Þjóðviljinn - 28.07.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 28.07.1985, Síða 3
Við erum hætt! í hressilegu fréttabréfi verka- fólks og sjómanna í Vestmannaeyjum sem verka- lýösfélögin þar í bæ standa aö er í nýjasta tbl. fjallað ítarlega um stöðu fiskverkunarfólks og sjómanna. Þar er m.a. eftirfarandi klausa: „Þeirri tillögu er hér meö komið á framfæri aö útgerðar- menn loki skrifstofum sínum, fiskverkunarfólk þvoi svuntur sínar og hengi vettlinga til þerris, sjómenn sigli skipum til lands bindi þau vendilega við bryggjuna og fari heim. Að þessar framkvæmdir verði samræmdar um allt land. Síðan sendi þessir hagsmunahópar sameigin- legt skeyti sem hljómi eitthvað á þessa leið: „Til ykkar sem ráðið! Við erum hætt, þangið til þið gerið okkur mögulegt að vinna fyrir okkur á þann hátt að við stöndum jafnfætis öðr- um þegnum þessa lands, bæði hvað varðar vinnutíma og möguleika til mannsæm- andi lífs fyrir þau laun sem við uþpskerum.““ Ætli það yrði ekki uþþistand í hænsnakofanum við Austurvöll?* Vertu með í hrundansinum í áðurnefndu fréttabréfi verka- lýðsfélaganna í Vestmanna- eyjum er að finna eftirfarandi „auglýsingu". Fiskverkunarfóik óskast. • Fiskverkunarfólk óskast til fiskvinnslustöðvanna í Vestmannaeyjum. Því mið- ur er ekki hægt að bjóða upp á mannsæmandi laun fyrir eðlilegan vinnutíma, vegna þeirra rekstrarskil- yrða sem fiskvinnslu og út- gerð er búin af stjórnvöldum (eða hverjir sem það nú eru sem stjórna þessu). • Hins vegar er þeim sem áhuga hafa bent á, að hægt er að vinna eins og bavían í fiski sólarhringum saman og hafa bara ágætt uppúr sér og stendur það öllum til boða sem lyst hafa og heilsu. • Enn fremur er boðið upp á ótímabær frí vegna tilbúins hráefnisskorts, á meðan við erum að væla út úr stjórnvöldum ölmusufé til rekstursins. • Vertu með þar sem hrun- dans íslensks sjálfstæðis stendur sem hæst. Fáðu þér vinnu í fiski. Frjálst útvarp Stöðug fundahöld hafa verið um útvarpsstöð fólksins á vegum BSRB, ASÍ, Far- manna- og fiskimannasam- bandsins, Félags bókagerð- armanna, Sambands banka- manna og BHMr. Rætt er enn um samstarf við samvinnu- hreyfinguna um slíkan rekst- ur. Þjóðviljinn hefur hlerað að eðlileg séu skiptar skoðanir um grundvallaratriði stöðvar- innr, þ.e. hvort þar eigi að ríkja ritstjórnarfrelsi. Athygli hefur vakið hversu Kristján Thorl- acius hefur verið skeleggur málsvari óháðrar útvarþs- stöðvar, meðan margir aðrir eru á gömlu nótunum um eins konar sovét yfir starfseminni, sbr. útvarpsráð. Kristján og skoðanasystkini hans eru sögð leggja áherslu á þann hugmyndafræðilega bak- grunn að fjölmiðlastarfsemi verklýðshreyfingar að hún eigi að vera fyrst og fremst framlag hreyfingarinnar til tjáningafrelsis í landinu, - að hún eigi ekki síður að hvetja og veita verklýðshreyfingunni aðhald. Þannig gæti fyrsta raunverulega frjálsa útvarps- stöðin í landinu orðið til...B Tveir söngleikir hjá LA Akureyringar hafa ekki gefist upp á söngleikjunum. Næsta vetur ætla þeir að sýna tvo söngleiki, annar er byggður á sögu Dickens og heitir „Jóla- ævintýri" en hinn heitir „Blood brothers". Jólaævin- týri fer í æfingu nú strax að loknu sumarleyfi, en María Kristjánsdóttir, sem búsett er á Húsavík, leikstýrir.B Hringurinn og Njgla á bandi Slúðurberararnir hafa hlerað, að væntanleg sé á markaðinn nýjung í menningar- og öku- geira íslensks þjóðfélags, einsog félagsfræðingar orða það. Hér er um snælduútgáfu að ræða, með leiðsagnarefni hringinn í kringum landið. Inn I lýsingar á landinu sem ekið er um, er fléttað efni úr íslands- sögu og þjóðsögum. Frést hefur að snældan með fyrsta hluta hringsins austur um land sé væntanleg á markað- inn innan fárra daga. Fyrsti hlutinn nær frá Reykjavík til Selfoss. Þá hafa snældur með sérleiðum verið teknar upp í tilraunaskyni, - svosem þriggja tíma efni um sögu- slóðir Njálu. Snældurnar eru settar inní tækin um leið og lagt er af stað og þær eiga að vera nákvæmlega útspilaðar þegar komið er á áfangastað, - ef ekið er á skikkanlegum, löglegum hraða. Aðalhvatamaður þess framtaks er Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir en meðal þeirra sem velja og flytja efni eru Heimir Pálsson, Frans Gíslason, Ævar Kjartans- son og Kristín Ólafsdóttir.l Enginn vill hjá krötum Heldur hefur dregið úr kraftin- um sem var í Alþýðuflokknum í kjölfar góðs gengis í skoð- anakönnunum, en þær síð- ustu sýna að dregið hefur verulega úr fylgisaukning- unni. Jón Baldvin stendur í alls konar óþægilegu stússi innan flokksins af því enginn vill gegna stöðu fram- kvæmdastjóra flokksins. Meðal þeirra sem Jón Baldvin er sagður hafa leitað til eru Bjarni Pálsson, sem verið, hefur ritstjóri Alþýðublaðsins að undanförnu, Þráinn Hall- grímsson hjá ASÍ og Helgi Már Arthúrsson. Enginn þeirra hefur lýst áhuga sínum á starfanum, en Ámundi Ámundason mun vera hætt- ur störfum hjá flokknum. Jafn- framt mun formaður Alþýðufl- okksins hafa haft áhuga á, að einhver ofantalinna tæki að sér ritstjórn blaðsins, en eng- inn þeirra er heldur sagður vilja festa sig þar.B Hljómsveit’84

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.