Þjóðviljinn - 16.04.1985, Side 3
ÍÞRÓTHR
ÍÞRÓTTIR
V-Pýskaland
Dusseldorf.......26 6 7 13 42:57 19
Bielefeld........27 4 11 12 32:53 19
Braunschweig....26 7 2 17 30:61 16
Karlsruher.......26 3 9 14 34:69 15
Frá fyrsta Islandsmóti hins nýstofnaða Karatesambands. Á myndinni að ofan er maður mótsins, /Evar
Þorsteinsson, til vinstri, í átökum við lærisvein sinn, Gísla Pálsson, í opna flokknum. Á neðri mynd eigast
við Árni Einarsson, til vinstri, og Karl Gauti Hjaltason. Myndir: Valdís.
Einvígið er hafið
Bayern og Bremen bítast um meistaratitilinn. Eiga nánast sömu lið eftir. Atli
nefbrotnaði. Magnús kom inná hjá Braunschweig. Maður helgarinnar sektaður!
Frá Jóni H. Garðarssyni frétta-
manni Þjóðviljans í V-
Þýskalandi:
Einvígi Bayern Miinchen og
Werder Bremen um meistaratitil-
inn í knattspyrnu er hafið - Bor-
ussia Mönchengladbach heltist úr
lestinni á föstudagskvöldið við
tapið í Bremen sem við sögðum
frá á laugardaginn. Öll önnur lið
verða nú að einbeita sér að sæti í
UEFA-keppninni, eða þá að berj-
ast við að forðast fall. Bremen og
Bayern eiga eftir að leika við nán-
ast sömu andstæðinga, bæði eiga
eftir heimaleiki við Leverkusen
og Kaiserslautern og útileiki við
Bochum, Braunschweig og Karls-
ruher. Bayern á að auki útileik
gegn Hamburger og heimaleik við
Gladbach en Bremen útileiki við
Köln og Dortmund og heimaleik
við Bielefeld.
Bayern náöi þriggja stiga for-
ystu á ný með 3:0 sigri á Schalke á
laugardaginn. Aðeins Junghans í
marki Schalke kom í veg fyrir
mun stærri sigur, svo og þversláin
sem nötraði fjórum sinnum eftir
skot Bæjara. Norbert Nachtweih
skoraði rétt fyrir hlé og Holger
Willmer og Roland Wohlfarth
bættu við mörkum.
Úrslit um helgina urðu þessi:
Stuttgart-Dusseldorf..............5:2
Bremen-Gladbach...................2:0
Kaiserslautern-Karlsruher.........3:1
Braunschweig-Leverkusen...........0:2
Bielefeld-Bochum..................2:3
Bayern Múnchen-Schalke............3:0
Köln-Frankfurt....................2:0
Uerdingen-Hamburger SV........frestaö
Dortmund-Mannheim.............frestaö
Viðbótarupplýsingar um leik Stutt-
gart og Diisseldorf á föstudagskvöld-
ið: Atli Eðvaldsson nefbrotnaði strax
á 3. mínútu leiksins en harkaði af sér
og lék hann á enda. Náði sér aldrei á
strik og fékk 5 í einkunn. Dusseldorf
lék frábærlega í fyrri hálfleik, hefur
sennilega aldrei sýnt betri knatt-
spyrnu í vetur, og hefði verðskuldað
1:4 forystu í hléi, í stað 1:1. Þegar
Stuttgart komst síðan yfir gaf Diiss-
eldorf eftir. Atli átti stærstan þátt í
jöfnunarmarkinu í fyrri hálfleik -
hann skallaði þá í Bernd Förster og
þaðan hrökk knötturinn í netið.
Magnús Bergs kom inná sem vara-
maður hjá Braunschweig í fyrsta sinn
í langan tíma -19 mínútum fyrir leiks-
lok gegn Leverkusen. Þaö breytti
engu, Braunschweig tapaði 0:2 og
ekkert nema fall blasir við liðinu.
Eftir leikinn var svo Aleksander Rist-
ic þjálfari rekinn úr embætti. Dirk
Schlegel og Herbert Waas skoruðu
mörk Leverkusen.
Greinarhöfundur sá leik Kölnar og
Frankfurt og hefði betur setið heima
- þetta var lélegasti leikur helgarinn-
ar. Frankfurt lék án fimm fastamanna
og átti aldrei möguleika - Köln lék
mjög illa en vann auðveldlega með
mörkum frá Uwe Bein og Stefan Eng-
els.
Klaust Fischer átti frábæran leik í
útisigri Bochum í Bielefeld og hann
skoraði eitt markanna - sitt 14. fyrir
Bochum í vetur. Bochum berst nú um
sæti í UEFA-bikarnum, öllum á
óvart. Kaiserslautern átti ekki í vand-
ræðum með fallstimplað lið Karlsru-
her, komst í 3:0 eftir 35 mínútur og
slappaði síðan af.
Efstu lið og neðstu Bundesligunnar
BayernM.........27 16 7 4 63:34 39
Bremen..........26 14 8 4 69:40 36
Gladbach........26 13 6 7 64:39 32
Hamburger.......25 11 8 6 46:36 30
Bochum..........26 10 9 7 44:37 29
Köln............26 13 3 10 49:44 29
Stuttgart.......27 12 4 11 69:47 28
Uerdingen.......26 11 6 9 47:41 28
Bogarnir spenntir í Seljaskólanum. Mynd: Valdís.
Bogfimi
Elísabet varð önnur
Finnar Norðurlandameistarar í Seljaskóla
Finnar
meistarar
urðu Norðurlanda-
i bogfimi fatlaðra á
laugardaginn er Norðurlanda-
mótið í þessari grein fór fram í
íþróttahúsi Seljaskóla í Reykja-
vfk. Finnar hlutu 1628 stig í
keppninni, Norðmenn 1#9 stig,
Svíar 1509, Danir 1456 og íslend-
ingar ráku lestina með 1362 stig.
Elísabet Vilhjálmsdóttir náði
langbestum árangri íslensku
keppendanna en hún varð önnur
í kvennakeppnini með 506 stig.
Tarja Pasto frá Finnlandi sigraði
með 528 stig og Sirkka-Liisa Coll-
in landa hennar varð þriðja með
487 stig.
í karlakeppninni urðu íslensku
keppendurnir fimm í neðstu sæt-
unum. Pálmi Þ. Jónsson fékk 436
stig, Óskar Konráðsson 420,
Rúnar Björnsson 411, Jón Eiríks-
son 363 og Einar Helgason 295
stig. Veijo Viinikka frá Finnlandi
sigraði með 557 stig, Erling
fcarlsen frá Noregi varð annar
með 543 stig og Raimo Tirronen
frá Finnlandi þriðji með 542 stig.
Stig þriggja hæstu keppenda frá
hverju landi voru lögð saman til
að fá út heildarstigatöluna í
landskeppninni og hjá Islandi
töldu því stig Elísabetar, Pálma
og Óskars. - VS
Ulrich Sude markvörður Gladbach
var valinn maður helgarinnar fyrir að
verja vítaspyrnurnar tvær í Bremen á
föstudagskvöldið. Hann var síðan
sektaður um 3.000 mörk fyrir að segj-
ast vonast eftir því að Bremen yrði
meistari - hann þyldi ekki lengur
geislabauginn um höfuð Latteks
þjálfara Bayern!
Peir Sören Lerby og Lothar Matt-
háus hjá Bayern voru valdir í lið vik-
unnar hjá Kicker í áttunda sinn,
ásamt Rudi Völler frá Bremen. Völl-
er er markahæstur í deildinni með 19
mörk, Karl Allgöwer hjá Stuttgart
hefur skorað 17 og Klaus Allofs hjá
Köln 16.
Badminton
Fimm ára veWi á enda
Skíði
Guðmundur og Guðrún
bikarmeistarar
Guðmundur Jóhannsson frá
Isafirði og Guðrún H. Kristjáns-
dóttir frá Akureyri urðu bikar-
meistarar SKI í alpagreinum
1985, Guðmundur eftir harða
keppni við Daníei Hilmarsson frá
Dalvík og Guðrún fékk mikla
mótspyrnu frá Snædísi Ulriks-
dóttur frá Reykjavík.
Efstir í bikarkeppni karla urðu
þessi:
GuðmundurJóhannsson, Isaf..........150
Daníel Hilmarsson, Dalvík..........145
Árni Þ. Árnason, Reykjavík..........84
Ólafur Harðarson, Akureyri..........84
Helgi Geirharðsson, Reykjavík.......80
Efstar í bikarkeppni kvenna:
Guðrún H. Kristjánsd. Akureyri.....150
Snædís Úlriksdóttir, Reykjavík.....140
Tinna T raustadóttir, Akureyri..... 110
BryndísViggósdóttir, Reykjav........87
Signe Viðarsdóttir, Akureyri........68
Ails hlutu 29 karlar og 19 konur
stig í bikarkeppninni í vetur.
Guðmundur Adolfsson, TJþR,
batt enda á fimm ára sigurgöngu
Brodda Kristjánssonar, TBR, í
einliðaleik karla á íslands-
meistaramótinu í badminton sefli
fram fór á Akranesi um helgina.
Guðmundur sigraði Brodda í úr-
slitaleiknum, 18:15 og 15:12.
Broddi sigraði samt sem áður
tvöfalt - í tvfliðaleik karla og
tvenndarleik. í tvfliðaleiknum
urðu hann og Þorsteinn P.
Hængsson, TBR, íslandsmeistar-
ar eftir sigur á Snorra Ingvarssyni
og Árna Þór Hallgrímssyni,
TBR, í úrslitaleik, 18:16 og
15:11. Broddi og Kristín Magnús-
dóttir, TBR, urðu síðan Is-
landsmeistarar í tvenndarleik -
þau unnu Þorstein P. Hængsson
og Ingu Kjartansdóttur, TBR,
15:4 og 15:7 í úrslitum.
Þórdfs Edwald varð íslands-
meistari í einliðaleik kvenna í
annað skipti. Hún sigraði
Kristínu Magnúsdóttur, sem varð
meistari sl. tvö ár, með 11:2,8:11
og 12:10 í spennandi úrslitaleik.
Þórdís varð einnig Islands-
meistari í tvíliðaleik kvenna. Þar
lék hún með Elísabetu Þórðar-
dóttur og þær sigruðu Kristínu
M. og Ingu K. í úrslitaleik 15:2,
9:15 og 15:5.
Ása Pálsdóttir, IA, varð þó sig-
ursælust allra á íslandsmeistar-
apiótinu. Hún varð þrefaldur ís-
landsmeistari í A-flokki, sigraði í
einliðaleik kvenna, tvfliðaleik
kvenna með Fríðu Tómasdóttur,
ÍA, og í tvenndarleik en þar lék
hún með Þórhalli Jónssyni, ÍA.
Haraldur Hinriksson, ÍA, sigraði
í einliðaleik karla og einnig í tví-
liðaleik karla þar sem hann lék
með Hauki P. Finnssyni, TBR.
Eysteinn Björnsson, TBR,
sigraði í einliðaleik í öðlinga-
flokki (40 ára og eldri) og í tví-
liðaleik unnu hann og Óskar
Guðmundsson, KR. Jón Árna-
son, TBR, sigraði í einliðaleik í
æðsta flokki (50 ára og eldri) og í
tvíliðaleik með Ríkharði
Pálssyni, TBR.
- VS
Guðmundur sigraði Brodda og er íslandsmetstari í
einliðaleik karla. Þórdís meistari í kvennaflokki.
Broddi vann þó tvöfalt - Ása þrefalt.
Guðmundur Adolfsson - Islandsmeistari í einliða-
leik karla.
Þórdís Edwald - íslandsmeistari I einliða- og
tvíliðaleik kvenna.
Karate
Ævar hafði Ajtlp
Fjorug ursutaglima i opnaflo/cknum. Ævar, Atli ogJon
r
Ævar Þorsteinsson, Breiða-
bliki, sigraði Atla Erlendsson,
Karatefélagi Reykjavíkur, í
skemmtilegri úrslitaglímu í opn-
um flokki á fyrsta Islandsmótinu í
karate sem fram fór í Garðabæ á
laugardaginn. Þeir Ævar og Atli
hlutu tvenn gullverðlaun hvor á
mótinu ásamt Jónínu Olesen,
KFR.
Ævar náði strax góðri forystu í
úrslitaglímunni, fékk hálft stig
fyrir Uraken (högg með bak-
hnefa) og Ippon fyrir að fella
Atla og fylgja eftir með höggi.
Atli svaraði með tveimur högg-
um að andliti, staðan þá 1 1/2
gegn 1. Ævar komst í 2-1 með
Gyaku-zuki (höggi að bol) en
Atli svaraði með sínu þriðja
höggi að andliti, 2-1 1/2. Ævar
lauk síðan glímunni með því að
skora sitt annað Ippon,
fullnaðarstig, með Ura Mawashi
geri (öfugu snúningssparki) og
úrslitin urðu því 3-1 1/2, Ævari í
vil.
Árni Einarsson, KFR, hafnaði
síðan í þriðja sæti í opna flokkn-
um og Gísli Pálsson, Breiðabliki,
varð fjórði.
Halldór Narfi Stefánsson,
Þórshamri, sigraði í kata (ein-
með 2 gull hvert.
staklingskeppni) unglinga, undir
16 ára, hlaut 18,8 stig. Maris Joc-
humsson, sem er nýbyrjaður að
æfa á ný eftir tveggja ára hlé, varð
annar með 18 stig og í þriðja sæti
varð Kristjana Sigurðardóttir,
Gerplu, með 16,2 stig.
Jónína Olesen, KFR, og
Kristín Einarsdóttir, Gerplu,
voru í sérflokki í kata kvenna.
Jónína sigraði með 22,6 stig en
Kristín hlaut 21,4. Marie Stefáns-
dóttir, Stjörnunni, varð þriðja
með 18,9 stig.
Atli Erlendsson, KFR, sigraði
í kata karla eftir harða keppni.
Hann fékk 24,6 stig, Árni Einars-
son, KFR, 24,4stig og Karl Gauti
Hjaltason, Þórshamri, 23,4 stig.
Þá var komið að bardaganum,
kumite, og kvenfólkið byrjaði.
Þar fékk Jónína Olesen, KFR,
sín önnur gullverðlaun, Elín Eva
Grímsdóttir, Þórshamri, varð
önnur og Sigrún Guðmundsdótt-
ir, Þórshamri, þriðja. Kristjana
Sigurðardóttir, Gerplu, vakti
mikla athygli en hún veitti Jónínu
harða keppni í fyrstu umferð.
Árni Einarsson, KFR, sigraði í
kumite karla undir 65 kg. Karl
Sigurjónsson, Þórshamri, varð
annar og Visente Carraso, KFR,
þriðji.
onina
Atli Erlendsson, KFR, sigraði
í 73 kg flokki. Sigurjón Gunnars-
son, KFR, varð annar og Bjarni
Kristjánsson, KFR, þriðji en
hann stóð sig vel gegn Atla.
Jóhannes Karlsson, KFR, sigr-
aði nokkuð óvænt í 80 kg flokki,
en Gísli Klemenzson, Þórshamri,
sem talinn var sigurstranglegast-
ur, mátti sætta sig við þriðja sæt-
ið. Annar varð Víkingur Sigurðs-
son, Þórshamri. Hann vakti at-
hygli fyrir sérstakan stfl og fer
ótroðnar slóðir í glímunni.
Ævar Þorsteinsson, Breiða-
bliki, sigraði síðan í þyngsta
flokknum, yfir 80 kg. Karl Gauti
Hjaltason, Þórshamri, varð ann-
ar og Magnús Blöndal, upprenn-
andi, sókndjarfur og rauðhærður
risi úr Þórshamri, hafnaði í þriðja
sætinu.
KFR var með besta útkomu
allra félaganna á mótinu. Félagið
hlaut 6 gull, 3 silfur og 3 brons.
Þórshamar fékk 1 gull, 5 silfur og
4 brons, Breiðablik (Ævar) fékk
2 gull, Gerpla 1 silfur og 1 brons
og Stjarnan 1 brons. Auk þessara
félaga tóku Selfyssingar þátt í
mótinu, svo og keppendur frá
Álftanesi og Hvolsvelli.
-VS
Evrópuknattspyrnan
Annað tap Verona
Áfram langefst. Anderlechtþarffimm í viðbót.
Verona tapaði sínum öðrum
leik á þessum vetri í ítölsku 1.
deildarkeppninni í knattspyrnu á
sunnudaginn. Torino kom þá í
heimsókn og náði að sigra 2-1.
Samt hefur Verona fjögurra stiga
forystu þegar aðeins fimm um-
ferðum er ólokið svo meistaratit-
illinn blasir áfram við. Verona
hefur 36 stig en Torino, Juventus,
Inter Milano og Sampdoria eru
með 32 stig hvert. Graeme Soun-
ess skoraði fyrir Sampdoria sem
vann AC Milano 2-1 og Zbigniew
Boniek skoraði tvö marka Ju-
ventus í 3-2 sigri á Udinese.
Forysta Anderlecht í Belgíu
minnkaði úr 11 stigum í 10 er liðið
gerði jafntefli, 1-1, við FC
Brúgge. Sjö umferðir eru eftir og
Anderlecht^arf aðeins fimm stig
í viðbót til að tryggja sér meistar-
atitilinn. Anderlecht er með 48
stig, Waregem 38 og FC Briigge
37 stig.
Nantes vann aðeins á í Frakklandi,
sigraði 3-1 í Strasbourg á meðan Bor-
deaux gerði 1-1 jafntefli í Sochaux.
Bordeaux hefur 51 stig en Nantes 46
þegar sex umferðum er ólokið.
Ajax vann Go Ahead 2-0 á útivelli í
hollensku 1. deildinni og PSV Eind-
hovenburstaðiHaarlem7-1. LeikFe-
yenoord og Maastricht var frestað.
Ajax hefur 44 stig og á níu leiki eftir,
PSV er með 40 stig og á 8 leiki eftir og
Feyenoord hefur 37 stig en á 10 leiki
eftir. Excelsior, lið Heimis Karls-
sonar, tapaði 2-0 í Groningen og er í
þriðja neðsta sætinu en þrjú lið falla.
Barcelona gerði markalaust jafn-
tefli heima gegn Atletico Bilbao í
næstsíðustu umferðinni á Spáni. For-
ysta liðsins er þá níu stig þar sem Atl-
etico Madrid tapaði 1-0 gegn Rea!
Zaragosa.
-VS
Handbolti
Ómar Torfason skoraði fyrstu tvö
mörk sín fyrir Fram.
Knattspyrna
Fram á
enn von
Aukastig gegn KR
Framarar eiga enn sigurvon í
A-riðli Reykjavíkurmótsins í
meistaraflokki karla í knatt-
spyrnu eftir 3:0 sigur á KR-ingum
á gervigrasinu í fyrrakvöld. Þeir
fengu þar með dýrmætt aukastig.
Guðmundur Steinsson skoraði
fyrsta markið og Ómar Torfason
bætti síðan tveimur við, sínum
fyrstu mörkum fyrir Fram.
Staðan í A-riðli er þá þcssi:
Þróttur......2 2 0 0 4:1 5
Fram..
IR...
KR....
.2 1 0 1 3:1 3
.2 0 1 1 2:4 1
.2 0 1 1 1:4 1
Þróttur á eftir að leika við KR
og Fram við ÍR en síðarnefndi
leikurinn fer fram á fimmtudags-
kvöldið. í kvöld verður, leikið I
B-riðlinum, Fylkir og Valur mæt-
ast kl. 20.30 á gervigrasinu. Stað-
an í A-riðli er þessi:
Valur.................1 1 0 0 2:0 2
Ármann..........
Fylkir..........
Víkingur........
Sigurliðin úr riðlunum leika
um efsta sætið, lið númer tvö um
þriðja sætið o.s.frv. - VS
.2101 1:2 2
. 1 0 1 0 2:2 1
.2 0 1 1 2:3 1
PiHaliðið til Finnlands
Piltalandsliðið í handknattleik,
18 ára og yngri, er á förum til
Finnlands þar sem það tekur þátt
í Norðurlandamóti um n®stu
helgi. Undirbúningur liðsins,
i#dir stjóm Geirs Hallsteins-
sonar, hefur verið mjög góður og
er það valið úr hópi rúmlega*eitt
hundrað pilta sem sérstaklega
vom boðaðir til æfinga sl. haust.
Liðið er þannig skipað:
Markver&ir:
Guömundur Jónsson, Þrótli
Hrafn Margeirsson, (R
A&rir leikmenn:
Ámi Friðgeirss<*i, Gróttu
Einar Einarsson, Stjörnunni
Gunnar Beinteinsson, FH
Ingólfur Steingrlmsson, ÁrMpnni
Jón Þórir Jónsson, Breiðablíki
Jón Kristjánsson, KA, fyrirtiði
Pétur Petersen, FH
Sigurjón Sigurðsson, Haukum
Skúli Gunnsteinsson, Stjömunni
Stefán Kristjánsson, FH
Stefán Sleinsen, Vlkingi
Útfur Eggertsson, Aftureldingu
Þórður Sigurðsson, Val
Auk Geirs fara með liðinu til
Finnlands þeir Friðrik Guð-
mundsson óg Davíð Sigurðsson,
sem eiga sæti í drengjalandsliðs-
nefnd HSÍ. -VS
Bikarleikir
HK stóð í FH
Öruggur sigur Stjörnunnar á Þrótti
Stjarnan og FH eru komin í
undanúrslit bikarkeppninnar í
handknattleik. Stjarnan vann ör-
uggan sigur á Þrótti, 36:28, og FH
vann HK 31:25 í Digranesi á
sunnudagskvöldið.
Leikur Stjörnunnar og Þróttar
var jafn framan af en Stjarnan
hafði þó ávallt forystuna. Fyrst
3:0 og 6:3 en eftir en eftir 15 mín-
útna leik var staðan 7:5. I lok
fyrri hálfleiks náði Þróttur að
minnka muninn í eitt mark,
14:13. Stjörnumenn komu á-
kveðnir til leiks eftir hlé og var
mikil barátta í vöm þeirra og
markvarsla Brynjars Kvarans
góð. Þegar seinni hálfleikur var
hálfnaður var orðinn sex marka
munur Stjömunni í hag, 25:17.
Þróttarar reyndu þá að minnka
muninn með því að taka þrjá
menn úr umferð en það dugði
ekki til.
Sigurjón Guðmundsson og
Hannes Leifsson voru bestir
Stjörnumanna ásamt Brynjari en
hjá Þróttumm stóðu Páll Ólafs-
son og Konráð Jónsson sig best.
Sigurjón og Hannes gerðu 8
mörk hvor fyrir Stjömuna,
Magnús 6, Guðmundur 5, Her-
mundur 4, Eyjólfur 2, Gunn-
laugur 2 og Skúli 1. Konráð gerði
10 mörk fyrir Þrótt, Páll 7, Sverr-
ir 4, Birgir 3, Lárus 2 og Haukur
2.
HK kom á óvart
Leikur HK og FH var mjög
jafn framan af og HK kom FH-
ingum á óvart með góðum leik.
Um miðjan fyrri hálfleik hafði
HK forystu, 11:9. En HK saxaði
á forskotið og komst marki yfir
fyrir lok hálfleiksins, 14:13. FH-
ingar léku síðan mun betur í
seinni hálfleik og opnuðu vörn
HK oft glæsilega. Um miðjan
hálfleikinn var staðan 23:17 fyrir
FH og þar með má segja að sigur
hafi verið unninn.
Sveinn Bragason átti mjög
góðan leik með FH en hann tók
stöðu Hans Guðmundssonar sem
ekki lék með. Haraldur Ragnars-
son varði vel. Bestu menn HK
vom Björn Björnsson og Ólafur
Pétursson. Kristján skoraði 9
mörk fyrir FH, Sveinn 7, Guðjón
G. 4, Guðjón Á. 4, Óskar 2, Val-
garður 2, Þorgils Óttar 1, Stefán 1
og Sigþór 1. Bjöm skoraði 8
mörk fyrir HK, Ólafur 5, Krist-
inn 5, Stefán 3, Ragnar 3 og Rún-
ar 1.
- hs
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 16. apríl 1985
ÞriðjUdagur 16. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11