Þjóðviljinn - 25.07.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.07.1985, Blaðsíða 4
FERÐIR FERÐAMENN Vöruhúsið Hólmkjörerein stærsta versiurt í Stykkishólmi. Verslunin býður upp á nýienduvörur, heimilistæki og fatnað með meiru. Hafi eitthvað gleymstsem þú ætlaðir að hafa með þér í ferðalagið þá má gera ráð fyrirað við getum gert eitthvað fyrir Þig■ VÖRUHÚSID HÓLMKJÖR STYKKISHÓLMI TE-Húsið erkvöld- og helgarsala. Opið frá kl. 20 til23 virka daga en kl. 13til23 um helgar. VERIÐ VELKOMIN! Laugum Dalasýslu Gisting í 2ja og 3ja manna herbergi. Svefnpokapláss í herbergjum. Sundlaug. Byggðasafn. Mini golf. Verið velkomin! © 93-4265 Ferðafólk! Hótel Bjarkalundur er staðsettur í einni fegurstu sveit landsins. Hann er tilvalinn áningar- og gististaður á ferð um Vestfirði. Bjóðum upp á fjölbreyttar veitingar allan daginn. , 4 Tjaldstæði, veiðileyfi og bátaleiga. m. í í'! Veitum þjónustu allan sólarhringinn, Verið velkomin! Starfsfólk Bjarkalundar s 93-4702 Ferðafélagið Vegir liggja til allra átta Átta ferðir um Verslunarmannahelgi Ferðafélag íslands er gam- algróinn félagsskapur áhugamanna um ferða- og útivistarmál. Hefurþað unnið gagnmerkt brautryðj- endastarf við það að kynna íslendingum þeirra eigið land, bæði með því að gangast árlega fyrir f jöl- mörgum ferðum um fjöllog byggðir, sem og útgáfu Ár- bókarinnar, sem er hin ágætasta íslandslýsing og jafnan rituð af hinum fær- ustu og fróðustu mönnum. Nú er komið undir júlflok og margar ferðir félagsins á þessu ári aðbaki. Drjúgurhluti erþófram- undan svo sem ljóst má vera af þeim upplýsingum, sem við feng- um hjá Ferðafélaginu og hér fara á eftir. Um Verslunarmannahelgina, 2.-5. ágúst, eru eftirtaldar ferðir fyrirhugaðar: 1. Álftavatn - Hólmsárbotnar - Strútslaug. 2. Hveravellir, Blöndugljúfur - Fagrahlíð - Jökulkróicur. 3. Landmanna- laugar - Hrafntinnusker. 4. Skaftafell og nágrenni, mislangar gönguferðir. 5. Skaftafell - Kjós - Miðfellstindur og er nú ráðlegt að hafa með sér góðan gönguút- búnað. 6. Sprengisandur - Mý- vatnssveit - Jökulsárgljúfur - Tjörnes - Sprengisandur. 7. Þórsmörk - Fimmvörðuháls - Skógar. 8. Dvöl í Þórsmörk og lengri og styttri gönguferðir að eigin vali. Helgina 9.-11. ágúst eru tvær ferðir á dagskrá. 1. Arnarfell hið mikla - Þjórsárver. 2. Land- mannalaugar - Loðmundur. Helgina 16.-18. ágúst er fyrir- hugað að fara í Króksfjörð, Vaðlafjöll og Borgarland og 23.- 25. sama mánaðar er ætlunin að líta á Álftavatn, Háskerðinga, Mælifellssand og Skaftártungu. í september er gert ráð fyrir þremur ferðum. Þeirri fyrstu um helgina 7.-8. september í Fljóts- hlíð, Emstrur, Þórsmörk. Ann- arri, 13.-15., í Þórsmörk, á Gíg- jökul og verður þar æfing í jökla- búnaði. Sú þriðja er fyrirhuguð 20.-23. í Landmannalaugar og Jökulgil. Er nú komið fram í október. Þá á að fara í tvo túra. Hinn fyrri 4.-6. október. Á þá að ganga á Tröllakirkju á Holtavörðuheiði en gist verður í Munaðarnesi. Um sömu helgi liggur svo leiðin í Landmannalaugar og Jökulgil. í nóvember fara svo ferðir eðli- lega að strjálast. Þó er meiningin að 8.-10. nóv. verði farið í Mýrdalinn, Kerlingardal og Höfðabrekkuheiði. Gist verður í Vík. Um áramótin, 30. desember - 1. janúar, á svo að skreppa í Þórsmörk. Komum við þá að því, sem nefndar hafa verið sumarleyfis- ferðir. Þær eru hvorki fleiri né færri en 27 á þessu sumri. Ekki þýðir, úr því sem komið er, að tíunda þær, sem eru að baki, enda var þeirra, á sínum tíma, getið hér í blaðinu. En framund- an eru þann 24.-28. júlí 5 daga ferð í Landmannalaugar og Þórs- mörk og síðan þann 26.-31. 6 daga ferð á sömu slóðir. Á sama tíma er áformuð 6 daga ferð um Hveravelli, Hvítárnes og ná- grenni og önnur slík 31. júlí til 5. ágúst. Farið verður í Land- mannalaugar og Þórsmörk 2.-7. ágúst, 9.-14. ágúst, 16.-21. ágúst og 23.-28. ágúst og eru þetta allt 6 daga ferðir. Ekið er í Landmannalaugar og gengið þaðan á Hrafntinnusker, að Alftavatni, um Emstrur og í Þórsmörk. Þann 7.-16. ágúst er það svo hálendishringurinn, og tekur ferðin 10 daga. Ekið er norður Sprengisand, um Gæsavatnaleið, Öskju, Drekagil, Herðubreiðar- lindir, Mývatn, Hvannalindir og Kverkfjöll, þar sem dvalið verður í 3 daga. Til baka er farið um Bárðardal. Gist verður í húsum. - Síðan er það Hornvík, 8.-18. ágúst, 11 daga ferð. Farið er á föstudegi frá ísafirði til Hornvíkur og gist í tjöldum. Það- an daglegar gönguferðir m.a. á Hornbjarg, Hælavíkurbjarg, til Látravíkur og víðar. Þann 16.-21. ágúst eru það Fjallabaksleiðir, Lakagígar, 4 dagaferð. FarinerFjallabaksleið nyrðri, gist í Landmannalaugum, þá um Lakagígasvæðið og gist á Kirkjubæjarklaustri. Þaðan er farin Fjallabaksleið syðri, áð við Álftavatn og til Reykjavíkur. í ágústlok, 29. ágúst til 1. septemb- er, er hugmyndin að demba sér í 4 daga ferð norður fyrir Hofsjökul. Er þá ekið til Hveravalla, þaðan norður fyrir Hofsjökul, í Nýja- dal, um Sprengisand og til Reykjavfkur. Loks er 4 daga sumarleyfisferð í Núpsstaðar- skóg, 5.-8. september. Gist verð- ur í tjöldum og gengið frá tjald - stað m.a. á Súlutinda. Og hér verður þá numið staðar um sinn. - mhg. 4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.