Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 13
VETRARÍÞRÓTTIR Skautasvellið á Akureyri. i framtíðinni ætla Akureyringar að koma sér upp vélfrystu svelli. Akureyri Vélfryst skauta- svell undirbúið ísknattleikur hefur verið stundaður á Akureyri frá 1937 Við erum með gott skauta- sveil á vellinum inn í innbæ og svo erum við með þrjú svell í hverfunum, sagði Guðmundur Pétursson formaður Skautafé- lags Akureyrar í samtali við Þjóðviljann. Hvernig er aðstaðan nyrðra? Við eigum nú í glímu við borg- aryfirvöld hérna út af aðstöð- unni. Samkvæmt nýju skipulagi hefur verið ákveðið að flytja okk- ur inn undir Krókeyri og setja völlinn upp í endanum á tjörninni sem þar verður fyllt upp. Við fengum frystivélar gefnar frá Út- gerðarfélagi Akureyrar og ætlum að leggja plastleiðslur í völlinn til að lengja tímann á haustin og vorin. Við viljum hins vegar að bærinn bæti okkur það sem við höfum lagt í gamla völlinn sem við notum núna. Við vonumst til þess að geta verið með vélfryst svell á nýja vellinum í haust, og hann verður jafnframt gerður með það fyrir augum að hægt verði að byggja yfir hann í fram- tíðinni. Hvenær var félagið ykkar stofnað? Það var stofnað 1937 og við höfum keppt hér í ísknattleik síð- an. í fyrstu var þetta frumstætt vegna áhalda- og aðstöðuleysis, en með nýjum velli og vélfrystu svelli ætti skautaíþróttin að eiga bjarta framtíð hér á landi. ólg. Mývatnssveit Vélsleða- íþróttin vinsæl Vélsleðamótið verður haldið 9.-10. marssegir Gunnar Ingi Gunnarsson mótsstióri SÓU ** Við munum halda vélsleða- mótið í ár helgina 9.-10. mars næstkomandi, sagði Gunnar Ingi Gunnarsson tæknifræð- ingur við Kröflu og mótsstjóri vélsleðamótsins, en mót þetta verður skipulagt á vegum Björgunarsveitarinnar Stefáns og íþróttafélagsins Eilífs. Mótið verður haldið skammt frá Kröflu, og verður keppt í tveim greinum. Annars vegar er keppt á alhliða braut sem er 3-4 km. löng með um 60-90 hliðum eins og tíðkuð eru á skíðabraut- um. Á leiðinni verða bæði bremsu- og stökkbrautir til þess að gera þetta áhugaverðara fyrir áhorfendur, sagði Gunnar. Þá verður einnig keppt í kvart- mflu spyrnukeppni. í báðum til- fellunum verður keppendum skipt niður í 3-4 flokka eftir hest- aflatölu vélsleðanna. Eru vélsleðarnir ekki gagnleg farartæki í dreifbýlinu? Jú, þeir hafa valdið gjörbylt- ingu hjá bændum inn til sveita. Verst er hvað þeir eru dýrir, það er bæði lagt á þá gúmmígjald og ■„\d þótt Vjettstt'SÚ notaðir á vegum. Sleði kostar nú frá 150 til 400 þúsund krónur, allt eftir afli og stærð. Er vélsleðaakstur hættuleg íþrótt? Ekki ef maður veit hvað maður er með í höndunum og þekkir all- ar aðstæður. Þið farið mikið upp á há- lendið? Já, það getur verið mjög tign- arlegt að fara um hálendið í kyrru veðri og frosti. Með sleðunum er hægt að komast á staði sem illt er að komast að öðruvísi. Hvernig búa menn sig í slíkar ferðir? Við höfum sérstaka vélsleða- galla, þeir eru bæði til í innlendri og erlendri framleiðslu. Við erupi í ullarfötum og venjulegum fötum og höfum gallann yst klæða. Hjá okkur er það líka skil- yrði að allir séu með hjálma og svo þurfa menn að hafa góða vettlinga og skó og föt til skipt- anna ef eitthvað kæmi fyrir. Þá hafa margir með sér útileguserki eða poka, sem hægt er að leggjast Gunnar Ingi Gunnarsson tæknifræð- ingur í Kröflu: Það er tignarlegt að fara um hálendið á vélsleðum í frost- stillum. Sleðinn gerir manni kleift að sjá staði sem ella væru óaðgengi- legir. Ljósm. eik. í hvar sem er. Þeir eru vatnsþéttir á neðra borði, vindþéttir og veita gott skjól. Er þetta ekki dýrt sport? Jú, það má segja það. Gallinn kostar um 5000 krónur, hjálmur 2-3000 krónur, svo ég gæti trúað því að fatnaður og búnaður fari ekki undir 10 þúsund. Og þá er sleðinn eftir. Hvað hafið þið haldið mörg vélsleðamót? Fyrsta mótið var haldið 1979. Síðan hefur þetta verið árlega, nema hvað eitt árið datt út. Keppendur hafa verið á milli 30 og 40. í fyrra komu keppendur frá Reykjavík, Keflavík, Mos- fellssveit og af Suðurlandi og víðsvegar að hér á Norður- og Austurlandi. ólg. Póstsendum um allt land Sportval \r Laugavegi 116 við Hlemm. Símar 26690 — 14390. Þú finnur alltaf eitthvaö sniðugt í 50 kr. kassanum hjá okkur. f------------ Útsala í Sportval Nú höfum viö heldur betur bætt viö út söluna hjá okkur Það fer að síga á seinni hlutann á þessari útsölu. Við bendum á skíðin og skíðaskóna. Sérstaklega frábært verð. Skíöi áður 4.050,- Nú kr. 1.790,- Skíðaskór áður 2.280,- Nú kr. 980,- Don Cano-úlpur áður 4.114,-Nú kr. 2.500,- Lúffur, leður, áður 495,- Nú kr. 200,- Skíðapeysur áður 790,- Nú kr. 390,- Dúnkápur aðeins kr. 3.500,- Úlpur á aðeins kr. 390,- Bindingar frá kr. 1.150-1.580,- Föstudagur 8. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.