Þjóðviljinn - 29.06.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 29.06.1985, Side 9
„Á sýningunni verða ýmis sjónlistarefni og grafík en ég verð bara með málverk. Við vorum að útskrifast úr grafík- deildinni í vor en ég gerði þessi málverkmértil skemmtunar í vetur, þetta eru alltsjálfsmyndir". Þettasagði Magnús Þór Jónsson, sem betur er þekktur undir nafninu Megas, í samtali við Þjóðvilj- ann. Hann og Grafíska Meyjafélagið opna á morgun sýningu í Flotta galleríinu að Vesturgötu 3. Grafíska meyjafélagið og Magnús. F.v.: Gússí. Margrét, Sigrún, Anna, Magnús og Flotta galleríið Sýning Magnúsar og Grafíska meyjafélagsins Megas sagði að sýningin yrði opnuð kl. 8 og þar verður ýmis- legt til hátíðabrigða svo sem ljóðalestur og klarinettuleikur. Hún verður opin næstu þrjár vik- ur kl. 1-6 síðdegis daglega nema á mánudögum. Þar sýnir Anna Líndal dúkristur sínar og er myndefnið forn og ný fjölskyldu- drömu, Guðný Björk sýnir mál- aðar myndir eins og henni einni er lagið, Margrét Birgis verður með blandað sjónlistarefni í anda Grafíska Meyjafélagsins og Magnúsar en Sigrún Ögmunds birtir myndir er fjalla um samspil manns og hljóðfæris, ennfremur málaðar grafískar mannamyndir. -GFr Náttúrufrœði Skemmtiganga í Reykjavík Sunnudaginn 30. júní gengst áhugahópur um byggingu náttúrufræðisafns fyrir kynn- ingardegi þar sem viðfangs- efnið verður gróður landsins. Hann hvetur alla sem vettling geta valdið til þess að fara í skemmtigöngu í Reykjavík, en lagðir hafa verið góðir göngustígar sem tengja sam- an Laugardal, Elliðaárdal og Fossvogsdal. Ef farið er frá Laugardal, er tilvalið að skoða fyrst grasagarð Reykjavíkur sem er sannkölluð vin og ævintýraheimur. f>ar eru skógarlundir, sólríkar flatir og ótrúlega fjölbreytt safn plantna. I garðinum eru um 3000 plöntuteg- undir, þar af um 300 íslenskar. Allar eru þær vel merktar. Nú er unnið að því að koma upp ís- lenskum vatnaplöntum í garðin- um og einnig er verið að útbúa hellulagt svæði upp við lítið garð- hús. Þar verða borð og stólar með innrauðum lömpum yfir og verð- ur yndislegt að setjast með nesti í sumaryl, þótt kvöldnepjan sé allt um kring. Eftir hádegi á sunnudaginn verður forstöðumaður garðsins til viðtals og leiðbeininga. Einnig verða sérstaklega merktar þær plöntutegundir sem vaxa í Elliða- árdalnum og gestir geta fengið með sér lista yfir þær tegundir sem þeir finna á göngunni. Göngustígurinn t Elliðaárdalinn liggur meðfram Suðurlandsb- raut, allt frá Reykjavegi. Skógræktarstöðin í Fossvogi verður opin. Þar eru á annað hundrað tegundir trjáplantna, flestar vel merktar. Svæðið er um 15 hektarar að stærð með skemmtilegum gönguleiðum. En þar er fleira en tré. Vissir þú, að þar er einn stærsti náttstaður þrasta á norðurhveli jarðar? Eða að þar má stundum sjá ýmsa flæk- ingsfugla sem annars íifa ekki á íslandi? Eða að margar trjáteg- undir eru forsendan fyrir því að sveppir geti þrifist? Ekið er að stöðinni frá Háaleitisbraut, en frá Fossvogsvegi, ef komið er norður Hafnarfjarðarveginn. Göngu- stígurinn í Elliðaárdalinn liggur frá neðsta hluta skógræktarstöðvarinnar, inn Fossvogsdalinn, og göng eru undir Reykjanesbrautina á móts við Blesugróf. Þess má einnig geta, að Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur áformar að innrétta náttúrufræðistofu að Elliðavatni. Par mun væntanlega verða unnt að kynna almenningi og skólum skóga og dýralíf þeirra á sýningum í tengslum við fólk- vanginn í Heiðmörk, og gera fólki þannig kleift að njóta enn frekar náttúrunnar á því svæði. Á sunnudaginn verða starfs- menn skógræktarstöðvarinnar í Fossvogi gestum til leiðbeiningar eftir hádegi og heitt á könnunni á sölusvæði stöðvarinnar. Einnig verður plöntusalan opin. í leiðinni viljum við minna á það sem er hægt að sjá á sýning- um um náttúru landsins á höfuð- borgarsvæðinu um þessar mund- ir. I anddyri Norræna hússins stendur yfir bráðfalleg sýning áhugamanna á steinum og er hún opin kl. 9-19 mánud.-laugard. og 12-19 sunnudaga. Náttúrugripasafnið, Hverfis- götu 116 (við Hlemmtorg), gengið inn gegnt lögreglustöðinni, er opið kl. 13.30-16 sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. Náttúrufræðistofa Kópavogs, Digranesvegi 12, jarðh. er opin miðvikudaga og laugardaga kl. 13.30-16. Þar stendur yfir merki- leg sýning þar sem kynnt er líf- eðlisfræði hvala, starfsemi þeirra og það vistkerfi sem þeir búa í. Líkön í réttum hlutföllum eru af öllum hvalategundum sem fund- ist hafa við ísland og fleira for- vitnilegt um þeirra hagi. Einnig er þar mjög falleg skeldýrasýn- ing. BESSASTAÐAHREPPUR SJCJUFSTOFA, BJARNASTODUU SÍMl: 31930 221 BESSASTABAHJtBPPUR Kennara vantar að Álftanesskóla Lausar eru kennarastööur viö Álftanesskóla í Bessa- staðahrepp. Kennslugreinar: Stuðnings- og hjálparkennsla (full staða), myndmennt og almenn bekkjakennsla. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 91-53828 eða 91-12259. Auglýsing Sjúkrasamlag Kópavogs flytur skrifstofu sína að Hamraborg 7 2. hæð, 1. júlí n.k. FRAMBRETTI Audi 100 77 - '85 BMW 316/320 7 5 82 Citroén GS/GSA 71 —'85 Datsun 120Y 74 '78 Ford Cortina '77 — '79 Lada Sport 78- '85 Lada 1200 ST. Mazda 323 77-'85 MMC Colt 79- '85 Mim '68 - '85 Peugeot 504 '70 '85 Subaru '78 '83 Toyota Corolla'75- 78 Volvo '69 — 79 VW Golf 74 83 Bíllinn S/F 100 gerflir til viObótar á lager SKEIFAN 5-108 REYKJAVÍK «(91)33510 - 34504 P6.t«indum. TJALDSYNING verður haldin I Seglagerðinni Ægi um helgina 28.—30. júní. 1—26 manna hústjöld, Ægistjöld, göngutjöld og samkvæmistjöld. 5 manna tjald, verO kr. 7,669,- flaygahiminn, varfl kr. 8,688,- Montana, 4ra manna, verO kr. 14.950. i,.. . .. Hellas, 2ja manna, kr. 2.730. k- á 3ja manna kr. 3.550. Samkvæmistjöld fyrir félagasamtök, ættarmótin, garOveisluna, skátana og sem sölutjöld. irfiEBt1 rtriOTn riopoi 22.260. 31.360. 40.460. Viðleguútbúnaður og garðhúsgögn í miklu úrvali. Hagstætt verð. æ g í r Eyiaslóð 7, Reykjavik Pósfhólf 659 Símar 14093 - 13320 Nafnnr. 9879 -1698

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.