Þjóðviljinn - 08.06.1985, Síða 12

Þjóðviljinn - 08.06.1985, Síða 12
DÆGURMAL Ástarjátning Nýtt, breytt og gamatt Ástarjátning Gísla Helga- sonar lætur Ijúflega í eyrum eins og viö var að búast. Hins vegar kom undirrituðum að- dáanda hans á óvart hversu heilsteypt hún er því að lögin eru af ýmsum eldri plötum Gísla nema hvað sum þeirra eru lítillega breytt, en 6 (af 15) hafa ekki heyrst áður hér. Gísli Helgason hefur mjög svo sérstakan stfl sem lagahöfundur og flautuleikari er hann snjall. Til dæmis þar um má taka Búálfa- sprell hans, eitt nýju laganna á Ástarjátningu, þar sem Gísli fer á kostum á flautunni viö öruggan gítarundirleik Helga Eiríks Krist- jánssonar fjölmúsíkants. Þeim nafnbræðrum Bakkabræðra læt- ur einkar vel að vinna saman, eins og enn frekar má heyra á plötu bræðranna Gísla og Arn- þórs Heigasona í bróðerni, þar sem Helgi sýnir getu sína sem út- setjari og allskyns hljóðfæraleik- ari. Af bróðernisplötunni eru reyndar 3 lög á Astarjátningu: Kvöldsiglingin góða, Vest- mannaeyjarnar frægu (eftir Arn- þór sem sungnar hafa verið bæði í Færeyjum og Kína) í endurbættri útgáfu og Ástarjátning í „sæn- skri“ útgáfu síðan 1981. Gísli er, eins og a.m.k. vísna- vinir og kráagestir vita, í hljóm- sveitinni HÁLFT í HVORU og af plötum þeirra eru á Ástarjátn- ingu;' timburmannalagið „The day after the night before“; Sitt- hvað er bogið eftir Aðalstein Ás- berg sem auk þess á hrós skilið fyrir sómasamlegan texta um Stúlkuna sem bíður unnusta síns (upphaflega á plötu Vísnavina) eins og Lennon, sem líka prýðir Ástarjátningu); og loks lag Vict- ors Jara Plógurinn, sem Gísli syngur sjálfur einkar viðkunnan- iega, þótt enginn stórsöngvari sé hann. Og í framhaldi af söngn- um... hann er kannski það eina aðfinnsluverða við Ástarjátn- ingu: Ólafur Þórarinsson er reyndar góður söngvari - má kannski segja að hann sé einum of stífur og skilmerkilegur í Haustsiglingu, en röddina hefur hann á hreinu; áður er nefndur viðfelldin meðferð Gísla á Plógnum, en ekki er hægt að hrópa húrra fyrir söngnum í Peyjaminningu, Ungri stúlku sem bíður unnusta síns eða Vor- inu okkar, sem er reyndar skárst. Nýju lögin á plötunni eru Vor- ið okkar. Búálfasprell, Áfram- hald, Peyjaminning, Uppgjör og Jámtlenskur brúðarmars. Óll eru þau marki Gísla brennd, kannski frekar kysst - vekja hjá manni tilfinningu um eins konar blíðan andvara, jafnframt hressandi, fá mann til að hugsa um Vest- mannaeyjar og hressandi sjávar- loft enda þótt heitara blási af lögum Gísla en hafinu. Og þótt stundum megi greina áhrif Oddgeirs Kristjánssonar helsta þjóðhátíðarlagahöfunds þeirra Vestmannaeyinga, þegar Gísli verður hvað „þjóðlegastur" og gefur sig minningum á vald, þá er Gísli Helgason mjög sérstakur á íslenska hljómlistarsviðinu. Það er kannski þess vegna sem manni finnst óþarfi að hann skuli spila næsta óbreytt lag Stevies Wonder I just called to say I love you - ég hefði frekar viljað hafa það Gíslalegra á þessari plótu til til- breytingar frá upprunalegu út- gáfunni. Annars er skýringu að finna í albúminu fyrir veru lagsins á Ástarjátningu, það er spilað fyrir Herdísi (reyndar af henni á bassa og hljóðgervil, ásamt öðr- um) þannig að afinnsiur mínar falla auðvitað eins og hjóm gagnvart þessari staðreynd. Og er þá kominn tími til að slá botn- inn í skrifin og óska Gísla til lukku með báðar hliðar plötunn- ar, H og G. A P.S.! Ástarjátning er gefin út til styrktar útgáfu á bókum á blindraletri og rennur allur ágóði af sölu hennar til þess verkefnis. Allir sem við sögu hennar komu gáfu sína vinnu. Gísli Helgason, teikning eftir Þórhildi Jónsdóttur á umslagi Ástarjátningar. Upplýsingar, bæði á íslensku og ensku á albúmi og textablaði eru greinargóðar og til fyrirmyndar. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. júní 1985 Harkan sex Mértil mikillar samgleöi meö Drýsli sá ég aö platan Wel- come to the show er í þriðja sæti yfir söluhæstu plötur landsins samkvæmt „einu dagblaöanna", eins og venj- an er að segja til að vera ekki að auglýsa „óvinina" upp (í þessu tilviki skal upplýst að fyrsti stafurinn á þessu „einu dagblaðanna" er DV). Drýsill á heiður skilinn fyrir atorku- semi í hljómleika- og væntan- lega dansleikjahaldi til að hrista drungann af diskó- ákveðnum æskulýð og von- andi að þeir fái uppskeru erf- iðisins. Drýsill hefur stimpilinn þunga- rokk að draga og það er svo sem allt í lagi nema hvað hann gæti fælt frá þá sem ekki telja sig til söfnuðar þungarokkara. En, góðir hálsar, látið ekki slíkan dilkadrátt hindra ykkur frá sam- neyti við Drýsil, því að hér er ein- faidlega kraftmikið rokk á ferð- inni, vel flutt enda enginn viðvan- ingsbragur á ferðinni þótt fyrsta plata sveitarinnar sé. Drýsill er flokksnafn þeirra Eiríks Hauks- sonar söngvara, Sigurðar Reynis- sonar trommara, Jóns Ólafs- sonar, þess óbugandi bassa- *'t Rokkverkamennirnir Drýsill: Sigurgeir, Eiríkur, Jón, Einar, Sigurður. leikara, sem er búinn að vinna í rokkinu meira en 15 ár, og gítar- leikaranna Einars Jónssonar og Sigurgeirs Sigmundssonar sem einnig leikur á hljómborð (Sig- urgeir gekk í hljómsveitina eftir að platan var tilbúin), en allir þessir menn hafa verið viðloð- andi sveitir eins og Start, Pelican og Þrumuvagninn. Á frumplöturaun Drýsils eru 8 frumsamin lög, flest eftir Eirík, og er skemmst frá því að segja að þau gefa ekki eftir því sem ég hef heyrt á nýlegum enskum rokk- plötum í þessum stfl. Sérstaklega er Left Right grípandi og norska melódían sem Eiríkur samdi tex- ta við og nefnist Little Star, eða Rólega lagið. Eins og áður sagði eru hljóð- færaleikarar mjög öruggir á Welcome to the show og Eiríkur ljómandi söngvari - að vísu ekk- ert sérstakt á heimsmælikvarða að gerast hjá þeim, en ég held að Drýsill sé yfir meðallag samt á þeim markaði. Og hver veit hver útkoman yrði ef sérfræðingar hefðu fengist í tæknivinnuna? Sem sagt, mesta sómaplata, en þó ekki svo á alheimskvarða að ekki hefði mátt syngja á íslensku. Annars eru enskir textar Eiríks ekki vondir, en mín skoðun er sú að íslenskir textar leiddu frekar til vinsælda plötunnar og lang- lífis. Þar að auki ætti íslenskan að falla vel að svona kröftugu rokki, eins hörð og hún er. Það held ég að Bubba hafi gengið vel að rífa kjaft við undirleik Utangarðs- manna og afnumið þar með það hallærisorð sem loddi við sam- runa íslenskra texta og rokks. Hins vegar er Drýsill gott nafn og fær prik fyrir það og dug og dáð. A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.