Þjóðviljinn - 28.07.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 28.07.1985, Page 2
Útboð - Til sölu Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar og tæki sem eru til sýnis í porti Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar að Skúlatúni 1: 1. Volvo FB 88 árg. 74 2. VW sendibifreið árg. 77 3. VW sendibifreið árg. 77 4. M.Benz L/207 pallbíll árg. 76 5. Chevrolet Malibu fólksbifreið árg. ’80 6. M. Fergusson 135 dráttarvél árg. 74 7. M. Fergusson 165 dráttarvél árg. 75 8. P.Z. 135 sláttuþyrla. Jafnframt er óskað eftir tilboðum í 2 strætisvagna, sem eru til sýnis hjá Strætisvögnum Reykjavíkur að Kirkjusandi. 9. Leyland vörubifreið með 6 manna húsi árg. 78 10. Volvo B58 strætisvagn árg. ’68 11. Volvo B58 strætisvagn árg. '68 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, fimmtudaginn 1. ágúst nk. kl. 14 eftir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Kynning á útboðl Vegagerð ríkisins kynnirútboð á vegskála í Óshlíð á næsta ári. (Lengd áætluð 90 m, steypa 1000 m3). Kynningargögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á (safirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. júlí 1985. Kynnisferð á byggingarstað verðurfarin20. ágúst n.k.. Vegamalastjori. r A iS&á Heimilshjálpin í Kópavogi óskareftirstarfsfólki nú þegar, möguleikaráhluta- vinnu. UpplýsingarveitirforstöðumaðurHeimilishjálp- arísíma41570. Félagsmálastofnun Kópavogs. Droplaugarstaðir heimili aldraðra Snorrabraut 58 Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa nú þegar. 4 dagheimilispláss laus 1. ágúst. Nánari upplýsingar gefur Sigrún Óskarsdóttir í síma 25811 kl. 13-17. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Borgar- fjarðárvegar um Bóndastaðaháls. (Lengd 4,6 km, fylling og burðarlag ca 55.000 m3). Verki skal lokið 1. desember 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðagjaldkera ) frá og með 29. þ.m.. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 12. ágúst 1985. Vegamálastjóri. Útboð - sílanhúðun Öryrkjabandalag íslands óskar eftir tilboði í að sílan- húða þrjú fjölbýlishús við Hátún 10 í Reykjavík. Út- boðsgögn afhendast á skrifstofu félagsins að Hátúni 10 gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11, fimmtudaginn 1. ágúst. Herbergi óskast Ungan blaðamann á Pjóðviljanum bráðvantar ódýrt herbergi til leigu í lengri eða skemmri tíma. Vinsam- legast hafið samband við Garðar á ritstjórn blaðsins. Sími 81333. Vaxandi áhugi ungs fólks á fornsögum Fjallað um kristni og sagnaritun áfornsagnaþíngi Danmörk Ásdís er ein 20 íslendinga sem fara um helgina á þing um fornsögurnar í Danmörku. Mynd: Ari. „Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar þriðja hvert ár víða um Evrópu síðan 1971, en Hermann Páls- son prófessor í Edinborg er upphafsmaður að þeim,” sagði Ásdís Egils- dóttir bókmenntafræð- ingur í viðtali við Þjóðvilj- ann, en hún er að fara á alþjóðlegt fornsagna- þing sem haldið verður á Helsingjaeyri dagana 28. júlí til 2. ágúst. „Viðfangsefnin eru oft tengd þeim stöðum sem ráðstefnurnar eru haldnar hverju sinni og núna eru á dagskránni kristni og sagn- aritun á miðöldum á íslandi og einnig skipa rannsóknir á þýðing- um og handritum stóran sess því Árnastofnun í Kaupmannahöfn var lengi eina miðstöð slíkra rannsókna. Sagnaritun íslend- inga og framlag þeirra til heimsbókmennta kallar að fólk víða að úr heiminum og þarna koma saman ýmsir fræðimenn sem allir fást á einhvern hátt við fornsögur. Hópurinn frá fslandi er óvenju stór núna, yfir 20 manns, en það kemur til af því að áhugi ungs fólks á þessu efni fer vaxandi og í förinni eru stúdentar á kandid- atsstigi sem hafa verið á nám- skeiði í hélgisögum í vetur. Við komum til með að vinna í hópum og taka fyrir ákveðin verkefni, svo sem stöðu kvenna fyrir og eftir kristnitöku og um menntun og lærdóm. Það verða sjö íslend- ingar sem halda fyrirlestra og þeir eru meðal annarra Jónas Krist- jánsson forstöðumaður Árna- stofnunar, Sverrir Tómasson og Stefán Karlsson en þeir eru báðir starfsmenn sömu stofnunar.” - Er mikill áhugi erlendis á ís- lenskum miðaldabókmenntum? „Já, hann er töluverður, allt frá Bandaríkjunum til Japan en að sjálfsögðu mestur í Mið-Evrópu. Eg get sagt frá því til gamans að á síðustu ráðstefnu, sem var haldin í Toulon í Frakklandi, var ég á tali við þrjá ráðstefnugesti, einn Breta, einn Dana og einn Sviss- lending. Og að sjálfsögðu töluð- um við öll saman á heimsmálinu íslensku! Og enda þótt þessir er- lendur bókmennta- og norrænu- fræðingar leggi oft annan skilning í bókmenntirnar okkar þá hafa þeir komið með margar ferskar og skemmtilegar hugmyndir inn í umræðuna.” - En þú ert að fara á aðra ráð- stefnu í Danmörku í sumar, Ásdís? „Jú, það er rétt, dagana 4. til 8. ágúst fer ég á norræna ráðstefnu um kvennasögu í Árósum og mun halda þar fyrirlestur. Þetta er samþætt ráðstefna, það er að segja, þarna koma saman fræði- menn úr mörgum greinum en vinna saman að einu verkefni, og það er staða kvenna á miðöldum á Norðurlöndum. Það eru 35 þátttakendur og þar af 6 frá ís- Íandi. Það verður meðal annars fjallað um meðgöngu og fæðingu, getnað og getnaðarvarnir og út- burð barna. Ég ætla að tala um handrit Margrétarsögu og notk- un þeirra við fæðingarhjálp á miðöldum á íslandi. Heilög Mar- grét var mjög vinsæll dýrlingur, því hún var verndardýrlingur fæðandi kvenna og hún var ákölluð ef kona var í barnsnauð. Það eru til 40 handrit af þessari sögu og þau hafa að líkindum gengið í arf frá móður til dóttur. í bókunum, sem eru sumar mjög litlar um sig, svona 10x6 senti- metrar í ummál, eru bæði bænir og ýmsar galdraformúlur sem áttu að auðvelda fæðingu. Það merkilega er að rúmur helmingur af þessum bókum er ritaður eftir siðaskipti og hafa konur hugsan- lega átt þátt í að varðveita þær. Það er ekkert minnst á þessar bækur í heimildum fyrr en galdr- aofsóknir hófust og þá er notkun- inni á þeim líkt við óguðlegt kukl og fleira í þeim dúr. En þessar bækur eru kjörgripir sem hafa að geyma merkar heimildir um þann heim sem formæður okkar lifðu í,” sagði Ásdís að lokum. -vd 2 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 28. júli 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.