Þjóðviljinn - 08.06.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 08.06.1985, Side 15
Ástralskar groöurmottur á markaðnum Enviromat er áströlsk uppfind- ing og framleitt þar i landi. En- viromat er motta úr viðarull sem er haldið saman með gegnofnu neti ur polypropylen. Viðarullin er framleidd úr furu eða greni. Mottan er 1200 mm breið og 40- 70 m löng. Hún kemur frá verk- smiðjunni uppvafin í plastpoka. Hver poki vegur um 20 kg. Enviromat er ætlað að veita grasfræi ákjósanleg skilyrði til vaxtar, þ.e. veita skjól og hindra uppgufun frá jarðvegi. Að ein- hverjum gefnum tíma liðnum hverfur Enviromat gróðramottan gersamlega. Þetta er því tæknileg lausn til að rækta upp land, gjarnan við annars erfið skilyrði, þar sem eitthvað er í húfi og aðrar leiðir til ræktunar eru ekki til staðar, dýrari eða óhentugri. Kostir Enviromat eru m.a. eftirfarandi: 1. Það væri fáanlegt allt árið og alls staðar. 2. Það er auðvelt í lagningu vegna þess hve létt það er. 3. Unnt er að velja grasfræ. 4. Enviromat er við gefin skilyrði hagkvæm lausn. Enviromat gróðrarmotturnar ættu að henta við eftirtaldar að- stæður m.a. 1. í brekkum: Við vegarstæði, brúarsporða, rofaborð, farvegi. 2. A ógrónum sand eða vikur- flákum. Enviromat bindur saman stóra fleti, þar til ræktun hefur tekið við. 3. Hitaveitustokkum. - Einviro- mat minnkar uppgufun. 4. Hálendi. Enviromat er léttara og aðgengilegra en torf og fæst fyrr á árinu. Það gæti hentað til ræktunar á stíflugörðum og spennustöðvum við sæluhús og annars staðar, þar sem ástæða er til að hefta fok og vernda mannvirki. 5. Á lóðum. Enviromat yrði fáan- legt snemma að vori og væri ódýr- ara en torf. Það er einnig kostur að geta valið grasfræ og útiloka mosa. Enviromat er dýrara en áburð- ur og grasfræ en ódýrara en torf og er auk þess hentugra en torf til margra nota. Markaður fyrir þessa vöru ætti því að geta verið umtalsverður. Við lagningu Enviromat, þarf fyrst að jafna jarðveg undir, dreifa áburð og sá grasfræi. En- viromatmottunni er síðan rúllað yfir staðinn og fest með hælum. Hver motta nær um 10 sm inn í næstu við hliðina. Hráefni í Enviroment gæti ver- ið innlent' (rekaviður) eða inn- flutt, en markaður þess yrði um allt land. Stofnkostnaður við verksmiðju er hóflegur og nokk- uð góðar líkur á á arðbærri fram- leiðslu. HAGSTJETW VERB! Tökum á... tækin vantar! FJÁRÖFLUN 7. OG 8. JÚNÍ til tækjakaupa fyrir væntanlega hjartaskurðdeild Landspítalans Viðskiptavinir Heklu! Við bendum á hagstætt verð á dempurum. Kemið og gerið góð kaup. Demparar í: Verð kr.: Golffr. ................... 1.390 Jetta fr. .................. 1.390 Pajero fr. ................ 1.250 Coltfr. ................... 1.550 Galant fr. ................ 1.550 * Galantaft. .................. 990 RangeRover................. 1.220 VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ SAMA VERÐ UM LANDALLT! LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKUNGA RAIMGE ROVER 0HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Ronja ræningjadóttir Elsku Míó minn 395.- \<r. 298 Teiknimynda sagan um Línu langsokk kr. 298. Bróðir minn Ljónshjarta kr. 298- Nýjasta bókin um Karl Blomkvist 422.- Gefum þam góðar bœkur Bœkur Astrid Lindqren ÞEKKIR ÞÚ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.