Þjóðviljinn - 28.03.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 28.03.1985, Page 4
LEIÐARI Nýsköpun í atvinnulífi Á íslandi hefur töluverð umræða farið fram um nauðsyn þess að hrinda úr vör nýjum atvinnugreinum sem gætu bæði aukið innlenda verðmætasköpun og sömuleiðis búið til störf fyrir þann grúa vinnufúsra handa sem á kom- andi árum og áratugum mun bætast í hóp starfsþyrstra Islendinga. Meðal annars hefur þessi áhugi komið fram í því að stjórnmálamenn og aðrar þjóðfélagsstoðir hafa heyjað sér mikinn forða af upplýsingum um greinar einsog líf- tækni, fiskeldi, upplýsingaiðnað og efnis- tækni (nýjasta tískuorðið) sem þeir geta rutt úr sér á mannamótum og kjósendafundum einsog fljót í leysingu. Af opinberri hálfu hefur hins veg- ar orðið lítið um gjörninga sem veita þessum nýju atvinnugreinum, sem enn eru tæpast úr burðarliðnum, áþreifanlegan stuðning. Hér kemur einkum tvennt til. í fyrsta lagi standa íslendingar nágrannaþjóðunum töluvert að baki hvað veitingu fjár til rannsókna og þró- unarstarfs í tengslum við atvinnulífið áhrærir. Þetta hefur meðal annars valdið því, að í fullvinnslu á hefðbundnum afurðum okkar höf- um við dregist langt aftur úr. í því sambandi má minna á ræðu sem Guðmundur J. Guðmunds- son flutti á þingi í tengslum við tillögu sína um fullvinnslu sjávarafla: þar kom fram að verð- mæti íslenskra sjávarafurða mætti líklega auka um hálfan tug miljarða. í annan stað er svo atvinnulífi okkar skipt samkvæmt hefð í þrennt: iðnað, landbúnað og sjávarútveg og stjórnun rannsókna og lánafyrir- greiðslu miðast algerlega við þessa þrískiptu tilhögun. Þetta stirðnaða og úrelta form hefur margsinnis verið harðlega gagnrýnt, nú síðast af Ingjaldi Hannibalssyni yfirmanni Iðntækni- stofnunar á Viðskiptaþingi í vikunni, því það tálmar mjög framgöngu nýrra atvinnugreina. Undir hvað fellur til að mynda fiskeldi? Hvaða lánastofnunum ber að styðja þessa nýju grein? Hver á að hafa yfirumsjón með nauðsynlegum undirbúningsrannsóknum? Því miður er stað- reynd að það hefur ríkt verulegt skipulagsleysi í málefnum fiskeldis hér á landi, sem hefur að líkindum tafið þróun þess um heilan áratug, | enda flestar nágrannaþjóðirnar komnar langt fram úr okkur á þessu sviði. Svipað má segja um líftækni. Ófáir hafa á vörunum hástemmd lýsingarorð um möguleika þessarar nýju greinar, og flestum ber saman um að hún er einkar aðlaðandi kostur fyrir ís- lendinga; byggist á smáum einingum og nýtir íslenskt hráefni. Engu að síður hefur mjög litlu fé verið varið í þá rannsóknarvinnu sem er og verður lífakkeri greinarinnar. Upplýsingaiðnaður er annað lausnarorð sem margir þekkja. Talið er að í honum sé fundin sú atvinnugrein sem á næstu áratugum muni taka við mestum hluta þess mannafla sem kemur út á vinnumarkaðinn í leit að atvinnu. Á íslandi vinna nú rösklega 500 manns við upplýsinga- iðnað á íslandi. í fyrrnefndu erindi Ingjalds Hannibalssonar koma fram, að væri hlutur þessa nýja iðnaðar svipaður hér á landi og í Svíþjóð ættu næstum 3 þúsund manns að hafa af honum atvinnu og tæp 5 hundruð manns að starfa við rannsóknir- og þróunarvinnu ein- göngu. Á þessu sviði erum við því líka mun aftar á merinni en nágrannar okkar. Það er því alveg Ijóst að við þurfum að taka okkurtak. Nýsköpun í atvinnulífi er lífsnauðsyn. Nýting þeirra möguleika sem hátæknivinnsla af ýmsu tæi býður upp á er nánast forsenda þess að við getum haldið uppi núverandi velferð og atvinnustigi. Til þess þarf hinsvegar að fjárfesta í menntun, rannsóknum og þróunarvinnu. Við eigum sérstöðu sem við eigum að nýta. Ingjald- ur Hannibalsson bendir á, að við ættum að geta orðið frumkvöðlar í nýtingu upplýsingatækni í greinum sem við höfum sérþekkingu á, svo sem sjávarútvegi og nýtingu jarðvarma. Til þess þarf hins vegarstjórnun á bæði rann- sóknum og fjármagnsfyrirgreiðslu. Látum dæmið af fiskeldinu verða okkur víti til varnaðar. ÖS. KUPPT OG SKORIÐ SU VAR TIÐ Sú var tíö, að frjálsir einstak- lingar töldu, að undirstaða þess að verða frjáls einstaklingur væri að afla sér góðrar og víðtœkrar menntunar. Menn sögðu sem svo, að því menntaðri sem ein- staklingurinn er, þeim mun frjálsari væri hann. í ýtarlegri úrfærslu var svo sagt, að til að þjóð geti kailast sjáifstæð þarf hún að eiga sér menningu. Því meiri sem almenn menntun er meðal þjóðar, þeim mun meiri líkur eru á að sjálf- stæðar þjóðir rísi undir nafni. Á þessum grundvelli voru mennta- skólar á sinni tíð; lögð var áhersla á víðtæka menntun í ólíkum fögum. Það var verið að búa ein- staklingana undir það ok að verða frjálsir. Skýr- greiningar Sagt var, að sannur húmanismi væri í senn leiðin til sjálfstæðis þjóðar og skilnings milli þjóða. Þess vegna var svo mikilvægt að menntun væri almenningseign. Páll Skúlason prófessor sagði ein- hvern tíma, minnir mig, að orðið menntun væri samstofna orðinu maður, - og því mætti segja að menntun stefndi að því að ein- stakiingar yrðu xneiri mann- eskjur. Hvað á þetta raus í klippara að þýða? Kollegar vorir á Morgun- blaðinu hafa sumir hverjir deilt með okkur áhyggjum (amk á sunnudögum) um, að það sem kallað er íslensk menning sé í hættu, - þeir hafa meiraðsegja látið í ljós ótta um að engilsax- nesk menningaráhrif séu að koll- sigla þeirri sjálfstæðu menningu þjóðarinnar, sem við höfum öll þóst vilja verja. Á hinn bóginn hefur það orðið meira áberandi í umfjöllun manna og fjölmiðla um skóla, mennta- og menningarmál, að það er verið að skilgreina hug- takið menntun uppá nýtt. Markaðs- hornið Hin nýja skilgreining á hugtak- inu menntun hljóðar á þá leið, að allt sé einskis virði nema hægt sé að fá peninga fyrir það. Skólarnir eru ekki lengur æskilegir til að gera meiri manneskjur úr fólki, - það þarf ekki lengur að koma ungviðinu til slíks þroska. Ekkert bendir til þess að að húmanistar séu eftirsóttir á markaði. Það á að byrja eins fljótt og mögulegt er að markaðssetja ungviðið, setja upp einkaskóla, fá fyrirtækjunum stjórnir skól- anna í hendur, ráða forstjóra til þeirra sem bera skynbragð á markaðsþörf og þar fram eftir götum. Þegar hugmyndir af þessum toga hafa verið kynntar síðustu misseri, hafa margir haldið að hér væri um hugaróra Hannesar Hólmsteins og nokkurra Heim- dellina í kringum hann og Frie- dman að ræða. En á síðustu dögum hefur annað komið í ljós. Innan Sjálfstæðisflokksins, hjá yfirmönnum menntamála á Is- landi, meðal viðskiptajöfra og fleiri voldugra aðilja í íslenska markaðsþjóðfélaginu eiga þessar hugmyndir þó nokkurn hljóm- grunn,- og þess sjást einnig merki meðal æskufólks. Viðskipta- jöfrarnir í pólitík Markaðskreddan og frjáls- hyggja Friedmans hefur átt mestu fylgi að fagna hjá Verslun- Ertu til í að verða forstjóri ísiands hf.? arráði íslands, sem segja má að hafi verið voldugasta áróðurs- stofnunin fyrir hugmyndum að þeim toga sem hér hefur verið rakinn. Á viðskiptaþingi Versl- unarráðs í fyrradag, voru „panel“ umræður, þar sem viðskiptajöfr- ar ræddu málin með vinum sínum í stjórnarflokkunum: Halldóri Ásgrímssyni og Þorsteini Pálssyni. Einsog lög gera ráð fyrir lýstu viðskiptajöfrarnir yfir ánægju sinni með ríkisstjórnina og það sem hún hefur gert. Reyndar kváðu þeir, einsog t.d. Eggert Hauksson forstjóri, að verkalýðshreyfingin hefði einnig sýnt mun meiri skilning heldur en forstjóramir hefðu reiknað með. Hvað um það, þessir herramenn fóru að tala um skólakerfið sem þurfi nú „endilega að laða sig að þörfum atvinnulífsins, “ sem í nánari útfærslu frjálshyggju- manna þýðir, að draga eigi úr hinu sameiginlega skólakerfi og koma upp einkaskólum, mark- aðsskólum. Halldór Ásgrímsson tók hlýlega í þessar hugmyndir og Þorsteinn Pálsson benti á vaxandi tilhneigingu í átt til einkaskóla. „Það er góð og heppileg þróun að mínu mati,“ sagði formaður Sj álfstæðisflokksins. Borgríki kaupahéðna - Island hf í þessu blaði hefur verið vakið máls á því að í uppsiglingu væri borgríki kauphéðna á Islandi, þar sem þjóðleg sérkenni menningar og sjálfstæðis yrðu þurrkuð út. Þegar talað er um að skólarnir eigi „að laða sig að þörfum at- vinnulífsins“ í Verslunarráði ís- Iands, er einmitt verið að reka áróður fyrir því borgríki. Það er heldur ekkert gaman- mál, þegar aðstoðarmenntamála- ráðherra predikar sósialdarvin- isma í skólakerfinu einsog gert var í sjónvarpinu í fyrrakvöld við velþóknun sumra æskumanna. Forstjóraþankagangurinn og sjónarhornið er orðið svo afger- andi almennt í íslensku þjóðfé- lagi að óhugnanlegt getur talist. í sjónvarpi í fyrrakvöld var fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins kynntur sem tals- maður atvinnulífsins. Þar var enginn frá verklýðshreyfingunni. Og það er full ástæða til að velta fyrir sér hvert við erum komin þegar forstjóri Volvo er spurður einsog í útvarpsfréttum í fyrrakvöld: Viltu verða forstjóri íslands hf.? _óg DJÖÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglysingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgroiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglysingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f iausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. - Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN J Fimmtudagur 28. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.