. Tónlist: Sif Ragnhiidardóttir, söngur, Abdouhl, ásláttur, Guðmundur Hallvarðsson, gítar, Tómas R. Einarsson, bassi, Fjóla Ólafsdóttir, söngur, Þóra Stefánsdóttir, píanó, Margrét Pálmadóttir, söngur, Bára Maqnúsdóttir, söngur. Kynnir: Bríet Héðinsdóttir. Frá kl. 23.00 verður dansað við plötusnúning Andreu Jónsdóttur. Samtök kvenna á vinnumarkaði — Kvennaframboðið í Reykjavík Kvennafylking Alþýðubandalagsins - Kvennalistinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.