Þjóðviljinn - 26.05.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.05.1985, Blaðsíða 14
Kennarar, kennarar! Viö Seyðisfjaröarskóla eru lausar 2 kennarastöður. 1. Staða handmenntakennara (smíðar) Ný oq vel búin handavinnustofa. 2. íþróttakennarastaða. Gamalt en gott íþróttahús. Góðar íbúðir með góðum kjörum eru í boði fyrir báða kennarana. Upplýsingar gefur skólastjóri Albert Ó. Geirsson í s'ma 97-2-|72 eða 2365 og formaður skólanefndar Þordis Bergsdóttir í síma 2291. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA3 SIMI81411 Kerfisfræðingur Vegna aukinna umsvifa í kerfisvæðingu og tölvu- kaupa viljum við ráða kerfisfræðing.. Æskilegt er að viðkomandi hafi vald á ensku og nokk- urra ára starfsreynslu á kerfissetningu. Sá hugbúnaður sem við komum til með að nota er m.a. SQL - gagnagrunnur, SSX og VM stýrikerfi. Nánari upplýsingarveitirStarfsmannastjóri, Ármúla3, sími 81411. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lögn efra burðarlags og klæðningu á 5 stöðum á Vestur- landi. (Lengd alls 18,7 km, efra burðarlag 22.000 m3). Verki skal lokið 31. ágúst 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og í Borgarnesi frá og með 28. maí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 þann 3. júní 1985. Vegamálastjóri Áskorun til greiðenda fast- eignagjalda Mosfellshreppi Fasteignagjöld í Mosfellshreppi 1985 eru nú öll gjald- fallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar mega búast við að óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra sbr. lög nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Mosfellshreppi 24. maí 1985 Innheimta Mosfellssveit Frá Fjölbrauta ^skólanum við Ármúla Innritun fyrir haustönn 1985 fer fram í Miðbæjar- skólanum í Reykjavík, dagana 3. og 4. júní kl. 9-18. Einnig fer fram innritun í skólanum til og með 7. júní kl. 9-5 daglega. Við skólann eru starfræktar eftirtaldar brautir: Fisk- vinnslubraut, fjölmiðlabraut, heilsugæslubraut, íþróttabraut, málabraut, samfélagsbraut, uppeldis- braut og viðskiptadeild. Náminu lýkur ýmist eftir 2 ár eða með stúdentsprófi eftir 4 ár. Umsóknum þarf að fylgja staðfest afrit próf- skírteina. Skólameistari Blaðberar! Blaðberar! Óskast sem fyrst viö Háteigsveg - Stórholt. -Skipholt - Noröurmýri - Seltjarnarnes. Takið daginn snemma og berið út í góöa veðrinu! UÖDVIUINN Síöumúla 6, Reykjavík. Sími: 81333. SÓFINN B>ELDUR Huliðsheimar Karlinn í kassanum Hver er hann? Hvaðan kom hann? Hvert fer hann? „Karlinn í kassanum" var sér- stakt hugtak þegar ég var krakki. Frændi minn ló því í mig, að „kar- linn í kassanum" væri bróðir „karlsins á kassanum". En karl- inn á kassanum var prédikari niðrá Lækjartorgi sem útmálaði kvalir helvítis yfir lýðnum. (Ann- ars minnir mig að segi frá honum í ævisögu Guðmundar Halldórs togarasjómanns eftir Jónas stýri- mann, og er merkileg bók). Einhverju sinni þegar þessi frændi minn (sem nú er orðinn aukafélagi í klúbbnum Hana nú i Kópavogi - og öll gamansemi úr honum skekin), var léttkenndur á gelguskeiði og fór með kvikind- isskap og strákapörum um borg- ina, - gekk hann fram á karlinn á kassanum. Sá þrumaði um það logandi helvítis gin sem gleypti alla borgarbúa um síðir, þennan drekkandi og duflandi lýð sem ekkert þekkir nema búklegar girndir og losta. Og svo framveg- is. Frændi minn sagðist hafa haft á sér bandspotta, hnýtt í nærhvíl- andi strætisvagn og í kassann. Og almenningsvagninn fór af stað með eldspúandi prédikarann á kassanum í eftirdragi. Var svo mælt, að ekki hefði verið meira predikað um helvíti þann daginn. Karlinn í kassanum, bróðir hins, var hins vegar furðu ljót teiknuð fígúra í Mánudagsblað- inu. Þeta var illkvittin skepna, hálfgerður fasisti í skoðunum og gífurlega máttugur áróðurskarl í þátíma fjölmiðlum íslenskum. Þessir karlar komu mér í hug, ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn laugar- daginn 1. júní að Hverfisgötu 105. Hefst fundurinn kl. 10.00 árdegis og er stefnt að því að Ijúka aðalfundarstörfum fyrir hádegi. Dagskrá: Kl. 10-12 1. Skýrsla stjórnar ABR fyrir starfsárið 1984-1985. Erlingur Vigfússon formaður ABR. 2. Reikningar ársins 1984 og tillaga stjórnar um flokks- og félagsgjöld ársins 1985. Steinar Harðarson gjaldkeri ABR. 3. Tillögur kjömefndar um stjórn og endurskoðendurfyrir starfsárið 1985-1986. 4. Tillaga kjörnefndar um stefnuskrárnefnd vegna kom- andi borgarstjórnarkosninga. 5. Kosning formanns, stjórnar, endurskoðenda og stefn- uskrárnefndar. 6. Önnur mál. Kl. 14-17 Vinnufundur um flokksstarfið. Reynsla síðasta starfs- árs og starfið framundan. Tillögur kjörnefndar um stjórn, endurskoðendur og stefnuskrár- nefnd ásamt endurskoðuðum reikningum félagsins liggja frammi á skrifstofu flokksins frá og með 30. maí. Félagsmenn í ABR eru eindregið hvattir til að fjölmenna á aðal- fundinn og á vinnuráðstefnuna eftir hádegið. Stjórn ABR AESKULÝDSFYLKINGIN Skrifstofa Æskulýðsfylkingarinnar í sumar mun ÆFAB starfrækja skrifstofu að Hverfisgötu 105, 4. hæð. Hún verðuropin alla virkadagamilli klukkan 15-18. Allirsem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi ÆFAB eru hjartanlega vel-' komnir í kaffi og spjall. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á því að starfa á skrifstofunni e-n tírna eru beðnir um að hafa samband við okkur. Síminn er 17 500. Stjórnin. þegar ég sá auglýsinguna frá Húsnæðishópnum á dögunum. Ég veitti því nefnilega athygli að á milli þeirra Geirs og Steingríms á ljósmyndinni er stór svartur kassi. Og unglingskvikindi sem ég þekki spurði mig „Úr því þú vinnur á Þjóðviljanum þá hlýtur þú að vita hvað er í kassanum, af því þú er svo pólitískur“. Og ég setti upp spekingssvip og söng- laði „Þorsteinn í svörtum kassa, tra, ralla, la“. Únglingurinn hugsaði sig um, leit aftur á auglýsinguna, kvaðst vera betur að sér í pólitík heldur en ég. Þessi ríkisstjórn, - og allir sem henni tengdust væru nú ekki merkilegri en það sem skrifað stæði í sjálfri auglýsingunni: EKKERT! Þórgísl Kvennabarátta Ráðstefna um hugmynda- frœði Um næstu helgi efna Kvennaframboðið og Kvenna- listinn til opinnar ráðstefnu um hugmyndafræði kvennabar- áttunnar og fer hún fram í Valsskálanum við Kolviðarhól. Ráðstefnan hest kl. 14 laugar- daginn 1. júní og stendur fram á sunnudagskvöld. Á ráðstefnunni verða flutt fimm framsöguerindi: Sigurveig Guðmundsdóttir ræðir um kvennabaráttuna á íslandi fram til 1968, Kristín Ástgeirsdóttir brúar bilið frá 1968 til dagsins í dag, Helga Sigurjónsdóttir ræðir stefnur og strauma í kvennarann- sóknum, Inga Dóra Björnsdóttir um kvennamenningu og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir flytur er- indi sem hún nefnir: Við vitum allt um karlveldi! Inn á milli verða umræður og um kvöldið verður brugðið á glens. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 29. maí í Kvennahúsið en þar eru símar 13725 og 21500. -ÞH 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.