Þjóðviljinn - 08.03.1985, Page 10

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Page 10
Skíðaferðir í Bláfjöll Laugardaga og sunnudaga Til baka og alla frídaga kl. 10.00 og 13.00 kl. 18.00 Þriðjudaga, miðvikudaga kl. 19.00 og fimmtudaga kl. 15.00 og 18.00 og 22.00 Ath. Skíðakennsla um helgar Ath. Árskort í allar lyftur í Bláfjöllum Ath. Afsláttarkort í rúturnar Viðkomustaðir í Hafnarfirði Kaupfélagið Norðurbæ Esso Hraunver Lækjarskóli Bryndísarsjoppa Hvammabraut Biðskýlið Hvaleyrarholti Flókagata (hjá sundlaug) Viðkomustaðir í Garðabæ Arnarnes Karlabraut Vífilstaðavegur Siflurtún Viðkomustaðir í Kópavogi Kópavogsbraut (Þingholtsskóli) Biðskýlið Kópavogsbraut Kársneskjör Urðarbraut Furugrund (Snælandsskóli) Víghólaskóli Vörðufell Esso Engihjalla TEÍTEIR dÖNflSSQN N.F. SÍMflR: 40237: 76588 HÓPFERÐABÍLAR (biðskýli) (biðskýli) (biðskýli) (biðskýli) VETRARIÞROTTIR Skíöaskálinn [ Hlíðafjalli Hlíðarfjall FJ0RAR LYFTUR í GANGI Viö opnuöum laugardaginn 26. janúar, sagöi Ásgeir Magnússon í Skíðastöðum í Hlíðarfjalli við Akureyri, þegar við höfðum samband. Hér er venjulega opið frá 1. janúar, en snóleysi háði hokkur í janúar. Hér hafa einungis verið æf- ingamenn sem hafa sótt í skaflana í fjallinu, en við lyft- urnar hefur verið lítill snjór og þær hafa því verið lokaðar til þessa. Hvað hafið þið margar lyftur Við erum með eina stólalyftu, sem er 1000-1100 m löng. Síðan er ein diskalyfta sem er um 900 metrar og tvær barnalyftur í neðri brekkunum sem eru um 2-300 m hvor. Hvaða þjónustu veitið þið aðra á staðnum? Fyrst í stað verður skálinn hérna opinn til afdreps og fyrir sælgætissölu. Venjulega er hér aðstaða fyrir skólafólk til gisting- ar og það stendur til að hún verði einnig opin um helgar. Pá er einnig boðið upp á skíðakennslu hérna, bæði einkatíma og hóp- kennslu. Hvað kostar þessi þjónusta? Dagur í lyfturnar kostar 200 kr. fyrir fullorðna og 100 kr. fyrir börn. Hálfur dagur kostar 150 kr. og 65 kr. fyrir börn. Kvöldkortið kostar 95 kr. og 45 kr. fyrir börn og árskortið kostar 2860 fyrir full- orðna og 1430 fyrir börn. Skíða- kennslan kostar 250 kr. á tímann fyrir hóp en 200 kr. fyrir einstak- ling. Annar maður borgar þá 100 kr. og þriðji og fjórði 50 kr. Eru skíðalöndin í Hlíðarfjalli góð? Ég held að það megi segja að möguleikarnir hér séu með þeim betri á landinu, en við höfum kannski ekki nógu góðan lyftu- kost til þess að geta nýtt þá til fulls. Eru brekkurnar upplýstar? Já, það er þokkaleg lýsing í brekkunni meðfram stólalyftunni og sömuleiðis í Strompbrekkunni sem við köllum svo, en það er efri brekkan við disklyftuna. Hvað er opið lengi fram á vor- ið? Við lokum venjulega 1. maí, þótt oft sé hér snjór fram í miðjan mánuðinn. Það dregur alltaf mikið úr aðsókninni eftir pásk- ana af einhverjum ástæðum. ólg Siglufjörður 1200 m skíðalyftur. Upplýst stökkbraut með skíða- 500 m upplýst svæði við lyfturn- lyftu. ar. Göngubrautir fyrir keppnisfólk Fullkominn snjótroðari. og almenning. Gistiaðstaða fyrir allt að 50 Upplýst göngubraut. manns. Auk þess er Hótel Höfn með 14 Ný búnings- og baðherbergi. gistiherbergi. Sauna. Skólar og vinnuhópar velkomnir. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Allar nánari upplýsingar hjá íþróttafulltrúa Siglufjarðar I vinnusíma (96)71700, heima (96)71133. Bjóðum gesti velkomna á skíðamót Islands 3.-7. april nk. \ Neskaupstaður Tvær lyftur í Oddsskarði Guðmundur Bjarnasonformaður Þróttar: Höfum byggt upp góða aðstöðu ísamvinnu við Eskfirðinga og Reyðfirðinga Hjá okkur er mjög góð skíða- aðstaða og mikið notuð, sagði Guðmundur Bjarnason for- maður íþróttafélagsins Þróttar í Neskaupstað. í skíðamiðstöðinni i Odds- skarði höfum við stóra díska- lyftu sem er sameign þriggja bæjarfélaga. Húsið í Oddsskarði er ennþá í byggingu, það er nú fokhelt og ætlunin er að opna nú salernisað- stöðu þar fyrir veturinn. Guðmundur sagði að þeir í Neskaupsstað hefðu á að skipa vaskri sveit skíðamanna, og á síð- asta ári varð Gerður Guðmunds- dóttir frá Neskaupstað ungling- ameistari íslands í svigi. Gerður er nú 14 ára. Guðmundur sagði að snjór hefði verið óvenjulítil í vetur, en þó nægur til þess að hægt væri að æfa. Nýlega kom nýr snjóbíll í skarðið sem bætir enn aðstöðuna, því hann er jafnframt fullkominn snjótroðari. Hvernig viðrar til skíða hjá ykkur þessa stundina? Hér er logn og heiðríkja og hið besta skíðaveður, sagði Guð- mundur að lokum. ólg. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.