Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
4. deild
Reynir Á. og Sindri í
úrslK á markatölunni
Úrslit alls staðar ráðin, Augnablik og Vaskur komust líka
áfram. Valur skoraði öll 4fyrir Hafnir, Loftur 3 fyrir Hauka,
Ingvar 3 fyrir Svarfdœli og Sigurður 3 fyrir Tjörnesinga
E-riðli:
Úrslitin eru ráðin í riðlakeppni 4.
deildarinnar í knattspyrnu. Fyrir f
leiki helgarinnar voru ÍR og Hafnir
búin að tryggja sér saeti í úrslita-
keppninni og um helgina bættust
Augnahlik, Reynir Árskógsströnd,
Vaskur og Sindri í hópinn. ÍR, Hafnir
og Augnablik berjast um eitt sæti í
SV-riðli 3. deildar og Reynir, Vaskur
og Sindri um eitt sæti í NA-riðli 3.
deildar.
A-riðill:
LeiknirR.-Léttir..................6-0
Grótta-Grundarfjörður.............2-1
Leiknismenn náðu að sigra í síðasta
leiknum og komust uppfyrir Létti.
Magnús Bogason 2, Jóhann Viðars-
son, Engilbert Runólfsson, Atli Þór
Þorvaldsson og Hallur Magnússon
skoruðu mörkin.
Gunnar Tryggvason kom Grund-
firðingum yfir en Gróttan vann að
iokum og skoraði Sverrir Herberts-
son annað mark Seltirninga úr víta-
spyrnu.
B-riðill:
Stokkseyri-ÞórÞ.....................3-2
Hveragerði-Mýrdælingur..............5-0
Afturelding-Hverageröi..............4-2
Mýrdælingur-Hafnir..................0-4
Valur ingimundarson, körfuknatt-
leiksmaður skoraði öll 4 mörkin fyrir
Hafnapilta í Mýrdalnum, í grenjandi
rigningu og 7 vindstigum.
Gunnar Einarsson 2, Páll Guðjóns-
son, Ólafur „Únsi“ Jósefsson og Stef-
án Halldórsson gerði mörk Hver-
gerðinga gegn Mýrdælingi.
Stefán kom síðan meira við sögu
þegar Afturelding sigraði Hveragerði
á laugardaginn, var þá rekinn útaf.
Friðsteinn Stefánsson skoraði þá 2
mörk fyrir Aftureldingu, Lárus Jóns-
Staöan
I 4. deildarkeppninni í knattspyrnu:
A-riðill - lokastaða:
ÍR .10 10 0 0 40-8 30
Grótta .10 7 1 2 24-15 22
Vlkverji: .10 5 0 5 17-20 15
Grundarfjörður.... .10 4 1 5 17-24 13
LeiknirR .10 12 7 19-25 5
Léttir .10 1 0 9 11-36 3
B-riðill - lokastaða:
Hafnir .10 8 2 0 32-6 26
Afturelding . 10 6 2 2 43-19 20
Hveragerði . 10 4 3 3 20-16 15
Stokkseyri . 10 4 1 5 32-21 13
ÞórÞ ... 10 3 2 5 25-27 11
Mýrdælingur . 10 0 0 0 4-67 0
C-riðill:
Augnablik ...9 7 2 0 32-12 23
Árvakur ... 10 7 1 2 28-17 22
Haukar ...9 4 2 3 18-17 14
Snæfell ... 10 2 3 5 11-17 9
ReynirHn ...10 1 4 5 14-22 7
Bolungarvík ... 10 1 2 7 11-29 5
D-riðill:
ReynirÁ ...10 7 1 2 26-10 22
Hvöt ... 10 7 1 2 21-10 22
Svarfdælir ...9 4 2 3 14-13 14
Skytturnar ...9 4 0 5 22-18 12
Geislinn ... 10 3 2 5 23-19 11
Höfðstrendingur.. ... 10 1 0 9 6-42 3
E-riðill:
Vaskur ...9 7 2 0 35-8 23
Tjörnes ...9 5 3 1 30-15 18
Árroðinn ...9 4 1 4 19-15 13
Bjarmi ... 10 4 0 6 12-31 12
UNÞ.b ... 10 2 2 6 15-35 8
Æskan ...9 2 0 7 17-24 6
F-riðill - lokastaða:
Sindri .10 6 4 0 31-9 22
Neisti . 10 7 1 2 28-13 22
Hrafnkell . 10 6 3 1 26-14 21
Höttur . 10 4 1 5 13-17 13
Súlan . 10 2 1 7 16-19 7
Egillrauði . 10 0 0 0 11-53 0
Markahæstir:
Garöar Jónsson, Hvöt
JónGunnarTraustason, Geisla 13
Jón Hreiðarsson, Þór Þ 11
Magnús Hreiðarsson, Tjörnesi.. 11
Páll Rafnsson, iR. 11
Sigurður Halldórsson, Augnabl. 11
ÞrándurSigurösson, Sindra.. 11
son og Hafþór Kristjánsson eitt hvor
en Ólafur og Páll skoruðu fyrir
Hveragerði
Jón Hreiðarsson og Ármann Sig-
urðsson komu Þórsurum í 0-2 í fyrri
hálfleiknum á Stokkseyri en í seinni
hálfleik skoruðu Marteinn Árel-
íusson, Halldór Vjðarsson og Páll
Leó Jónsson og tryggðu heima-
mönnum sigur og sæti fyrir ofan Þór.
C-riðill:
Haukar-Árvakur.....................4-1
Bolungarvík-Snæfell................2-1
ReynirHn.-Snæfell..................1-2
Haukarnir sendu Augnablik í úr-
slitin með því að mala Árvakur á
Hvaleyrarholtinu á föstudagskvöld-
ið. Loftur gamli Eyólfsson var í aðal-
hlutverki og skoraði 3 mörk en Þór
Hinriksson gerði eitt. Árvakur fékk
vítaspyrnu í leiknum og úr henni
skoraði bakvörðurinn Grétar Guð-
mundsson sitt fyrsta mark á ferlinum.
Snæfellingar sóttu 3 stig á Vestfirði
en urðu fyrst fyrstir til að tapa fyrir
Bolvíkingum. Kristinn Gunnarsson
og Magnús Ó. Hanson skoruðu fyrir
heimamenn en Sigurður Sigurþórs-
son fyrir Snæfell. En Hólmarar náðu
að vinna Hnífsdælinga á ísafirði,
Oddur Jónsson gerði mark Reynis en
Ólafur Sigurðsson og Jóhann Jón ís-
leifsson skoruðu fyrir Snæfell.
D-riðill:
Hvöt-Geislinn.......................3-1
Svarfdælir-Höfðstrendingur.......... 3-0
ReynirÁ.-Skytturnar.................3-1
Reynir komst f úrslit á markatölu,
Hvöt hefði þurft sex mörk til viðbótar
gegn Geislanum. Garðar Jónsson
skoraði 2 og Ásgeir Valgarðsson eitt
en Haraldur V. Jónsson svaraði fyrir
Geislann.
Örn Viðar Arnarson skoraði 2
marka Reynis gegn Skyttunum og
Björn Friðþjófsson eitt, en Jón
Tryggvi Jóhannsson gerði mark
Siglufjarðarliðsins.
Ingvar Jóhannsson afgreiddi Höfð-
strendingana nánast uppá eigin spýt-
ur, hann skoraði öll 3 mörk Svarf-
dæla.
Það má segja að úrslitin í 1.
deild kvenna séu ráðin eftir sigur
ÍA á Breiðabliki, 2-1, að við-
stöddum 400 áhorfendum á Akra-
nesi í fyrrakvöld. ÍA hefur unnið
alla sína leiki, Breiðablik tvisvar,
og það er ekki líklegt að Skaga-
stúlkurnar tapi 6 stigum í þeim
fjórum leikjum sem þær eiga
eftir, gegn KA heima og Þór, KR
og ÍBK á útivelli.
Sigur í A í fyrrakvöld var sann-
gjarn. Skagastúlkurnar voru á-
kveðnari og sköpuðu sér mun
fleiri færi en Kópavogsliðið og
uppskáru samkvæmt því. Breiða-
blik byrjaði þó betur en ÍA náði
smám saman betri tökum á
leiknum og fljótlega fékk ÍA vít-
aspyrnu þegar Laufey Sigurðar-
dóttir var felld. Ragnheiður Jón-
asdóttir skoraði úr spyrnunni, 1-
0, og hún og Laufey hefðu báðar
getað bætt við mörkum fyrir hlé.
Á 7. mínútu seinni hálfleiks var
Ragnheiður aftur á ferðinni. Skot
utan vítateigshorns og boltinn
hafnaði í fjærhorninu. Fallegt
mark, 2-0. Blikastúlkurnar press-
uðu talsvert eftir þetta, Ásta B.
vaskur-Æskan Bjarmi-Árroöinn .; 4-2 2-1
Tjörnes-UNÞ.b 6-1
Vaskarnir gulltryggðu sig í úrslitin
með sigrinum á Æskumönnum sem
þó náðu tvisvar forystunni með mörk-
um Jóhannanna tveggja, Sævars-
sonar og Brynjarssonar. En Valdimar
Júlíusson og Jónas Baldursson (víti)
jöfnuðu jafnharðan og síðan skoruðu
Gunnar Berg Gunnarsson og Hjörtur
Unnarsson og gerðu útum leikinn og
riðilinn.
Sigurður Illugason og Magnús
Hreiðarsson sáu um flest mörk Tjör-
nesinga að vanda, Sigurður 3 og
Magnús 2 að þessu sinni. Baldur Ein-
arsson komst líka á blað en Kristján
Ásgrímsson gerði niark Axarfjarð-
arpiltanna.
Hið óútreiknanlega lið Bjarmans
vann Árroðann öðru sinni. Sigurður
Skarphéðinsson og Vilhjálmur Jón
Valtýsson skoruðu fyrir Fnjóskadals-
liðið en Friðrik Jónasson fyrir Árroð-
an.
F-riðill:
Sindri-Höttur....................3-0
Hrafnkell-Egill rauði............7-1
Höttur-Súlan.....................1-0
Markatalan réði úrslitum milli
Suðurfjarðarliðanna Sindra og
Neista. Með 3-0 sigrinum á Hetti var
Sindri með trygga stöðu, Neisti þurfti
þá að vinna Súluna með 8 mörkum,
en aðeins mark Andrésar Skúlasonar
skildi liðin að. Fyrir Sindra skoruðu
Þrándur Sigurðsson, Elvar Grétars-
son og gamla brýnið Grétar Vilbergs-
son.
Hrafnkell hafnaði aðeins stigi á
eftir Sindra og Neista þannig að engu
mátti muna. Sjö mörk gegn Agli
rauða, og sjö markaskorarar. Bræð-
urnir Vignir, Erlingur og Ríkharður
Garðarssynir skoruðu allir en hinir úr
fjölskyldunni, Hlynur og Hilmar,
komust ekki á blað. Ingólfur Arnar-
son, Þorvaldur Hreinsson, Magnús
Ásgrímsson og Sverrir Unnarsson sáu
um hin mörkin. Örn Rósmann Krist-
jánsson skoraði mark Norðfjarðar-
liðsins. -hs/K&H/VS
Gunnlaugsdóttir komst í gott færi
en skaut rétt framhjá Skaga-
markinu. Þegar korter var eftir
fylgdi Magnea H. Magnúsdóttir
þegar samherji hennar skaut í
þverslá og skoraði af stuttu færi,
2-1. Spenna í leiknum eftir það,
en ÍA var nær þí að skora ef
eitthvað var.
Á Akureyri unu bæði heima-
liðin örugga sigra á botnliði ís-
firðinga um helgina. Þór vann
ÍBÍ 4-0 á laugardagsmorguninn,
fyrir fótaferðartíma, og skoraði
Ánna Einarsdóttir 2 mörk og
Inga Huld Pálsdóttir eitt en eitt
var sjálfsmark. Á sunnudaginn
vann síðan KA sigur á ÍBÍ, 1-0,
og var það í minnsta lagi miðað
við gang leiksins. Borghildur
Freysdóttir skoraði markið sem
skildi liðin að.
Staðan í 1. deild:
ÍA 10 10 0 0 43- 5 30
Breiðablik 9 7 0 2 40- 8 21
ÞórA 10 6 0 4 19-19 18
Valur 9 4 0 5 23-14 12
KA 9 4 0 5 9-16 12
KR 10 4 0 6 16-25 12
IBK 9 3 0 6 9-42 9
IBÍ 10 0 0 10 5-35 0
-sh/K&H/VS
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júlí 1985
Kvennaboltinn
Úrslit ráðin?
ÍA á lygnum sjó eftir sanngjarnan sigur
á Breiðabliki. Tvö mörk Ragnheiðar.
1. deild konur karlar samtals 1.UMSK 2. deild 71 94,5 165,5 1.USAH 3. deild 46 74,5 120,5
1.ÍR 69 86 155 2.KR 63 85,5 148,5 2.HSÞ 47 43,5 90,5
2. HSK 65 55 120 3. UMSB 61 58 119 3.HVÍ 47 31 78
3. FH 51 66 117 4.UMFK 39 71,5 110,5 4. HSÞ 21 55 76
4. Ármann 38 73 111 5. UMSS 31,5 58 89,5 5. HSS 38 32,5 70,5
R IIMQF 9ft 70.5 46.5 98.5 89.5 6. USVH 28,5 28,5 57 6.UDN 21 42,5 13 63,5 44
6. UÍA 43 7. USÚ 31
[R-ingar-bikarmeistarar14.áriðíröð.Liðþeirraskipuðu:BirgirÞ.Jóakimsson, EvaSif Heimisdóttir, Jóhann Jóhannsson, Gísli Sigurðsson, Stefán Þór Stefánsson, Bryndís
Hólm, Oddný Árnadóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Margrét Oskarsdóttir, Gunnar Birgisson, Guðbjörg Svansdóttir, Óskar Thorarensen. Gunnar Páll Jóakmisson, Gunnlaugur Grettis-
son, Jón H. Magnússon, Friðrik Þór Óskarsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, Þorsteinn Þórsson og Hafsteinn Óskarsson. Þjálfari, lengst til hægri, er Guðmundur Þórarinsson. Mynd: Ari.
Bikarkeppni FRÍ \
Fjórlán í röð!
x i
IR-ingar óstöðvandi, bœttu heimsmetið. Aðalsteinn vann 4 greinar og tryggði einnig
boðhlaupssigur, en UMSEféll samt ásamt UIA. UMSK og KR í 1. deild ístaðinn, USAH
og HSÞ Í2. deild ístað UMSS og USVH
ÍR-ingar halda sínu striki í bikarkeppni FRI.
Þeir sýndu og sönnuðu á Laugardalsvellinum um
helgina að þeir eiga enn besta frjálsíþróttalið
landsins og undirstrikuðu það með því að sigra
bæði í kvenna- og karlakeppninni. Fjórtánda árið í
röð sem ÍR vinnur keppnina og mun það vera
bæting á heimsmeti sem liðið setti í fyrra er það
vann í 13. sinn.
Af 33 greinum unnu ÍR-ingar sigur í 13 og voru
oftast í öðru eða þriðja sæti í hinum tuttugu.
Bryndís Hólm og Oddný Árnadóttir unnu þrjá
sigra hvor - Bryndís kastaði spjóti 43,84 metra,
hljóp 100 m grindahlaup á 15,37 sek., og stökk
5,89 m í langstökki. Oddný hljóp 400 metra á
55,96 sek., 100 metra á 12,30 sek., og lokst 200
metra á 25,22 sek.. Jóhann Jóhannsson sigraði í
200 m hlaupi á 22,45 sek., Gunnlaugur Grettisson
í hástökki með 2 metra, Gísli Sigurðsson í 110 m
grindahlaupi á 14,9 sek., og Margrét Óskarsdóttir
í kringlukasti með 43,14 metra. ÍR vann síðan 3
boðhlaup af fjórum.
HSK hafnaði í öðru sæti en vann þó aðeins sigur
í tveimur greinum. Soffía Gestsdóttir kastaði kúlu
13,43 metra og Þórdís Gísladóttir stökk 1,80 metra
í hástökki. En jafn og góður árangur færði Árnes-
ingunum annað sætið.
FH vann 8 greinar og þar var Eggert Bogason
fremstur í flokki. Kúlunni varpaði hann 16,78
metra, sleggjunni þeytti hann 53,94 metra og
kringlunni þeytti hann 55,24 metra. Jón Diðriks-
son vann 3000 m hindrunarhlaup á 9:24,05 mín. og
1500 mhlaupá 4:06,51 mín.. Rut Ólafsdóttir vann
8000 m hlaup á 2:18,75 mín., Sigurður P. Sig-
mundsson 5000 m hlaup á 15:35,52 mín., og Sig-
urður T. Sigurðsson stangarstöíck með 5 metra
slétta.
Ármenningar unnu fjórar greinar. Kristján
Harðarson stökk 7,25 metra í langstökki, Martha
Ernstsdóttir vann 1500 m hlaup á 4:47,61 mín.,
Sigurður Einarsson kastaði spjóti 74,58 metra og
Guðmundur Skúlason hljóp 800 metra á 1:55,80
Friðrik Þór Óskarsson, þrístökkvarinn gamalkunni úr (R,
keppti í sautjánda sinn í bikarkeppninni. Hann hafnaði í
öðru sæti, stökk 14,32 metra. Mynd: Ari.
UMSE vann 6 greinar og Aðalsteinn Bern-
harðsson átti þar stærstan hlut að máli. Fyrst vann
hann 400 m grindahlaup á 53,84 sekúndum á
laugardeginum. Á sunnudaginn fór hann síðan
hamförum. Hann vann óvæntan sigur í þrístökki,
stökk 14,57 metra, hljóp 100 metra á 10,80 sek.,
vann 400 m hlaup á 48,60 sek., og klykkti út með
því að vinna upp 15 metra forskot ÍR-inga og
tryggja sveit UMSE sigur í 1000 m boðhlaupi karla
á 2:01,34 mín.. Valdís Hallgrímsdóttir vann 400 m
grindahlaup kvennaá 63,05 sek., en UMSE mátti
samt sem áður sætta sig við fall í 2. deild ásamt
UÍA, en keppendur Austfirðinga náðu ekki sigri í
neinni grein.
Öruggt hjá UMSK
UMSK sigraði örugglega í 2. deildinni í Keflavík
og flyst uppí 1. deildina ásamt KR. KR-ingar
mættu með harðsnúið lið til leiks en breiddin var
mun meiri hjá UMSK sem átti sigurvegara í 16
greinum af 33. Svanhildur Kristjónsdóttir vann
flestar, þrjár, og Hannes Hrafnkelsson og Fríða
Rún Þórðardóttir unnu tvær hvor. UMSK vann
síðan öll fjögur boðhlaupin og það vóg þungt þeg-
ar upp var staðið.
Oddur Sigurðsson sigraði í 4 greinum fyrir KR,
Helga Halldórsdóttir í þremur, Guðrún Ingólfs-
dóttir og Hreinn Halldórson í tveimur hvort og
Kristján Gissurarson í einni. Hörkulið, og gaman
að sjá Hrein í keppni á ný en hann vann bæði
kúluvarp og kringlukast.
Aðrir sigurvegarar komu frá UMSB, þrír, einn
frá UMFK og einn frá UMSS. Þeirra á meðal var
íris Grönfeldt sem vann spjótkastið fyrir UMSB
með miklum yfirburðum eins og vænta mátti.
UMSS og USVH urðu í tveimur neðstu sætunum
og falla í 3. deild.
Heimasigur
Keppni í 3. deild fór fram á Blönduósi og USAH
varð ekki skotaskuld úr því að sigra á eigin heima-
velli. Kastarinn kunni, Helgi Þór Helgason, færði
Austur-Húnvetningunum flest stig með því að
sigra í öllum þremur kastgreinunum. HSÞ flystu
uppí 2. deildina ásamt USAH.
Dagbjört Leifsdóttir, HVÍ, stóð sig best í
kvennakeppninni en hún sigraði í tveimur grein-
um. Þátttökulið voru 7 og fjögur heltust því úr
lestinni en upphaflega var reiknað með 11 liðum.
-hs/VS
3. deild
Landsliðsmarkverð-
imir láku!
Þorsteinn ogÁrnifengu á sigslæm mörk þegar Magni varð fyrsturað
sigra Tindastól. Heimirinná ogskoraði2fyrir Selfoss. Markmaður
Vals skoraði. Rauttspjald í Ólafsvík.
NA-riðill
Magni-Tindastóll 2-1 (1-1)
Þar kom að því að Tindastóll tapaði
og eftir þessi úrslit á Grenivík stendur
Magni best að vígi til að komast í 2.
deild. Þetta var jafn baráttuleikur,
Sauðkrækingar áttu sigurmöguleika
til jafns við heimamenn - en öll þrjú
mörkin i leiknum var hægt að skrifa á
gömlu landsiiðsmarkverðina, Þor-
stein Ólafsson hjá Magna og Árna
Stefánsson hjá Tindastóli! Magni tók
forystuna þegar Árni átti misheppnað
úthlaup útúr vítateignum, hann missti
af boltanum og Bjarni Gunnarsson
komst framhjá honum og skoraði
auðveldlega, 1-0. í lok fyrri hálfleiks
skoruðu svo heimamenn sjálfsmark;
skalli varnarmanns utanúr vítateig,
Þorsteinn misreiknaði boltann sem
laumaðist í markhornið, 1-1. Um
miðjan síðari hálfleik fékk svo Magni
sína einu hornspyrnu í leiknum og
uppúr henni skoraði Heimir Ásgeirs-
son sigurmarkið, 2-1.
Leiknir-HSÞ.b 4-2 (2-2)
Fáskrúðsfirðingar, sem unnu 4.
deildina í fyrra, eru enn með í barátt-
unni um 2. deildarsæti eftir þennan
sigur á botnliði Mývetninga sem nálg-
ast óðum 4. deildina. HSÞ.b fékk
snemma vítaspyrnu sem þjálfari liðs-
ins og framkvæmdastjóri Kísiliðjunn-
ar, Róbert Agnarsson, skoraði úr, 0-
1. Óskar Ingimundarson þjálfari
Leiknis jafnaði, 1-1, en þá gerði
Hörður Benónýsson fallegt mark
fyrirHSÞ.b, 1-2. Gunnar Guðmunds-
son jafnaði fyrir hlé og í seinni hálf-
leiknum skoruðu þeir Óskar og
Steinþór Pétursson og tryggðu Leikni
sanngjarnan 4-2 sigur.
Valur Rf.-Huginn 4-0 (3-0)
Einn af úrslitaleikjum fallbarátt-
unnar og langþráður sigur hjá
Reyðfirðingum, sá fyrsti síðan í fy rstu
umferðinni og þeir höfðu tapað 7
leikjum í röð. Úrslitin voru ráðin í
hálfleik, Lúðvík Vignisson hafði þá
skorað 2 mörk fyrir heimamenn og
Jón Sveinsson eitt. Gústaf Ómarsson
hóf seinni hálfleikinn á því að skjóta í
stöng úr vítaspyrnu og honum var
refsað með því að markverðinum,
Björgvini Pálssyni, var falið að taka
næstu vítaspyrnu sem gafst ekki
alllöngu síðar. Björgvin skoraði úr
henni af öryggi og innsiglaði sætan
sigur Vals. Tvö lið falla úr riðlinum í
4. deild í ár þannig að keppnin á botn-
inum er geysihörð.
Þróttur N.-Austri 0-0
Fastir liðir eins og venjulega hjá
Þrótturum, sterkari aðilinn en ekkert
gekk uppvið mark Eskfirðinga. Og
þeim tókst ekki einu sinni að nýta sér
að vera manni fleiri síðasta hálftím-
ann eftir að hinn röggsami Eiríkur
Stefánsson hafði vísað Sigurjóni
Kristjánssyni af leikvelli fyrir að
sparka í Þróttara. Möguleikar Austra
á 2. deildarsæti eru nú úr sögunni og
Þróttarar mega enn gæta sín á neðstu
liðunum.
SV-riðill
ÍK-Selfoss 1-4 (1-1)
Selfyssingar þurfa aðeins einn sigur
í síðustu þremur leikjunum til að
tryggja sér 2. deildarsætið og miðað
við seinni hálfleikinn hjá þeim í Kópa-
vogi á laugardaginn er það aðeins
formsatriði. Leikurinn var í járnum
lengi vel, ÍK tók forystuna þegar Þórir
Gíslason skoraði á 16. mínútu eftir
skemmtilega sókn. Tíu mínútum síðar
jafnaði Sumarliði Guðbjartsson með
tignarlegum skalla, 1-1. Heimir
Bergsson kom inná hjá Selfyssingum í
hálfleik og gjörbylti leiknum. Aðeins í
annað skiptið sem þessi gamalkunni
leikmaður kemur inná í sumar, en á
56. mínútu skoraði hann með góðum
skalla, 1-2, og potaði síðan boltanum í
mark Kópavogsliðsins af nokkurra
sentimetra færi skömmu síðar, 1-3.
Þar með voru úrslitin ráðin og þegar
nokkrar mínútur voru eftir slapp Jón
Birgir Kristjánsson einn uppað marki
ÍK og skoraði fjórða markið. Selfyss-
ingar eru því enn taplausir en ÍK tap-
aði þarna i fyrsta sinn í níu leikjum,
eða síðan 25. maí í vor.
Víkingur Ó.-Reynir S. 0-3 (0-3)
Sandgerðingar mættu ekki með sitt
sterkasta lið til Ólafsvíkur en voru
samt ekki í vandræðum með að
tryggja sér 3 stig og eiga enn örlítinn
vonarneista um 2. deildarsæti. Vík-
ingar færast hinsvegar enn nær 4.
deildinni. Ari Haukur Arason
skoraði fyrsta mark leiksins og Pétur
Brynjarsson fyrirliði Reynis -bætti
öðru við. Loks skoraði Hermann
Karlsson (sonur Karls Hermanns-
sonar þjálfara og fyrrum landsliðs-
manns) áður en fyrri hálfleikurinn var
úti. Einum Reynismanna var vísað af
leikvelli seint í leiknum - Þórður
Þorkelsson var of ákafur við að
heimta vítaspyrnur og Óli Ólsen
sendi hann beina leið í sturtu.
Grindavík-HV 1-0 (1-0)
„Við vorum heppnir,” sagði Grind-
víkingurinn Einar Jón Ólafsson og
HV hefði hæglega getað hirt öll þrjú
stigin en nýtti ekki fjölmörg dauða-
færi. Hallgrímur Sigurjónsson tryggði
hinsvegar Grindvíkingum sigur og
fræðilegan möguleika á 2. deildarsæti
- skoraði með góðu skoti af vítateig.
Síðustu 10 mínúturnar sótti HV
grimmt og fékk nokkur dauðafæri en
heimamenn sluppu með skrekkinn.
Leik Stjörnunnar og Ármanns var
frestað.
-VS
Staðan
I 3. deildarkeppnlnni I knattspyrnu:
SV-riðÍll:
Selfoss.......11 8 3 0 29- 9 27
Grindavík.....11 6 2 3 21-14 20
ReynirS.......10 5 2 3 21-11 17
Stjarnan......10 4 3 3 10-15 15
ÍK........... 11 2 6 3 15-16 12
HV............11 3 2 6 15-18 11
Ármann........ 9 3 15 11-14 10
VlkingurÓ.....11 1 1 9 9-34 4
Markahœstir:
Ari Haukur Arason, Reyni............9
Símon Alfreðsson, Grindavík.........6
Elís Víglundsson, HV................6
Hjálmar Hallgrímsson, Grindavík.....5
Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi....5
NA-riðill:
Magni 12 8 2 2 24-14 26
Einherji 11 7 2 2 22-13 23
Tindastóll 11 6 4 1 15- 6 22
LeiknirF 12 7 1 4 18-16 22
Austri 12 4 6 2 21-12 18
Þróttur N 12 3 3 6 17-16 12
ValurRf 1 1 2 2 7 13-23 8
Huginn 12 2 2 8 11-26 8
HSÞ.b 11 1 2 8 13-28 5
Markahœstir:
Bjarni Kristjánsson, Austra..........8
EirikurSverrisson, Tindastól.........8
HeimirÁsgeirsson.Magna...............6
Óskarlngimundarson, Leikni...........6
Ari Hallgrímsson, HSÞ.b............. 5
BjarniGunnarsson, Magna..............5
Lúðvík Vignisson, Val................5
Björn Björnsson, (K, og Ingólfur Jónsson, Selfossi, með boltann á milli sín, Guðjón Guðmundsson þjálfari ÍK fylgist með.
Ingólfur og félagar höfðu betur og eru næsta öruggir með 2. deildarsæti. Mynd: Ari.
Þriðjudagur 30. júlí 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA ú 1