Þjóðviljinn - 28.07.1985, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 28.07.1985, Qupperneq 8
SUNNUDAGSPISJILL Fjögur ung Ijóðskáld Hvaö er um að vera hjá ung- um skáldum. Margt og rrwklu fleira en saman veröi dregið í stuttu máli. Forlög eru að sönnu treg að gefa út verk þeirra, en samt kemur það oft- ar fyrir, en ætla mætti og sjálfsútgáfum hefurfarið hraðfjölgandi. Héráeftirverð- ur þlaðað í fjórum nýlegum Ijóðakverum. „Saga Breytingar í prenttækni hafa gert sjálfútgáfuna auðveldari en áður. Þeir möguleikar eru tví- bentir- menn geta komið ljóðum sínum á framfæri hvað sem forlög segja, en sú hætta er um leið á ferðum, að menn reynist einum of bráðlátir til útgáfu. Það kemur fyrir að byrjendur biðja marg- skammaða gagnrýnendur að skoða handrit sín - og ef skoðar- inn segir sem svo, að textarnir hefðu gott af að bíða dálítið og takast svo upp til endurskoðunar þá mun hann ekki fá annað en skarpa skömm í sinn hatt fyrir. Og spánýtt kver eftir Einar Eldon, „Saga lífsins um breyting- ar i hröðum vöðvum“ er líklega eitt þeirra sem hefðu gjarna mátt liggja lengur í salti. Höfundurinn hefur hug á að höndla miklar stærðir, sól og eld og stjörnur, hann vill koma fyrir í ljóðrænu nábýli riddurum og töfradýsum og fórnaraltörum og svo geimskipum og rafeinda- logum. Það er eitthvað í þessum umsvifum sem vekur vissa von eða að minnsta kosti forvitni. Skuggar mínir eru tveir. Peir mætast á gatnamótum horfa í himininn og segja sögur... En þó er meira um það, að erf- itt reynist að trúa á þessa smíði. Það er engu líkara en reynt sé að særa fram sannanir um reynslu með stefnulitlu óhófi í meðferð orða - í stað þess að orð séu notuð af myndugleik til að miðla reynslu. Þetta er reyndar algengt nokkuð hjá byrjendum, sem mega kallast full bráðlátir: kubb- um úr mismunandi kössum er raðað saman í þeirri von að úr verði hús. í uglunnar auga bjartar borgir þögnin ristir gat svo blœðir í súpu... „Hcettuleg nálœgð" Annað ungt skáld í særingar- ham er Þorri Jóhannsson í ,JHættuleg nálægð“ sem er hans þriðja bók. Þessi bók hefur nokkra sérstöðu að því leyti, að í henni kemur fram ákveðinn við- leitni til að segja eitthvað svo um munaði um það hvernig heimur- inn er innréttaður - en það er fremur sjaldgæft nú um stundir. Enn sjaldgæfara er, að dómar um heimsósómann séu felldir út frá einhverri „jákvæðri“ hugsjón - hvort sem hennar er leitað í fortíð hagyrðinganna eða útópí- skri framtíð. Þorri er heldur ekki á þeim buxum. Mest fer fyrir an- arkískum frávísunartón í þessum textum: illt er það allt og bölv- að“, lögreglan rembist við að kyrkja mig“, segir á einum stað, þröngt er um lífssveiflur í of- skipulögðum og fjarstýrðum heimi, leiðinlegt í þessu “fjölda- einræði", tíðindalaust. um fyrirfram ákveðnar fjölda- helgar úttroðnar af andskotans fólki segir í „Sunnudagshugsun“. Og ekki er mikil von í þeim sem fara með jákvæðan boðskap á þessum voluðu tímum: Mest munu þeir falsa sjálfa sig í þessari fyrirfram stýrðu veröld. Við þessu óstandi er brugðist með ýmsum hætti. Töluvert er reynt að syngja einskonar svarta- galdur „dökks engils sem þiggur ekki heimboð" - á bak við ásýnd ástarinnar sér í hauskúpur og rotnun og stundum er barasta brugðið á það ráð að henda skít í lýðinn (með hæpnum árangri reyndar). Hin anarkíska heift kemur líka fram í því, að sá gamli Jahve er „tortímandi skrímsli sektarkenndar og refsingar“ og á ný er eflt í „uppreisn englanna" með lofsöng um ljósberann, Sat- an sjálfan, guð nautnanna: „til Heljar við höldum glöð“. Kann- ski er a.m.k. einhver fróun í því að yrkja um þessa platplánetu, léttir í „útstreymi sköpunar og rusls“, eða þá að gefið er blátt áfram einfalt og sakleysislegt svar með lofi um efann: „að efast spyrjandi stanslaust“. í þessari bók eru ýmsir veikir punktar - klifanir, bruðl með staðhæfingar, visst úthaldsleysi, stundum óþægileg tilgerð: („Berskjaldað saklaust margra heima dulið gáfumenni hefur deyft sig á skcljaðri hjákonu sinni“...) En það er samt í þessu unga svartagallsrausi viss þróttur sem kemur í veg fyrir að lesand- anum leiðist, áræðni sem er vel- komin á feimnum tíma og það bætir líka stöðu höfundarins að hann á sér meðfram sjálfshafn- ingu hins reiða vott af sjálfhæðni, sem er væntanlega holl upp á framtíðina: Stend hér og oftast hœttulaus lœt eyða mér hœgt með eigin uppáhaldsfrösum. „Grátóna- regnboginn" „Grátónaregnboginn“ er, að því best verður séð, fyrsta bók Sigurlaugs Elíassonar. Þar er annar uppi: skáldið er maður í leik. Leik að möguleikum orð- anna, þanþoli orðasamband- anna, leik að því að láta ólíka heima skerast, leik að því sjónr- æna. Stundum er þessi leikur nokkuð tómlegur:F3 „af orðspori í sandi skal ég finna þig í fjöru“ segir í einu kvæði í nokk- urnveginn jafnmörgum línum. Allt í lagi, segir maður, en hver er þessi förufundur? En oftar er þessi leikur iðkaður af drjúgri og skemmtilegri hugkvæmni og stækkar heiminn á sinn hátt. Þetta gerist í fyrsta kvæði bók- arinnar, sem er um fjall og jarð- fræðilegar staðreyndir kallast þar á við búlgarskan listamann sem „krossbindur“ kletta og strendur hinumeginn á hnettinum og hvað er svo Jeppi á Fjalli að gera inn í þetta knappa ljóð - er það sjálfs- háð eða hvað? í öðru kvæði „ekki í macondo“ mætast heimsbók- menntirnar og uggvænlegar frétt- ir af vígbúnaði og plássið heima þar sem möstur síldarbáta eru eins og hverjir aðrir tannstönglar í fjarðarkjaftinum. Og það er uggur í þessu kvæði og það er kannski leiðinlegt að vera ekki í suðuramrísku plássi hjá Marqu- ez, þar sem undrin gerast, eða dapurlegt að geta ekki skapað Macondo á sínum Sauðárkróki. Drjúgt kvæði þetta og líka er gaman að ýmsum tilraunum Sigurlaugs með að orð taki á sig lögun hlutar eins og í kvæðinu dauðafæri sem er aðeins þessi orð: þanspenntur kvíðbogi hlað- inn ugg“, sem er þess eðlis að þið vitið ekkert um kvæðið fyrr en þið hafið séð það. Lífdagatal „Lífdagata heitir þriðja ljóða- bók Sveinbjörns I. Baldvinsson- ar. Þar er í einu ljóði Iýst vor- komu, og vorið er skæruliði sem herjar á hvunndagshúsin og von- andi verður árás þess til þess að óbreyttir borgarar yrkja Ijóð sér til varnr. Skömmu síðar hefur það gerst í þessari ljóðræðnu dagbók úr Vogunum að orðvör kona „hefur séð fagurlimaðan huldusvein klofa yflr kókflösku um hábjart- an dag“. Fleiri dæmi eru í þessa átt og segja sitt um grunntón bókarinn- ar. Sem er von eða ósk um að ofur hvunndagslegt umhverfi okkar reynist fullt með ævintýri og skáldskap ef að er gáð, ef við höf- um vitin opin. Þetta rætist ekki alltaf í Lífdögum: stundum er eins og tilefnið í ævintýrið sé of lítið, stundum er sem það hafi ekki tekist að finna þann kjarna í mynd að samlíkingu sem unnið verði úr með árangri. Það getur líka verið að það vanti í þennan kveðskap (og það má sama segja um margar aðrar Ijóðabækur nú um stundir) lífsháskann sem Steinn spurði um fyrir þrjátíu árum. Leikurinn er kannski full stilltur og prúður á stundum. En kosti góða eiga þessi ljóð. Það er í ýmsum smáljóðum, unn- ið vel og nákvæmlega úr einfaldri líkingu án þess að aðskotahlutir komist að: saga húsanna í borg- inni er saga styrjalda, skáldið er pollur og bíður eftir regndropum. Með einföldum ráðum er búið til áleitið leyndarmál (Hvarf) og með geðþekkri hlýju er sagt frá því veraldarundri að skáldi er sonur fæddur. Vinsamlega gam- ansemi á Sveinbjörn einnig til, t.d. í bálkinum um hrakfallabálk- inn sem alltaf kemst upp um, sem öllu klúðrar og borgar þar að auki „hclmingi hærri skatta en bróðir hans úti á Arnarnesi“. Hófstilling ræður hér ríkjum og smekkvísi, það er ekki flanað út í neina vit- leysu - en sem sagt, háski áleitinn er hér ekki. Og eins og hjá svo mörgum, sem setja traust sitt á að tilveran sé skáldleg og skáldið að leika sér: hér gætir vissrar feimni við að bera fram stórar fullyrð- ingar. Allir skóld? Helgi á Hrafnkelsstöðum sagði einu sinni, að allir íslendingar væru skáld á tvítugsaldri, en sem betur fer væru flestir nógu vitrir til að láta ekki á því bera. Látum það svo vera - en sem betur fer eru menn enn „óvitrir“ og mörg ástæða til að fylgjast með því sem fram kemur. Það verða vitanlega ekki dregnar miklar ályktanir af fjórum ljóðakverum. Þó er ég ekki frá því að, dæmin sem nú voru rakin gefi góða vísbendingu: Um vilja til að láta til sín heyra með ráðum, sem fyrir bráðlætis sakir geta brugðist til beggja vona. Um leikgleði sem oft er hugkvæm og um asalausa ræktun hversdagsleikans. En það er af sem stundum var áður, að mælt var með skáldskap sem átti að „efla góðæri“ og breyta heimin- um, að minnsta kosti þeim heimi sem býr í höfuðskeljum lesand- ans. ÁB 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.