Þjóðviljinn - 23.04.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1985, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Þorvaldur I. Þorvaldsson og Tryggvi Gunnarsson skoruöu sín fyrstu mörk fyrir KA á laugardaginn. Knattspyrna Níu möik KA-manna KA skoraði níu mörk í tveimur fyrstu leikjunum í bikarkeppni Knattspyrnuráðs Akureyrar sem hófst um helgina. KA vann Vask 6-0 á laugardaginn og Leiftur 3-0 á sunnudaginn. Vaskarnir stóðu í KA framanaf en mörkin hlóðust upp þegar á leið. Nýju leikmennirnir Þor- valdur í. Þorvaldsson og Tryggvi Gunnarsson skoruðu sitt mark hvor, Stefán Ólafsson 2, Bjarni Jónsson og Njáll Eiðsson eitt hvor. Staðan í hálfleik hjá KA og Leiftri, sem bæði leika í 2. deild í sumar, var 0-0. í seinni hálfleik fékk KA tvær vítaspyrnur og skoraði Njáll úr báðum og Bjarni skoraði einu sinni. Næst verður leikið á fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Þá eigast við Þór og Vaskur. -K&H/Akureyri Oliver Steinn Jóhannesson. Minning Oliver Steinn jarðsettur í dag ' Oliver Steinn Jóhannesson bókaút- gefandi og bóksali í Hafnarfirði er látinn og fer útför hans fram í dag. Oliver Steinn var um langt árabil einn fræknasti íþróttamaður landsins og margfaldur fslandsmeistari í lang- stökki, hástökki, þrístökki, 100 m hlaupi og boðhlaupum. Hann varð fs- landsmeistari í langstökki í sjö ár í röð á árunum 1940-1946 og stökk fyrstur íslendinga yfir 7 metra. Stóð íslands- met hans í greininni mjög lengi. Aila tíð keppti Oliver Steinn fyrir FH og starfaði lengi fyrir það félag eftir að hann hætti keppni og var árurn saman í stjórn þess. Borðtennis Tómas vann upp forskot Stefáns Islandsmeistari eftir að hafa lent 0-2 undir. Ragnhildur örugg í kvennaflokki ogþau { Tómas urðu tvöfaldir meistarar V.Þýskaland Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB, og Tóm- as Guðjónsson, KR, urðu í fyrrakvöld ís- landsmeistarar í einliðaleik kvenna og karla í borðtennis, en íslandsmótið fór fram í Laugar- dalshöllinni um helgina. Þau urðu bæði tvö- faldir meistarar, Ragnhildur sigraði einnig í tvenndarleik ásamt Stefáni Konráðssyni og Tómas í tvfliðaleik karla ásamt Tómasi Sölva- syni. Þegar tvær lotur voru búnar í úrslitunum í einliðaleik karla benti allt til þess að Stefán Konráðsson, Stjörnunni, ynni öruggan sigur á Tómasi. Stefán lék vel og vann fyrstu tvær sannfærandi, 21-15 og 21-12. En Tómas er reyndur keppnismaður og hann náði að vinna þriðjum lotuna 21-18. Sú fjórða endaði með algerum yfirburðasigri Tómasar, 21-5, og þá var ljóst að hann hafði náð undirtökunum í einvíginu, öryggi Stefáns var rokið útí veður og vind. Tómas vann svo síðustu lotuna nokkuð sannfærandi, 21-15, og tryggði sér íslands- meistaratitilinn. Sigraði 3-2. Hilmar Konráðs- son, Víkingi, varð síðan þriðji. Ragnhildur þurfti talsvert skemmri tíma til að sigra Sigrúnu Bjarnadóttur, UMSB, í úrslit- um einliðaleiks kvenna. Ragnhildur vann fyrstu lotuna auðveldlega, 21-9, og spurði Sig- rúnu um hana miðja hvort hún ætlaði eklci að fara að byrja. Sigrún hélt síðan betur í við hana það sem eftir var en Ragnhildur hafði undir- tökin og vann 21-17 og 21-16, úrslit 3-0. Hafdís Ásgeirsdóttir, KR, hafnaði í þriðja sæti. Stefán og Ragnhildur unnu öruggan sigur á Tómasi G. og Elísabetu í úrslitum tvenndar- leiksins, 21-16, 21-8 og 21-19. Kristinn Már Emilsson, KR, og Sigrún Bjarnadóttir, UMSB, höfnuðu í þriðja sæti. Kristín Njálsdóttir og Sigrún Bjarnadóttir unnu frækinn sigur á tvíburunum Ragnhildi og Ernu Sigurðardætrum í alborgfirskum úrslita- leik í tvíliðaleik kvenna. Tvíburarnir unnu fyrstu tvær loturnar, 21-12 og 21-18, en Kristín og Sigrún sýndu mikið keppnisskap og unnu þrjár, 21-17,21-18 og 21-17, og leikinn þar með 3-2. Elísabet Ólafsdóttir og Hafdís Ás- geirsdóttir úr KR urðu í þriðja sæti. Tómasarnir, Guðjónsson og Sölvason, sigr- uðu Stefán Konráðsson og Hilmar Konráðsson í úrslitum tvíliðaleiks karla, 3-2. Loturnar end- uðu 14-21, 21-16, 21-19, 17-21 og 21-11. Jafnt og tvísýnt, þar til Tómasarnir unnu úrslitalot- una á afar sannfærandi hátt. Kristján Jónasson og Kristján Viðar Haraldsson urðu í þriðja sæti. -VS V-Þýskaland Essen úr leik Tapaði íKiel. Alfreð gerðifjögur. Einvígi Kiel og Gummersbach. Sigurður skoraði sjö Frá Jóni H. Garðarssyni, frétta- manni Þjóðviljans í V-Þýskalandi: Essen er dottið útúr keppninni um meistaratitilinn í handknatt- leik eftir ósigur í Kiel um helgina, 21-19. Baráttan stendur því á milli Kiel og Gummersbach sem eiga eftir að mætast í seinni um- ferðinni. Það var uppselt á leikinn í Kiel, 7000 áhorfendur sáu leikinn en 20 þúsund vildu fá miða. Sigur Kiel var öruggur, liðið hans Jóhanns Inga leiddi 13-8 í hálfleik og var 21-16 yfir skömmu fyrir leikslok. Essen skoraði þrjú síðustu mörk- in. Alfreð Gíslason átti ágætan leik með Essen og var í aðalhlut- verki ásamt Fraatz eins og venju- lega. Fraatz skoraði 8(4v) mörk og Alfreð 4(1 v). Wiemann skoraði 9 mörk fyrir Kiel og Schwenker 6. Lemgo er að missa flugið og er á ný komið í geigvænlega fall- hættu eftir ósigur gegn Hiitten- berg, 29-23. Sigurður Sveinsson skoraði 7 marka Lemgo, 2 úr víti, og var tekinn úr umferð allan tím- ann. Botnliðin unnu flest. Hándew- itt vann furðulegan útisigur gegn Hofweier, 26-17, og Berlin vann Dankersen úti, 22-19. Schwaging vann Massenheim 18-16 og Grosswallstadt tapaði 12-13 fyrir Gummersbach eftir að hafa leitt 8-5 í háifleik. Staðan í Bundesligunni: Kiel.................................22 487-412 34 Gummersbach................22 479-427 33 Essen.............................22 428-356 30 Schwabing......................22 433-430 24 Grosswallstadt................22 414-431 23 Dankersen......................22 413-410 22 Dusseldorf......................21 413-406 21 Hofweier.........................22 471-474 21 Reinefusche Berlin.........22 468-471 18 Huttenberg.....................22 459-490 17 Bergkamen.....................21 405-429 16 Lemgo............................22 401-441 16 Hándewitt.......................22 434-488 16 Massenheim...................22 387-427 15 Evróp uknattspyrnan Verona slakar á Anderlecht þarf aðeins eitt stig enn Verona, efsta lið ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, lék á sunnudaginn sinn þriðja leik í röð án sigurs. Það var gegn AC Mi- lano á útivelli, úrslitin urðu 0-0 og slapp Verona mjög vel með þau úrslit því heimaliðið sótti látlaust allan seinni hálfleik. Sampdoria og Torino geta því enn skotist uppfyrir Verona þó skammur tími sé til stefnu. Sam- pdoria vann Lazio 3-0 í Róm og Torino vann Avellino 2-0. Ver- ona er með 37 stig en Sampdoria og Torino 34 þegar fjórum um- ferðum er ólokið. Inter Milano tapaði 3-1 í Napoli og Juventus náði aðeins jafntefli, 1-1, gegn Ascoli. Anderlecht þarf aðeins eitt stig í viðbót úr 5 leikjum til að tryggja sér belgíska meistaratitilinn. Lið Arnórs Guðjohnsens gerði jafn- tefli 1-1 á útivelli við Waregem sem er í öðru sæti í deildinni. Anderlecht er með 51 stig en Waregem 41. Bordeaux færist enn nær sigri í frönsku 1. deildinni, vann nú Ro- uen 2-0 á föstudagskvöldið. Nantes vann 2-0 sigur á Laval en hefur 48 stig gegn 53 hjá Borde- aux þegar fimm umferðum er ó- lokið. Ajax tapaði óvænt 1-3 á heimavelli gegn Groningen í Hollandi en það kom lítt að sök því PSV Eindhoven gerði jafntefli við Zwolle, 1-1, og Fe- yenoord tapaði 3-1 fyrir Spörtu. Ajax hefur 45 stig, PSV 43 og Feyenoord 39. Real Madrid endaði spænsku 1. deildina á 0-1 heimatapi gegn Hercu- les, sem með því bjargaði sér frá falli. Allt í kalda koli hjá Real síðustu vik- urnar. Barcelona, meistararnir, end- uðu á markalausu jafntefli gegn Real Santander. Porto er komið með 6 stiga forystu í Portúgal eftir 3-0 sigur á Penafiel. -VS Handbolti Uthaídió brást! Gömlu Valsararnir stóðu heldur betur f Víkingum í bikarkeppninni í handknattleik á sunnudaginn. Þeir höfðu undirtökin lengst af, leidu 11-8 í hálfleik og voru yfir, 19-18, þegar langt var liðið á leikinn. Þá var út- haldið á þrotum og Víkingar gerðu átta mörk gegn einu á endasprettinum og sigruðu 26-20. Steinar Birgisson skoraði 6 mörk fyrir Víking og Hilm- ar Sigurgíslason S en Ólafur H. Jóns- son gerði 7 marka Vals-b og Hermann Gunnarsson 4. Dregið var til undanúrslita í keppn- inni í beinni útsendingu í fþróttaþætti sjónvarpsins á laugardaginn. Víking- ar leika við Val og FH mætir Stjörn- unni og fara báðir leikirni fram á mið- vikudagskvöldið - sá fyrrnefndi í Seljaskólanum en sá síðarnefndi í Hafnarfirði. _ys 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 23. apríl 1985 Knattspyma Sigrar hjá ÍA og FH Akurnesingar sigruðu Breiðablik 2-1 á Akranesi í Litlu bikarkepninni í knattspyrnu á laugardaginn. Sveinbjörn Hákonarson og Hörður Jóhannesson skoruðu fyrir ÍA en Steindór Elísson fyrir UBK. FH og Haukar léku á Kaplakrika í Hafnarfirði og sigraði FH 2-1. Ingi Björn Albertsson og Guðmundur Hilmarsson skoruðu mörk FH. Staðan í keppninni: FH................................2 2 0 0 3-1 4 Breiðablik.....................2 10 19-3 2 (A.................................1 10 0 2-1 2 IBK...............................1 0 0 10-1 0 Haukar.........................2 0 0 2 2-10 0 Tveir leikir verða á sumardaginn fyrsta. Pá mætast Breiðablik og FH ogÍBK-ÍA. SVg Ólafur H. Jónsson sýnir gamla takta og skorar eitt 7 marka sinna. Mynd: E.ÓI. Knattspyrna Yf irburðir Vals í B-i iðlinum Aftur aukastig, núgegn Víkingi Valsmenn tryggðu sér yfirburðasigur í B-riðli Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu með því að sigra Víking 3-2 á gervigrasinu á laugardaginn. Þar með fengu þeir tvö aukastig í mótinu, og átta stig alls. Guð- mundur Þorbjörnsson skoraði tvö mark- anna og Þorgrímur Þráinsson eitt en Andri Marteinsson og Aðalsteinn Aðal- steinsson skoruðu fyrir Víkinga. Staðan í A-riðli er þessi: Bremen líklegra Fékkgóða hjálp íBochum meðan Bayern tapaði. íslendingarnirfengu allirfjóra. Roeleder enn ofhátt uppi. Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Eftir fyrsta ósigur Bayern Miinchen í níu leikjum er Werder Bremen orðið sigurstranglegra í Bundesligunni í knattspyrnu. Ba- yern sótti Hamburger SV heim og mátti þola 2-1 tap þrátt fyrir að leika síst verr en tvenn mistök belgíska landsliðsmarkvarðarins Jean-Marie Pfaff urðu til þess að heimaliðið sigraði. Eftir fimm mínútna leik einlék Belgíumaðurinn Plessers upp all- an völl og skaut af 20 m færi - knötturinn skoppaði yfir landa hans og í netið! A 20. mínútu lék Skotinn Mark McGhee uppað endamórkum hægra megin, sneri við útað vítateigshorni og lyfti þaðan glæsilega yfir Pfaff, sem var of framarlega, og í bláhornið fjær, 2-0. Bayern sótti meira það sem eftir var og Roland Wo- hlfarth lagaði stöðuna með marki á 50. mín. Það var Felix Magath sem dreif HSV áfram með stór- leik en Sören Lerby og Lothar Mattháus voru sem fyrr lykil- menn Bayern. Bremen fékk á meðan góða hjálp frá Bochum til að sigra 1-3 á útivelli. Á 3. mín. skoraði Frank Benatelli fyrir Bochum en Walter Oswald jafnaði með glæsilegu sjálfsmarki, 1-1. Síðan skullu Zumdick markvörðu og Tenhag- en varnarmaður Bochum saman og Rudi Völler sendi boltann í tómt markið, 1-2. Loks stýrði Heinz Knuwe knettinum í eigið mark eftir fyrirgjöf frá Benno Möhlmann, 1-3. Bremen hefur nú tapað fæstum stigum í Bund- esligunni. Urslit um helgina urðu þessi: Dússeldorf-Mannheim.......................1-1 Kaiserslautern-Dortmund...................5-0 Gladbach-Uerdingen.........................0-0 Schalke-Köln.....................................2-3 Frankfurt-Stuttgart.............................2-0 Leverkusen-Bielefeld.........................1-1 Bochum-Bremen...............................1-3 Karlsruher-Braunschweig.................4-1 HamburgerSV-BayernMúnchen........2-1 Ég sá viðureign Dusseldorf og Mannheim á föstudagskvóldið. Mannheim kom greinilega til að ná jafntefli og Diisseldorf gat ekki unnið svo jafntefli var rétt- látt. Diisseldorf fékk að halda knettinum að vild úti á vellinum en sterk vörn Mannheim stöðy- aði allar sóknaraðgerðir. Greini- lega engin tilviljun að liðið hefur ekki tapað í Bundesligunni eftir áramót. Fullkomlega löglegt mark var dæmt af Giinter Thiele, Dússeldorf, í fyrri hálfleik en á 47. mín. skoraði Rudi Bommer úr vítaspyrnu, 1-0. Þá tók Mann- heim leikinn í sínar hendur í sjö mínútur, þar til Dimitros Tsion- anis jafnaði. Þá lagðist liðið í vörn á ný og Dússeldorf sótti án þess að skapa sér færi. Atli Eð- vaidsson lék í framlínu Dússeld- orf og sýndi lítið en fékk eitt gult spjald. Hann fékk 4 í einkunn hjá Kicker. Bommer var langbestur hj á Dússeldorf og það verður erf- itt að fylla skarð hans, en hann skrifar sennilega undir samning við Uerdingen í dag. Mönchengladbach og Uer- dingen gerðu markalaust jafntefli í lélegasta leik umferðarinnar. Gladbach var óhemju lélegt og ef leikmenn Uerdingen hefðu þor- að að taka einhverja áhættu hefðu þeir unnið leikinn. Lárus Guðmundsson lék allan leikinn með Uerdingen og fékk 4 í ein- kunn. Frankfurt vann Stuttgart 2-0 og getur þakkað Helmut Roeleder markverði Stuttgart fyrir sigur- inn. Hann virðist enn ekki kom- inn niður á jörðina eftir meistara- tignina sl. vor. Achim Kraatz, 18 ára, skoraði með lausu skoti af 40 m færi, Roeleder hreyfði sig ekki og horfði á eftir boltanum í netið! Cezary Tobollik skoraði síðan úr aukaspyrnu, skaut beint í hornið sem Roeleder stóð í! Eintracht Braunschweig er komið í botnsætið, steinlá gegn Karlsruher 4-1 eftir að hafa náð forystuna með marki Reinhards Kindermann og sótt látlaust fyrsta hálftímann. Magnús Bergs lék ekki með Braunschweig. Klaus Allofs lék nú í fyrsta skipti í langan tíma án þess að fá sprautu fyrir leikinn og skoraði 2 mörk í 2-3 sigri Kölnar í Schalke. Hann var langbesti maður vallar- ins en Köln stal sigrinum með tveimur mörkum á lokamínútun- um. Kaiserslautern stoppaði sig- urgöngu Dortmund með 5-0 sigri. Andreas Brehme skoraði tvö markanna. Leverkusen var heppið að sleppa með jafntefli heima gegn Bielefeld. Finninn Pasi Rautianen kom Bielefeld yfir en Kóreumaðurinn Bum- Kun Cha jafnaði fyrir Leverkus- en. Efstu og neðstu lið Bundeslig- unnar eru þessi: Bayern..............28 16 7 5 64-36 39 Bremen............27 15 8 4 72-41 38 Gladbach..........27 13 7 7 64-39 33 Hamburger.......26 12 8 6 48-37 32 Köln..................27 14 3 10 52-46 31 Uerdingen.........27 11 7 9 47-71 29 Dússeldort........27 6 8 13 43-58 20 Bielefeld...........28 4 12 12 33-54 20 Karlsruher.........27 4 9 14 38-70 17 Braunschweig... 27 7 2 18 31-65 16 Janus Guðlaugsson og félagar í Fortuna Köln sigruðu Blau- Weiss Berlin 1-0 í 2. deild og kömust uppí 12. sæti. Janus fékk 4 í einkunn. Kndttspyrna Tékkartöpuöu dýrmætu stigi Tékkar töpuðu dýrmætu stigi í undankeppni HM í knattspyrnu á sunnudaginn. Þeir léku við Möltubúa í Rabat á Möltu og úr- slitin urðu markalaust jafntefli. Staðan í 2. riðli Evrópu er því þessi: V-Þýskaland...............4 4 0 0 13-3 8 Portúgal......................5 3 0 2 8-7 6 Svíþjóö.......................4 2 0 2 7-4 4 Tékkóslóvakía.............3 111 5-2 3 Malta..........................5 0 1 4 3-14 1 Baráttan ætlar greinilega að standa á milli Portúgala, Svía og Tékka um annað sætið í riðlinum en tvö efstu liðin komast í loka- keppnina í Mexíkó. Kanadabúar hafa staðið sig vel í Ameríkuriðli og eygja nú von um að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti. Þeir komust í milli- riðil þegar Jamaica hætti þátt- töku og hafa nú þar unnið tvo fyrstu leiki sína - fyrst Haiti 2-0 og síðan Guatemala 2-1 á sunnu- daginn. Þá komust Egyptaland og Marokkó áfram í 3. umferð undankeppninnar í Afríku með því að slá Madagaskar og Malawi útúr 2. umferðinni á sunnudag- inn. -VS Maraþon Tvö heimsmet Heimsmet karla og kvenna í mara- þonhlaupi fuku bæði um helgina. Portúgaiinn Carlos Lopez sigraði í Rotterdam á iiyju heimsmeti karla, 2:07,11 klst., og norska stúlkan Ing- rid Christiansen setti nýtt heimsmet kvenna í London er hún hljóp vega- . lengdina, 42 km og 195 metra, á 2:21,06 klst.. Polar Cup Valur............................................3 3 0 0 11-4 8 Ármann........................................2 10 1 1-2 2 Víkingur........................................3 0 12 4-6 1 Fylkir............................................2 0 11 4-8 1 Ármanni dugar því jafntefli gegn Fylki í síðasta leik riðilsins á fimmtudag til að komast í undanúrslit. Fylkir þarf að sigra. í kvöld mætast KR og Þróttur í síðasta leik A-riðils kl. 20.30. Þróttur þarf að sigra til að leika við Ármann eða Fylki í undanúrslitum, arinars mætir liðið Vals- mönnum. -VS Sætursigurá Dönum Pálmar og Valurjfabœrir. íslandstakk afílokin. Það hefur löngum verið haft á orði að æðsta takmark íslenskra íþróttamanna sé að vinna sigur á Dönum. Hvort sem það er rétt eður ei þá vann íslenska landslið- ið í körfuknattleik sætan sigur á Dönum á Polar Cup í Finnlandi á sunnudagsmorguninn, 84-68. Þetta var síðasti leikur íslands á mótinu og hafnaði liðið í fjórða sæti með 2 stig. Leikurinn var jafn mest allan tímann og í hálfleik hafði ísland nauma forystu, 46-43. „Við stungum þá af þegar fimm mínút- ur voru eftir, allt gekk upp hjá okkur en örvænting hljóp í Dan- ina og sextán stig skildu liðin í lokin. Þetta var sennilega besti leikur okkar á mótinu, baráttan var í toppklassa og hittnin ótrú- leg, sérstaklega hjá Pálmari Sig- urðssyni og Val Ingimundar- syni," sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsmaður frá Keflavík í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn. „Árangur okkar á þessu móti er svipaður og við buggumst við, þó við hefðum talið okkur geta sigrað Norðmenn. Þeir reyndust hins vegar geysisterkir, voru jafnvel með sterkasta liðið á mót- inu," sagði Jón Kr. Stig islands: Palmar 29, Valur 24, fvar Webster 10, Jón Kr. 6, Guðni Guönason 6, Birgir Mikaelssón 4, Tomas Holton 3 og Gylfi Porkelsson 2. Svíar stóðu uppi sem sigurveg- arar í mótinu þrátt fyrir tap gegn Finnum. Finnar töpuðu fyrir Norðmönnum þannig að Sví- þjóð, Noregur og Finnland hlutu 6 stig hver þjóð og höfnuðu í þessari röð á stigahlutfalli. ísland varð í fjórða sæti með 2 stig en Danir töpuðu öllum sínum leikjum. -VS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.