Þjóðviljinn - 08.03.1985, Síða 3
FRÉTTIR
Grundarfjörður
Sigurfari boðinn upp?
Uppboðskrafan á milli 150 og 160 miljónir króna. Fiskveiðasjóður með aðal kröfuna
Idag verður ákveðið hjá sýslu-
manni Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu hvenær skuttogarinn
Sigurfari SH 105 verður boðinn
upp, en hann er gerður út frá
Grundarfirði. Jóhannes Árnason
sýslumaður sagði í gær að það
væri hans að ákveða uppboðs-
daginn að undangenginni auglýs-
ingu í dagblaði. Oftast væri það
svo að uppboðin væru tvö og
sagðist hann eiga von á því að svo
yrði einnig nú.
Uppboðskröfurnar hljóða
uppá upphæð á milli 150 og 160
miljónir króna og er Fiskveiða-
sjóður lang stærsti kröfuhafinn
með 3,7 milj. dollara. Upphaf-
lega var dollaralánið sem Fisk-
veiðasjóður lánaði til smíði skips-
ins 1981 5,1 miljón dollarar. Þá er
Byggðasjóður með kröfu uppá
600 þúsund v-þýsk mörk, auk
tveggja skuldabréfa 1,8 miljónir
og 1,3 miljónir króna og síðan
kemur Olíufélagið með rúmar
tvær miljónir króna.
Að öllum líkindum verður það
Fiskveiðasjóður sem eignast
skipið og enginn veit því á þessari
stundu hvort skipið verður eða
fer frá Grundarfirði. Heima-
menn segja að verði skipið selt
frá Grundarfirði verði það rot-
högg fyrir atvinnulíf staðarins,
sem nær eingöngu byggist á út-
gerð og fiskvinnslu.
-S.dór
Tollgæsla
Smyglaramir skrefi
á undan okkur
Kristinn Ólafsson tollgœslustjóri:
Smyglgóssið í Alafossi getur hafa verið
fœrt til eða því kastað í hafið
Viðskiptaráðherra
Ekki
stór-
mannlegt
Matthías Mathiesen:
Peir hefðu sjálfir átt
að bera kostnaðinn
Bankinn taldi sig hafa hag af
því að þessar athuganir yrðu
gerðar og ákvað því að iána fé til
þeirra. Hitt hefði verið miklu
stórmannlegra að þeir menn, sem
komu og buðu fram krafta sína,
hefðu sjálfir borið kostnaðinn,
sagði Matthías Mathiesen, við-
skiptaráðherra í gær.
Matthías sagðist ekki muna
tímasetningar með það mikilli
vissu að hann gæti tilgreint hve-
nær honum hefði borist vitneskja
um þessa fyrirgreiðslu Norræna
fjárfestingabankans. í ljósi þess
að engar athugasemdir hefðu
verið gerðar af hálfu stjórnar eða
endurskoðenda bankans vegna
hennar, hefði hann ekkert við
fyrirgreiðsluna að athuga.
að sem við erum vissir um er
að smyglgóss fór um borð í
Álafoss erlendis. Hvað svo hefur
orðið af því er en ráðgáta. Hins-
vegar getur enginn ímyndað sér
hugkvæmni smyglara nema sá
sem reynir og það fullyrði ég að
þeir eru alltaf einu skrefí á undan
okkur, fundvísi þeirra á aðferðir
og felustaði eru með ólíkindum.
Þetta sagði Kristinn Ólafsson toll-
gæslustjóri í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær, vegna Álafossmálsins.
Kristinn sagði að ótal mögu-
leika yrði að skoða í þessu máli.
Góssinu hefðu skipverjar getað
hent í sjóinn og það síðan verið
sótt af einhverjum báti. Eins
gætu þeir hafa hent því í hafið hér
á ytri höfninni. Það gæti verið fal-
ið í gámum, eða að það hefði ver-
ið flutt til í skipinu einhverja nótt-
ina, eða þá að skipverjar vissu um
felustað, sem tollverðir finna
ekki.
Kristinn var spurður að því
hvort engin ástæða væri til að ef-
ast um þær upplýsingar sem toll-
urinn fékk að utan. Sagði hann
svo ekki vera, enda hefði hvorki
skipstjóri skipsins né forstjóri
skipafélagsins dregið í efa þau
gögn sem þeim voru sýnd varð-
andi málið.
í gær leituðu tollverðir í gám-
um þeim sem skipið flutti og er
ekki búist við að þeirri leit ljúki
fyrir helgi.
-S.dór
Tollverðir leita í gámunum, sem Ála-
foss flutti til landsins, en ekki er búist
við að gámaleitinni Ijúki fyrir helgi.
(Ljósm. —eik)
Borgin
Áfengisvamir
til einkaaðila
Á borgarstjórnarfundi í gær
samþykkti meirihlutinn að leggja
niður áfengisvarnardeild heilsu-
verndarstöðvarinnar og fela SÁÁ
að sjá um hluta þeirrar starfsemi
sem deildinni var ætluð. SÁÁ fær
til þess arna það fé sem á fjár-
hagsáætlun rann til áfengisvarna
á heilsuverndarstöðinni, rúmlega
tvær og hálfa iniljón króna.
Fulltrúar allra minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn mót-
mæltu samningnum við SÁÁ
harðlega. - Aílir sérfræðingar
sem ég hef rætt við eru á móti
þessum samningi, sagði Jósteinn
Kristjónsson framsóknarmaður:
ábyrgð stjórnvalda er mikil við
heilsugæslu og um félagslegt ör-
yggi, „þangað á frjálshyggjan
ekki að ná“.
Adda Bára Sigfúsdóttir, Al-
þýðubandalagi, lagðist eindregið
gegn því að SÁÁ yrði afhentur
þessi heilsugæsluþáttur. - Nú
þegar brýnt er að efla varnir gegn
vímuefnum ætlar borgin að kasta
frá sér áfengisvarnardeildinni,
sagði Adda Bára og sagði að
þarmeð væri þetta starf ekki
undir merkjum borgarinnar.
Hún vakti athygli á að SÁÁ væri í
samningnum aðeins falinn einn
þáttur í starfi áfengisvarnar-
deildarinnar sálugu: ráðgjöf við
aðstandendur, en ekkert minnst
á almennt fræðsluhlutverk og
ráðgjöf til áfengis- og vímuefna-
neytenda með upphafseinkenni
sjúkdóms.
Adda Bára og aðrir fulltrúar
minnihlutaflokkanna töldu að
þótt SÁÁ væru alls hróss verð
teldist varla rétt að fela þeim ráð-
gjöf um framhaldsmeðferð: eng-
in patentlausn er til í meðferð
drykkjusjúkra, sagði Guðrún
Jónsdóttir, Kvennaframboði.
Páll Gíslason mælti fyrir samn-
ingnum af hálfu meirihluta.
Samr.ingurinn var sam-
þykktur gegn minnihlutaat-
kvæðum. -m
Gyllenhammer-hópurinn
Inn um bakdymarí norræna
Guðrún Helgadóttir: Pukur og röng svör ráðherra
bera dauðann í sér fyrir norrœnt samstarf
Eg hef ekkert á móti því að
einkaaðilar fái fyrirgreiðslu
frá Norræna fjárfestingabankan-
um, en ég mótmæli þeim vinnu-
brögðum sem ráðherranefndin
hefur beitt í þessu máli. Pukur og
röng svör eins og viðhöfð hafa
verið gagnvart Norðurlandaráði
bera dauðann í sér fyrir norrænt
samstarf á lýðræðisgrundvelli“,
sagði Guðrún Helgadóttir á þingi
Norðuriandaráðs í gær.
í gærmorgun svaraði Svend
Lundkvist fyrirspurnum Guðrún-
ar varðandi fjármögnun
Gyllenhammers-hópsins, sem
eru topparnir í norrænu atvinnu-
lífi, m.a. Erlendur Einarsson,
forstjóri SÍS og dr. Pehr Gyllen-
hammer, forstjóri Volvo-
samsteypunnar.
í Stokkhólmi í fyrra spurði
Guðrún hvernig ætlunin væri að
fjármagna starfsemi hópsins og
fékk þau svörf.h. forsætisráðherr-
anna að ekki væri óskað eftir
neinni fyrirgreiðslu af hálfu ein-
stakra ríkja eða norrænna sjóða
til hennar.
í gær vakti Guðrún svo athygli
á því að Norræni fjárfestinga-
bankinn hefur þegar veitt
Gyllenhammer-hópnum 750 þús-
und norskar krónur í lán og veitt
vilyrði fyrir annarri jafnhárri
upphæð, ef hópurinn telur sig
þurfa. Hún benti á að heilu ári
áður en þing Norðurlandaráðs
var haldið í fyrra, hefði hópurinn
sent Olof Palme, forsætisráð-
herra Svía bréf, þar sem farið var
fram á nákvæmlega þessa fjár-
hæð, 5 miljónir norskra króna.
Svörin sem hún hafði þá fengið
hefðu því verið hreinar lygar!
„Hvernig er norrænni sam-
vinnu komið, þegar ráðherrar
bara taka sínar eigin ákvarðanir
og þykjast ekki einu sinni þurfa
að segja Norðurlandaráði frá
þeim, þegar spurt er“, sagði Guð-
rún. „Það er ekkert ólöglegt við
að bankinn veiti slíka fyrir-
greiðslu, en það verður bara að
gerast á heiðarlegan hátt. Vinnu-
brögð af þessu tagi staðfesta það
sem ég og margir óttast að það er
verið að breyta Norðurlandaráði
í já-samkomu sem ætlað er að
blessa yfir ákvarðanir sem löngu
■ r fC ■
SJ00I
hafa verið teknar.
í svari Svend Lundkvist kom
fram að hópurinn hefði verið
stofnaður fyrir frumkvæði þeirra
sem í honum eru, en ekki að
frumkvæði forsætisráðherranna
eins og Erlendur Einarsson sagði
í blaðaviðtali í vetur. Þá sagði
hann að ákvörðun bankans hefði
verið tekin á eðlilegan hátt en
svaraði í engu fyrirspumum
Guðrúnar um hverjir aðrir en
forsætisráðherrarnir hefðu vitað
um fjárbeiðnimar.