Þjóðviljinn - 29.06.1985, Page 7
Þau eru skáldleg nöfnin á
myndum Elíasar B. Halldórs-
sonar listmálara á Sauöár-
króki: Bláklukkan kallar,
Prófíll skógarmanns og Sól-
bræddir vængir. Þrjú ár eru
liðin síðan hann hélt sýningu í
Reykjavík, en nú hefur hann
lagt undir sig vestursal Kjar-
valsstaða.
Heildarsvipurinn er annar en
áður. Það sem fyrst vekur athygli
er óvenjuleg stærð einnar olíu-
myndarinnar. Hún er 9 metrar á
lengd en tveir á hæð. Ætli stærri
mynd hafi nokkurn tíma verið
máluð á íslandi? Og fleiri myndir
en þessi eru stórar á landsvísu.
Hver er skýringin á þessu,
Elías?
Það er þeim Kára Jónssyni for-
manni stjórnar Safnahússins á
Sauðárkróki og Hjalta Pálssyni
bókaverði að þakka að þessi
mynd var máluð. Þeir sáu til þess
fyrir tveimur árum að ég fékk
vinnuaðstöðu í einum sal hússins.
Ég vona að þessi greiði félaga
minna verði ekki metinn þeim til
frádráttar þegar þeir kveðja dyra
við Gullna hliðið. - Ég fékk hálf-
gert víðáttubrjálæði þegar ég
komst í þetta mikla og bjarta
rými. Svo er vítt milli fjalla í
Skagafirði og kannski engin
furða þó að maður vilji gera hlut-
ina stóra. Það er sagt að landslag
skapi menn. Ég var fyrir löngu
farinn að tala um að gera stóra
mynd, og búinn að sjá margar
Blóðnætur. Einhver sá í henni
Örlygsstaðabardaga. Aðrir sáu
brýr frá þeim árum þegar Elías
vann við brúarsmíði austur á
Fjörðum. - Bráðar eru blóðnæt-
ur, segir máltækið.
En hvað um þennan breytta
svip mynda þinna að öðru leyti?
Það besta sem fyrir mig hefur
komið var þegar fjandinn hljóp í
hjartað á mér fyrir hálfu öðru ári.
Ég sá heiminn í nýju ljósi á eftir.
Þetta var einhvers konar andleg
hundahreinsun; ég gerðist djarf-
ari, þorði meira. Synir mínir eru
líka á kafi í list (Gyrðir skáld og
Sigurlaugur listmálari og skáld)
og þeir hafa haft áhrif á viðhorf
mín til myndlistarinnar.
Ertu með indíánalist í huga?
Það er rétt að litavalið gæti
minnt á indíána. Kannski hefur
eitthvað eldgamalt vaknað í mér
sem ég las um indíána þegar ég
var drengur. Ég finn til skyldleika
við þennan þjóðflokk, enda af
Reykj ahlíðarættinni.
Og hvers vegna fer drengur í
Borgarfirði eystra að huga að
málaralist?
Ég var eitt sinn smástrákur að
hreinsa fjárhúspalla fyrir pabba,
en þann starfa hataði ég meira en
allt annað. Þá mótaði ég með mér
þann draum að verða málari. Ég
týndi draumnum. En ég fór
seinna að mála. Ég átti að verða
bóndi, því að Ármann bróðir
minn (fræðimaður á Egilsstöð-
um) var ónothæfur til þess og
pabbi orðinn lúinn. En ég
reyndist ónothæfur líka. Þá var
Ég komst í hálfgert víðáttubrjálæði þegar ég komst í þetta mikla og bjarta rými.
Bláklukkan kallar
Elías B. Halldórsson á Sauðárkróki hefur lagt undir sig vestursal
Kjarvalsstaða og segir hér frá myndum sínum og lífshlaupi í
líflegu viötali
Ég var eitt sinn smástrákur að hreinsa fjárhúspalla fyrir pabba, en þann starfa
hataði ég meira en allt annað. Þá mótaði ég með mór þann draum að verða
málari.
myndir á léreftinu, en ekki þessa.
En það má samt segja um hana að
hún byggist á ævistarfinu.
Menn þykjast sjá hitt og þetta
út úr hinni stóru mynd Elíasar.
Sumir nota á hana nafnið Stór
mynd í litum, en hún heitir
reyndar því grimmilega nafni
það pabbi sem ráðlagði mér að
læra að mála. Ég hef aldrei getað
skilið það. En úr því að þú nefnir
Borgarfjörðinn og listina verð ég
að nefna einn mann í því sam-
bandi. Það er Jói frá Geitavík. Ég
helga honum eina myndina hér,
Sólbrædda vængi. Jói og pabbi
lágu ungir á garðvegg; Jói var
þremur árum eldri og hann mál-
aði frönsku skúturnar með
börkuðum seglum og gaf pabba.
Þessar myndir eru allar týndar.
Jói frá Geitavík varð seinna
þekktur undir nafninu Jóhannes
Kjarval. f Handíða- og mynd-
listaskólanum lenti ég hjá Sigurði
Sigurðssyni. Það skipti sköpum.
Ég brautskráðist 1958 og var eftir
það um tíma í Suttgart og Kaup-
mannahöfn.
Hver er skýringin á því að þú
yfirgafst menningarmiðstöðvar
og fluttist til Sauðárkróks?
Krókurinn hafði mótast í vit-
und minni löngu áður en ég flutt-
ist þangað - fyrir áhrif Sigurðar
Sigurðssonar listmálara, en hann
er afburða sögumaður. Ég fann
reyndar aldrei Krókinn sem Sig-
urður lýsti og er þó búinn að vera
þar í 20 ár. - En það getur verið
gott að þreifa fyrir sér í ró og
næði. Maður veit af umheiminum
þó að maður sé norður við íshaf.
Þessi þögn yfir landinu getur
hjálpað til við sköpunina - og
baráttuna við sjálfan sig. En
kannski er ókosturinn við að búa
á svona stað að þar verður ákveð-
in vöntun á „andlegri sambúð“.
Þar eru t.d. fáir til að telja þér trú
um að þú sért listamaður.
Geturðu lýst tilfinningunni að
koma suður til að sýna?
Það er eins og að ganga með
folaldi, svo ég vitni til gamals vin-
ar frá Borgarfirði eystra, sem var
farinn að fitna. Maður verður að
kasta á ákveðnum degi. Mig
dreymdi eitt sinn við Selfljótsbrú
að ég væri óléttur; átti að fæða
eftir ákveðinn tíma, en vissi ekki
hvernig ég ætti að fara að því. Þó
að sýning hafi verið undirbúin
árum saman er maður aldrei til-
búinn. Það fylgir þessu eftir-
vænting.
Fylgir því mikil einsemd að lifa
í listinni einvörðungu?
Þeim sem getur gefið sig
óskiptur að listinni er engin vor-
kunn. En auðvitað mætti stund-
um líkja þessu við 100 ára ein-
semd. Einsemdin kemur víða
við; hún var líka hjá Gunnlaugi
vitaverði á Glettinganesi. Það
sóttu draugar að honum á nótt-
unni þegar brimið svarraði við
Glettinginn. Hann skaut á
draugana, og súðin var öll í göt-
um. - Engillinn í Sólbræddum
vængjum hefur líka orðið fyrir
skotum: Svörtu blettirnir í vængj-
um hans eru merki um skothríð
utan úr geimnum. Það sást til
Gunnlaugs vitavarðar á skyrt-
unni einni og í klofstígvélum sem
voru sitt af hvoru tagi: annað
svart og hitt hvítt, og bæði sjórek-
in. Þessar andstæður hafa stund-
um orðið mér umhugsunar-
efni....
Það skiptist á svart og hvítt í lífi
listarinnar. Jafnvel Kjarvalsstað-
ir, musteri myndlistarinnar, eru
ekki óhultir. Þangað voru fluttir
fóðurkögglar og kýr á dögunum,
jafnvel þó að fjöldi listamanna
biði eftir sölunum undir verk sín.
En andstæðurnar eru kannski
örvandi: í frystihúsinu á Bakka-
gerði hangir mynd sem var máluð
á fiskikassa fyrir meira en 35
árum. Hún heitir Vor í Alpafjöll-
um og höfundur var ungur maður
frá Snotrunesi sem enn hafði ekki
séð annað en austfirsk fjöll: Elías
B. Halldórsson. Hann sækir enn
kraft austur til Borgarfjarðar, þar
sem vatnið getur verið „belju-
tært“ og andskotinn „nellikku-
fjólublár“. „Þar sem landið er
litskrúðugt talar fólkið í litum,“
segir Elías að lokum. „Orðfærið
er fáránlega skemmtilegt fyrir
austan. Þar er t.d. talað um „hel-
vítisdrullublíðu". Og margir
halda flámælskunni viljandi við.
Líka það gefur málinu lit, vídd.
(Baldur Hafstað og
Sölvi Sveinsson
tóku viðtalið)
Laugardagur 29. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7