Þjóðviljinn - 29.06.1985, Síða 5
INN
SÝN
Nýjustu uppákomur á veg-
um Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík sýna umfram annað
tvennt; annars vegar hversu
ólýðræðisleg vinnubrögð for-
ystumönnum flokksins eru
töm og hins vegar motsagna-
kennd.
Það er máske einkennandi
fyrir marga stjórnmálamenn í
landinu að reka mótsagnakennda
pólitík. Þannig velta margir því
fyrir sér hvernig stendur á því að
Jón Baldvin hefur farið í hring-
ferð um landið til að sýna lands-
mönnum fram á hversu dýrkeypt
hvert það augnablik er fyrir þjóð-
ina, að hafa núverandi ríkisstjórn
við völd. Undir þetta tekur fjöld-
inn að sjálfsögðu. Hins vegar er
hann ekki fyrr kominn úr hring-
ferðinni og búinn að undirstrika
boðskapinn í Laugardalshöllinni
um að ríkisstjórnin verði að fara
frá, þegar hann tekur að vinna að
staðfestingu kjararáns þessarar
ríkisstjórnar og framlengja líf
hennar um mörg misseri með
flokksbræðrum sínum í verk-
lýðshreyfingunni. Stjórnarand-
staða Alþýðuflokksins er
óneitanlega ekki jafn trúverðug
eftir sem stundum áður.
Reyndar á hið sama við um álit
Jóns Baldvins og annarra góðra
manna á megin meinsemd ríkis-
stjórnarinnar, sumsé fordæming-
una á kjaraskerðingunni. Kjara-
skerðingin fólst og felst fyrst og
fremst í afnámi verðbóta á laun.
Engu að síður var einmitt sá
gjörningur framkvæmdur með
sérstakri velþóknun Alþýðu-
flokksformannsins, sem kvaðst í
umræðum á alþingi í fyrra ævin-
lega hafa verið fylgjandi afnámi
vísitölukerfisins.
í þessu sambandi er önnur
merkileg mótsögn, nefnilega sú,
að Jón Baldvin hefur aldrei legið
á þeirri skoðun sinni, að Alþýð-
uflokkurinn ætti að mynda næstu
ríkisstjórn með Sjálfstæðis-
flokknum, - þeim flokki sem
ræður lögum og lofum í núver-
andi ríkisstjórn. Niðurstaðan:
það er ekkert að marka stjórnar-
andstöðu Alþýðuflokksins.
íslandsmetið
íslandsmetið í mótsögnum á þó
áreiðanlega Sjálfstæðisflokkur-
inn sjálfur og forystumenn hans.
Undanfarin ár og áratugi hefur
flokkurinn rekið af mikilli hörku
þá stefnu, að allir ættu að eiga
kost á því að eignast húsnæði.
Fyrir síðustu kosningar létu
þeir mikinn í þessu sambandi og
kváðust ætla að hækka húsnæð-
islán uppí 80% af verði staðalí-
búðar. Einsog kunnugt er urðu
efndirnar þær að það hefur aldrei
tekið lengri tíma að vinna fyrir
íbúðarverði en einmitt nú, -
auðvitað er verðið fyrir vinnuafl
fólks eini raunhæfi mælikvarðinn
á greislugetu og -byrði. Til dæmis
hafa húsnæðislán til kaupa á eldri
íbúðum, sem þeir segjast þó endi-
lega vilja auka, ekki hækkað um
krónu síðan á árinu 1983. Þor-
steinn Pálsson og þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins sögðust í vet-
ur ætla að hækka þessi lán uppí
svipað og væri á nýbyggingarlán-
um, en það bólar ekkert á efnd-
um. Reyndar hefur húsnæðis-
málaráðherra Framsóknar-
flokksins slegið Sjálfstæðis-
flokknum við í slíkum yfirlýsing-
um.
Aðal ástæða húsnæðisvandans
í landinu nú, er að sjálfsögðu sú,
að kaupið hefur hvergi nærri
haldið í við íbúðaverð og lán á
stjórnartímabilinu. Ríkisstjórn-
arflokkarnir bera pólitíska
ábyrgð á láglaunastefnunni. Nið-
urstaðan: það er ekkert að marka
stefnu þeirra í húsnæðismálum.
Tengslin rofin
Þegar Ragnhildur Helgadóttir,
beittasti jaxlinn úr ættarveldi
Sjálfstæðisflokksins, tók við
embætti menntamálaráðherra,
hafði hún eitt lykilorð fyrir
„breytta“ stefnu í menntamálum:
Tengsl.
Á seinni tímum hefur orðið fé-
lagsfræðilegan blæ Qg Morgun-
blaðið lét í leiðurum einsog ráðu-
neytisskrifstofur menntamála-
ráðuneytisins væru fluttar niður á
ritstjórnarkontór Moggans í Að-
alstræti. Himnaríkissæla. Það átti
nefnilega að „auka tengsl skóla og
atvinnulífs“ og það átti að „auka
tengsl hcimila og skóla“.
Nú er það svo, að það sem áður
var forréttindahópur, en nú er
orðið fjölmenn upplýst millistétt,
þarámeðal kennarar og annað
fólk sem hefur atvinnu af því að
sinna samfélagslegum skyldum
fyrir bæ og ríki hefur búið við
hraksmánarleg kjör undanfarin
ár. Nú virðist ekki skipta miklu,
þó millistéttin eigi fyrirsjáanlega
eftir að verða langfjölmennasta
stéttin í landinu, því óprúttið
ríkisvald og hugmyndafræði ríka
fólksins sem notið hefur hylli
valdhafanna að undanförnu hef-
ur stillt þessum hópum upp við
vegg.
Engu að síður eru tilraunir ein-
mitt þessa hóps til að verja sig
nánast eina lífsmarkið í stéttar-
baráttu undanfarin misseri, - og
þá er ég að vísa til BSRB-verk-
fallsins í haust og aðgerða Hins
íslenska kennarafélags sl. vetur.
„Grín“ Ragnhildar
Einkabarnaskólahugmyndin í
því formi og með þeim aðdrag-
anda sem lesendum Þjóðviljans
er kunnug, fékk að sjálfsögðu byr
undir báða, þegar kennararnir
reyndu að verja sig sl. haust. Þeg-
ar aðstoðarráðherrar og aðrir
skólamálafrömuðir Sjálfstæðis-
flokksins gátu ekki stillt sig í vet-
ur um að lýsa yfir nauðsyn „bón-
uskennslu“, - þá sagði Ragnhild-
ur ráðherra að þetta væri bara
grín.
Fyrir ráðherranum var frjáls-
hyggjan í skólakerfinu samt sem
áður ekki meira grín en það, að
hún tók þátt í ráðstefnu á vegum
Sjálfstæðisflokksins, þarsem allir
helstu hugmyndafræðingar frjáls-
hyggjunnar í skólakerfinu lögðu
saman í púkk.
Þar kom fram aftur og einu
sinni, að vel færi á því að fyrirtæki
sæju um rekstur skóla, t.d. fram-
haldsskóla. Og þannig mætti
segja að merkingin í því stefnu-
miði Ragnhildar ráðherra, að
„auka tengsl skóla og atvinnulífs"
gæti í rauninni orðið sú að selja
fyrirtækjum skólana.
Hitt atriðið um að „auka tengsl
heimila og skóla“ er enn grátbros-
legra. Kennarar í grunnskólun-
um í Reykjavík hafa sagt þeim
sem þetta ritar, að ástandið hafi
versnað verulega í tíð núverandi
ríkisstjórnar. í rauninni hafi þessi
tengsl rofnað.
Skólafólk í grunnskólunum
verður vart við, að reiðuleysi á
börnum er meira en áður, sagt er
frá vaxandi ofbeldi, grimmd, sem
áður var nánast óþekkt fyrirbæri
hér á landi meðal barna. Krakk-
arnir beri það greinilega með sér
að vera tilfinningalega vanrækt á
heimilunum. Svokölluðum „lykl-
abörnum“ fari fjölgandi og annað
óhugnanlegt á sömu bók. Rætur
þessa alls séu hinar sömu; for-
eldrar barnanna þurfa að leggja æ
meira á sig við sölu vinnuaflsins
utan heimilanna. Fjárhagsá-
hyggjur fólks hafa vaxið, streita
aukist á heimilunum, - og þarf þá
ekki að fjölyrða um afleiðingarn-
ar fyrir börnin.
Þessar afleiðingar allar er erfitt
að rökstyðja með tölfræðilegum
upplýsingum, - en hitt er á
hreinu: kaupið hefur lækkað hjá
foreldrum skólabarna almennt.
Hverjar eru svo afleiðingar
hinna bágu kjara og launa kenn-
ara? Kennarar þurfa einsog aðrir
launamenn að leggja meira á sig,
með aukavinnu, yfirvinnu og svo
framvegis. Þeir eru sjálfir fórnar-
lömb streitu, sem hugsanlega
bitnar á skólabörnunum.
Niðurstaðan er á eina lund. í
stað þess að „auka tengsl heimila
og skóla“ hefur Ragnhildur og
ráðuneyti hennar staðið fyrir því
að þrengja kost og kjör bæði
heimila og skóla, rofið og höggv-
ið á tengsl heimila og skóla.
Einkabarnaskolinn
Sams konar mótsagnar gætir
hjá Davíð Oddssyni og Ragnhildi
Helgadóttur í einkabarna-
skólamálinu sem upp kom í vik-
unni. Þau eru sífellt að tala um að
lækka skatta og draga úr kostnaði
við samneyslu. Hins vegar spyrja
þau enga stofnun, nefnd eða ráð,
hvorki á vegum borgar né ríkis,
þegar þau ákveða að veita gífur-
legu fjármagni í einkabarna-
skólann. Þetta fjármagn er fengið
með skattlagningu á almúga
manns. Síðan geta þeir sem
fjármagnið eiga til að greiða rúm-
Iega þrjú þúsund á mánuði sent
börnin sín í skólann. Með öðrum
orðum er hinn almenni launa-
maður látinn greiða niður kostn-
að af skólahaldi fyrir börn ríka
fólksins. Frelsi launamannsins al-
menna er að borga af lágu
laununum sínum, en frelsi ríka
mannsins er að láta börnin sín
njóta samfellds skóladags, - og
hugsanlega betri umönnunar.
Siðferðið er þannig í þágu ríka
fólksins, eins og allt annað.
Þau hafa hins vegar minna látiö
frá sér fara, þau Davíð og Ragn-
hildur um að hækka kaupið hjá
kennurunum, auka fjárveitingar
til skólabygginga og kennslu-
tækja þannig að allir gætu fengið
notið sömu aðstöðu.
Auk þess telja þau sig þess um-
komin að taka fjármagn frá mér
og þér til að hlúa að ákveðnum
sérréttindahópi án þess að spyrja
einn né neinn. Lýðræðisskilning-
ur þessa fólks er í rauninni stór
merkilegur. Niðurstaðan: sið-
blinda og mótsagnir.
Einkafrelsið
í rauninni hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn notað tækifærið í
valdastólum undanfarin misseri
til að sýna almenningi fram á
hvað hið margþvælda hugtak
„frelsi“ þýðir að þeirra mati.
Flokkurinn talaði jafnan og talar
um „frjálst“ útvarp. Til að koma
samkeppnishæfri útvarpsstöð á
laggirnar þarf margar miljónir
króna, sem líkindi eru til að ein-
ungis stórfyrirtæki og/eða efnaðir
einstaklingar geti staðið að. Til
að halda stöð gangandi þarf nátt-
úrlega auglýsingamarkað o.s.frv.
Það er því Ííklegt að „frjálst” út-
varp verði einungis frjálst fyrir
ríka fólkið. Frelsið er einsog fyrri
daginn einkamál ríka fólksins.
Oll þessi dæmi sem hér hafa
verið nefnd af pólitík þeirra
Sjálfstæðismanna sýna fram á
mótsagnir og hvernig tengsl
stjórnvalda ríka fólksins hafa
rofnað við veruleika venjulegs
fólks.
Óskar Guðmundsson.
Laugardagur 29. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5