Þjóðviljinn - 08.06.1985, Síða 8
MENNING
Kennarar
Kennara vantar að grunnskólum Kópavogs.
Kennslugreinar: Samfélagsfræði og almenn kennsla.
Upplýsingar í síma 14863.
Skólafulltrúi.
Atvinna
Heimilishjálpin í Kópavogi óskar eftir starfsfólki nú
þegar. Möguleikar á hlutavinnu. Uppl. veitir forstöðu-
maður heimilishjálparinnar í síma 41570.
Félagsmálastofnun.
FÉLAGIÐ SVÖLURNAR
Félagið Svölurnar auglýsir lausa til umsóknar styrki til
framhaldsnáms erlendis í kennslu og/eða þjálfun fjöl-
fatlaðra barna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrir-
huguð námslok, skulu hafa borist félaginu fyrir 1. ág-
úst, 1985.
Svölurnar,
Pósthólf 627,
101 Reykjavík.
Frá Gagnfræðaskólanum
í Mosfellssveit
Kennara vantar að skólanum næsta skólaár.
Kennslugreinar: íslenska, erlend mál, stærðfræði,
raungreinar, samfélagsfræði, hannyrðir og smíðar.
Upplýsingar gefur Gylfi Pálsson, skólastjóri, sími
666186/666153.
ID
IANDSVIRKJUN
Vinnubúðir til sölu
Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi tilboð fást,
vinnubúðir við Búrfells- og Hrauneyjafossstöð.
Um er að ræða eftirtalin hús:
Við Búrfellsstöð:
12 hús, stærð 2,5 x 7,5 m
3 hús, stærð 2,5 x 5,1 m
1 hús, stærð 2,5 x 3,1 m
Við Hrauneyjafossstöð:
1 hús, stærð 415 m2
Dagana 11.-13. þ.m. munu starfsmenn Landsvirkjun-
ar sýna væntanlegum bjóðendum húsin, en aðeins frá
kl. 9-22.
Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkjun-
ar.
Tilboð þurfa að berast Landsvirkjun, innkaupadeild
Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, eigi síðar en 19
þ.m.
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi
Einar H. Guðmundsson
frá Flekkuvík
lést á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn þann 26. maí
1985.
Útför hans hefur farið fram.
Margrét Jónsdóttir
Þorsteinn B. Einarsson
Hrefna S. Einarsdóttir
Hansína B. Einarsdóttir
Bryndís Einarsdóttir
Guðrún A. Einarsdóttir
Guðmundur Einarsson
Einarin Einarsdóttir
Gunnar J. E. Einarsson
Pálmi Einarsson
Olga Soffía Einarsdóttir
og barnabörn.
Ættfrœði
Niðjatal
frá Króki
í Ölfusi
Komið er út Niðjatal Sigurðar
Þorbjörnssonar og Ingigerðar
Björnsdóttur frá Króki í Ölfusi
sem Magnús Þorbjörnsson prent-
ari hefur tekið saman.
Bókin er prentuð á vandaðan
pappír og vel frá gengin að öllu
leyti. Auk niðjatals er formáli,
ágrip af framættum og nafnaskrá.
Fjöldi mynda prýðir bókina.
Hjónin á Króki lifðu fram
undir miðja þessa öld og eignuð-
ust 9 börn sem upp komust. Eru
nú fjórir ættliðir frá þeim komnir
og niðjarnir eru 266 talsins þegar
bókin kom út.
Sumarhátíð
Dómkórsins
Á sunnudaginn, 9. júní,
mun Dómkórinn í Reykjavík
skemmta yngri sem eldri
borgurum Reykjavíkur. Hefst
skemmtunin kl. 14.00 í
Oddfellowhúsinu við Tjörnina
með sérstakri barnadagskrá
en kl. 16.00 verður dagskrá
fyrir fullorðna.
Skólahljómsveit Kópavogs
leikur undir stjórn Björns Guð-
jónssonar kl. 13.30-14.00 við
Tjörnina. Þá byrjar barna-
skemmtun í Oddfellowhúsinu og
skemmta þar Ragnhildur Gísla-
dóttir og Leifur Hauksson, með-
limir Dómkórsins sýna brúðu-
leikhús, Þorsteinn Gunnarsson
leikari segir sögu og nemendur úr
Dansskóla Sigurðar Hákonar-
sonar sýna dans. Einnig verður
brugðið á leik með börnunum og
að lokum verður leikfanga-
happdrætti.
Kl. 15.30 leikur Hornaflokkur
Kópavogs á Austurvelli undir
stjórn Björns Guðjónssonar, en
kl. 16.00 verður dagskrá fyrir
eldri kynslóðina í Oddfellowhús-
inu. Þar koma fram félagar úr
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,
einsöngvararnir Elín Sigurvins-
dóttir og Sigrún V. Gestsdóttir,
Skólakór Kársness undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur og Dóm-
kórinn. Fyrir börn verður þá ví-
deósýning í húsinu.
Aðgangseyrir á Sumarhátíðina
verður kr. 50.00, en Dómkórsfé-
lagar munu einnig selja kaffi,
kökur, gos og sælgæti í húsinu á
vægu verði.
Þjóðleikhúsið
Viðurkennlngar úr
Listdanssjóði
Þriðjudaginn 28. maí sl.
lauk vetrarstarfi Listdans-
skóla Þjóðleikhússins með ár-
legri nemendasýningu skól-
ans að viðstöddu fjölmenni.
í lok sýningarinnar voru
veittar viðurkenningar frá skól-
anum og úr Listdanssjóði Þjóð-
leikhússins. Listdansskólinn
veitti í fyrsta skipti viðurkenn-
ingu „fyrir góða ástundun og
framfarir í náminu“ og hlaut hana
Helena Jónsdóttir nemandi í 3.
flokki. Viðurkenningar úr List-
danssjóði Þjóðleikhússins hlutu
að þessu sinni Eva Hallbeck nem-
andi í skólanum, og hópur dans-
ara úr íslenska dansflokknum,
sem hyggst fara og sýna á Ung
Nordisk Kunstfestival, sem hald-
ið verður í Stokkhólmi nú í ágúst.
Hjónin Sigurður Þorbjömsson og Ingigerður Björnsdóttir ung að árum.
Tónlist
Ungir
söngvarar
í söngferð
Dagana 11.-16. júní ætla
ungir söngvarar, Sólrún
Bragadóttir og Bergþór Páls-
son, að halda tónleika í Borg-
arfirði og á Norðurlandi, með
píanóleik Jónasar Ingimund-
arsonar.
Bergþór
Fyrstu tónleikarnir verða í
Logalandi í Reykholtsdal þriðju-
dagskvöldið 11. júní kl. 9, síðan
þann 12. júní kl. 9 í Miðgarði í
Skagafirði, þann 13. júní kl. 9 í
Húsavíkurkirkju, þann 14. júní
kl. 9 í Skúlagarði í Kelduhverfi,
þann 15. júní kl. 4 í Skjólbrekku í
Sólrún
Mývatnssveit og þann 16. júní kl.
4 í sal Menntaskólans á Akureyri.
Á söngskránni verða íslensk og
erlend einsöngs- og tvísöngslög.
Þau Sólrún og Bergþór hafa
stundað söngnám og tónlistar-
nám í tónlistardeild háskólans í
Bloomington í Indiana í þrjú ár.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN! Laugardagur 8. júní 1985