Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 4
2. deild Fljótir úr fall- sætinu UMFN-Leiftur 2-0 (1-0) ** Eftir að hafa setið eina nótt í fallsæti 2. deildarinnar rifu Njarðvíkingar sig uppí áttunda sætið á ný með þýðingarmiklum sigri á Ólafsfirðingum sem sitja því einir á botninum á ný. Njarðvíkingar voru mun betri aðilinn lengst af og sigurinn var verðskuldaður. Jón Halldórsson átti skalla rétt framhjá Leiftursmarkinu á 10. mínútu og tíu mínútum síðar átti hann stór- an þátt í fyrra markinu í leiknum. Hann braust upp kantinn og sendi fyrir mark Leifturs, Helgi Akureyringur Jóhannsson ætlaði að hreinsa frá en sendi boltann í eigið mark, 1-0. Þegar 7 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik munaði minnstu að Leiftur jafnaði. Helgi Ól- afsfirðingur Jóhannsson átti þá þrumuskot í þverslá. En fimm mínútum síðar kom seinna mark heimamanna, Guðmundur Sig- hvatsson skallaði í netið, dett- andi, eftir innkast, 2-0. Leifturs- menn reyndu að klóra í bakkann og komust næst því að minnka muninn þegar Hafsteinn Jakobs- son komst í gott færi á 77. mínútu en Örn Bjarnason markvörður UMFN náði að bjarga í horn. Maður leiksins: Guðmundur Sighvatsson, UMFN. -SÓM/Suðurnesjum Frjálsar Zola Budd vann létt Zola Budd vann yfirburðasigur í 3000 m hiaupi í meistarakeppni enskra áhugakvenna í frjálsum íþrótt- um í Birmingham á laugardaginn. Hún hafði forystu allan tímann og kom í mark 50 metrum á undan næsta kcppanda, á nýju mótsmeti, 8:50,50 mín. Þetta var fyrsta keppni Zolu á þessari vegalengd síðan hún tapaði fyrir Mary Decker-Slaney á Grand Prix mótinu í London fyrir skömmu. -VS/Reuter Knattspyrna Endurtok þrennuna! Geoff Hurst, sem skoraði 3 mörk í úrslitaleik HM í knattspyrnu fyrir England gegn Vestur-Þýskalandi á Wembley 1966, endurtók afrekið þeg- ar úrslitaliðin frá því fyrir 19 árum mættust í ágóðaleik á Elland Road í Leeds á sunnudaginn. Hjurst skoraði 3 mörk í leiknum og England vann 6-4. Um 19 þúsund manns sáu leikinn og ágóðinn, 50 þús- und pund, rennur til aðstandenda þeirra sem fórust í brunanum hörmu- lega í Bradford sl. vor. -VS/Reuter Afríka Fjögur eftir Marokkkó, Líbýa, Túnis og Alsír komust um helgina í undanúrsiitin í undankeppni HM í knattspyrnu í Afr- íku. Tvær þessarra þjóða komast í iokakeppnina í Mexíkó en Alsír var með í síðustu keppni, á Spáni, og kom mjög á óvart. Marokkó vann Egypta- land, Líbýa vann Ghana, Túnis vann Nígeríu og Alsír vann Zambíu í 8-liða úrslitunum. -VS/Reuter ÍÞRÓTflR 2. deild Algerir yfirburðir Völsungar fóru létt með lélega Isfirðinga. Völsungur ÍBÍ 4-0 (2-0) ★ ★★ Völsungar eru komnir á hæla efstu liða eftir stórsigur á ísfirðingum á laugardaginn. Heimamenn hefndu ó- sigursins á ísafirði í fyrri viðureign- inni sem einnig lauk með sömu markatölu, 4-0. Mörkin hefðu vel get- að orðið átta, slíkir voru yfirburðir heimamanna. Fyrri hálfleikur var afbragðs vel leikinn af hálfu heimamanna. Gunn- ar Straumland gaf tóninn á 15. mín- útu þegar hann varði stórkostlega úr eina færi ísfirðinga í leiknum. Löng sending á markteig hvar ísfirskur sóknarmaður skaut föstu skoti í dauðafæri en Gunnar sveif eins og köttur uppí vinkilinn og varði, „world-class“ eins og enskurinn segir. í fyrri hálfleiknum var nánast eitt lið á vellinum, yfirburðir Völsunga voru algerir en fyrsta færið kom ekki fyrren á 29. mín. Kristján Olgeirsson tók aukaspyrnu á Sigurð Halldórsson en í erfiðu færi náði Siggi illa til bolt- ans og skaut framhjá. Skömmu síðar var Kristján með útpælda stungu á Jón Leó sem klúðraði illa. En strákur átti eftir að bæta fyrir mistök sín. A 36. mín. vann Jón Leó boltann af varnarmanni, sendi á Kristján sem skaut bylmingsskoti í stöng. Boltinn barst til Björns Olgeirssonarsem sóp- aði honum yfir, eins og honum einum er lagið. Á 40. mín. einlék Helgi Helgason í gegnum vörn Vestfirð- inganna, plataði Hreiðar markvörð en fór aðeins of langt og missti bolt- ann frá sér. „Ég átti að skjóta", sagði Helgi vonsvikinn eftir leikinn. Loks á 43. mínútu, þeirri margfrægu, kom fyrsta markið. Jón Leó renndi boltan- um fram vinstri kant og Ómar Rafns- son tók 30 metra sprett. Ómar sendi áfram á Birgi Skúlason sem fann Jón- as Hallgrxmsson lausan í vítateignum og sá var í litlum vandræðum með að skora, 1-0. Haffsentarnir hjá Völ- sungum voru enn að fagna þegar ann- að markið kom. Enn var Jón Leó ark- ítektinn og að þessu sinni renndi hann 2. deild Glæsi-Mark! Annað mark KS eini Ijósi punkturinn. Borgnesingar nálgast fallbaráttuna. Skallagrímur-KS 0-2 (0-1) ** Það er farið að halla undan fæti hjá Borgnesingum eftir gott gengi undanfarið. Annað tapið í röð leit dagsins ljós á laugardaginn þegar Siglfirðingar komu í heimsókn og stutt er orðið í fallbaráttuna. Staðan i 2. deildarkeppninni í Breiðablik.........11 IBV KA.......... Völsungur.... KS.......... iBl......... Skallagrímur UMFN........ Fylkir...... Leittur..... 11 11 11 11 11 11 11 11 .. 11 knattspyrnu: 6 3 2 21-12 21 1 22-9 20 3 22-11 20 21-14 18 15-16 15 12- 16 13 13- 20 13 7- 16 12 9-14 9 8- 22 8 Markahæstir: Tryggvi Gunnarsson, KA..............11 Tómas Pálsson, IBV....................8 Jón Þorir Jónsson, Breiðabliki........6 JónasHallgrimsson, Völsungi...........6 Jóhann Grétarsson, Breiðabliki........5 Kristján Olgeirsson, Völsungi........5 Sund Evrópumet Hinn 16 ára gamli Jozsef Szabo frá Ungverjalandi setti Evrópumet unglinga/ í 400 m fjórsundi karla á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi sem fram fór í Genf í Sviss um helgina. Szabo synti vegalengdina á 4:27,71 mín. og bætti eigið met um 2,41 sek. Szabo hlaut fern gullverðlaun á mótinu og kom Ungverjum í annað sætið í stigakeppninni. Austur- Þýskaland sigraði, hlaut 13 gull, 7 silf- ur og 9 brons, en Ungverjar hlutu 6 gull, 2 silfur og 2 brons. -VS/Reuter Leikurinn var frekar lélegur, lítið um spil en meira um háloft- aknattspyrnu. Skallagrímur var sterkari aðilinn fyrstu 20 mínút- urnar en komst lítið áleiðis. Gunnar Jónsson átti síðan tvö góð skot sem Gísli Sigurðsson markvörður KS varði en á milli komst Hafþór Kolbeinsson í gegnum vörn Skallagríms en Bjarki Þorsteinsson, hinn 17 ára gamli markvörður, hirti boltann af tám hans. KS skoraði fyrra mark sitt á 37. mfnútu. Aukaspyrna frá vinstra kanti, tveir Siglfirðingar gleymdust í vítateig Skallagríms og Óli Agnarsson þurfti aðeins að reka tána í boltann til að skora, 0-1. Mínútu síðar átti Tómas Kárason gott skot á Skallagríms- markið en Bjarki varði vel. Bjarki er nýkominn úr gipsi eftir fótbrot en fór í markið þar sem Kristinn Arnarson handarbrotn- aði gegn KA á dögunum. Seinni hálfleikur var tíðinda- lítill, ekkert um að vera við mörk- in fyrr en Einar Kári Kristófers- son skaut rétt framhjá marki KS eftir hornspyrnu á 76. mínútu. Fimm mínútum síðar gerði KS útum leikinn með glæsilegu marki. Mark Duffield fékk bolt- ann í vítateig Skallagríms, sneri sér snöggt og skoraði með óverj- andi hörkuskoti. Eini ljósi pun- kturinn í leiknum, sannkallað Glæsi-Mark! Maður leiksins: Mark Duffi- eld, KS. -eop/Borgarnesi Mark Duffield (t.v.) - glæsilegt mark í Borgarnesi og hann var valinn „Mað- ur leiksins" í fjórða sinn af fréttaritur- um Þjóðviljans í sumar. Aðeins Guð- mundur Baldursson, Breiðabliki, hef- ur verið valinn jafnoft. góðum bolta á Kristján sem lamdi leðrið í markhornið, 2-0. Á 60. mín. bjargaði Hreiðar með hetjulegu úthlaupi og tveimur mínút- um síðar var enn hætta í vítateig ÍBÍ þegar Jónas feilaði í dauðafæri eftir sendingu Kristjáns. Þriðja markið kom á 71. mín. Kristján tók horn- spyrnu beint á hausinn á Ómari sem þrykkti boltanum undir þverslána, glæsilegt mark. Fimm mínútum fyrir leikslok sendi Sigurgeir Stefánsson feykigóðan bolta í fætur Jóns Leós sem hljóp af sér vörnina og skoraði með föstu skoti í markhornið, 4-0. ísfirðingar voru ótrúlega lélegir og virtust lítinn áhuga hafa á leiknum. Haukur Magnússon var yfirburða- maður í liðinu, Guðjón Reynisson og Hreiðar markvörður voru öðrum ögn skárri. Hjá Völsungum var leikurinn fyrst og síðast sigur liðsheildarinnar, allir léku vel og varla sanngjarnt að taka einn framyfir annan. Vert er þó að geta frammistöðu nýliðans Skarp- héðins ívarssonar, hann lék frábær- lega í miðverðinum og ekki hægt að sjá að þar væri leikmaður í sínum fyrsta leik. Sannarlega leikmaður sem vert er að fylgjast með. Jón Leó hefur ekki leikið betur með Völsungi, miklu skynsamara að nýta hraða hans til að trufla varnarmenn andstæðing- anna heldur en að hafa hann í mið- herjahlutverkinu. Góður dómari var Haukur Torfason, hans einu mistök voru að sleppa augljósri vítaspyrnu í lokin þegar Jóni Leó var haldið í teignum og línuvarðarfáninn dreginn að húni. Maður leiksins: Jón Leó Ríkharðs- son, Völsungi. -ab/Húsavík. Frakkland í fyrsta sinn á toppnum Paris St. Germain trónar nú á toppi frönsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins. París- arliðið vann Toulouse 3-1 á útivelli í þriðju umferðinni á föstudagskvöldið - Dominique Rocheteau, Robert Jacques og Safet Susic skoruðu mörk liðsins. Paris hefur 6 stig eins og meistarar Bordeaux sem sigruðu Lens 2-1 á heimavelli. Þessi tvö efstu lið mætast í París í kvöld. Önnur úrslit í 3. umferð: Marseilles-Nice 2-1, Strasbourg- Nantes 1-2, Monaco-Toulon 0-2, Metz-Sochaux 2-0, Bastia-Rennes 0- 2, Lille-Nancy 3-1, Laval-Brest 0-0 og Le Havre-Auxerre 3-3. Allir þrír leikir Laval, liðsins sem Karl Þórðar- son lék með, hafa endað með marka- lausum jafnteflum! -VS/Reuter Grand Prix „Verður slegið áður en árið er liðið“ segir Steve Cram um heimsmet sitt í míluhlaupi. tÞrjú heimsmet í Osló. „Heimsmet mitt í míluhlaupi verður slegið áður en árið er lið- ið. Það er ekki víst að ég verði sjálfur þar á ferð, Sebastin Coe gæti hæglega náð því aftur sjálf- ur,“ sagði breski hlauparinn Ste- ve Cram sem setti glæsilegt heim- smet í míluhlaupinu á Bislet- leikunum í Osló um helgina. Cram hljóp á 3:46,31 mín, en gamla metið sem Coe setti í ágúst 1981 var 3:47,33 mín. Tvö önnur heimsmet féllu á leikunum í Osló. Norska stúlkan Ingrid Kristiansen setti glæsilegt met í 10 þúsund metra hlaupi kvenna er hún hljóp vegalengd- ina á 30:59,42 mín. Hún var heilum hring á undan næsta keppanda og bætti heimsmetið sem Olga Bondarenko frá So- vétríkjunum átti, um rúmar 14 sekúndur. Þá setti Said Aouita, Ólymípumeistarinn frá Mar- okkó, heimsmet í 5000 m hlaupi karla er hann hljóp vegalengdina á 13:00,40 mínútum. Hann bætti met Davids Moorcroft frá Bret- landi um 1/100 úr sekúndu. John Gregorek frá Bandaríkj- unum vann 3000 m hlaup karla á 7:49,59 mfn, Ade Mafe frá Bret- landi 200 m hlaup karla á 20,81 sek, Louise Ritter, Bandaríkjun- um, hástökk kvenna með 1,96 metra, Derek Redmond, 19 ára Breti, 400 m hlaúp karla á 44,82 mín, Mary Decker-Slaney, Bandaríkjunum, mfluhlaup kvenna á 4:19,18 mín, Stefano Mei, Ítalíu, 1500 m hlaup karla á 3:36,39 mín, Claudette Groen- endaal, Bandaríkjunum, 800 m hlaup kvenna á 1:59,14 mín, Ro- ald Bradstock, Bretlandi, spjót- kast karla með 90,58 metra, Mark McCoy, Kanada, 110 m grindahlaup karla á 13,46 sek, Fatima Whitbread, Bretlandi, spjótkast kvenna með 68,42 metra og Colin Reitz, Bretlandi, 3000 m hindrunarhlaup karla á 8:14,95 mín. Mótið var liður í Grand Prix keðjunni og það næsta verður haldið í London næsta föstudag og laugardag. -VS/Reuter 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.