Þjóðviljinn - 25.07.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.07.1985, Blaðsíða 6
Urriði og bleikja HÚSVÍKINGAR - FERÐAMENN Seljum pylsur, heitar og kaldar samlokur, Tomma-hamborgara, Chick-King kjúklinga- bita, franskar, salat, sósur, pizzur, öl og gos. Opið alla daga frá kl. 8 - 24. Shell Shellstöðin Héðinsbraut 6 Húsavík. Sími 96 - 41260. FERÐA- FÓLK Staðarskáli Hrútafirði Ákjósanlegur áfangi hvort sem þér eruð á leið norður eða að norðan. Ef þér eruð á leið að sunnan á Strandir þá athugið að við erum 4 km frá vega- mótum Norðurlandsvegar og Strandavegar við Hrútafjarðará. ★ Tjaldstæði ★ Bensínafgreiðsla ★ Gisting ★ Fjölbreyttar veitingar Ferðamannaverslun <S> ESSO og SHELL þjónusta Það stansa flestir i Staðarskála Opið alla daga frá 8 til 23,30 /mAmu Hrútafirói Simi 95-1150 AUGLÝSIR ALLT í FERÐALAGIÐ -hornið í -portinu Grill — grillkol — uppkveikju- lögur — spritttöflur — grill- tangir og teinar — kælitöskur — hitabrúsar — pappadiskar og mál — gos á kassaverði — ávextir — grænmeti og ýmis- legt fleira. Filmur r i söluturn- inum /A A A A ▲ ▲ ZL Z3I Wtj-iiífrl ■■UIHl lUIIU DfMlll llln, Jón Loftsson hf. ____________ Hringbraut 121 Sími 10600 Veiðiferð í Arnarvatn stóra Allt upp í 12 punda fiskar. Svanasöngur á heiði Sífellt færist í vöxt að menn fari í veiðiferðir inn í land. Einn mesti ævintýrablær- inn er af ferðum inn á Arnar- vatnsheiðina í V- Húnavatnssýslu. Þaðan hafa margir komið titrandi af veiðigleði og með ekki ósmáan afla. Helsta veiði- vatnið jiar er Arnarvatn stóra. I því er mikill og góð- ur f iskur, bæði urriði og bleikja, og þar hafa veiðst allt upp í 12 punda f iskar. Arnarvatn stóra er röskir fjórir ferkílómetrar að stærð. Að austan rennur áin Skammá í vatn- ið en að norðaustan Búðará og Atlalækur. Úr vatninu fellur svo Austurá og rennur til Miðfjarðar. Veiðihús er ekki við vatnið en sæmileg tjaldstæði. Útlaginn Grettir Ytri- og Fremri-Torfustaða- hreppar eiga vatnið og hafa leigt það til stangaveiða. Veiðitíminn í vatninu er frá 20. júní til 1. sept.. Þó getur svo farið í köldum vor- um að ekki sé bílfært að vatninu svo snemma. Komast má að vatn- inu á bfl upp úr Borgarfirði um Kalmannstungu, upp úr Víðidal í V-Hún., og upp úr Vatnsdal í A- Hún. Þá er unnið að vegarlagn- ingu upp úr Miðfirði. Um 20 km eru þar enn óvegaðir en það gæti verið ánægjuleg gönguferð fyrir þá sem það kjósa. Arnarvatn stóra var snemma frægt í sögunni fyrir mikla veiði Arnarvatnsheiði er gjöful. Allt upp í 12 punda urriðar hafa veiðst í Arnarvatni stóra. Ekki er óalgengt að menn komi með 30 til 40 fiska eftir túrinn. og þar höfðust útlagar við, má þar nefna Gretti Ásmundarson hinn sterka. Grettistangi gengur fram í vatnið að norðaustan. Þar eru kofarústir sem vert er að skoða. Náttúrufegurð er mikil við Arnarvatn stóra og fjalla- kyrrðin einstök. f*eim sem dvelja við vatnið á kyrrum sumarkvöld- um eftir ánægjulegan veiðidag verður dvöl þar ógleymanleg þegar ekkert rýfur kyrrðina nema hinn fagri svanasöngur á heiði. Veiðileyfi í Arnarvatn stóra eru seld hjá Landssambandi veiðifé- laga, Bolholti 6, Reykjavík og oddvitum Torfustaðahreppa og kostar dagsleyfið kr. 600 en ef keypt er helgarleyfi, þ.e. laugar- dagur og sunnudagur, þá kostar það kr. 1.100. Umgengni Veiðimenn - verndið náttúruna Sá sem fer til veiða í sil- ungsvötn landsins hvort heldur sem er til heiða eða í byggð þarf margs að gæta áður en upp er lagt. Sjálf- sagt er að vera hlýlega bú- inn. Hafa með sér stígvél og vatnsheld hlífðarföt því veðureru oft válynd, þó sumarsé. Björgunarvesti er sú flík sem veiðimaður- inn má aldrei án vera vegna þess öryggis er það veitir ef eitthvað útaf ber. Góð regla er að hafa með sér sára- bindi til þess að geta búið um skurð eða skeinu sem oft kann til að bera. Nesti þarf veiðimaðurinn að hafa sem endist vel þann tíma sem áætlað er að útilegan standi yfir. Þá má hitunar- tæki ekki gleymast heima né heldur veiðistöngin. Gangið vel um Umgengni manna um landið er mjög misjöfn, með vegum og götuslóðum má oft sjá bréfarusl, flöskur og fjúkandi plastumbúð- ir, sem vegfarandi hefur fleygt í hugsunarleysi, þetta þarf að breytast. Leiðir til veiðivatna, sem oft eru á heiðum og hálendi, fjarri byggðum býlum eru sjaídan greiðfærar ökutækjum. Mikils er vert að fara sem mest á sama stað og gera eigi hjólför víðar en brýn- asta þörf krefur. Eyðingaröflin, frost, vatn og vindar eru iðin og starfa án afláts svo að það sem í dag er aðeins lítið hjólfar getur fyrr en varir orðið að jarðfalli. Skiljið ekki eftir rusl af neinu tagi þegar þið yfirgefið tjaldstæði. Góð regla er að brenna öllu rusli, urða öskuna og annað það rusl sem eldurinn nær ekki að eyða. Farið varlega með eld þar sem jörðin er þurr og þó sérstak- iega ef hún er lyngi- eða skógi- vaxin. Veiðimenn ættu líka aldrei að kasta frá sér girnisspottum í eða við vötnin eða árnar né nein- staðar þar sem leið liggur, margar skepnur hafa liðið kvalafullan dauða af slíku gáleysi. Við eigum að umgangast náungann með nærgætni og virðingu. Því skyldu menn aldrei hefja veiðar án til- skilinna leyfa og gæta þess að ganga ekki á rétt annarra veiði- manna. Sambýlinga okkar í landinu, fugla, fiska og önnur dýr, bæði tamin og villt, ber okk- ur að umgangast með virðingu og láta þau njóta réttar síns. Reynum af fremsta megni að spilla ekki náttúru landsins á nokkurn hátt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.