Þjóðviljinn - 17.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Blaðsíða 2
FLOSI af hórmulegum laugardegi Nú er þaö fyrst til aö taka, aö síðastliðinn laugar- dag kom í Þjóðviljanum Vikuskammtur eftir mig og er ekkert tiltökumál þar sem slíkt hefur veriö viku- viss uppákoma í því blaði síöastliöin þrettán ár eöa meira. Næst er að lýsa því hvernig laugardagarnir, eða réttara sagt laugardagsmorgnarnir, hafa í rúman áratug veitt mér ómælda ánægju og lífsfyllingu og kem ég nú að því sem ég vil síður að vitnist, því þá gæti einhvern farið að gruna að ég sé hégómlegur úr hófi - já, þá kem ég semsagt að því, hvað ég hef óskaplega gaman af því að sjá sjálfan mig á prenti. Auðvitað veit ég að svonalagað er ekki við hæfi, en það er nú einu sinni svona, ég get bara ekkert að þessu gert og þessvegna: „verður bara að hafa það“, einsog kellingin sagði þegar hún frétti að farið væri að gjósa í Vestmannaeyjum. Á laugardagsmorgnum fer ég semsagt á fætur, einsog endranær eftir að vera búinn að baða mig, bursta í mér tennurnar og gera á mér morgunverk- in. Svo læðist ég framí gang til að athuga hvort blöðin séu komin, en hef - svona okkar á milli sagt - engan áhuga á neinu blaði, nema Þjóðviljanum, af þeirri einföldu ástæðu að í honum er greinarkorn eftir mig, sem heitir „Vikuskammtur". Ég held satt að segja að þótt á forsíðu allra laugardagsblaðanna væri frá því skýrt með heimsstyrjaldarletri að kjarnorkustyrjöld væri hafin, þá mundi ég fyrst líta yfir Vikuskammtinn minn og bara af því að mér þykir svo dæmalaust gaman að sjá sjálfan mig á prenti. Stundum er ég svo snemma á ferðinni að Þjóð- viljinn hefur ekki borist þegar ég er kominn á ról. Þá hef ég ekki eirð í mér til að bíða heima en lalla niðurí bæ, niðrá Hressó, panta mér þar kaffi og fæ öll blöðin lánuð, þó ég hafi auðvitað ekki minnsta áhuga á neinu þeirra nema Þjóðviljanum, af því - einsog ég sagði áðan - þar er ég á prenti. Þegar ég fer að hugsa um það, þá sé ég meira að segja sjálfur að þetta er„ alger klikkun", einsog krakkarnir segja, bara „rúngandi egóflipp", einsog við sem erum orðnir miðaldra segjum. Að sitja svona að morgni dags, dáleiddur af blekbullinu úr sjálfum sér, samsetningi sem maður er í eigin per- sónu búinn að upphugsa, semja, skrifa, breyta, hreinskrifa, lesa af próförk og læra utanað. Og ég hlæ meira að segja upphátt, þegar mér finnst eitthvað frábærlega fyndið og sniðugt hjá mér, og er sjálfsagt oftar en hitt, sá eini sem hlær. Þá hugsa ég stundum sem svo: Hvað ætli fólkið í kringum mann hugsi? Og svo flýti ég mér að þykjast hafa verið að lesa Elínu Pálmadóttur eða Jón Asgeirsson í Moggan- um, til þess að það komist ekki upp að ég var einfaldlega að hlæja að því, hvað mér finnst ég sjálfur óborganlegur. Og ég verð alveg frá mér numinn af fögnuði yfir því að vera svona dæmalaust skondinn og skemmtilegur. Deginum og jafnvel helginni er borgið. Jæja, þá er að byrja aftur. Það var um síðustu helgi, nánar tiltekið á laugardagsmorgun, að ég var búinn að fá mér sæti niður á „Skála“, búinn að fletta uppá annarri síðu í Þjóðviljanum og þóttist auðvitað verað að lesa Moggann. Er þá ekki það fyrsta sem ég rek augun í að gleymst hefur að setja „Af“ í fyrirsögnina á Viku- skammtinum mínum. Mér sortnaði fyrir augum og ég fann hvernig lífshamingjan snéri við mér bakinu í einu vetfangi. Dagurinn var ónýtur, best að fara bara heim og í rúmið. Ég reyndi þó að harka af mér í von um að kaffikarlarnir við næsta borð sæju ekki hvað mér var brugðið. Svo fór ég að lesa greinina, sem var málvísinda- leg úttekt á komplexum norðlendinga. Sjálfri teorí- unni hafði ég stolið frá Þorvaldi heitnum í Arnar- bæli, en hún er í sem skemmstu máli sú, að norð- lendingar þurfi að setja stækkunarforskeyti framan við flest nafnorð, af einhverjum óskýranlegum hvötum, líklega meirimáttarkennd eða þá minni- máttarkennd. Og hér er það sem prentvilludjöfullinn gerir mér ekki bara skráveifu, heldur næstum útaf við mig. Greinin er ónýt. Og ég fell saman, fer í rúst þarna á „Skálanum", og lái mér hver sem vill. Svona lítur djöfulsins prentvillan út: Hafa menn til daamis veitt þvi athygli að það sem kallað er dalur hér syðra, heitir ekki minna en A6- bláber. Ef frá þvl þyrfti að skýra norður i Húnavatns- Eins og þessi Vikuskammtur sem ég er núna að skrifa ber með sér er ég ekki enn búinn að ná mér eftir þessar hörmungar. En nú ætla ég að reyna að taka mig saman í andlitinu og koma með leiðréttinguna. Svona átti setningin að sjálfsögðu að vera: „Hafa menn til dæmis veitt því athygli að það sem kallað er dalur hér syðra heitir ekki minna en Aðaldalur fyrir norðan. Og bláber verða þar að heita aðalbláber".____________ Og þá held ég að ég láti þetta gott heita og noti næstu viku til að jafna mig eftir þessi ósköp. Reiðir leikarar Páll B. Baldvinsson skrifar leiklistargagnrýni í DV og yfir- leitt tæpitungulausa. Margir í leiklistarheiminum þykjast því eiga honum grátt að gjalda, því Páll leggur það yfirleitt ekki í vana sinn að draga neitt undan. Á síðasta aðalfundi Félags íslenskra leikara var svo borin upp samþykkt til- laga, þar sem skorað er á DV að láta ekki fólk annast leiklistargagnrýni, sem stend- ur sjálft í einhvers konar leikhúsrekstri. Þessari pillu er auðvitað beint að Páli, sem er einn af aðstandendum Hins leikhússins.B íslenskur skolabroðir Gorbatsjofs Samstarfsmenn Árna Berg- mann á Þjóðviljanum (og kannski einhverjir fleiri) þykj- ast hafa tekið eftir því, að hann hafi í skrifum sínum um mannaskipti í Kreml ekki verið eins grautfúll út í Gorbatsjof og hann er alla jafna út í so- véska oddvita. Tímatalsfræðingur blaðs- ins hefur fundið á þessu ein- falda og þjóðlega skýringu: Þeir Árni og Gorbatsjof munu vera skólabræður. Sá fyrr- nefndi var að byrja að stauta sig fram úr rússnesku í Mos- kvuháskóla á sama tíma og hinn áðurnefndi var að undir- búa lokapróf sitt í lögfræði frá sama skóla.B Tækifæriskjólar Sigurður T ómasson jarðf ræð- ingur sem sér um þáttinn „Daglegt mál“ í útvarpinu ræddi sl. fimmtudag um orðið tækifæri. Sagði hann það óskiljanlegt hvers vegna kjól- ar vanfærra kvenna væru kallaðir tækifæriskjólar. Sagðist hann helst vera á því að þetta væri komið úr dönsku. Við erum á öðru málí og viljum í því sambandi benda Sigurði á vísu eftir snill- inginn Egil Jónasson á Húsa- vík, sem hann orti þegar ungt par fór að vera saman og 9 mánuðum síðar fæddist barn. Þá orti Egill: Eðiliegan ávöxt bar allra fy/sta „tækifœrið" af því að hann að verki var vinstramegin við hœgra lcerið Völuspá og Dallas Margt hendir þann sem svamlar í auglýsingasjónum. Nú á dögunum sendi bóka- klúbburinn Veröld út bækling þar sem greinir frá því, að ný prentun verði send út á Eddu- kvæðaútgáfu Ólafs Briems og er það að sjálfsögðu ekki nema gott eitt um það að frumkvæði að segja. En marga mun hafa rekið í roga- stans þegar þeir lásu þessi meðmæli hér með Völuspá, Hávamálum og fleiri kvæðum ágætum: „Eddukvæðin eru hluti ís- lenskrar menningar og ís- lensk menning tilheyrir alþýð- unni. Og þau eru síður en svo óskiljanleg. Á stundum eru kvæðin hreinasta Dallas“!B Þrældóms- komplex Líður að kvöldi og lífsþráin vex og leikur sér skarfur með díla. Þá þrauka ég einn með minn þrœldómskomplex og þegjandi leiðrétti stíla. Þessi vísa eftir Sigurkarl Stefánsson menntaskóla- kennara hraut af vörum Guðna Guðmundssonar rekt- ors Menntaskólans í Reykja- vík þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í vikunni, þar sem hann var að þessari eftirlætisiðju kennaranna, að leiðrétta stíla. Guðni sagði að sú skýring væri á dílaskarfin- um í vísunni að hér áður fyrr hefðu kennarar í MR skipst í skarfa og dílaskarfa og voru þeir fyrrnefndu tungumála- kennararnir sem höfðu með sér stílabunkana heim á kvöldin. Guðni taldi að þræl- dómskomplex kennara hafi farið vaxandi á síðari árum, menn hafi tekið þessu með meira jafnaðargeði hér áður fyrr.B Lítil og sæt Karlmenning og kvenmenn- ing eru hugtök sem hafa vafist fyrir mörgum. í síðasta Áusturlandi er farið út í nánari skilgreiningar og ma. vitnað í þetta ágæta og nærtæka dæmi um málnotkun og kynjamun. Móðir er á göngutúr með börnin sín, 3 ára dreng og 7 ára stúlku. Eldri konan hittir þau. Fyrst snýr hún sér að drengnum og segir: „En, hvað þetta er stór og myndarlegur drengur." Síðan snýr hún sér að telpunni, strýkur henni yfir hárið og segir mildri röddu: „En hvað þetta er sæt lítil telpa.“B Ásmundur þrítugur á Drekanum ( gærkvöldi var haldið gífur- lega magnað samkvæmi á Drekanum, á horni Lauga- vegs og Klapparstígs. Tilefnið var þrítugsafmæli Asmundar í Gramminu, eins merkasta tónlistarforleggjara á landinu. En Ásmundur og Dóra sþúsa hans eru „underground" poppinu á íslandi það sama og Ragnar í Smára var mynd- listarmönnum og rithöfundum á sinni tíð. Poþpgengið fjöl- mennti og gladdist á hjalla, en fagnaðurinn mun hafa verið fjármagnaður meö sölu past- elmyndraðar, sem var fram- lag Tolla Mortens til fagnaðar- ins. Sigtryggurtrommuleikari í Kuklinu framdi slagverk til heiðurs Ásmundi með aðstoð annarra músíkanta, og í hóf- inu var jafnframt frumflutt sérstakt afmælislag af gagn- merkum kvartett. Hann sam- anstóð af þeim Árna Ósk- arssyni, handritalesara Al- þingis, Tolla, Jóhanni Hinrik og Bubba Mortens. Lagið var samið af Tolla, raunar upp úr amerískum slagara, At the Hop, sem hljómsveitin Sha- na-na (var á Woodstock) gerði frægt í den. Allt fór vel fram, en þó var ölvun meiri en góðu hófu gegndi.B 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.