Þjóðviljinn - 26.05.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.05.1985, Blaðsíða 10
VTOTAUÐ Hvað ætli Stefán Jóns- son hafi verið að gera síðan hann hætti á þingi fyrir um það bil tveimur árum? Mér datt þetta svona í hug og hringdi til hans og spurði hvort hann vildi ekki segja mér hvað hann hefði verið að dunda við og kannski eitthvað fleira. „Komdu í kaffi og við skulum rabba saman og sjá til hvað situr“ sagði Stefán og það sem hér fer á eftir er árangur þessa spjalls okkar. Og þá fyrst nvað þú hefur verið að fást við frá því þú hættir þingmennsku, Stef- án. Að afvatna hugann Það er nú það hvað ég hef verið að bedrífa síðan ég hætti á þingi. Ætli við segjum ekki sem svo að ég hafi verið af afvatna hugann, til þess að koma öðru að en póli- tíkinni eftir 10 ára þingsetu. Með því að forðast það af bestu getu að fylgjast með því sem hefur ver- ið að gerast í þingmálum hefur það gengið bærilega. Ég hef veitt á flugu, skotið gæsir og skrifað svolítið. Er bók á leiðinni? Ekki alveg strax ef til vill síðar. Hvernig kanntu þessu lífi? Alveg skínandi vel. Segðu mér þáfyrst aðdraganda þess að landsfrœgur útvarpsmað- ur og eyrnamerktur framsóknar- maður fer allt í einu í framboð fyrir Alþýðubandalagið? Þá er það fyrst að segja eins og Vilhjálmur Þ. orðaði það: Sá sem segir A hann verður kannski líka að segja B. Ég hafði verið virkur herstöðvaandstæðingur allar göt- ur frá 1946. Því var það eðlilegt að ég færi að kjósa með Alþýðu- bandalaginu, þar sem gamli Só- síalistaflokkurinn og síðar Al- þýðubandalagið voru einu flokk- arnir, sem tóku hreina afstöðu gegn hersetunni, og héldu uppi baráttu fyrir því að við losnuðum eystra og það varð úr. Svona bar það nú til að ég fór í framboð til Alþingis. Þetta var árið 1971 og ekki komst ég á þing í þeim kosn- ingum. Við fengum 1230 atkvæði sem hefði átt að nægja, en Björn Jónsson fékk yfir 1300 atkvæði og fór á þing. Ég kom nokkrum sinnum inn sem varaþingmaður þetta kjörtímabil. Það var svo ekki fyrr en 1974 sem ég náði kjöri, þá bættum við við okkur 50% og aftur bættum við fylgið um 50% 1978 og enn 1979. Ný ; lífsreynsa Ég þekkti Alþingi hið ytra all vel úr fréttamennskunni. Hið innra starf líkaði mér svo mjög vel. Þetta var ný lífsreynsla og hún heldur manni ungum. Við getum sagt að það hafi verið ný lífsreynsla svona 5-6 fyrstu árin. Þarna kynntist ég nýju fólki og eignaðist nýja kunningja. Ég hef sagt það áður að þessir 60 Alþing- ismenn eru auðvitað eins mis- jafnir og þeir eru margir, en þetta eru menn sem flokkarnir hafa valið til framboðs fyrir sig og fólkið hefur kosið. Það er því ekkert ómerkilegra til fyrir þá menn sem tala um pólitík en að gera lítið úr greind og heiðarleika þessarra manna, sem þeir hafa sjálfir valið og kosið. Þorrinn af þessum mönnum er hafinn yfir all- an skarann og vill vel. Aftur á móti verðum við að þola það að þetta flokkakerfi okkar er ekki lipurt og byggir á gömlum og að sumu leyti úreltum hugmyndum, hefur þó nokkuð lagað sig að ís- lenskum aðstæðum. Meginn gall- inn við okkar flokkakerfi er sá, að við viðurkennum ekki ákveðin grundvallar sannindi um okkar samfélag. Má þar nefna að hér er ákveðið ættarsamfélag, og vél- vætt veiðimannasamfélag. Auð- lindir okkar synda í kringum landið, stundum of langt frá landi, stundum eins og nú, alveg upp við landsteinana og auðvitað átti þá að nýta þær til hlítar. Þá ofbýður mér þegar Jóhannes Nordal, sem ég ætla ekki að lasta, kemur í sjónvarp og talar um verðbréfamarkað á íslandi og liggur bankastjórum á hálsi fyrir staðreynd. Hann hefur verið of bundinn við bókina. Ef þú spyrð um siðleysi kunn- ingskaparins, þá er ég dauðfeg- inn því að við okkar aðstæður með okkar sögulegan bakgrunn, skuli þjóðfélag okkar fúnkera á þennan hátt. Annað væri vit- leysa, vegna þess að maðurinn er þrátt fyrir allt með þessa ísköpun, að fjölskyldutengslin eru svo sterk. Þannig hefur það verið frá örófi alda, engar kennisetningar eða fræði geta þurrkað þetta út. Maðurinn er hópsál, stjórfjöl- skyldan var á milli 10 og 20 manns og það var engin tilviljun að . Rómverjar skiptu hernum sínum niður í tylftareiningar. Hópurinn sem nær fjölda fjölskyldunnar 10- 15 manns getur tengst þess háttar böndum, að hver er tilbúinn að deyja fyrir annan. Það er ekki til- viljun að það eru 11 í fótboltalið- inu. Það er hinn hæfilegi fjöldi sem vinnur saman á þennan hátt. Þeir eru svo margir Ef við snúum okkur aðeins að þingsetu þinni, manni þykir þing- menri taka sig mjög alvarlega, er djúpt á húmor í þingmönnum? Ékki aldeilis: Þeir eru margir hverjir afskaplega skemmtilegir menn. Jú, vissulega taka margir starf sitt alvarlega og eru djúpt hugsi. En það eru margir húmor- istar á þingi. Ég veit fátt skemmtilegra en að ferðast með Lúðvík Jósepssyni. Þegar maður kemur Lúðvík af stað er hann með skemmtilegustu mönnum. Hann er í fyrsta lagi svo helvíti vel að sér um alla hluti og svo hefur hann svo mikinn húmor, þegar hann leyfir sér það. Og þeir eru fleiri, eigum við að nefna mann eins og Sverri Hermannsson þeg- ar hann nær sér upp í ræðustól, eða að vera með manni eins og Garðari Sigurðssyni, svona gæti ég talið þá upp marga. Pétur sjó- maður þegar hann segir sögur, eða Páll á Höllustöðum, sem er hafsjór af kveðskap og sjálfur ágætur hagyrðingur. Var mikið af góðum hagyrð- ingum á þingi meðan þú sast þar? Þeir gátu margir sett saman vís- Hér eru margir hagyrðingar góðir Halldór ég Blöndal fremstan þeirra tel, því geta aðrir gumar setið hljóðir góðhjörtuð meðan yfir skyggir él grágæsamóðir, ljáðu mér vængi og stél. Halldór kom til mín og sagði: Hvernig heldurðu að Helga Selj- an líki þetta að þú skulir telja mig fremstan? Já, Halldór getur verið mjög skemmtilegur þar til hann fer að tala um pólitík, þá er það búið. Kosningaslagur, sumirsegja að það sé skemmtilegt í þeim slag, þótti þér það? Það gat oft verið ansi gaman, já. Ég man eftir kosningunum 1978, þá unnum við mikið saman ég og Óttar Einarsson og þá var mikið ort. Það var í þeim slag sem við héldum fjölmennasta útifund á íslandi. Það var yfir 20 stiga hiti þegar við komum til Hríseyjar að halda fund, og suð-vestan stinn- ingsgola. Við héldumfundinn því úti og fengum % eyjaskeggja á fundinn. Það var svo mikið rok að Soffía varð alltaf að hafa aðra höndina til að halda niðri pilsinu, en hún gat ekki talað blaðalaust þannig að þetta var voðalega erf- itt. í hvert skipti sem hún þurfti að fletta blöðum sleppti hún pils- inu og það fauk alltaf upp um hana. Það var oft líflegt í kosninga- slag. Hitt er annað að Norður- landskjördæmi eystra er erfiðasta kjördæmi landsins að rækja það. Það er 7 tíma keyrsla frá Þórs- höfn yfir á Ólafsfjörð. Og eigin- Iega þyrftu þingmenn þess að geta gengið á skíðum til að kom- ast yfir það. Það var nú meira happið að fá Steingrím Sigfússon í framboð, því ofan á allt annað er hann svo harðduglegur að hann er fáum líkur. Maður kynntist mörgum dá- samlegum mönnum þarna. Ég gleymi aldrei Katli á Fjalli, hann var stórbrotinn maður og mikið skáld. Það voru átök drengur þegar hann sagði sig úr Fram- sóknarflokkinum, sem hann hafði fekið þátt í að stofna og lagt aleigu sína að veði til að stofna og skemmtilegir. Tökum sem dæmi hagyrðingana Baldur á Ófeigsstöðum, Steingrím í Nesi og Egil Jónasson á Húsavík. Meðan ég var enn á útvarpinu tók ég eitt sinn upp þátt með þeim þremur. Þátturinn var tekinn upp á Ófeigsstöðum hjá Baldri. Óg þegar við fórum klykkti Steingrímur út með þessari vísu, þegar Baldur var búinn að blessa okkur alla í bak og fyrir: Létt er Baldri um ljóðakvak, lætur hann sína gesti, hól að framan háð á bak hafa að veganesti. Svona létu þessir vinir hver við annan þegar þeir voru saman, Steingrímur, Baldur og Egill. Veistu að ég á „Eglu“, fjölrituðu bókina með vísum Egils. Þá bók eiga ekki aðrir en Egill, börn hans, sá er tók hana saman og ég. Mikill dýrgripur. Einu sinni hringdi Egill í mig eftir þingsetn- ingu, meðan húrrahrópin fyrir forseta vorum og fósturjörð glumdu í eyrum hans. Hann sagði við mig í símann: Fagurt var þingsins fyrsta sporið, fellur ei niður hefðarglansinn, fallega lesið faðirvorið, fjálglega sunginn guðsvors- landsinn öskrað af snilli Ögrum skorið áður en byrjar Hrunadansinn, Eldjárns hrópin í eyrun smjúga, að svo búnu má fara að Ijúga. Annað erindi hringdi hann til mín þegar hann heyrði að í Efri- deild hefði verið samþykktur samningur við Union Carbide. Þá var Gunnar Thoroddsen iðn- aðarráðherra: Mundu málmblendi Gunnar, að mengaður verðbólguhalli stundum stórgrýtis Gunnar, stjórþjóðum verður að falli. Heimsfræg hraungrýtis Gunnar hrynja skurðgoð af stalli, hlustaðu horngrýtis Gunnar, hriktir í Akrafjalli. Egill Jónasson er meira en hag- yrðingur þegar hann vill það við hafa, hann er skáld og það var Steingrímur í Nesi líka. Hann leysti sig undan skuldafjötrum kreppulánasjóðs með ljóðinu um „Þórð á Þröm“. Hefurðu heyrt síðustu vísuna hans Steingríms? stjóra, Jón Magnússon, og Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri var dýrðlegur maður. Svo voru þarna menn eins og Helgi Hjörvar, Þor- steinn Ö. Stephensen, Pétur Pét- ursson, Jón Múli og fleiri. Ég má ekki gleyma Hendrik Ottóssyni, hann gat verið afskaplega skemmtilegur og raunar furðu- legur maður. Hensi var Stalínisti fram í andlátið. Ég spurði hann eitt sinn skömmu eftir að Al- þýðubandalagið var stofnað hvort hann væri genginn í banda- lagið. Alþýðubandalagið, sagði Flensi, hvar er það í pólitík? Thorólf Smith var líka á frétta- stofunni með okkur. Hann gat verið skemmtilegur. Einu sinni var Thorólf að vinna frétt frá A- fengisvarnaráði og kallaði til Jóns Magnússonar fréttastjóra og sagði: Getur það verið að það séu 1500 alkóhólistar á Islandi? Hafðu þá 1501 svaraði Jón að bragði. Vilhjálmur P. tók við afJónasi, hvernig var að vinna undir hans stjórn? Það var gott, Vilhjálmur var indæll maður. Hann hafði einn stóran galla, hann átti svo bágt með að taka ákvarðanir. Þegar maður kom inná skrifstofuna til hans með hugmynd að einhverju, þá tók hann þeim strax ákaflega vel. „Já þetta líst mér vel á,“ sagði Vilhjálmur. En svo fór hann að draga í land með allt saman og áður en maður komst útúr skrifstofunni, sem var 120 fermetrar og hann sat innst við vegginn, var hann búinn að taka allt til baka áður en maður komst aftur út. Ég fann upp pottþétta aðferð við Vilhjálm. Ég kom bara í gættina og bar upp hug- myndina. Vilhjálmur sagði um- svifálaust já, þá klippti ég á málið með hurðinni áður en hann gat tekið allt til baka. Síðan fram- kvæmdi ég hugmyndina og aldrei sagði Vilhjálmur styggðarorð við mig vegna þess. Viðtölin þín Stefán þóttu ein- stök og enn er talað um þau. Hef- ur ekki hvarflað að þér að byrja aftur nú eftir að þú ert hœttur á þingi? Nei, það yrði bara endurtekn- ing. Svona viðtöl við fólk eins og ég var með krefjast mikillar vinnu. Klukkustundar upptaka færði manni 10-15 mínútna þátt Nú leyfi ég mér andlegt svall Sdór rceðirviðStefdn Jónsson fyrrverandialþingismannurnlífiðogtilveruna skemmtilegtfólkog vísnagerð við herstöðvarnar, og gengj um úr NATO. Ég hafði ekki hwgsað mér að fara á þing, ég hafði nóg annað að gera. Eftir klofninginn 1967, þegar þeir fóru úr Alþýðu- bandalaginu Björn Jónsson, Hannibál Valdimarsson og Karl Guðjónsson, þá komu þeir til mínir vinirnir Jónas Arnason, Ragnar Arnalds og Lúðvík Jós- epsson og báðu mig um að fara fram á Suðurlandi. Eg sagði þeim að það skyldi ég gera ef það væri einhugur um það í Vestmannaeyjum, því ég vissi að Eyjamenn áttu þetta sæti. Svo fékk ég þau skilaboð frá þeim að það væri einhugur um það í Vestmannaeyjum að ég færi fram. Auðvitað vissi ég betur. Ég var sjálfur búinn að hringja og kanna málið. Það var enginn ein- hugur um að ég færi þar fram. Ég sagði þeim þetta en þá sögðu þeir: Þú ert bara að leita að afsök- un fyrir því að fara ekki fram. Ég sagði þeim að ég skyldi gera það sem væri enn erfiðara, ég skyldi fara fram í Norðurlandskjördæmi 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur það, að hafa ekki tekist að hemja útlánin. Þessi greindi og gegni maður gerir sér ekki grein fyrir því hverskonar samfélagi við lifum í. Við erum 230 þúsund manns eða þar um. Ef við skiptum þessum hópi niður í fimm manna fjölskyldur, þá er kominn hagsmunahópur sem er 56 þúsund manns. Svo skulum við skipta hjónum niður í systkini og systkinabörn. Þessi hjón eiga hvert um sig fjögur systkini. Deilum í þetta með 20, þá fáum við fram systkini og systkinabörn. Síðan höldum við áfram og deilum þessu niður í systkinabörn og þremenninga. Við sitjum þá uppi með svona 100 mjög tengda hópa. Ef þeir sem hugsa á útlensku um íslensk efna- hagsmál, að þetta verði stöðvað með hagfræðilegum kennisetn- ingum að maður í neyð fái pen- inga í banka til að halda fyrirtæki sínu eða heimili gangandi, þá taka þeir feil. Ég held að flokk- arnir og þá ekki síst flokkurinn okkar hafi horft fram hjá þessari 26. mai 1985 ur: Ingvar Gíslason er prýðilega hagmæltur, sömuleiðis Helgi Seljan, Halldór Blöndal getur sett saman vísur og getur verið snöggur að því. Ég man eftir einu tilviki. Þegar togarinn Kol- beinsey var sóttur til Akureyrar og farið með hana til Húsavíkur var haldin veisla á Húsavík. Þar fór einn ræðumanna að halda skammaræðu um þingmenn kjör- dæmisins. Halldór stóð upp á * eftir honum og mælti þessa vísu: Þingmenn sína heggur hann á báðar hendur vel að sínu verki stendur Stefán Reykjalín all kenndur. Þetta er góð vísa ort á stund- inni. Halldór hefur mjög gaman af að yrkja og er hafsjór af vísum. Einu sinni í þingveislu var ég bú- inn á ákveða að yrkja ekki neitt. En það gekk eiginlega framaf mér með kveðskapinn, meira að segja Árni minn Gunnarsson var farinn að yrkja. Ég var orðinn svolítið kenndur, svo ég lét þessa fara: Tímann. Þar var út af Laxár- deilunni og hersetunni, sem hann sagði sig úr flokknum með opnu bréfi til Ólafs Jáhannessonar, sem birtist í Norðurlandi og Þjóð- viljanum. Ketill var gott skáld, hann skrifaði meira að segja 600 blaðsíðna skáldsögu, sem aldrei var gefin út. Sigurður Nordal las hana og sagði að hún væri góð en ráðlagði honum að stytta hana. En í hvert sinn sem Ketill settist við að breyta sögunni, bættust við nýjar persónur. Ég las hana í handriti, hún er stórkostleg. Ket- ill var gætt ljóðskáld. Hann flutti Kristjáni Eldjárn kvæði þegar forsetinn kom í fyrsta sinn til Húsavíkur. Eitt erindið í því ljóði byrjar svona. „Og segðu nei þegar næsta já myndi níða af þjóðinni rétt til að eiga sitt land. Ýta erlendum frá og afmá einn smánarblett.“ Hér átti hann auðvitað við Keflavíkurflugvöll. Þeir eru margir stórbrotnir Þingeyingar, Hann var ákafur fluguveiðimað- ur, hann hafði þrisvar fengið hjartaáfall. Hann andaðist með stöngina sína í höndunum á uppá- halds veiðistaðnum sínum við Kirkjuhólmakvís í Laxá. Konan hans fann miða undir koddanum hans um kvöldið og á honum var þetta erindi sem hann hafði ort nóttina áður: Fiskur cr ég á færi í lífsins hyl, fyrr en varir kraftar mínir dvína. Þó berjistu daglangt dugir það ekki til dauðinn missir aldrei fiska sína. Árin sem aldrei gleymast Ef við vendum okkar kvœði í kross. Pú sagðir mér einu sinni að árin þín á útvarpinu hefðu verið skemmtileg. Já, þau voru það, og þar eignaðist ég marga góða vini og félaga. Allt var þetta nýtt og spennandi. Við vorum fáir á fréttastofunni þá og mikið að gera. Við höfðum góðan frétta- eftir að búið var að klippa bandið og það gerði ég oft sjálfur. Ég man eftir því þegar ég tók viðtalið við Steinþór frá Hala hér um árið, þá var tekið upp í 36 klukku- stundir og útkoman var 20 þættir, sem hver var 20 mínútur. Og klippingin sjálf var fleiri dags- verk... Vegna þess að þú nefnir Steinþór á Hala, sem var mjög austfirskur í framburði, þá langar mig að skjóta inní, að þú hefur gert dálítið af því að yrkja upp á austfirksu, leyfðu mér að heyra eina slíka vísu. Ég man bara enga slíka í augnablikinu eftir sjálfan mig, en ég kann margar eftir aðra. Gísli Halldórsson leikari orti eina góða. Hann var þá að setja upp leikrit austur á Héraði og gisti heima hjá Sveini á Egilsstöðum. Einu sinni á sunnudagsmorgni fór Gísli í göngutúr og gekk aust- ur yfir Lagarfljót. Hann var undir sterkum áhrifum þeirra Egils- staðarmanna og orti meðan hann gekk yfir brúna: VIÐTAUÐ Hérna líður Lögurinn Ijúfum fram með sefa. Hingað stefnir högurinn hérna vil ég lefa. önnur góð eftir Sigurð Pálsson skólastjóra á Eiðum. Sigurður er skáld. Hann orti: Einn í felum upp við á eygði selung góðan, í stígvélum óðar þá út í helinn vóð’ann. Ætli hún sé þá ekki eftir Sigurð vísan: Hörmung að veta hart er flet, hér eg set óglaður. Fyrir sveta ei sofið get, svona er hetinn maður. Jú, því gæti ég trúað. En ég segi það alveg satt ég man enga vísu eftir sjálfan mig orta á austfirsku. Því þótt manni þeki það sneðugt þá skrefar maður þetta aldrei neður, eins og við segjum fyrir austan. En áfram með það sem við vor- um að tala um áðan, er það satt sem ég heyrði að þú hefðir stund- um gefið viðmælendum þínum tár til að liðka um málbeinið? Nei, það er ósatt. Ég gerði þetta bara einu sinni og sé eftir því alla ævi. Ég var að tala við Marka-Leifa. Það hafði einhver sagt mér að það gæti lyft honum að gefa honum eitt staup. Ég gerði það og karlinn fór á flug. Hann sá að ég átti eftir lögg í pelanum og bað um annan. Það var of mikið, enda var Leifi þá orðinn 93ja ára gamall. Viðtalið var nærri ónýtt, eða alla vega ekki eins gott og það hefði getað orðið. Svo við vöðum enn úr einu í annað, hvers vegna hefurðu látið líða svona langt á milli bóka hjá þér? Það var með þingstörfin eins og starfið á útvarpinu, ég var svo upptekinn af því að læra að mér gafst ekki tími til skrifta. Ég á að vísu 3 handrit, en þegar ég fór yfir þau nú, þá þóttu mér þau ekki eins góð og þegar ég lauk við þau, það þarf að lagfæra þau. Síðustu árin mín á þinginu voru að mörgu leyti mjög erfið fyrir mig per- sónulega, þar komu til veikindi og fleira. Eftir að ég hætti á þingi leyfi ég mér þann munað að gera ekki neitt. Ja, ég veiði flugu á og fer á gæsaskytterí og les góðar bækur. Stunda sum sé andlegt svall. Ég hef aðeins verið að vinna að skriftum í vetur og vor og kannski kemur bók. Svona í lokin Stefán, eina vísu eftir þig sjálfan. Við skulum sjá. Ég var einu sinni inní sportverslun að kaupa mér haglabyssu skot. Þá vatt sér að mér þekkt kona og sagði: Að þú skulir ekki skammast þín fyrir það Stefán að kalla þig sósíalista og hafa gaman af því að skjóta þessa fugla eins og hægt er að fá nóg af þeim hjá Tómasi! Þá orti ég vísu sem síðan er svona mottó hjá gæsaveiði- mönnum og við syngjum hana stundum á skytteríi. Hún er svona. Sem logi yfir akur fer upp að rífa stráin villigæsin gráðug er, en góð á bragðið dáin. Og svona alveg í lokin, hefur aldrei hvarflað að þér að gefa vís- urnar þínar út á bók? Nei, það verður aldrei gert. Ég hef eiginlega ekkert af þeim skrif- að niður auk þess sem mínar vísur eru flestar með sárum broddi og eiga ekki heima á bók. Það eru allt öðru vísi vísur sem menn setja á bók. Ég tek undir með Agli vini mínum Jónassyni. Sú vísa sem fólk ekki lærir þegar það heyrir hana er ekki þess virði að lifa, hún er einfaldlega ekki nógu góð. Hinar lifa og þurfa ekki að koma út á bók. -S.dór. Sunnudagur 26. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.