Þjóðviljinn - 26.05.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.05.1985, Blaðsíða 19
A BEININU Ókunnugt hvað Danir oorga í kaup Jón Ingvarsson stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna ó beininu Hvernig stendur á því aö dönsk fiskvinnsluhús sem selja Coldwater, verk- smiöju SH í Bandaríkjunum fiskblokkir fyrir sama verö og íslensku húsin, getur borgaö helmingi hærra kaup til starfsfólksins síns en þau íslensku og einnig helmingi hærra verö fyrir fisk til verkunar en hér gild- ir? Jón Ingvarsson forstjóri ís- bjarnarins og stjórnarformaður SH situr á beininu í dag og svarar þessari spurningu og fleirum en Jón sagði m.a. í ræðu á aðalfundi SH sem lauk í gær, að verði eignartilfærslan frá fyrirtækjum í sjávarútvegi ekki stöðvuð hið snarasta verði ekki annað séð en stór hluti fyrirtækja í sjávarútvegi gefist upp innan tiltölulega skamms tíma. En fyrst spyrjum við um dönsku fiskvinnslufyrir- tækin í framhaldi af frétt Þjóðvilj- ans sl. fimmtudag. - Mér er alls ókunnugt um það kaup sem Danir greiða sínu fisk- verkunarfólki. Mér er einnig ó- kunnugt um hversu há launa- tengd gjölddönskfiskvinnslufyr- irtæki þurfa að greiða. Um fisk- verðið veit ég heldur ekki. Ég veit hins vegar að það hráefni sem selt er á hæsta verði á upp- boði í Danmörku er ekki fram- leitt í fiskblokkir heldur selt sem ferskur fiskur á mjög háu verði. Hvorki Sölumiðstöðin né Cold- water selja fiskafurðir fyrir Dani. Coldwater kaupir hins vegar töluvert magn af þorskblokk frá Danmörku og þá á sama verði og frá íslandi, þ.e. markaðsverði. Sú þorskblokk sem Danir selja til Bandaríkjanna er aðallega fram- leidd á Bornholm. Sá fiskur er veiddur í Eystrasalti við afar hag- kvæm skilyrði og er því ódýr í innkaupi. Þú vilt ekki kannast við að þið borgið hærra verð fyrir dönsku blokkina? - Nei alls ekki. Hvernig stendur á því að SH hefur verið að tapa frystihúsum úr samtökunum á undanförnum árum og framleiðslan hjá ykkur minnkar þrátt fyrir aukinn afla. Er Sambandið að keyra yfir ykk- ur? - Staðreyndin er sú að á undan- förnum árum hefur einkafyrir- tækjum í hraðfyrstiiðnaðinum fækkað og þessi fækkun hefur að- allega komið fram hjá SH. Sam- dráttur í framleiðslu SH á sér nokkra skýringu vegna þessa. Á sama tíma hefur fjölgað í togara- flota landsmanna en sú fjölgun hefur einkum átt sér stað hjá öðr- um en félagsaðilum SH. Auk þess eru alltaf sveiflur milli ára í framleiðslunni. Hvað með gæðamálin? Hvern- ig stendur á því að starfsmenn hjá Coldwater segja að gæði hráefnis hafi ekkert batnað hjá frystihús- um SH í 20 ár, jafnvel hrakað? - Hafi einhver starfsmaður sagt þetta, þá er það á misskiln- ingi byggt. Þvert á móti hefur það komið fram á þessum aðalfundi hjá forstjóra Coldwater, að gæð- in hafa aukist að undanförnu. Þú óttast ekki að við séum að dragast afturúr í gæðum? - Nei nema síður væri. Hvernig stóð á því að SH leitaði ekki tilboða í fískútflutning sinn fyrr en á síðasta ári og tók þá ekki einu sinni lægsta tilboði? - Að mati stjórnenda SH voru ekki aðstæður til að bjóða út flutningana fyrr en á síðasta ári. Hagkvæmasta tilboði var að sjálf- sögðu tekið. Hvert runnu þær 90 miljónir sem spöruðust með þessum út- boðum? - Til frystihúsanna að sjálf- sögðu með minnkandi flutnings- kostnaði. Eignatilfærslan frá fiskvinnslu síðustu misserin hefur verið rnikið til umræðu og þér var tíð- rætt um þessi mál í ræðu þinni á aðalfundinum. Sérð þú fram á að fyrirtækin verði eignalaus á næst- unni miðað við óbreytt ástand? - Já. Hver er ástæðan að þinu mati fyrir þessari þróun? - Fyrst og fremst eru það hin slæmu rekstrarskilyrði sem þessi atvinnugrein hefur þurft að búa við á undanförnum árum. Einnig má benda á það að fjármagns- kostnaður hefur aukist verulega og það hefur auðvitað lent með fullum þunga á hraðfrystiiðnað- inum og sjávarútveginum og þá einkum hjá þeim aðilum sem hafa fjárfest. Gengismál hafa einnig verið mikið rædd á þessum aðalfundi ykkar. Er það ykkar skoðun að gengi íslensku krónunnar sé rangt skráð? - Já við erum inni á því að tekj- um sjávarútvegsins hafi iðulega verið haldið niðri með ó- raunhæfrigengisskráningu. Þegar kostnaðurinn við að framleiða er meiri heldur en það gjald sem við fáum fyrir framleiðsluna þá hlýtur eitthvað að vera rangt í þessu þjóðfélagi sem byggir af- komu sína af svo miklum hluta á sjávarútvegi og fiksvinnslu. Miðað við óbreytt ástand hvað getur frystiiðnaðurinn og fisk- vinnslan haldið lengi út? - Það er ómögulegt að segja. Þetta er auðvitað misjafnt. En ástandið er orðið mjög ískyggi- legt víða. Er almennt mikil svartsýni ríkjandi í herbúðum fiskvinnslunnar. Ég held að það sé almennt hjá mönnum nokkuð mikil svartsýni. Þið sjáið ekki fram á neina birtu í bráð? - Nei, ekki nema stjórnvöld taki sig á og bæti þessi rekstrar- skilyrði. Hvað er það sem þarf að bæta? - Það er margt, afar margt. Bæði þarf með ýmsu móti að lækka tilkostnaðinn og létta af ýmsum pinklum sem að eru á sjávarútveginum. Það er ekki síst nauðsynlegt að fá rétta skráningu á gengi krónunnar. Norðmenn og Kandamenn, helstu keppinautar okkar á Bandaríkjamarkaði hafa vcrið með víðtæk undirboð á markaðn- um undanfarið. Hvcrnig standa íslensku fyrirtækin gagnvart þcssum viðskiptum? - Að sjálfsögðu veldur það okkur áhyggjum hvað sam- keppnisstaða Kanadamanna er sterk varðandi verðið. Við höfum hingað til og gerum enn, byggt okkar stöðu á betri gæðum en þeir. Þú trúir því að gæðin muni halda okkur uppi á þessum mark- aði?) - Ég er sannfærður um að við munum halda þessum markaði ef rétt verður að málum staðið og við verðum áfram í forystu á sviði vöruþróunar og gæða. -Jg- Sunnudagur 26. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.