Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 13
RMÁL
Kjarnorkukomminn
Ekki veit ég h vort mannkyninu
stendur, meiri ógn afkjarnorku-
sprengjunni en kjarnorku-
kveðskap.
ífljótu bragði virðist eini munur-
inn áþessum fyrirbœrum verasá
að kjarnorkukveðskapurinn er
seigdrepandi en kjarnorku-
sprengjan ódrepandi.
Ég er kjarnorkukommi og yrki um
ógnir, dauðaogstríð,
um myrkur, ræsi, rigningu og blóð
og reiðan, þjáðan lýð.
Og harmatölur heimsins alls
á herðum mínum ég ber.
En kjarnasprengjan alltaf er
efst í huga mér.
Bombuna ég yrki um
öll mín bestu Ijóð.
Við geislavirku voðaskýi
égvaramínaþjóð.
Eldur brennur í æðum mér,
ég er svo reiður og sár.
Þið verðið steikt og stiknuð öll
ogsteindauðeftirár.
Ég leita uppi óvini
og óðurberst viðþá.
Ég deili á menn, ég deili á allt
semdeilanlegterá.
Ef finn ég óvin ekki neinn
aðeigaíhöggi við,
þá þefa ég uppi einhverja hugsjón
og æstur legg henni lið.
Ég erámótiölluþví
semaðrireru með.
Ég er á móti Albert og Lúsí,
áengu hefég geð.
Ég er einn og allir menn
eru á móti mér.
Ég er á móti mótmælum
gegn mótmælum gegn her.
Sverrir Stormsker
«11» 9 1 Finlux-myndbandstæki 4ra ára, ný yfirfariö til sölu. Verð 22 þúsund. Sími 39442. Einnig til sölu gamall, en góöur stofuskápur.
"Svo segistu
aldæi hafe
komið nálægt
þessu tæki!
a oddinn
mér þá skoðun að hann væri gam-
all hippi, að minnsta kosti þrí-
tugur, ef ekki á fertugs aldri,
hvort sem fólk nú telur það
þroska eða vanþroska merki, eða
Sverrir sér til hróss eða lasts. Til
að koma í veg fyrir að aðrir dragi
slíkar ályktanir skal það upplýst
að Sverrir Ólafsson mun rétt
rúmlega tvítugur vera. En hvað
um það; hitt eða annað mál að
„Hitt” er annað mál er sérstakt
fyrirbæri og upplífgandi nokk á
íslenskum hljómplötumarkaði
þrátt fyrir óvandvirknishnökra -
sem kannski eru þó ómissandi
þáttur í hinu, eins og áður er
minnst á... og þó - Frank Zappa
nær til dæmis settu marki og er
yndislega klúr en jafnframt einn
vandvirkasti og besti músikant
sem ég hef barið eyrum. Hins
vegar minnir Sverrir mig á Zappa
að því leyti að vera snyrtilega
klúr, það er að segja láta sér ekki
dónaleg orð um munn fara en ná
samt fram því „dónalega”. Að
vísu er Frank gamli víðar hugs-
andi en Sverrir og náttúrulega
ósanngjarnt að bera ungan dreng
af íslandi saman við heimsfrægan
og -virtan tónlistarmann frá
henni Ameríku. En gert er gert,
og þar á ofan höfum vér þá trú að
ekkert, jafnvel ekki hitt, ætti að
gera honum ókleift upp á leið að
koma röddinni og öllu sínu geði,
... nema þá kannski hann vilji
það ekki sjálfur.
A
AFMÆU
Jón Þorvaldsson
70 ára
Sjötugur er í dag 29. júní, Jón
Þorvaldsson húsgagnasmiður,
ótrúlegt en satt. Pegar að ungir
menn taka upp á því að verða allt
í einu sjötugir hlýtur maður að
hrökkva í kút.
Það eru fáir eins ungir í andan-
um og þú félagi Jón og vegna
dagsins langar mig að sendi þér
þakkir fyrir baráttuandann þessi
19 ár sem við höfum þekkst.
Þegar við kynntumst var ég
ungur gasprari að byrja í þessu
félagsmálastarfi, þóttist allt
kunna og vita en þú sjóaður í lífs-
baráttunni, í stéttarátökum lið-
inna tíma, ótæmandi viskubrunn-
ur fyrir óreyndan mann í forystu
lítils verkalýðsfélags. Með þinni
alkunnu snilld og hæversku
leiddir þú mig í allan sann-
leikann, svona eiginlega án þess
að ég tæki eftir því, og hjá ykkur
félögunum lenti ég í býsna góðum
skóla, sem hefur verið mér drjúg-
ur síðan. Brennandi í andanum
hefur þú ætíð verið þessi ár, ævin-
lega í fremstu víglínu kjarabarátt-
unnar, margar ferðirnar höfum
við farið saman á verkfallsvaktir
sem eru mér ógleymanlegar.
Enn ertu í fuílu starfi fyrir
verkalýðsfélagið, í trúnaðar-
mannaráði og í starfsnefnd sem
miklar vonir eru bundnar við.
Nú þegar bárur frelsis brotna á
ströndum og ægivaldurinn ræðst
á velferðarþjóðfélagið, brýtur
niður kjör verkafólks og réttindi
þess. Nú þegar ógnir herja á al-
þýðuna eru svona menn eins og
þú Jón ómissandi. Ótrauðir bar-
áttumenn sem hafa tveggja tíma
sýn, menn sem þekkja kreppu
millistríðsáranna, menn sem geta
bent okkur yngri mönnum á
flagðið sem rótast undir þessu
fagra skinni sem frjálshyggja er
kölluð nú og hefur áður gengið
undir ýmsum nöfnum. Frelsi
manna á ekkert skylt við frelsi
peninganna.
Ég veit að þú verður sem áður
fremstur í flokki við að méla fún-
ar stoðir sérhyggjunar og við að
reisa á ný réttlátt þjóðfélag. Ég
árna þér, konu þinni, og fjöl-
skyldu alls hins besta.
Baráttukveðjur.
Kristbjörn Árna.
Nótulaus viðskipti geta virst hagstæð við fyrstu sýn.
En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt
er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki.
Taktu nótu - það borgar sig
Auk fjölmargra breytinga og
leiðréttinga sem skattstjórar
landsins gera á skattframtölum,
tekur skattrannsóknarstjóri fjölda
félaga og einstaklinga til sér-
stakrar rannsóknar á ári hverju.
Árið 1984 voru 360 mál í athugun.
Dæmi eru um að skattaðilar hafi
verið rannsakaðir sex ár aftur í
tímann og fengið skattahækkanir
svo milljónum skiptir.
Loftnetsviðgerðar- 1
maðurinn var svo
almennilegur að ég
hunni ehhi við að
biðja hann um nótu.
F|ÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsingaþjónustan