Þjóðviljinn - 08.03.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 08.03.1985, Qupperneq 14
Brennivínshagfræði Seðlabankans Hitaveita Akureyrar skuldar nú sautjánhundruð milljónir. Stœrstur hluti lánanna er í dollurum. Hefðu láninverið tekiní Evrópu gjaldmiðli, t.d. þýskummörkum, vœruþau hundruðum milljóna lœgri Yfirlýsingagleði félagsmála- ráðherrans um húsnæðismál er löngu landskunn. Hvað eftir ann- að hefur hann sett fram áhuga- verðar hugmyndir um nýjar leiðir í þeim efnum. Hann tók hug- myndinni um Búseta að því er virtist fagnandi; hann hefur rætt um að stofna sérstakan húsnæðis- banka, hann hefur nefnt þann möguleika að leggja á sérstakan stóreignaskatt, eða skatta á háar tekjur til að auka fjármagn til húsnæðislána. Þó að ýmsar hug- myndir ráðherrans séu eftirtekt- arverðar og sumar beinlínis skynsamlegar, þá situr allt við það sama. Flest sem honum hefur dottið í hug strandar að sögn á samstarfsmönnum hans, úr Sjálf- stæðisflokknum, eða öðrum að því er virðist óþörfum skerjum í stjórnarkerfinu. Fjölmargir hafa sýnt fram á það með augljósum dæmum, á und- anförnum vikum og mánuðum, að verðtrygging lána til smíði eða kaupa á íbúðum sé ekki í neinu skynsamlegu samræmi við verð- breytingar þeirra fasteigna sem lánin eru tekin til. Þess utan hafa verið ritaðir tugir greina og haldnar margar ræður og langar um það sem allir vita. Menn þurfa að vinna lengur en áður til að standa undir óhjákvæmlegum lánum og þar með húsnæðisk- ostnaði. Hingað til hefur ráðher- rann og ríkisstjórninni ekki kom- ið annað ráð í hug, handa kaupendum og byggjendum, en að veita þeim enn meiri lán svo þeir geti greitt af lánum, sem voru þeim óbærileg fyrir, komin í van- skil og íbúðir undir hamarinn. Til viðbótar við allt þetta eru svo að læðast að mönnum efasemdir um, að lánskjaravísitalan illræmda sé reist á þeim grunnmúruðu vísindum, sem menn hingað til hafa viljað vera láta. Þess verður að sönnu naumast vart að félagsmála- ráðherrann og ríkisstjórnin hafi af því verulegar áhyggjur, að verðbreytingar á skuldum og lán- um í landinu kunni að vera mæld- ar á snarvitlausum mælikvarða. Annað verður að minnsta kosti ekki séð af þeirri hugmynd hans, að mynda sérstakan greiðslu- jöfnunarsjóð fyrir skuldara. Þó búa megi til einhverja greiðslu- jafnaðarnaglasúpu, er þeirri spurningu enn ósvarað hvort mælikvarðinn sem notaður er til að mæla verðbreytingar er réttur eða rangur. Hugarfóstur Seðlabankans Lánskjaravísitalan er fædd og uppalin í Seðlabankanum. Hún er hugarfóstur þeirra manna sem taldir eru meðal fremstu hag- fræðinga hérlendis. Því er aukin- heldur skotið að landsmönnum í ýmsum fjölmiðlum, að oddvitinn sé nánast meðal kraftaverka- manna á þessu sviði. Hugmyndafræðin á bak við lánskjaravísitöluna er einföld og á að vera öllum skiljanleg. Henni er ætlað að vera mælitæki sem tryggir að verðgildi peninga hald- ist. Taki menn 1000,- krónur að láni á með einföldum reikningi að reynast auðvelt að sanna að þær séu jafngildar 1500.00 krónum þegar verðbólgan hefur orðið 50%. Lánskjaravísitalan er í þessum reikningi í hlutverki mæl- ikvarða sem verður að vera rétur, því að gera að gamni sínu. Að- stoðarbankastjórinn er sýnilega í þeim hópi sem hefur húmorinn í lagi. í þessu tilviki; því miður,því ekki verður betur séð en að önd- vegishagfræðingar í yfirbanka landsins hafi þegar komið brönd- urunum aðstoðarbankastjórans að nokkru leyti í framkvæmd. Eg hef áður rakið það hér í blaðinu hvernig vínandavísindi Seðlabankans hafa leikið lántak- endur. Til upprifjunar fyrir alla tagi muni fyrr eða síðar valda því, að margar fjölskyldur lenda á hrakhólum; geti ekki haldið húsnæði sínu vegna botnlausra skulda. Þar að auki mun þessi hallærishagfræði valda því, að fjölmargir kaupendur og byggj- endur verða ánauðugir þrælar skulda sinna, um árabil, þó svo að þeim takist að halda eignun- um. Ekki getur hjá því farið að vísi- tölufárið sem nú geisar í landinu HELGI GUÐMUNDSSON Lagning 450 mm víðrar stofnæðar í Þórunnarstræti I október 1977. annars er útkoman úr dæminu vitlaus. Sé andvirði einnar íbúðar tekið að láni, á lántakandinn að endur- greiða andvirðið á lánstímanum, hvorki meira né minna. Valdi lánskjaravísitalan hærri eða lægri endurgreiðslu, er hún einfaldlega röng. Bjarni Bragi Jónsson, aðstoð- arbankastjóri Seðlabaknans, sem upplýsti í útvarpsþætti á dögun- um, að Seðlabankamenn væru ekki í hópi þeirra, sem leituðu leiða til að liðsinna fólki, setti í sama þætti fram ýmsar athyglis- verðar kenningar. Taldi hann meðal annars, að vel kæmi til greina að nota brennivín sem mælikvarða á verðmætabreyting- ar. Væri farið að þessu ráði, myndi verða búin til brennivíns- vísitala og skuldir og lán hækkuð eða lækkuð eftir því sem verðið breytist á , hinum eftirsóttu veigum. Flestir embættismenn mættu að skaðlausu gera miklu meira af sem skulda má nefna þá einföldu þumalfingursreglu, að árshækk- un á brennivíni hækkar hverja milljón skuldar um ca. 12.000.- krónur. Þetta er vissulega lítil- ræði samanborðið við áhrifin af því að koma spaugsyrðum að- stoðarbankastjórans að fullu í framkvæmd, því að þá myndi hver milljón hækka um fimm til sexhundruð þúsund. Um sérkennileg áhrif þessara vísinda á skuldasúpu landsmanna mætti tilfæra ótal önnur dæmi. Hér skal látið duga að nefna eitt: Dregið hefur verið úr niðurgreiðslum á kjöti og ýms- um landbúnaðarvörum, sem að sjálfsögðu hefur þýtt að fólk borgar meira fyrir þessár nauðsynjavörur. Þetta eitt væri nægur baggi að bera fyrir venju- legar fjölskyldur. En því miður er hengdur annar baggi á hinn klakkinn, vegna þess að hækkun- in á þessum vörum veldur um leið hækkun á verðtryggðum skuldum. Niðurstaðan er skýr, en ekki að sama skapi gleðileg. Það verður dýrara að lifa: Skuldirnar hækka vegna þess að það er orðið dýrara að lifa. Ýmis teikn eru nú á lofti um það, að efnahagsvísindi af þessu nvcRflböwn - 50 ARA - Leigid sögufrœgt húsnœdi undir veislur og einkasam- kvœmi. Aukin þjónusta. Orskot frá borginni í skída- umhverfi. Pantanir og upplgsingar í síma 99-4414 og í Veislu- miðstöðinni, Lindargötu 12 Regkjavík, símar 10024 og 11250. leiði hugann að öðrum verkum þeirra manna sem eiga höfundar- réttinn að öllu saman. Jón Baldvin hefur sagt, að hann muni reka Seðlabanka- stjórann fái hann til þess nægileg völd. Sjálfur fjármálaráðherrann hefur í einu af sínu tignarlegu hugarflugum látið sér detta í hug að gera Seðlabankann að eins- konar deild í Landsbankanum. Þó að Jón Baldvin skorti hvorki máttinn né dýrðina til þess að taka til hendinni í eigin flokki, reka þar fólk og ráða að vild sinni; þó fjármálaráðherrann sé ekki beinlínis kunnur fyrir að skynja nauðsynlegt samhengi milli orða og huganlegra athafna, þá má hafa þessi dæmi til marks um að efasemdir um ágæti þeirra vísinda sem stunduð eru í valda- mestu fjármálastofnun þjóðar- innar gera víða vart við sig. Meistaraleg lántökutilþrif Seðlabankastjóra hafa stundum verið til umfjöllunar í blöðum. Vel má vera að bankastjórinn sé öðrum mönnum slyngari sláttu- maður í útlöndum. Venjulegu fólki, sem ekki er tamt að hugsa í þeim stjarnfræðilegu tölum sem eru daglega viðfangsefni seðla- bankamanna, mun þykja fróð- legt til umhugsunar að mikill hluti erlendra lána er í dollurum, að ráðleggingu Seðlabankans. Þessi gjaldmiðill er öllum pening- um dýrari, hefur hækkað í verði jafnt og þétt um árabil, gagnstætt öllum spám þeirra sem gerst eiga að þekkja til í völundarhúsum bankamálanna og erlendra við- skipta. Því hefur jafnan verið haldið fram að lán sem virtust dýr í upphafi yrðu álitlegur gróðaveg- ur þegar frá liði. Reyndin hefur orðið allt önnur. Enn hækkar dollar í verði og varla marktæk teikn á lofti um gagnstæða þróun í bráð. Oftryggð lán í sjávarútvegi Áhrifa þessa ráðlags sér víða stað í þjóðfélaginu. Þjóðviljinn skýrði nýlega frá því, að vel rekið aflaskip frá Húsavík, Kolbeinsey ÞH 10, verði selt á uppboði innan tíðar. A skipinu hvfla lang- leiðina í þrjúhundruð milljóna skuldir, sem ómögulegt er að standa undir, hversu vel sem skipið er rekið. Skipið er smíðað í Slippstöðinni á Akureyri, en út- gerðinni var hins vegar gert að taka lán í dollurum til að greiða smiðskostnaðinn. Innlendi kostnaðurinn er þannig greiddur með dollaralánum og hið sama gildir um erlenda kostnaðinn sem þó er til stofnað í Evrópugjald- miðlum. M.ö.o.: Hér er dollar- inn kominn í hlutverk brennivíns- ins í ránskjaravísitölunni. Brenn- ivín hækkar, og hækkar um leið skuldir, sem ekkert koma brenni- víni við. Dollarinn hækkar, og hækkar um leið skuldir sem upp- haflega er stofnað til í allt öðrum gjaldmiðli. Lánin eru því of- tryggð en ekki gengistryggð. Orkuverðs- sprenging Hitaveita Akureyrar skuldar nú um 1,7 milljarði króna, þar af nálega helminginn í dollurum. Þessar skuldir væru nú hundr- uðum rnilljónum lægri ef þær hefðu verið í þýskum mörkum samkvæmt heimildum kunnáttu- manna á Akureyri. Þetta eru lán sem tekin hafa verið vegna upp- byggingar veitunnar. Lánin eru tekin að mestu hjá Citi Bank í London. Að ráði þeirra, sem mest áttu að vita í bankakerfinu, voru lánin upphaflega að mestu í dollurum; rúmlega helmingi þeirra hefur nú verið breytt fyrri atbeina heima- manna. Þau voru síðan notuð til að greiða kostnað við uppbygg- ingu veitunnar, sem að lang- mestu leyti er í Evrópumynt, þ.m.t. innlendur kostnaður. Hin sérkennilega fjármálaráðgjöf (eða skipun) Seðlabankans veld- ur því (rétt eins og brennivínið hækkar lánskjaravísitöluna) að skuldirnar hækka langt umfram það sem hinn upphaflegi kostn- aður hefur hækkað, ef miðað er við þá mynt sem kostnaðurinn var í raun greiddur með. íslendingar hafa lengst af trúað því, að land þeirra ætti ærinn auð í ódýrum og torfengnum orku- lindum. Hér á það við, að auður- inn sé þá því aðeins mikill, að menn kunni að nota hann. Flest bendir til þess að „kunnátta“ þeirra sem ráða eiga lands- mönnum heilt við lántökur er- lendis hafi þegar étið upp lung- ann af mögulegum hagnaði, af hinum ódýru orkulindum. Eða hver skyldu vera áhrif dollaralán- anna á rafmagnsverð á íslandi? Dyrkeypt gamanmál Bjarni Bragi Jónsson aðstoðar- bankastjóri hefur með gaman- yrðum sínum um brennivíns- tryggingar gefið tilefni til að huga nánar að verkum þeirra, sem undirbúa og taka ákvarðanir í Seðlabankanum og víðar. Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði. Síðar gefst e.t.v. færi á að huga að þeirri „þjónustu" sem Seðlabankinn og bankakerfið veita atvinnulífinu. Svo er sagt að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Sitt af hverju bendir til þess að „gamanmál" Brennivínshagfræð- innar muni verðaa landsmönnum nokkuð dýr áður en lýkur. Helgi Guðmundssun 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.