Þjóðviljinn - 08.06.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 08.06.1985, Side 3
FRETTIR Fóstrumálin EKKI BENDA A MIG Ragnhildur vísarfrá sér ábyrgð. Stakk upp á að stytta dagvistarvikuna. Stjórnarandstaðan: Hneisa IHS aliri ábyrgð á fóstruflóttan- um frá sér á alþingi í gær og sagði að undir sitt ráðuneyti heyrði ekki annað en bygging dagvistar- heimila og Fóstruskólinn. Það væri sveitarfélaganna og fjár- málaráðherra að semja við fóstr- ur og það væri ekki vaninn að menntamálaráðuneytið skipti sér af kjarasamningum. Þetta er hneisa, sagði Kristín S. Kvaran um svör ráðherra, en Kristín hóf umræðuna og spurði hvort og hvernig hún hygðist bregðast við því neyðarástandi sem upp er komið á dagheimilum þegar börnin þurfa að kynnast 10-12 uppalendum á ári vegna fóstruflóttans. Ragnhildur Helgadóttir, sem loks hafði feng- ist til að ræða þessi mál á alþingi flutti langa skýrslu um störf menntamálaráðuneytisins að da- gvistarmálum frá upphafi vega og tók fram að ráðuneytið þætti of fast að orði kveðið að neyðar- ástand ríkti í þessu efni. Eina hugmyndin sem hún varpaði fram var að skipta mætti plássum á milli barna, þannig að hvert barn fengi dagvist t.d. tvo eða þrjá daga í viku! Guðrún Helgadóttir sagði að ætla mætti að ráðherrann kæmi aftan úr fornöld, svo úrelt væru viðhorf hennar til dagvistarmála og svo lítill væri skilningurinn á þeirri þjóðfélagslegu nauðsyn og því mikilvæga uppeldishlutverki sem dagvistarheimili gegndu í nú- tímaþjóðfélagi. Skoraði hún m.a. á ráðherra að taka nú stökkið stóra inn í nútíðina svo hún yrði viðræðuhæf. Jóhanna Sigurðardóttir krafði ráðherra m.a. svara um hvort hún vildi beita sér fyrir endurmati á kvennastörfum eins og fóstru- störfum á sama hátt og kennara- starfinu. Ráðherra svaraði loks eftir mikla brýningu að sér hefði ekki borist nein erindi þar að lút- andi, en kennarar hefðu á sínum tíma farið fram á umrætt endur- mat. Steingrímur J. Sigfússon sagði ljóst að ástæðan fyrir fóstruflótt- anum væri láglaunastefna ríkis- stjórnarinnar og ef menntamála- ráðherra vildi ekki taka ábyrgð á henni, þá yrði a.m.k. að tryggja að aðrir ráðherrar væru viðstadd- ir umræðu sem þessa. -ÁI Ormaveiðar Sá skoski á sex krónur Mikið tíntfyrir veiðimenn í vœtunni undanfarnar nœtur Stangveiðar eru nú að komast í fullan gang og samhliða því tekur við aðalvertíðin hjá maðka- sölum. Úrvals skoskur laxamaðk- ur fer í dag á 6 kr. stykkið á höf- uðborgarsvæðinu og í bland með öðrum minni á 5 kr. stykkið. „Þetta þýkir alls ekki dýrt. Miðað við verðið hér áður þá ætti maðkurinn að kosta uppundir 20 krónur“, segir Hörður Smári Há- konarson sem hefur það fyrir aukabúgrein að tína og selja maðka. „Það borgar sig ekki að standa í því að rækta þetta, það þarf svo gott húsnæði til þess. Ég hef stundað þetta frá því ég var smástrákur að ná mér í aukapen- ing með maðkasölu. Ég hef verið á sjónum en er nú nýkominn í land“, sagði Hörður. Hann sagðist lítið auglýsa því hann væri með fasta viðskiptavini sem versluðu við hann á hverju sumri. -Ig- Borgarreikningar Endurskoða sjálfa sig! Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins mótmæltu því harðlega á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld að kjörnir endurskoðendur borg- arinnar tækju af sér að endur- skoða reikninga borgarfyrir- tækja borgarinnar og endur- skoðuðu síðan sína eigin endur- skoðun. Endurskoðendur 1984, þeir Bjarni Bjarnason og Sævar Sig- urgeirsson, voru verktakar við endurskoðun hjá SVR, raf- veitunni, heilbrigðisgeiranum og víðar, og skrifa síðan undir eigin endurskoðun þegar farið er yfir heildarreikninga. Davíð Odds- son og Kristján Benediktsson (Framsókn) vörðu endurskoð- endurna, sem kosnir eru af Sjálf- stæðisflokki og miðflokkabanda- laginu. Við kjör endurskoðenda fyrir 1985 buðu AB-fulltrúar fram Hrafn Magnússon gegn Bjarna frá Sjálfstæðisflokki og Sævari frá Framsókn, krötum og Kvennó. Kvennaframboðskonur léku feg- urðardrottningar, skiluðu auðu í kosningunni og náði Hrafn óvænt kjöri. -m Maðkurinn er vandmeðfarinn ef hann á að lifa i geymslunni. Hann er best geymdur í mosa, hitinn má alls ekki verða mikill og sfðan þarf að eiga nóg af sölnuðu laufi til að fæða þann skoska. Hörður Smári sýnir afrakstur síðustu næturaevintýra. Mynd - Valdís. Sólheimagangan Göngu-Reynir á Egilsstöðum Gengur allt að 70 km á dag Reynir Pétur Ingvarsson held- ur ótrauður áfram göngu sinni hringinn í kringum landið. í dag kemur hann til Egilsstaða og þar verður tekið á móti honum með pompi og prakt. íþróttafélög staðarins ætla að fylkja liði og ýmislegar uppákom- ur verða á dagskrá þegar Reynir Pétur kemur í hlaðið. Á sunnudag heldur hann á Möðrudalsöræfi og þrammar að minnsta kosti 40 kílómetra áður en næst verður áð. Reynir Pétur hefur nú verið hálfan mánuð á göngu. í upphafi var gert ráð fyrir að hringgangan tæki fjórar til fimm vikur og að hann gengi 40 kílómetra á dag en erfitt hefur reynst að hemja kappann og hann farið allt upp í 70 kílómetra á dag. Sem þykir dágóður spotti ef farið er ríðandi. Á meðan Reynir Pétur þram- mar hringinn í kringum landið streyma inn áheitaseðlar og undirtektir fólks hafa verið mjög góðar. aró Hafnarfjörður Bitist um BUH Aðeins rœtt við Samherja ennþá en Stálskip og Þorleifur Björnsson vilja vera með íslagnum Eg held þeir geti ekki verið svo vitlausir að ganga frá samn- ingum við aðra án þess að ræða málin við okkur. Ég sé enga skyn- semi í því. Menn hljóta að þurfa að skoða málin frá öllum hliðum. Ég væri ekki svo vitlaus að ætla kannsi að bíta af mér einhverja aðila sem hugsanlega gætu boðið eitthvað betur en núna liggur fyrir, sagði Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri Stálskipa í samtali við Þjóðviljann í gær. Stálskip hafa ásamt eigendum Byggðarverks h/f í Hafnarfirði Seðlabankinn Höllin þjóðnýtt? Efri deild vill endurskoða nýtingu á Seðlabankahúsinu ogstöðva framkvœmdir sem ekki eru samningsbundnar. Efri deild alþingis samþykkti í gær að gerð verði athugun á >ví hvernig æskilegast sé að nýta >eðlabankahúsið og þá einkum ívort það mundi henta fyrir Stjórnarráð íslands. Þá verði framkvæmdir sem ekki er búið að semja um við verktaka stöðvaðar meðan athugunin fari fram og ekki hafnar að nýju fyrr en Al- þingi hefur ákveðið hvernig hagnýta beri húsið. Neðri deild fær nú þingsályktunartillöguna til meðferðar. 4 þingdeildarmenn, Haraldur Ólafsson, Björn Dagbjartsson, Jón Helgason og Davíð Aðal- steinsson greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 13 voru henni sam- þykkir. Davíð Aðalsteinsson, sem er varaformaður bankaráðs Seðlabankans sagði m.a. að þetta væri óþörf tillaga, því útilokað væri að stöðva nokkrar fram- kvæmdir úr þessu. Rakti hann síðan þá verksamninga sem búið er að gera um allan frágang utan- húss sem innan. Flutningsmenn töldu engu að síður mikinn ávinning í samþykkt tillögunnar. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrsti flutningsmaður benti m.a. á að utanríkisráðu- neytið sem nú ætlaði að fara að byggja yfir sig, ætti heima í ein- mitt þessari byggingu, en Reikni- stofa bankanna, sem ætluð er öll fyrsta hæðin, gæti verið hvar sem er. Þá mætti auðveldlega koma fleiri skrifstofum stjórnarráðsins fyrir í þessu mikla húsi. -ÁI óskað eftir viðræðum við bæjar- yfirvöld um kaup á eignum BÚH eins og kom fram í Þjóðviljanum í gær. Bæjarstjóri er þegar kominn í viðræður við Samherja h/f á Ak- ureyri sem ásamt eigendum Hag- virkis h/f hefur boðið í eignir BÚH. Fundur með fulltrúum Stálskipa verður ekki fyrr en eftir helgi, en bæjarstjóri lýsti því yfir á bæjarráðsfundi á fimmtudag að það myndi skýrast um helgina hvort af samningum við Sam- herja yrði. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er það hugmynd Stálskipa h/f að b/v Apríl verði breytt í frystiskip en b/v Maf og b/v Ymir togari Stálskipa, leggi upp afla hjá nýju hlutafélagi sem stofnað verði um rekstur BÚH. Þriðji aðilinn sem óskað hefur eftir viðræðum um kaup á eignum BÚH er Þorleifur Björnsson útgerðarmaður. Hann gerir út togarann Þorleif Jónsson sem ætlunin er að breyta í frysti- togara en Þorleifur hefur gert stóran samning við Heklu h/f um sölu á fiskafurðum til Japan. -4g- Laugardagur 8. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.