Þjóðviljinn - 29.06.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 29.06.1985, Page 8
MENNING íslendingar eru ekki ginn- keyptir fyrir erlendri myndlist. Þaö sannast í hvert sinn sem erlendir listamenn sækja okk- ur heim og sýna hér verk sín. Þeim mætir yfirleitt lítill áhugi og léleg aösókn. Verk þeirra vekja sjaldnast mikla athygli heimamanna og einna helst er aö þau kitli taugar vind- belgjaog þjóörembla. Þá fáum viö aö heyra hve slakir útlendingarnirséu ísaman- burði við okkar „breiða snillin- gafront". Raunar er engin listgrein jafn „þjóðleg" í þessum skilningi og myndlistin, ekki einu sinni ritlist- in sem íslendingum er þó kærari en aðrar listgreinar. Ástæða þess er eflaust sú einangrun sem við íslendingar búum við í sjónræn- um listum. Við erum ekki vanir því að sjá aðrar erlendar sýningar en þær sem koma frá frændum Masturbine, mynd sem skýrir sig sjálf. settur vitnisburður um jafnvægis- list þeirra félaga. Það merkilega við þessa syrpu þeirra Weiss og Fischlis er að þar er á ferð tilbrigði við gamalt stef, einungis fært í nýjan búning. Það er uppstillingin, eitt elsta mynd- efni hinnar klassísku listastigu. Líkt og gömlu meistararnir reyna þeir félagar að koma á jafnvægi í myndbyggingunni. Reyndar eru form þeirra í fullkomnu jafnvægi sjónrænt séð sem og í orðsins fyllstu merkingu. Þessi ljós- myndasyrpa vísar þ.a.l. til kyrra- lífsmynda eldri meistara s.s. Chardins og Cézannes, um leið og hún færir út listina til frekara landnáms í heimi hversdags- leikans. Pylsusyrpa Upphafið á samstarfi þeirra Weiss og Fischlis má rekja til árs- ins 1979, þegar þeir gerðu í sam- einingu ljósmyndasyrpu sem þeir kölluðu „Pylsusyrpu" og saman- Jafnvœgislistá Ganginum Sýning Davids Weiss í Gallerí Gangi Naturliche Grazie, sem þýða mætti sem „Eðlislæg reisn". okkar á Norðurlöndum. En í þau örfáu skipti sem það hendir okk- ur að fá hingað erlendar sýningar má bóka að þær hafa einungis sögulegt gildi og valda því engum straumhvörfum í hugum okkar. Að þessu leyti er myndlistin verr sett en allar aðrar listgreinar, jafnvel þótt kvikmyndalistin sé tekin til viðmiðunar. Reynt að bregðast við vandanum En hver skyldi vera ástæðan fyrir svo neyðarlegu ástandi og hvernig er hægt að bregðast við vandanum? Það segir sig sjálft að dreifing myndlistar er meiri erfið- leikum háð en miðlun annarrar listar s.s. tónlistar, bókmennta eða kvikmynda. Talið er nær óhugsandi að fá hingað ferskar sýningar erlendis frá sökum hárra tryggingargjalda. Þá munu húsa- kynni íslenskra safna vera talin fremur léleg enn sem komið er og gæsla er ófullnægjandi sam- kvæmt alþjóðlegum mælikvarða. í slíku ástandi þarf að upp- hugsa eitthvað nýtt kerfi til að laða hingað erlendar sýningar, þ.e. ef menn vilja halda opinni glufu fyrir íslenskan almenning svo hann geti rétt fengið nasasjón af þeirri myndlist sem framin er annars staðar. Einn þeirra sem gert hafa tilraunir í þá átt að fá hingað sýningar frá útlöndum er Helgi Þorgils Friðjónsson mynd- listarmaður. Hann hefur um nokkurra ára skeið haldið úti sýn- ingarsal á heimili sínu, sem hann kallar „Gallerí Gang“. Helgi er nýlega fluttur að Rekagranda 8 og þar er galleríið nú til húsa. Þótt salarkynnin séu ekki mikil að vöxtum og veggirnir rúmi ein- göngu smásýningar, hefur Helga tekist að skapa þessu plássi sínu viðurkenningar sem nær langt út fyrir landsteinana. Jafnvægislist Ein af nýlegum sýningúm í Gallerí Gangi eru „jafnvægis- kúnstir“ Davids Weiss, sviss- nesks listamanns frá Zúrich sem hélt námskeið í Myndlista- og handíðaskólanum fyrr á þessu ári. Sýninguna kallar David Weiss „Stiller Nachmittag“, sem útlista má á íslensku sem „kyrr- látt síðdegi“. Verk þessi eru ljós- myndasyrpa og upphaflega eru myndirnar 45 að tölu. Þær eru af ýmsum hversdagslegum hlutum sem Weiss hefur raðað saman ásamt samstarfsmanni sínum og samlanda, listamanninum Peter Fischli. Stóll er lagður á leirkrús og annar stóll er látinn vega salt á framfótum hins. Sá stóll er studd- ur af pappahólki sem hvílir á gos- drykkjaflösku. Allt er nothæft í þessum verkunt; borðbúnaður; grænmeti; búsáhöld; flöskur og skófatnaður. Þegar Weiss og Fischli hafa raðað upp samstillum sínum taka þeir af þeim ljós- myndir sem er eins konar skrá- Die Gesetzlosen, eða „Útlagarn- ir“. stóð af 10 ljósmyndum. Hún dregur nafn sitt af pylsum sem félagarnir hlóðu á matarborð og ljósmynduðu frá kröppu sjónar- horni þannig að líktist borgar- landslagi með umferðargötum og ökutækjum. Önnur mynd úr sömu syrpu sýnir ýmis glös og eldhúsáhöld í nærmynd líkt og um einhverja framtíðarborg væri að ræða. Þetta beindi samstarfi Weiss og Fischlis inn á braut sérstæðrar könnunar á smálandslagi eða mikrókosmos og notuðu þeir allt handhægt til að búa til smáver- aldir sínar. Fyrst kom leir, síðar pólíúretan, en það er ódýrt gervi- efni sem nota má með ýmsu móti til höggmyndagerðar. Með hjálp pólíúretans hafa þeir félagar búið til eins konar safnmyndir; risa- stórar höggmyndir sem lesa má sig upp eftir eins og undarlegu landslagi og allt getur gerst í hol- um og glufum þeirra. Þeir David Weiss og Peter Fischli eru sérstæðir listamenn sem fara hvergi troðnar slóðir. List þeirra er sprottin úr hvers- dagsleikanum að mestu leyti og hvergi leita þeir á náðir fyrri list- rænna afurða sér til halds og trausts. Þvert á móti reyna þeir hvarvetna að finna nýjar leiðir út frá landnámi listarinnar minnugir þess að listin leitar ætíð út fyrir sjálfa sig en þrífst ekki á því að bíta í rófuna á sér eins og heimskur hundur í trylltum dans umhverfis sjálfan sig. Með sýningu Davids Weiss á Gallerí Gangi, hefur Helgi Þ. Friðjónsson enn einu sinni opnað okkur sýn inn í list fjarlægrar þjóðar og jafnframt veitt okkur innsýn í hluta af því margslungna mengi sem alþjóðleg samtímalist er. Nú mun SteingrímurE. Krist- mundsson vera með verk sín á veggjum Gallerí Gangs að Reka- granda 8. HBR 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.