Þjóðviljinn - 08.06.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 08.06.1985, Síða 9
GEK5ÍP" FERÐATÖSKUR SKJALATÖSKUR SNYRTITÖSKUR Þórður frá Dagverðará við nokkrar af myndum sínum. Akureyri Málverkasýning Þórðar frá Dagverðará HMGSTMV-f VERD! Viðskiptavinir Heklu! Við bendum á hagstætt verð á Bremsuklossum. Komið og gerið góð kaup. Bremsuklossar í: Verð kr.: Golf ...................... 350 Jetta ..................... 350 Passat .................... 360 Colt ...................... 360 Lancer..................... 350 Galant .................. 355 Pajero .......<........... 550 RangeRoverfr............... 610 Range Rover aft.............490 VIÐURKENND VARA fpl MEÐ ÁBYRGÐ 1 ^ ' SAMA VERÐ UM LAND ALLT! RAIMGE ROVER fulHEKLA J“*Jj Laugavegi 170 -172 Sír HF Sími 21240 Þórður Halldórsson frá Dagverðará opnar n.k. sunnudag málverkasýningu í golfskálanum að Jaðri á Akur- eyri. Þetta er 11. einkasýning Þórð- ar hér á landi. Myndimar sem Þórður sýnir að Jaðri eru um 30 talsins og em allt olíumálverk. Þau em flest máluð á Snæfellsnesi og endur- spegla kraftinn undir Jökli sem hvergi er til annarsstaðar að sögn Þórðar. Þórður er sjálfmenntaður mál- ari og hefur fylgt ráðleggingu prófessors við sænskan listaskóla sem sagði honum „að gefa djöful- inn í alla lærða og leikna og mála beint frá hjartanu“. Sýning Þórðar að Jaðri hefst sem fyrr sagði n.k. sunnudag og stendur hún til fimmtudags- kvölds. Hún er opin á sunnudag kl. 14-20 og virka daga kl. 16-22. Ljóöskáldið sjálft er aðalsöluaðili. Hér situr Finnur í Austurstræti við sölu á bók sinni. Ljósm. Valdís. Ljóðabók Slœgðir straum- fiskar nœtur Þann 30. maí kom út Ijóða- bókin „Slægðir straumfiskar nætur“ eftir Finn Magnús Gunnlaugsson (27). í bókinni eru 35 Ijóða og kveðskapar- titlar á verkum sem samin eru átímabilinu 1976-85. Bókinni er skipt niður í þrjá mislanga kafla sem bera heitin „Leikur í Ijóðurn1', „Saklaus andvörp" og „Bullubögur“ en að öðru leyti hefst bókin á verki sem kallað er „Forlýsing“ og lýkur henni síðan á samsvarandi hátt á „Eftirlýsingu". Þetta er fyrsta ljóðabók höf- undar sem gefur út á eigin kostn- að og er jafnframt aðalsöluaðili. Þó er stefnt að því að hægt verði að fá bókina í stærstu bókaversl- ununum. Við útgáfu bókarinnar hefur verið vandað til uppsetn- ingar ljóðanna og annars útlits. Bókin er tölvusett í Prentstofu G. Benediktssonar en önnur vinnsla fór fram í Mo í Rana í Noregi þar sem höfundurinn býr nú um stundarsakir. í lok umsagnar um höfund á baksíðu bókarinnar segir: „Finnur hefur hlammað sér á skáldabekkinn“. Bókarverð í sölu frá höfundi er kr. 350,- og mun hann reyna að halda því svo, haldist verð á helstu nauðsynjavörum á íslandi innan núverandi marka. Bókin er 60 síður, pappírskilja í A-5 broti. Ný snœlda Vor Þorlákur Nú er komin kassetta (tónsnælda) þar sem Barna- kór Þorlákshafnar flytur fjöl- breytta tónlist með aðstoð ýmissa valinkunnra manna. Kassettan ber nafnið; Vor Þorlákur og geymir hún 20 lög. Tónlistin spannar hið breiða svið frá 15. aldar endurreisnartónlist til nútíma dægurflugu. Þar á milli nægir að nefna tónlist eftir Bach, þjóðlög frá ísrael og Albaníu svo og lög eftir vor eigin ágætu tón- skáld: Jón Ásgeirsson og Atla Heimi. Undirleikarar kórsins voru Jónas Ingimundarson píanó- leikari. Glúmur Gylfason organ- isti Selfosskirkju, Gísli Helgason er lék á flautu af sinni kunnu ein- lægni, þá léku einnig með kóm- um stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson, Jóhannes Helgason og Helgi E. Kristjánsson. Helgi sá einnig um upptökurnar ef undan er skilin hljóðritunin úr Lang- holtskirkju sem gerð var af Ríkis- útvarpinu undir handleiðslu Bjarna Rúnars Bjarnasonar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.