Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 1
Kvennaboltinn England Wolves leyst upp? Skuldar 700þúsund. Peningar á leiðfrá Bandaríkjunum? Wolverhampton Wanderers, Wolves eða úlfarnir öðru nafni, hið gamlkunna enska knatt- spyrnufélag, verður að öllum lík- indum leyst upp vegna skulda, samkvæmt úrskurði hæstaréttar- dómara sem kveðinn var upp í gær. Það verða Framarar sem keppa til úrslita í bikarkeppni KSI, þann 25. ágúst n.k.. Þeir sigruðu Þór frá Akureyri á Laug- ardalsvelli í gærkvöldi 3-0, eftir framlengdan leik. Framarar mæta annað hvort ÍBK eða KA í úrslitum, en viðureign þeirra I undanúrslitum fer fram 13. ág- úst. Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti og sóttu látlaust fyrstu 6 mín., en þá fóru Framarar að vakna til lífsins. Á 9. mín. skall- aði Guðmundur Torfason fyrir, en Árni Stefánsson náði að hreinsa frá við tær Guðmundar Steinssonar. 10 mín. síðar varði Baldvin vel skot Guðmundar Steinssonar. Fyrsta færi Þórs fékk Hlynur Birgisson, en í stað þess að skjóta ætlaði hann nær markinu, en varnarmenn náðu að bjarga í horn. Þórsarar voru öllu marksæknari og á 38. mín. komst Félagið skuldar 700 þúsund pund og hæstaréttardómarinn Roy Micklem sagði í gær að rétt- urinn hefði ekki gripið til þessara aðgerða ef líkur hefðu verið á að skuldirnar yrðu gerðar upp. Stephen Thomas, fulltrúi Wol- ves, sagði að forstjórinn Mah- mund A1 Hassan Bhatti væri til- búinn að leggja tæpar 3 miljónir punda í að greiða skuldir félags- ins og koma því á réttan kjöl en seinkun hefði orðið á að pening- arnir bærust frá Bandaríkjunum. Lögmenn Wolves tilkynntu að þeir myndu áfrýja ákvöðrun dóm- stólsins án tafar. Þeir voru bjart- sýnir á að Wolves yrði bjargað og gæti mætt til leiks í 3. deildar- keppninni þann 17. ágúst þegar enska deildakeppnin hefst. Wol- ves féll í 3. deild sl. vetur eftir að hafa leikið í 1. deild veturinn á undan. Talsmenn ensku deilda- keppninnar tilkynntu að ef Wol- ves yrði leyst upp yrðu liðin í 3. deild 23 í stað 24, engu yrði bætt við. Tommy Docherty, fram- kvæmdastjórinn kunni sem Wol- ves leysti frá störfum í lok síðasta keppnistímabils, sagði f gær: „Þessar fréttir koma mér síður en svo á óvart, það var búið að stefna í þetta lengi. Ég fékk aldrei neina peninga til umráða til kaupa á leikmönnum og gat ekki einu sinni fengið til mín leikmenn sem voru með frjálsa sölu.“ Aðdáendur Wolves um allan heim bfða vafalítið spenntir eftir framvindu mála en félag þeirra er eitt það þekktasta í ensku knatt- spyrnunni og var stórveldi á sjötta áratugnum. -VS/Reuter Ómar Torfason í einu af fjölmörgum færum sínum í leiknum við Þór í gærkvöldi. Hér skaut hann rétt framhjá Þórsmarkinu en félagi hans, Guðmundur Torfason sem skoraði fyrsta mark Fram fylgist með lengst til vinstri. Mynd: Ari. Bikarinn Fram-lenging! Framarar skoruðu þrisvar í framlengingu ogsendu Þórsara tómhenta norður. Mœta ÍBK og KA þann 25. ágúst. Hlynur einn innfyrir og mátti Friðrik Friðriksson hafa sig allan við að verja skot hans. Síðari hálfleikurinn var eign Framara. Aðeins einu sinni kom- ust Þórsarar í færi og þá bjargaði Friðrik með úthlaupi. Örn fékk 1. færi Framara. Með mikilli bar- áttu komst hann inn í vítateig og skaut, en Baldvin sveif í hornið og náði að slá boltann í horn. Það var þó Ómar Torfason sem var í sviðsljósinu. Hann fékk fjöldann af góðum marktækifærum, en oftast hitti hann ekki markið, Baldvin varði vel einu sinni, og nokkru sinnum hitti Ómar bolt- ann illa eða alls ekki. Fyrst var það skalli rétt framhjá, síðan tók hann sér of langan tíma og Árni Stefánsson náði að hreinsa. Aftur skallaði hann framhjá, þá kom skot framhjá úr góðu færi og loks varði Baldvin. Örn fékk síðasta færið, en skot hans fór framhjá marki Þórs og leiktíminn rann út og þurfti því að framlengja leikinn. Nýtni Framara var öll önnur og betri í framlengingunni. Strax á 2. mín. framlengingar kom 1. markið. Pétur sendi fyrir, þar var Ómar og skallaði til Guðmundar Torfasonar, sem renndi knettin- um í netið. 2. markið kom á 102. mín.. Guðmundur Torfason sendi inn í vítateiginn og þar kom Pétur Ormslev á fullri ferð og skoraði af öryggi. Ómar fékk sendingu frá Erni á 105. mín., en náði illa til boltans og skaut fram- hjá. Á 118. mín. var Nói Björns- son í ákjósanlegu færi, en Friðrik átti ekki í vandræðum með að verja laust skot hans. Boltinn var sendur fram og þar vann Ómar návígi við varnarmenn og skall- aði á Örn sem var í mjög góðu færi. Örn nýtti færið og gull- tryggði sigurinn. Á síðustu mín- útu leiksins átti Kristinn Jónsson möguleika á að auka við marka- töluna, en Baldvin varði. Leikurinn var frekar daufur mest allan tímann og var ekki að sjá á leikmönnum að hann væri þýðingarmikill. Það var ekki fyrr en að 1. markið kom sem að að- eins lifnaði yfir þeim. Framarar voru mun sterkari og áttu sigur- inn skilinn. Þeir áttu þó að vera búnir að tryggja sér hann fyrr. „Það var agalegt að ná ekki að skora nokkur mörk úr öllum þessum færum" sagði Ómar Torfason eftir leikinn. „Ég er þó ánægður með sigurinn og með það hafa hafa lagt upp 2 mörk, þetta var sanngjarnt“ bætti hann við. Ómar kemur til með að spila sinn fyrsta úrslitaleik í bikar- keppni í haust, en það verður 10. úrslitaleikur Fram, og hafa þeir unnið fjóra þeirra. Bestir Fram- ara voru þeir Viðar Þorkelsson og Örn Valdimarsson. Þá voru þeir Sverrir Einarsson og Pétur Ormslev traustir, og aðrir góðir. Þórsarar eru úr leik, og hafa þeir ekki áður náð svona langt í bikarkeppninni. Bestir þeirra voru þeir Jónas Róbertsson og Árni. Óskar var einnig mjög góð- ur og aðrir börðust vel þó ekki hafi það dugað að þessu sinni. Dómari var Kjartan Ólafsson og dæmdi hann þokkalega að við- stöddum 1350 áhorfendum. -gsm England Biimingham sektað Leeds beitt viðurlögum Birmingham City var í gær sektað um 5 þúsund pund af enska knattspyrnusambandinu fyrir óeirðir sem brutust út á leik liðsins gegn Leeds í 2. deild þann 11. maí og leiddu til þess að vegg- ur hrundi og einn lét lífíð. Leeds slapp við sekt en verður beitt viðurlögum, þar sem áhang- endur liðsins áttu þátt í óeirðun- um, og beinast að því að gera stuðningsmönnum þess erfitt fyrir að sækja útileiki liðsins. For- maður Birmingham, Keith Co- ombs, sagðist steini lostinn yfir þessari niðurstöðu og sagði að fé- lagið myndi áfrýja dómnum. -VS/Reuter Valur mætir ÍA Það verða Valur og ÍA sem leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu annað árið í röð. Valsstúlkurnar, handhafar bikarsins, náðu að sigra KR 1-0 á Valsvellinum í síðari undanúr- slitalcik keppninnar í gærkvöldi. Það var lítið um færi í fyrri hálf- leiknum en Valur alltaf sterkari aðilinn. KR hóf seinni hálfleik af krafti og Ragnhildur Rúriksdótt- ir komst í dauðafæri en skaut yfir. Síðan tók Valur völdin og mark lá lengi í loftinu. Kristín Arnþórs- dóttir komst í mjög gott færi og skaut framhjá áður en hún skoraði sigurmark Vals skömmu fyrir leikslok eftir varnarmistök KR-stúlkna. Ekki sannfærandi leikur Vals- stúlkna og þær verða að leika miklu betur til að sigra Í A í úrslit- unum. Kristín átti skárstan leik en hjá KR stóð Arna Steinsen sig best. -HRA Grand Prix Forysta Einars naum Forysta Einars Vilhjálmssonar í Grand Prix keppninni í frjálsum íþróttum er aðeins eitt stig eftir Bislet-leikana í Osló um helgina. Kanadíski grindahlauparinn Mark McCoy hefur verið óstöðv- andi undanfarið og er nú kominn með 42 stig en Einar hefur 43. Efstu menn eru eftirtaldir: 1. Einar Vilhjálmsson, Islandi....43 2. Mark McCoy, Kanada.............42 3. Steve Scott, Bandaríkjunum.....38 4. Mark Rowe, Bandaríkjunum.......35 5-7. Doug Padilla, Bandaríkjunum...34 5-7. Aleksandr Krupskiy, Sovétríkj.34 5-7. Gyorgy Bakos, Ungverjalandi...34 8-9. Tom Petranoff, Bandaríkjunum..32 8-9. Sydney Maree, Bandarlkjunum...32 10. Steve Cram, Bretlandi..........30 Konur: 1. Stefka Kostadinova, Búlgaríu....45 2. Judi Brown-King, Bandaríkjunum..40 3. Louise Ritter, Bandaríkjunum....39 4. Genowefa Blaszak, Póllandi......36 5. Ingrid Kristiansen, Noregi......32 —VS/Reuter Drengjaliðið Svíar unnu íslcnska drengjalandsliðið byrjaði ekki vel á Norðurlandamótinu sem hófst í Noregi í gær. Það tapaði 3-0 fyrir Svíum í fyrstu umferð, staðan var 1-0 í hálfleik. ísland leikur við Danmörku í kvöld en Danirnir töpuðu 2-0 fyrir Norð- mönnum í gser. - VS. UMSJÓN: VfÐIR SIGURÐSSON Þriðjudagur 30. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.