Þjóðviljinn - 08.03.1985, Side 23
ÍÞRÓTT1R
Úrslitakeppnin
Þorleifur Ananíasson skorar fyrir KA í 1. deildarleik gegn KR.
Afrek
Leibbi leikur
500. leikinn!
FH kemur norður. Geir með KA
Þorleifur Ananíasson,
„Leibbi“, línumaðurinn kunni úr
KA, hefur verið í eldlínunni í
handknattleiknum í meira en tvo
áratugi. Þorleifur nálgast óðum
Helgar-
sportið
Handbolti
Þýðingarmikill leikur í 1. deild
karla fer fram í Seljaskóla í kvöld
kl. 20.15. Þar mætast Víkingur og
KR og dugar Víkingum jafntefli
til að komast i efri hluta úrslita-
keppninnar. Þeir hafa líka leik
gegn Þór Ve. uppá að hlaupa ef
þeir tapa í kvöld. Komist Vfkingar
áfram, gilda stigin úr þessum leik í
úrslitakcppninni.
Úrslitakeppnin í 2. flokki karla
og kvenna fer fram um helgina. I
Hafnarfirði leika FH, ÍR, Selfoss,
Sindri, Stjarnan, KR, Víkingur,
Haukar og Grótta um meistaratit-
il 2. flokks kvenna og að Varmá
eru KR, Haukar, Víkingur, FH,
Afturelding, Stjarnan, Þróttur og
Valur í úrslitum í 2. flokki karla.
Körfubolti
Tveir af úrslitaleikjum íslands-
mótsins fara fram um helgina,
eins og fram kemur annars staðar
á síðunni, UMFN-KR og ÍR-ÍS.
í 1. deild kvenna leika ÍR og KR í
Seljaskóla kl. 14 á sunnudag og í
1. deild karla mætast Reynir og
Grindavík í Sandgerði kl. 14 á
morgun.
Blak
Undanúrslit bikarkeppninnar
fara fram á laugardaginn. Á sunn-
udag leika síðan Þróttur og Fram í
1. deild karla í Hagaskóla kl.
13.30. Þróttur verður íslands-
meistari með sigri. Á eftir, kl. 15,
leika ÍS og Vfkingur í 1. deild
karla og kl. 16.30 mætast Víking-
ur og Þróttur í 1. deild kvenna.
Skíði
Eina mót helgarinnar, Lamb-
agöngunni sem fram átti að fara
fram á Akureyri, hefur verið
frestað til 20. apríl vegna snjó-
leysis.
Badminton
Reykjavíkurmeistaramótið fer
fram í húsi TBR við Gnoðarvog
laugardag og sunnudag. Ba-
dmintondeild Víkings sér um
mótið. Keppt verður í meistara-
flokki, A-flokki, öðlingaflokki og
æðstaflokki, öllum greinum.
fertugt en ennþá er hann á fullu
með KA í 2. deildinni.
Á miðvikudaginn kemur nær
Leibbi þeim einstæða áfanga að
leika sinn 500. leik með meistara-
flokki KA. Aðeins einn annar ís-
lendingur hefur afrekað slíkt að
því best er vitað, Birgir Björns-
son, fyrrum þjálfari KA og leik-
maður FH sem lék um áraraðir
með Hafnarfjarðarliðinu.
Það eru íslandsmeistarar FH
sem sækja Leibba og KA heim á
miðvikudagskvöldið og liðin
mætast í íþróttahöliinni á Akur-
eyri. Geir Hallsteinsson, fyrrum
stjarna FH og íslenska landsliðs-
ins sem nú þjálfar lið Stjörnunn-
ar, mun væntanlega leika með
liði KA gegn sínu gamla félagi.
-K&H/Akureyri
Kraftlyftingar
Hvað gerist
í Njarðvík
Vinnur UMFN eina ferðina enn eða
koma ungu KR-ingarnir á óvart?
Annar leikur úrslitakeppninn-
ar um meistaratitilinn í körfu-
knattleik fer fram í Njarðvík í
kvöld. UMFN fær KR í heimsókn
og hefst viðureignin kl. 20.30.
Eins og kunnugt er, leika liðin tvo
til þrjá leiki i undanúrslitunum og
það lið sem fyrr vinnur tvo leiki
kemst í úrslit.
Njarðvíkingar hafa verið nán-
ast ósigrandi í vetur, unnu 18 af
20 leikjum sínum í úrvals-
deildinni og settu nýtt stigamet,
hlutu 36 stig. Þeir eru með jafnt
og öflugt lið, ágæta blöndu eldri
og yngri leikmanna.
KR-ingar eru með mjög ungt
lið, fyrir utan Jón Sigurðsson
þjálfara sem lítið leikur með, eru
allir leikmenn um tvítugt eða enn
yngri. Liðið er í mikilli framför -
hvort það er orðið nógu öflugt til
að eiga möguleika á meistaratitl-
inum kemur í ljós í leikjunum við
Njarðvík.
UMFN vann alla fjóra leiki lið-
anna í úrvalsdeildinni í vetur.
Leikirnir í Njarðvík enduðu 78-
72 og 83-80 og í Hagaskóla 68-62
og 112-101. Eins og tölurnar bera
með sér náðu KR-strákarnir
alltaf að veita meisturunum
harða keppni.
UMFN: Valur Ingimundarson 511, Isak
Tómasson 266, Gunnar Þorvarðarson
201, Hreiðar Hreiðarsson 201, Ámi Lárus-
son 163, Ellert Magnússon 153, Jónas Jó-
hannesson 132, Teitur Örlygsson 105,
Helgi Rafnsson 104 og Hafþór Óskarsson
37. Þjálfari er Gunnar Þorvarðarson.
KR: Guðni Guðnason 385, Birgir Mika-
elsson 320, Þorsteinn Gunnarsson 223,
Ólafur Guðmundsson 216, Matthías Ein-
arsson 190, Ástþór Ingason 140, Birgir Jó-
hannsson 70, Jón Sigurðsson 58, Kristján
Rafnsson 32, Ómar Scheving 17, Ómar
Guðmundsson 12, Björn Indriðason 6 og
Ágúst Líndal 5. Þjálfari er Jón Sigurðsson.
Annar leikur liðanna fer fram í
Laugardalshöll á mánudags-
kvöldið kl. 21.30, áeftirleik Vals
og Hauka sem hefst kl. 19.30.
-VS
4. deild
36 lið í
sex riðlum
Sérsam-
band
stofnað
Kraftlyftingasamband íslands
var formlega stofnað á laugar-
daginn var, 2. mars, í Æfinga-
stöðinni við Engihjalla í Kópa-
vogi. Það hefur nú tekið við allri
aðild Lyftingasambands Islands
að alþjóðlegum kraftlyftingasam-
böndum (IPF, EPF og NSF).
Samþykkt voru lög fyrir sam-
bandið og kosin stjórn. Formað-
ur er Ólafur Sigurgeirsson og
meðstjórnendur Oskar Sigurp-
álsson, Matthías Eggertsson,
Halldór E. Sigurbjörnsson og Jón
Páll Sigmarsson.
Dregið hefur verið í riðla fyrir
4. deildarkeppnina í knattspyrnu
í sumar. Það þarf ekki að vera að
það sé endanlegt, nokkur félög
eru óánægð með skiptinguna og
er það skiljanlegt. Nágrannafé-
lögin á Snæfellsnesinu, Grund-
arfjörður og Snæfell úr Stykkis-
hóimi, eru t.d. sett í sinn hvorn
riðilinn:
En riðlarnir lita þannig út:
A-rlðill:
Leiknir, Reykjavík
Grótta, Seltjarnarnesi
ÍR, Reykjavík
Grundarfjörður
Léttir, Reykjavík
Víkverji, Reykjavik
B-riðill:
Afturelding, Mosfellssveit
Stokkseyri
Hafnir
Þór, Þorlákshöfn
Hveragerði
Mýrdælingur
C-riðill:
Reynir, Hnífsdal
Árvakur, Reykjavík
Haukar, Hafnarfirði
Bolungarvík
Snæfell, Stykkishólmi
Augnablik, Kópavogi
D-rlðill:
Höfðstrendingur, Hofsósi
Skytturnar, Siglufirði
Reynir, Árskógsströnd
Svarfdælir, Dalvík
Geislinn, Hólmavík
Hvöt, Blönduósi
E-riðlll:
Tjörnes
Vaskur, Akureyri
Handbolti
Fram vann forkeppnina
Forkeppni í 2. dcild karla í hand-
knattleik er lokið. HK og Fram gerðu
jafntefli, 20-20, í fyrrakvöld eins og
við sögðum frá í gær. Þá fréttum við
að Fylkir og Fram hefðu leikið í felum
fyrir heilum þremur vikum í Selja-
skóla og Fram hefði unnið 31-22.
Lokastaðan varð því þessi:
Fram.......... 14 11 2 1 338-277 24
KA............ 14 11 0 3 328-283 22
HK........... 14 9 2 3 296-281 20
Haukar........ 14 7 0 7 318-318 14
Ármann........14 5 0
Fylkir.........14 4 2
Grótta.........14 2 3
ÞórAk..........14 2 1
9 297-307 10
8 277-306 10
9 291-313 7
11 275-335 5
Fjögur efstu liðin leika um tvö sæti í
1. deild og fjögur neðstu leika um
hver tvö þeirra halda sæti sínu í 2.
deild. f báðum tilfellum taka liðin
stigin úr forkeppninni með sér þannig
að Fram stendur mjög vel að vígi en
Grótta og Þór illa. Leikin verður tvö-
föld umferð, 6 leikir á lið, í úrslita-
keppninni. _ys
Arroðinn, Eyjafirði
Æskan, Svalbarðsströnd
UNÞ-b, Öxarfirði
Bjarmi, Fnjóskadal
F-rlðill:
Hrafnkell, Breiðdal
Súlan, Stöðvarfirði
Egill rauði, Norðfirði
Neisti, Djúpavogi
Höttur, Egilsstöðum
Sindri, Hornafirði
Alls 36 lið í stað 40 í fyrra. Tvö
fóru upp í 3. deild en eitt féll,
Snæfell, þannig að liðum fækkar
um þrjú. Mýrdælingur, UNÞ-b
og Bjarmi eru með í fyrsta skipti
og Höfðstrendingur kemur aftur
eftir nokkurra ára hlé. Drengur
úr Kjós, Hildibrandar úr Eyjum,
Eyfellingur, Stefnir frá Suður-
eyri, Drangur frá Vík, Vorboð-
inn úr Eyjafirði og UMFB úr
Borgarfirði eystra hafa hætt þátt-
töku frá í fyrra. Mýrdælingur og
Drangur er reyndar sama Iiðið en
undir nýju merki.
-VS
England
wtm ■ ■ ■ ■ r
Top hja
toppliðum
Tvö toppliðanna í 2. deild, Birm-
ingham og Blackburn, sólunduðu
góðum tækifæri til að komast á topp
deildarinnar í vikunni, töpuðu bæði.
Tap Birmingham var sérlega óvænt,
0-1 heima gegn Oldham á þriðju-
dagskvöldið. Roger Palmer, fyrrum
leikmaður Manch.City hélt því topp-
sætinu.
Blackburn gat síðan farið uppfyrir
Manch.City en tapaði 3-1 í Brighton í
fyrrakvöld. Botnlið Cardiff vann
óvæntan stórsigur á Charlton í
London, 1-4, og Wolves tapaði 0-1
heima gegn Grimsby.
Efstu lið í 2. deild eru þessi:
Man.City.......29 16 7 6 46-24 55
Blackburn......29 15 8 6 52-28 53
Birm.ham.......27 16 4 7 37-23 52
Oxford.........26 15 5 6 53-25 50
Brighton.......29 14 6 9 33-23 48
Leeds..........29 13 8 8 49-32 47
Valur Ingimundarson skoraði 511
stig í 20 leikjum UMFN í úrvals-
deildinni, 25,55 stig að meðaltali í
leik. Hvað gerir hann gegn KR?
Félagaskipti
Tæp 50 á
mánuði
Félagaskipti tæplega fimmtíu
knattspyrnumanna hafa verið
samþykkt af KSÍ síðasta mánuð-
inn. Flest það markverðasta hef-
ur komið fram í fréttum, helst
vekur athygli að Stefán Halldórs-
son, fyrrum leikmaður með Vík-
ingi og atvinnumaður í Belgíu,
hefur flutt sig um set á Suður-
landinu. Hann lék með og þjálf-
aði Selfoss í fyrra, en verður í ár
með Hvergerðingum i 4.
deildinni.
Austri, Eskifirði, sem margir
hafa spáð toppsæti í 3. deild, hef-
ur misst einn sinna bestu manna,
Kristján Svavarsson, yfir til 1.
deildarliðs Vals. Þá hefur Rafn
Rafnssoh, hinn efnilegi leikmað-
ur Snæfells, fetað í fótspor
bróður síns, Björns Rafnssonar,
og gengið til liðs við KR. Rafn er
enn leikmaður í 2. flokki.
Listinn lítur þannig út:
Axel R. Guömundsson, USVH-Víkingur
Borghildur Sigurðard., KA-Þór A.
Bjarki P. Jónsson, Fram-Þór A.
Birgir Marinósson, Árroðinn-Þór A.
Björk Erlingsdóttir, Leiknir R.-Valur
Bryndís Valsdóttir, Vilur-Guigliano (It)
Elmar Gislason, Víkingur-Fram
Finnur Thorlacius, Vikverji-Vikingur
Friðrik Friðriksson, UBK-Fram
Guðm. B. Guðmundsson, IBV-Þór A.
Gísli Sigurðsson, TindastólF-KS
Guðm. H. Jónsson, Leiftur-Svarfdælir
Guðm. F. Jónasson, Hafnir-Áhus (Svi)
Guðni Arason, Völsungur-UBK
Guðbjörn Tryggvason, lA-Start (Nor)
Guðm. Ólafsson, Eyfellingur-Ármann
Hjördís Hjartardóttir, (BÍ-Selfoss
Helga Eiríksdóttir, Vfðir-Valur
Höskuldur Steinarsson, Vikingur-Fram
Jóhannes Eðvaldsson, Motherwell-
Þróttur R.
Jónas Hallgrímsson, HSÞ.b-Völsungur
Jón Pótursson, Haukar-Fram
Kristján Svavarsson, Austri-Valur
Kristín Briem, Valur-Giugliano (It)
Ómar Torfason, Víkingur-Fram
Ómar Rafnsson, UBK-Völsungur
Páll Rafnsson, Fylkir-lR
Pétur Björnsson, (A-HV
Pétur Bjarnason, Vaskur-KA
Rafn Rafnsson, Snæfell-KR
Rúnar Steingrímsson, Árroðinrt-Þór A.
Stefán Halldórsson, Self.-Hveragerði
Sævar Júlíusson. IBK-Viðir
Snorri Rútsson, ÍBV-Einherji
Sigurður Jónsson, lA-Sheff.Wed. (Eng)
Tómas Karlsson, Árroðinn-Þór A.
Teitur Gunnarsson, lA-HV
Unnar Eyþórsson, KA-Þór A.
Vignir Baldursson, UBK-Austri
Valur Árnason, Stjaman-Valur
Þengill Stefánsson, Leiftur-Þór A.
Þorsteinn Ólafsson, Þór A.-Magni
Þorsteinn Magnússon, FH-lR
Ægir Már Kárason, Neisti- (BK
Örn Guðmundsson, lK- UBK
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23