Þjóðviljinn - 29.06.1985, Side 16
Leiklist
Strindberg
er nálœgur
Stúdentaleikhúsið trumsýnir Draumleik
eftirStrindberg og Norrœna húsið
gengstfyrirsýningu á Ijósmyndum hans
og fyrirlestri dr. Olof Lagercrantz
Sannkölluð Strindbergs-
hátíð verður í Stúdentaleik-
húsinu og Norræna húsinu í
júlímánuði. Þann 11. júlíer
frumsýning á Draumleikeftir
AugustStrindberg undirleik-
stjórn Kára Halldórs en Árni
Harðarson tónskáld og stjórn-
andi Háskólakórsins hefur
frumsamið alla tónlist í sýn-
ingunni. Tæplega 40 manns
starfaað þessari uppfærslu. (
tengslum við þessa sýningu
efnirsvo Norræna húsið til
sýningar á Ijósmyndum
Strindbergs og hefst hún 25.
júlí en 7. júlí mun dr. Olof Lag-
ercrantz haldafyrirlesturum
Úrsýningunni. Erling Jóhannsson og Harpa Arnardóttir. Ljósm.: ívar Brynjólfs-
son.
Hluti af hópnum sem stendur að Draumleik. Meðal annarra má sjá Kára Halldór
leikstjóra, Árna Harðarson tónskáld, dr. Árna Sigurjónsson og Knut Ödegaard.
Ljósm.: Valdís.
skáldið en hann hefur ritað
ævisögu hans og er allra
manna fróðastur um líf og
starfStrindbergs.
Draumleikur hefur aldrei áður
verið settur upp á íslandi en verk-
ið er lengi búið að vera til í þýð-
ingu Sigurðar Grímssonar. Mjög
vönduð leikskrá verður gefin út í
þessu tilefni og eru meðal höf-
unda efnis Thor Vilhjálmsson rit-
höfundur og séra Gunnar Krist-
jánsson. í leikskránni kennir
margra grasa og má þar nefna
skrá yfir öll verk Strindbergs sem
hafa verið þýdd á íslensku sem
dr. Árni Sigurjónsson tók saman.
Hann ásamt Antoni Helga
Jónssyni, rithöfundi Hafliða
Arngrímssyni leikhúsfræðingi og
Ingileif Thorleif Thorlacius ann-
ast ritstjórn skrárinnar.
Alls koma fram í sýningunni 16
leikarar en 10 manna hópur, að-
allega úr Myndlista- og handíð-
askólanum, annast gerð leik-
myndar og búninga. Söngur og
hljóðfærasláttur gegnir veiga-
miklu hlutverki í sýningunni og er
að mestu leyti í höndum leikar-
ana sjálfra.
Eins og nafnið bendir til er
Draumleikur eftir Strindberg
dulúðugt verk þar sem röklegur
þráður lýtur oft á tíðum lögmál-
um draumsins. Teflt er saman
draum, skáldskap og veruleika
og tími og rúm er ekki til. Leikrit-
ið fjallar um konu, guðlegrar ætt-
ar, sem fer til jarðar til að kanna
hvernig mannlífið er. Viðkvæðið
er: Mikið eiga mennirnir bágt.
Leikritið var samið árið 1901,
þegar Strindberg átti í sínu
næstsíðasta ástarævintýri með
ungri norskri stúlku. Einn hinna
ungu leikenda í sýningunni sagði
á blaðamannafundi: Það er mjög
skrýtinn heimur sem kemur fram
í verkinu. Við fyrstu sýn er allt
mjög þungskýjað en eftir því sem
maður les verkið oftar og veltir
því fyrir sér kemur fram meiri
húmor og meiri gleði uns allt er
orðið heiðskírt.
Knut Ödegaard, forstjóri Nor-
ræna hússins, sagði á sama fundi
að tímar Strindbergs, Munks og
Hamsuns hefðu verið býsna und-
arlegir en þeir væru nú að nálgast
aftur og höfðuðu til ungs fólks.
Strindberg er nálægur, sagði
hann.
-GFr
MENNING
GEGN'ALKA
STEINVARI 2000 er íslensk uppfinning sem á sér enga hlið-
stæðu. Þessi einstaka málning á rætursínaraðrekja til langrar
reynslu íslendinga í að mála steinhús að utan, þekkingar og
reynslu sem fengist hefur í baráttunni við alkalíefnahvörf í
steinsteyptum mannvirkjum og óska íslenskra sérfræðinga um
málningu sem gerir steinsteypu vatnsþétta án þess að hindra
útöndun hennar.
STEIIMVARI 2000 hefur gengist
undir umfangsmikla nýnæmis-
rannsókn á erlendri tæknistofn-
un. Niðurstaða hennar ersú að
STEIIMVARI 2000 er nýjung
sem Málning hf. getur fengið
einkarétt til framleiðslu á. Þetta
eru góðar fréttir fyrir starfsfólk
Málningar hf„ íslenskan iðnað
og alla sem þurfa að mála
steinsteypt hús að utan.
Fyrír veðrun Eftir veðrun
málning'i