Þjóðviljinn - 17.03.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.03.1985, Blaðsíða 18
ÚTBOÐ Sveitarstjórn Ölfushrepps óskar hér meö eftir tilboðum í að fullgera 3. áfanga Grunnskólans í Þorlákshöfn. Helstu verkþættir eru: Múrverk Tréverk Málun Lagnir (hita-, vatns- og hreinlætislagnir). Verkið er boðið út sem ein heild og eru verklok 15. ágúst 1985. Útboðsgögn eru afhent gegn 3000 kr. skilatrygg- ingu á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn, sími: 99-3800/3726 og hjá Tækni- felli, ráðgjafarþjónusta, Fellási 7, Mosfellssveit, sími: 666110/666999. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Ölfushrepps föstudaginn 29. mars kl. 14.00. Sveitarstjóri ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ÓSHLÍÐ II. (Lengd 1 km, skering 18.000 m3, sprengingar 10.000 m3, grjótvörn 2.400 m3 og fylling 20.000 m3). ‘ Verkinu skal lokið 15. júní 1985. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerð ríkis- ins á ísafirði og í Reykjavík frá og með 18. mars n.k. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 1. apríl 1985. Vegamálastjóri ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í garða við Skaftafellsbrekkur, A.Skaft. (í verkinu felst m.a. ýting malargarða 53000 m3, lögn nylondúks 14000 m2, akstur grjóts 14 km og gerð grjótvarnar 14000 m3). Verkinu skal lokiö 30. júní 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á Höfn í Hornafirði frá og með 18. mars n.k. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 25. mars 1985. Vegamálastjóri ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins á Austurlandi óskar eftir tilboðum í gerð Hlíðarvegar um Sleðbrjót. (Lengd 3,9 km, fylling og burðarlag 35.000 m3). Verkinu skal lokið 15. júlí 1985. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerð ríkis- ins á Reyðarfirði og í Reykjavík frá og með 19. mars n.k. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 1. apríl 1985. Vegamálastjóri Tónskólinn í Vík auglýsir eftir skólastjóra næsta skólaár 1985-1986. Æskilegar kennslugreinar píanó og/eða blásturshljóðfæri. Upplýsingar í símum 99- 7214, 99-7130 og 99-7309. Skólanefndin Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing til starfa sem fyrst, eða eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkrunarfræð- inga og Ijósmóðurtil sumarafleysinga. Nánari upplýs- ingar veitir Sigríður Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110 eða 94-1386. _______________BRIDGE______________ Bridgehátíð 1985 Keppni hófst í gœrkvöldi Það hefur víst ekki farið fram- hjá mörgum, að nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum Bridge- hátíð 1985. í gærkvöldi hófst tvímennings- keppni 48 para. Henni verður svo framhaldið í dag, og er áætlað að keppni ljúki um kl. 19.00 í kvöld. Spiluð eru 2 spil milli para, allir v/alla alls 94 spil. Mjög góð að- staða er að venju fyrir áhorfend- ur. Þetta er sjötta Bridgehátíðin sem haldin hefur verið. Að þessu sinni er mætt til leiks að utan óvenju sterkt og fjölskrúðugt lið. Fyrsta skal nefna sjálfa olympí- umeistarana frá Póllandi, þá. Martens-Przybora-Romansky og Tuszinsky. Frá Bretlandi (og Pakistan) koma ekki ófrægari menn en Zia Mahmood, Robert Sheean, Martin Hoffmann og Tony Berry. Frá Danmörku koma ein 6 pör (12 manns), þar á meðal Steen Möller, Jens Auken, Lars Blakset og Dennis Koch og frá Bandaríkjunum koma 3 pör. Þeir eru Steve Sion, Einar Guðjohnsen, Allan Cokin, Jim Sternberg, Harold Stengel og Charles Coon. Með þeim kemur svo Mike Lucas. Fullyrða má, að styrkleiki þessa móts er sá mesti sem boðið hefur verið upp á til þessa á Bridgehátíð hér á landi. Á morgun hefst svo Opna Flugleiðamótið, sem er sveita- keppni. Til leiks eru skráðar 36 sveitir, sem er mesti fjöldi sveita, sem tekið hefur þátt í einu og sama mótinu til þessa hér á landi. Spilaðar verða 7 x 14 spila um- ferðir, eftir Monrad-fyrirkomu- lagi. Sú keppni verður sýnd í Auditorium fyrir áhorfendur, þ.e. valdir leikir úr keppninni, þannig að aðstaða fyrir áhorfend- ur, til glöggvunar á íþróttinni get- ur ekki orðið betri. Búast má við því, að fjölmenni sæki mótið. Fró Bridgedeild Skagfirðinga 34 pör mættu til leiks í 4 kvölda Mitchell-tvímenningskeppni hjá félaginu, sem hófst sl. þriðjudag. Eftir 1. kvöldið eru eftirtalin pör í efstu sætum: N/S: stig 1. Margrét Jensdóttir - Eggert Benónýsson 450 2. Gústaf Björnsson - Rúnar Lárusson 428 3. Esther Jakobsdóttir - Hjálmar Pálsson 406 4. Björn Hermannsson - Lárus Hermannsson 401 5. Hildur Hclgadóttir - Karólína Sveinsdóttir 393 A/V: stig 1. Guðni Kolbeinsson - Magnús Torfason 426 2. Gísli Steingrímsson - Guðmundur Thorsteinsson 418 3. Arnar Ingólfsson - Magnús Eymundsson 418 4. Guðrún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 414 5. Sigmar Jónsson - Vilhjálmur Einarsson 408 Meðalskor í báðum áttum 364 stig. í næstu umferð verður pörum slönguraðað eftir árangri. Fra Bridgefélagi kvenna SL. mánudag lauk Butler- tvímenningskeppni félagsins. Úrslit urðu þessi: stig 1. Jenný Viðarsdóttir - Dúa Olafsdóttir 139 2. Aldís Schram - Soffía Theodórsdóttir 137 3. Asa Jóhannsdóttir - Kristín Þórðardóttir 133 4. Guðrún Halldórsdóttir - Guðmunda Pálsdóttir 132 5. Guðrún Bergsdóttir - Vigdís Guðjónsdóttir 130 Mánudaginn 18. mars verður spilaður eins kvölds tvímenning- ur, en annan mánudag hefst svo hin árlega parakeppni (tvenndar- keppni). Spilarar eru beðnir um að hafa samband við: Öldu (17933), Árnínu (42711) eða Sig- rúnu (11088) til skráningar í par- akeppnina. Stefón og Rúnar sigurvegarar Stefán Pálsson og Rúnar Magnússon sigruðu glæsilega að- altvímenningskeppni Bridgefé- lags Reykjavíkur, sem lauk sl. sunnudag. Þeir skoruðu grimmt síðustu 6 umferðirnar og er upp var staðið, var sigur þeirra nokkuð sannfærandi. ÓLAFUR LÁRUSSON Lokastaða: 1. Stefán Pálsson - stig Rúnar Magnússon 2. Hjalti Elíasson - 547 Jón Baldursson 3. Aðalsteinn Jörgensen - 508 Valur Sigurðsson 4-5. Jón Ásbjörnsson - 480 Símon Símonarsson 4-5. Einar Jónsson - 468 Hjálmtýr Baldursson 6. Ásmundur Pálsson - 468 Sigurður Sverrisson 7. Ólafur Lárusson - 410 Oddur Hjaltason 8. Stefán Guðjohnsen - 370 Þórir Sigurðsson 320 Sl. miðvikudag hófst svo Board-a-match sveitakeppni hjá félaginu, með þátttöku 10 sveita. Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Staða efstu para eftir 2 kvöld (10 umferðir) barometer- tvímenningskeppni B.H., er þessi: staða: stig 1. Magnús Jóhannsson - Hörður Þórarinsson 80 2. Erla Sigurjónsdóttir - Dröfn Guðmundsdóttir 78 3. Ingvar Ingvarsson - Kristján Hauksson 68 4. Þórarinn Sófusson - Friðþjófur Einarsson 49 5. Ólafur Ingimundarson - Sverrir Jónsson 34 6. Hulda Hjálmarsdóttir - Þórarinn Andrewsson 32 Vakin er athygli á því, að ekki verður spilað nk. mánudag, vegna spilamennsku á Bridge- hátíð 1985. Frá Hjóna- klúbbnum Staða efstu para eftir 4 umferð- ir í Butler-tvímenningskeppni félagsins, af 5, er þessi: staða: stig 1. Ólöf Jónsdóttir - Gísli Hafliðason 167 2. Guðrún Reynisdóttir - Ragnar Þorsteinsson 166 3. Dröfn Guðmundsdóttir - Einar Sigurðsson 157 4. Árnína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 148 5. Esthcr Jakobsdóttir - Sigurður Sigurjónsson 147 6. Dúa Ólafsdóttir - Jón Lárusson 144 7. Margrét Margeirsdóttir - Gissur Gissurarson 143 Meistarastiga- skráin Meistarastigaskrá Bridgesam- bands íslands 1984/1985 er vænt- anleg út í næstu viku. í henni er að finna nöfn 2013 einstaklinga sem hlotið hafa stig í keppni hér á landi, frá 1. mars 1976 til 1. janú- ar 1985. Efstu menn skv. nýju skránni eru: Þórarinn Sigþórsson BR 825 Ásmundur Pálsson BR 701 Guðlaugur R. Jóhannsson BR 684 Jón Baldursson BR 682 Örn Arnþórsson BR 682 Valur Sigurðsson BR 603 Sigurður Sverrisson BR 600 Símon Símonarson BR 581 Guðmundur Páll Arnarson BR 558 Jón Ásbjörnsson BR 541 Karl Sigurhjartarson BR 505 Hörður Arnþórsson BR 504 Sævar Þorbjörnsson BR 501 Guðmundur Sv. Hermannsson BR 464 Stefán Guðjohnsen BR 452 Hjalti Elíasson BR 432 Guðmundur Pétursson BR 413 Óli Már Guðmundsson BR 368 Þorgeir P. Eyjólfsson BR 335 Jón Hjaltason BR 306 Björn Eysteinsson BH 305 Sigtryggur Sigurðsson BR 292 Þórir Sigurðsson BR 291 Ólafur Lárusson BR 273 Hermann Lárusson BR 262 Þorlákur Jónsson BR 262 Sverrir Ármannsson BR 256 Aðalsteinn Jörgensen BH 249 Hörður Blöndal BR 243 Gestur Jónsson TBK 239 Þetta eru 30 efstu spilararnir í dag. Alls hafa 72 spilarar hlotið 100 meistarastig eða meir. Þar af eru .13 spilarar komnir yfir 500 stiga stórmeistaramarkið, einsog sjá má. Flestir hafa hlotið stig hjá Bridgefélagi Akureyrar, alls 151 spilari. Næst kemur BR með 133 spilara og loks Breiðfirðingar með 122 spilara. Alls eru 44 félög innan Bridge- sambands íslands. Má ætla að virkir félagar innan Bridgefélaga séu um 2500-3000. Sennilega er þessi tala varlega áætluð, frekar en hitt. Meistarastigaskránni verður dreift til allra félaganna 44, þann- ig að allir spilarar innan vébanda BSÍ ættu að geta nálgast hana fljótlega upp úr miðjum mars. Umsjón með útgáfu Meistara- stigaskrár höfðu þeir Jón Bald- ursson, Ólafur Lárusson og Vig- fús Pálsson (tölvuvinnsla) Frá Bridgeklúbbi Akraness Lokaumferð í Akranesmótinu í tvímenningskeppni var spiluð fimmtudaginn 21. febrúar sl. Úrslit urðu þau að Akranes- meistarar 1985 urðu þeir Eiríkur Jónsson og Jón Alfreðsson sem unnu með nokkrum yfirburðum, en þeir hlutu 393 stig. Önnur úrslit urðu þessi: 2. Oliver Kristófersson - Þórir Leifsson 276 st. 3. Guðjón Guðmundsson - Ólafur G. Ólafsson 246 st. 4. Alfreð Viktorsson - Karl Alfreðsson 180 st. 5. Þórður Elíasson - Vigfús Sigurðsson 165 st. Frá T.B.K. Eftir sjö umferðir í aðal- sveitakeppni félagsins er staðan þessi: 1. Sv. Gests Jónssonar 147 st. 2. Sv. Antons Gunnarss. 123 st. 3. Sv. Auðuns Guðmundss. 115 st. 4. Þorsteins Kristjánssonar 101 st. 5. Sv. Óla Týs 100 st. 6. Gísla Tryggvasonar 99 st. 7. Sv. Gunnlaugs Óskarss. 96 st. + óspilaðan leik. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.