Þjóðviljinn - 15.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.03.1985, Blaðsíða 9
MINNING Björg Bjamadóttir frá Reyðarfirði Fædd 20. júlí 1892. Dáin 10. marz 1985. Háöldruð heiðurskona hefur kvatt okkur hinztu kveðju. Elzti Reyðfirðingurinn er horfinn af sviði og úr minningasafni löngu liðinnar tíðar glitrar á geislabrot, sem fæst verða fest á blað. Við leiðarlok skal aðeins færð fram kær þökk fyrir kynnin góð, fyrir tryggð og trúnað við mætan mál- stað, fyrir einlægni hinnar traustu alþýðukonu, sem myndaði sér eigin skoðanir á mönnum og mál- efnum, fyrir hressileikann, sem fylgdi henni eins og vorsvalur gustur, fyrir skemmtilegar sam- verustundir, þar sem góð greind og hispursleysi í skoðanaskiptum voru ætíð í öndvegi. Björg skilaði sínu lífsstarfi sem húsmóðir af dug og með sóma, yfir henni var þessi meðfædda reisn, sem fylgir heitu skapi og hlýrri lund. Hrjúf- leiki hið ytra, ylur innra voru ein- kenni hennar, hún var aldrei gef- in fyrir að þykjast, hreinskiptin og ákveðin og talaði aldrei tæpit- ungu tepruskaparins. f lognmollu og ládeyðu hversdagsins er gott að minnast þessarar um margt gustmiklu en góðu konu, sem hélt fram hlut sínum af djörfung og festu og æðraðist hvergi, þó á móti blési og lífsbyrinn væri ekki alltaf sem skyldi. Mér er hún máske minnissfæðust fyrir lifandi áhuga hennar á tónlist og leiklist. Viðburði af því tagi lét hún aldrei fram hjá sér fara og vel man ég gleði hennar yfir vel heppnaðri leiksýningu hjá áhugahópnum heima eða þvílíkt yndi hún sótti til söngs og tóna, þegar góðir gestir komu í heimsókn. Hún lifði sig inn í atburðarás og hugmynd- aheim leikritanna og gladdist og hryggðist á víxl. Ég mat dóma hennar um frammistöðu og túlk- un mikils, því henni var ekki lagin sú list að látast, en skörp athyglis- gáfa lét fátt fram hjá sér fara. Hún hafði sérstakt yndi af bók- lestri, las fjölbreyttara lesefni en gerist og gengur, nam af því fróð- leik, sem hún miðlaði manni af slíkri þekkingu, að undrum sætti. Má ég svo minna á það, hversu hátt hún hélt ætíð á lofti nafni byggðarlagsins okkar, hversu annt hún lét sér um velferð þess, hversu stolt hennar var bundið því að vera Reyðfirðingur. Þá fyrst hitnaði í kolunum, ef á byggðarlagið var orði hallað, sí- vakandi í sókn og vörn var hún fyrir Reyðarfjörð. Gott er byggð- arlagi að eiga slíka þegna, þar sem trú og trúnaður sitja í fyrir- rúmi. Allt eru þetta löngu liðnar myndir, sem nú líða um huga minn og fylla hann hljóðri þökk. Erfiðiskona hefur lokið lífsgöngu sinni, langri og farsælli og aðeins skal tæpt á því helzta úr þeirri ævisögu. Björg var fædd 20. júlí 1892 að Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Stefanía Björnsdóttir og Bjarni Björnsson frá Löndum í Stöðvar- firði. Björg ólst upp að mestu í Bakkagerði á Stöðvarfirði, en þegar hún hleypir heimdraganum fer hún upp á Jökuldal og er þar nokkur ár. Þar kynnist hún Bene- dikt Einarssyni frá Flögu í Skriðdal og þau gifta sig 2. ágúst 1925. Þau eru fyrst á Jökuldal, en síðan eitt ár á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, en flytja síðan til Reyðarfjarðar 1928 og bjuggu þar æ síðan. Ég mat Benedikt mikils sakir greindar og gerhygli, fyrir hollráð hans og heilan stuðning alla tíð. Hann var drengur góður sem gott er að minnast. Hann lézt árið 1972. Síðustu æviárin dvaldi Björg á elliheimilinu á Egilsstöðum og átti þar gott atlæti og hélt andlegu atgervi vel. Börn þeirra hjóna eru: Unnur húsmóðir í Reykjavík, hennar maður er Guðjón Jónsson form. Málm- og skipasmíðasambands- ins, Sverrir verkamaður Reyðar- firði, ókvæntur og Ingólfur, af- greiðslumaður Reyðarfirði, hans kona er Ólöf G. Pálsdóttir. Langri lífssögu er nú lokið. Það slær bjarma á bjarta og ljúfa minning frá liðinni tíð og hugans hlýja þökk fylgir hinztu kveðju. Þökk fyrir samfy lgd og samskipti, fyrir trúa fylgd við stefnu félags- hyggju og samhjálpar, fyrir heilsteypta skapgerð, heita en sanna í gleði sem sorg. Vær verði henni hvíldin kær, en trú hennar var bundin veröld vors og blóma handan þessa heims. Á því ið- græna eilífðarlandi mun æskan á ný nema land. Þangað fylgja henni hugheilar óskir og kveðjan kær. Blessuð sé minning Bjargar Bjarnadóttur. Helgi Seljan Við kynnum ÍSLENSKU KARTÖFL í Grænmetismarkaðinum, homi Síðumúla ogFellsmúla, föstudaginn 15. mars. Við bjóðum mikið úrval af alls kyns grænmeti og ávöxtum, en íslenska kartaflan verður í aðalhlutverkinu. Við veitum upplýsingar um matreiðslu og geymslu, kynnum óvenjulegan 14 daga „kartöflu“ megrunarkúr og bjóðum girnilega smakkrétti o.fl. o.fl. Grœnmetisverslun 1 Igndbúnaðarins f Síðumúla 34 — Sími 81600 kynnum óvenjulegan 14 daga „kartöBu“ megrunarkúr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.