Þjóðviljinn - 13.08.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 13.08.1985, Page 2
ÍÞRÓTTIR 1. deild Allt í allan ■ r jamum tímann Friðrik bjargaði Fram í lokin með frábœrri markvörslu Öflugir varnarmenn höfðu betur í viðureignum sinum við öfluga sókn- armenn í hinum þýðingarmikla leik Vals og Fram á Valsvellinum í fyrra- kvöld. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu, mikil spenna í loftinu, hart barist og stund- um einum of - en markið sem þurfti til að leysa leikinn úr læðingi kom aldrei og því sneru flestir vonsviknir heim. Ahorfendur vegna markaleysisins og leikmenn beggja liða vegna tveggja glataðra stiga í hinni hörðu baráttu um íslandsmeistaratitilinn. Valur-Fram 0-0 ** Stjörnur Vals: Grimur Sæmundsen •• Sævar Jónsson •• Þorgrimur Þráinsson • Stjörnur Fram: Friörik Friðriksson • Pétur Ormslev * Sverrir Einarsson • Þorstelnn Þorsteinsson * Dómari Eyjólfur Ólafsson * Áhorfendur 1432 Það er varla hægt að nefna nema tvö marktækifæri sem standa undir nafni og þau fengu Valsmenn. Heimir Karlsson skallði í þverslá og yfir eftir fyrirgjöf Ingvars Guðmundssonar á 57. mín. og þegar 8 mínútur voru til leiksloka slapp Hilmar Harðarson einn innfyrir vörn Fram eftir skalla- sendingu Guðmundar Þorbjörns- sonar. Hann skaut frá vítateig en Friðrik Friðriksson henti sér til hliðar og sló boltann glæsilega frá. Þegar á heildina er litið eru þetta sanngjörn úrslit. Valur átti ívið meira í leiknum en liðin tvö virkuðu það áþekk á flestum sviðum. Sævar Jóns- son og Grímur Sæmundsen hjá Val voru áberandi bestu menn vallarins, Sævar óhemju sterkur og traustur í alla staði og Grímur er alltaf jafn ið- inn og uppbyggjandi sóknarbakvörð- ur. Vörnin var líka besti hlutinn hjá Fram og Pétur Ormslev lék ágætlega á miðjunni eftir að hann hafði hamið skapið og farið að einbeita sér að leiknum. -VS 1. deild Fjögur mörk alltof mikið Helgi skoraði tvö. Mikil dómaramistök kostuðu Víði mark. Keflvíkingar sigruðu nágranna sína úr Garðinum 4-0 á heimavelli sín- um á laugardaginn. Leikurinn var frekar lélegur og einkenndist frekar af mikilli hörku og miðjuþófi en góðri knattspyrnu. ÍBK átti meira í fyrri hálfleik og skoraði þrjú mörk. Mörkin voru þó með heppnisblæ og voru ekki alveg tákn þess að Keflvíkingar hefðu yfir- höndina. Það fyrsta kom úr umdeildri vítaspyrnu, eftir návígi Einars Ás- björns Ólafssonar og Ragnars Mar- geirssonar í vítateig Víðis. Ragnar skoraði úr vítaspyrnunni, 1-0. Helgi Bentsson gerði annað markið eftir að hafa fengið knöttinn sendan innfyrir vöm Víðis. Undirrituð er á þeirri ÍBK-Víöir 4-0 (3-0) ** Mörk (BK: Helgi Bentsson 28. og 82. mín. Ragriar Margeirsson 15. mín. Gunnar Oddsson 41. mfn. Stjörnur ÍBK: Helgi Bentsson * Valþór Sigþórsson * Stjarna Vföis: Gfsll Heiðarsson * Dómari Sveinn Sveinsson • Áhorfendur 940 1. deild FH nýtti bara tvö færanna Pað var nóg til að sigra lélega Próttara Janus Guðlaugsson átti drjúgan þátt í góðum leik FH-ingagegn Þrótti. Mikill fengur fyrir Hafnarfjarðarliðið að fá hann til liðs við sig. Frakkland Bætt við forystuna Paris St. Germain jók forystu sína í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu á föstudagskvöldið með því að sigra Marseilles 2-0. Luis Fernandez og Ro- bert Jacques skoruðu mörkin. Meist- arar Bordeaux, sem eiga við mikil meiðslavandræði að stríða, gerðu jafntefli, 1-1, við Toulon á útivelli og skoraði Patrick Battiston mark liðs- íns. Önnur úrslit: Strasbourg-Le Havre 2-1, Monaco-Metz 0-0, Brest-Nice 1- 1, Nancy-Auxerre 1-0, Lens-Naval 3- 1, Rennes-Lille 2-0, Nantes- Toulouse 1-0 og Sochaux-Bastia 2-0. Staða efstu liða: ParisSt.G.......6 5 1 0 15-5 11 Lens............6 4 1 1 18-8 9 Nantes..........6 3 3 0 6-2 9 Bordeaux........6 4 11 6-3 9 Toulon..........6 3 2 1 7-4 8 Vahid Halihodzic skoraði sigur- markið fyrir Nantes, mótherja Vals í UEFA-bikamum, sem enn hafa ekki tapað leik. -VS/Reuter Nýr þjálfari var greinilega ekki það eina sem Þróttarar þurftu á að halda - þeim hefði ekki veitt af því að skipta eitthvað um mannskap innan vallar líka. Lítil batamerki var að sjá á leik liðsins í Hafnarfírðinum á laugardag- inn og frískir FH-ingar hefðu hæglega getað sigrað með fímm til sex marka mun í staðinn fyrir 2-0. Fyrstu stig í fímm síðustu leikjunum voru innbyrt á öruggan hátt. Mörkin komu á síðustu sjö mínút- um fyrri hálfleiks, bæði mjög skemmtileg. Ingi Björn Albertsson renndi boltanum á Janus Guðlaugs- son sem af vítateig þrumaði í gegnum örvæntingarfulla tæklingu Kristjáns Jónssonar og í netið. Sjö ár síðan Jan- us skoraði síðast í íslensku 1. deiidinni. Seinna markið var einstak- lingsframtak eins og best er hægt að biðja um. Ingi Björn fékk boltann við miðjuhring, óð í gegnum Þróttar- vörnina eins og ekkert væri auðveld- ara og renndi boltanum í netið af markteig, 2-0. FH var mun betri aðilinn lengst af og náði oft góðu og markvissu spili - Janus var þar yfirleitt í aðalhlutverki - og liðið fékk fjöldamörg færi til að bæta við markatöluna. Nokkur hættuleg skot í fyrri hálfleik og þá runnu sóknirnar oft útí sandinn á ör- Iagastundu. Á 47. mín. þrumaði Jan- us úr þröngu færi, Ólafur Ólafs, sem England Wolves lifir Enska knattspyrnufélagið Wolver- hamton Wanderers lifir enn. A fösu- dag fékk það framlengdan frest til að gera upp skuldir sínar þar sem 100 þúsund pund bárust frá ónafn- greindum aðilum. Framtíð Úlfanna hefur þó enn ekki verið tryggð en fjóst er að þeir geta hafíð keppni i 3. deild næsta laugardag. -VS/Reuter FH-Þróttur 2-0 (2-0) *** Mörk FH: Janus Guðlaugsson 38. m(n. Ingi B. Albertsson 44. mín. Stjörnur FH: Janus Guðlaugsson •* Dýrl Guömundsson * Ingl B. Albertsson • Kristján Gfslason • Viöar Halldórsson • Stjörnur Þróttar: Ársæll Kristjánsson • Krlstján Jónsson * Dómari Kjartan Ólafsson * Áhorfendur 367 skoðun eins og margir aðrir að Helgi hafi þarna verið rangstæður. Síðan átti Ingvar Guðmundsson þrumuskot á Víðismarkið en Gísla Heiðarssyni tókst að slá knöttinn yfir markið. Þremur mínútum síðar sendi Sigurð- ur Björgvinsson knöttinn inní vítateig Víðis þar sem hann lenti, öllum að óvörum, í höfði Gunnars Oddssonar og flaug þaðan í netið, 3-0. Víðismenn áttu engin teljandi færi í fyrri hálfleik en byrjuðu af krafti í þeim síðari og strax á 47. mín. átti Einar Ásbjörn gott skot en Þorsteini Bjarnasyni tókst að pota knettinum í horn. Eftir þetta jafnaðist leikurinn mikið en hvorugu liðinu tókst að skapa sér veruleg tækifæri og það var ekki fyrr en 8 mínútur voru eftir að Helga Bentssyni tókst að komast ein- um innfyrir vörn Víðis og leika á Gísla og skora, 4-0. f lokin átti Einar Ásbjörn skot á autt mark ÍBK, bolt- inn fór innfyrir línu áður en Freyr Sverrisson náði að hreinsa frá, til Víð- ismanns sem skoraði. En í millitíðinni hafði Sveinn flautað og dæmt mark á fyrra atvikið. Eysteinn línudómari hélt hinsvegar flaggi sínu niðri, ekk- ert mark, en þar sem Sveinn hafði stöðvað leikinn varð hann að hefja hann að nýju með dómarakasti - tvö- falt mark Víðismanna varð því að engu! -ÞBM/Suðurnesjum nú stóð í marki Þróttar á ný eftir 6 ára fjarveru, sló boltann í stöng og aftur- fyrir. Hörður Magnússon fékk síðan þrjú dauðafæri, fyrst skot af markteig rétt framhjá stöng og opnu marki, síðan var hann aleinn á markteignum en bombaði beint í Ólaf úr besta færi leiksins og loks skaut hann í þverslá eftir fyrirgjöf Kristjáns Gíslasonar. Kristján óð á síðustu mínútu leiksins uppað marki Þróttar en með varnar- mann á hælunum skaut hann rétt utanvið samskeytin. Þróttarar byrjuðu þokkalega en síðan hvarf allur neisti úr leik liðsins og það fór ekki að ógna FH-markinu á ný fyrr en undir lokin þegar allt var tapað og FH-ingar orðnir kærulausir. Eitt virkilega umtalsvert færi fékk Þróttur allan leikinn, og þá munaði engu að liðið tæki forystuna. Það var á 22. mínútu, Atli Helgason skaut af markteig og við marklínuna virtist Sverrir Pétursson geta skallað í autt markið en Henning Henningsson bjargaði í horn á ótrúlegan hátt. Að öðru leyti voru Þróttarar sjaldan lík- legir til að skora og með þessu áfram- haldi bíður þeirra ekkert nema 2. deildin. -VS Jim Bett byrjar vel með sínu nýja fé- lagi, Aberdeen. Skotland Stórleikur hjaBett Jim Bett átti stórleik og skoraði glæsimark þegar Adberdeen vann Hi- bernian 3-0 í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Hann skoraði fyrsta markið á 69. mínútu með óverjandi langskoti og Frank McDougall skoraði síðan tvö mörk á lokamínút- . unum. Dundee vann St. Mirren 2-1, He- arts og Celtic gerðu jafntefli, 1-1, ný- liðarnir Motherwell og Clydebank skildu jafnir, 0-0, og Rangers vann Dundee United 1-0. -VS/Reuter 1. deild Sanngjam KR-sigur Vesturbæingar í öðru sœti á KR vann sanngjarnan sigur á ÍA uppi á Akranesi á laugardag- inn. Gestirnir skoruðu þrjú mörk gegn einu marki heimamanna, og voru mun betri aðilinn. Það var til mikils að vinna fyrir Skagamenn í þessum leik, en leikur þeirra ein- kenndist af áhugaleysi eins og stundum gerist hjá botnliðum. Fyrri hálfleikur var með af- brigðum lélegur af hálfu beggja liða. Liðin áttu mjög erfitt með að ná upp spiii og sóknir þeirra voru bitlausar með öllu. Það var vart hægt að segja að nokkuð mark- vert hafi skeð fyrr en fyrsta mark leiksins varð staðreynd, á 43. mínútu. Þá fengu KR-ingar homspyrnu að marki f A og eftir mikinn barning í teignum tókst Berki Ingvarssyni að koma kenttinum í mark Skagamanna. KR var komið marki yfir og þann- ig var staðan í leikhléi. í síðari hálfleik virkuðu liðin mun frískari og sérstaklega virtust Skagamenn hafa hrist af sér slenið í leikhléi. Srax á fyrstu mínútunni tók Ólafur Þórðarson mikinn sprett að marki KR en skaut svo lA-KR 1-3 (0-1) ** Mark (A: Júllus Ingólfsson 72. mln. Mörk KR: Börkur Ingvarsson 42. min. Willum Þórsson 76. mín. Björn Rafnsson 84. mfn. Stjömur ÍA: Ólafur Þóröarson ** Aðalstelnn Vlglundsson ** Júlfus Ingólfsson • Stjörnur KR: Sæbjörn Guömundsson ** Agúst Már Jónsson * Gunnar Gíslason • JÚIÍU8 Þorflnnson * Dómari Glsli Guðmundsson Áhorfendur 690 yfir af löngu færi. Á 58. mínútu fengu KR-ingar aukaspyrnu rétt utan við vítateig Skagamanna. Gunnar Gíslason tók spyrnuna en fast skot hans hitti ekki rammann. Nokkrum mínútum síðar áttu KR-ingar enn færi á að auka mun- inn. Sæbjörn Guðmundsson komst þá inn í vítateig ÍA eftir laglegan samleik KR en lét Birki markvörð verja frá sér laust skot. Skaga menn náðu svo að jafna ieikinn stuttu seinna þegar Hörð- ur Jóhannesson var felldur inni í vítateig og dómarinn dæmdi um- svifalaust vítaspymu. Júlíus Ing- ólfsson tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Eftir það færðist nokkurt fjör í leikinn og bæði ljíf áttu ágæt marktækifæri á víx!. Á 76. mínútu kom Willum Þórsson KR yfir á nýja leik. Hann not- færði sér mistök í Skagavörninni, komst á auðan sjó í teignum og skoraði auðveldlega. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum kom Aðalsteinn Víglundsson inn á í stað Lúðvíks Bergvinssonar og nærri lá að honum tækist að skora skömmu seinna með föstu skoti en KR-ingar björguðu í hom. Að- alsteinn er geysilega fær leikmað- ur og lék vamarmenn KR oft grátt þessar fáu mínútur sem hann fékk að leika. KR gerði út um leikinn á 84. mínútu. Bjöm Rafnsson fékk þá knöttinn á miðju vallarins, stakk vamar- menn ÍA af og skoraði fram hjá Birki. Vel að verki staðið hjá Bimi og sigur KR komst aldrei í vemlega hættu eftir þetta. Þegar á heildina er Iitiið var sigurinn sanngjam og Skagamenn vom einfaldlega ekki nógu góðir til að standa uppi í hárinu á Vesturbæ- ingunum sem þá em komnir í annað sætið. Þar fóm þrjú dýr- mæt stig í súginn hjá meistumn- um. -gg / England Adrian Heath er aftur farinn að leika með Everton eftir meiðslin og skoraði gegn Man.Utd. Tvenn mistök Englandsmeistarar Everton halda Charity Shield (Góðgerðaskildinum) i eitt ár í viðbót. Þeir sigruðu bikar- meistarana Manchester United 2-0 á Wembley á laugardaginn. Bæði mörk komu vegna varnar- mistaka Man.Utd. Á 27. mínútu náði Paul McGrath ekki að hreinsa frá marki og Kevin Sheedy gaf á Trevor Steven sem skoraði auðveldlega. Átta mínútum fyrir leikslok skoraði Adri- an Heath af stuttu færi eftir slæm mis- tök þjá Gary Bailey markverði Man.- Utd. -VS/Reuter 5. flokkur Á síðustu mínútu! Rúnar tryggði Frömurum titilinn. Sanngjarn sigur á KR Framarar tryggðu sér íslands- rik Jónsson, Sölvi Gylfason og Dagur son eitt hvor en Guðni Ingason gerði meistaratitilinn í 5. flokki í knatt- Sigurðsson (víti) skomðu mörk Vals. mark Þróttar. spyrnu á sunnudaginn þegar þeir sigr- Þór frá Akureyri hafnaði í 5. sæti Óskar Þorvaldsson, KR.9 uðu KR 1-0 í spennandi og skemmti- eftir sigur á Hetti frá Egilsstöðum, DagurSigurðsson, Val.6 legum úrslitaleik á KR-veUintun. 3-1. Guðmundur Benediktsson kom Einar Kjarlansson, Fram...6 Þórsumm yfir en Brynjar Sigurðsson l,®Ln^Gisia“n'cÞ*r......® Framarar áttu öllu meira í leiknum jafnaði fyrir Hött. Steindór Gíslason RúnTmclaS^ Fram.f og hreinlega óðu í fæmm en tókst skoraði síðan tvívegis, úr aukaspyrnu ' 5 ekki að skora fyrr en 30 sekúndur 0g vítaspyrnu, og tryggði Akur- Lokaleikir riðlakeppninnar á laug- vomeftir Runar Gíslason skallaði þá eynngum sigur. Steindór gerði 6 ardag fóm þannig að KR vann Hött í mark KR efttr hornspyrnu - Runar mörk í mótinu, 3 úr aukaspymum og naumlega, 2-1, og FH vann Þrótt 3-1 í Gunnarsson markyörður KR átti 3 úr vítaspyrnum. A-riðlinum og í B-riðlinum vann stórleik og vardi oft snilldarlega en Grindvíkingar unnu léttan sigur á Fram Þór 6-2 og Valur sicraði þarna kom hann engum vörnum við. Prótti Reykjavík, 4-1, í úrslitum um Grindavík 7-0 Valsmenn unnu auðveldan sigur á 7. sætið. Staðan var 3-0 í hálfleik. Framarar léku mjög skemmtilega í baráttulausu FH-ltðt, 4-1, i urshtaleik Bjöm Skúlason skoraði 2 mörk, Al- mótinu og eru vel að filandsmeistara- um 3. sætið. Svetnn Stgftnnsson, Fnð- bert Sævarsson og Ingi Karl Ingólfs- tithnum komnir -Logi 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 13. ágúst 1985 róttir Evrópubikarinn Oddur Sigurðsson sigrar glæsilega i 400 m hlaupinu a nyju vallarmeti. . Mynd: Ari. Helga Halldórsdóttir á verð- launapalli eftir sigurinn í 400 m grindahlaupi. Mynd: Ari. Lokastaðan í Evrópubikar- mótinu um helgina: B-riðill í Búdapest: Karlar I.Spánn..............116 2. Búlgarla...........113 3. Ungverjaland......106,5 4. Finnland...........82,5 5. Sviss..............82 6. Júgóslavla.........81 7. Grikkland..........81 8. Noregur............57 Konur 1. Frakkland...........102 2. Rúmenfa.............101 3. Ungverjaland.........82 4. Finnland.............69 5. Holland..............68 6. Svlþjóð..............61 7. Júgóslavía...........57 8. Danmörk..............35 Cl-riðill í Austurríki Karlar 1. Austurrlki...........75 2. Portúgal..............72 3. Holland...............68 4. Kýpur.................48 5. Tyrkland..............37 Konur 1. Sviss.................82 2.Spánn..................68 3. Austurrfki............65 4. Portúgal..............52 5. Kýpur.................36 C2-riðill í Reykjavík Karlar 1. Svlþjóð...............79 2. Belgía................68 3. Danmörk...............54 4. írland................53 5. ísland................45 Konur 1. Noregur...............49 2. Belgla................48 3. (rland................32 4. (sland................30 Trine Solberg Líka góð í handbolta! Norska stúlkan Trine Solberg setti vallarmet i spjótkasti kvenna i sínu fyrsta kasti, kastaði 64,66 metra. Hún vann öruggan sigur en íris Grönfeldt var önnur með 58,00 metra. „Ég er mjög ánægð með árangur- inn og allar aðstæður hér á mótinu. Veðrið hefur komið mér mjög á óvart því ég hélt að hér væri miklu kald- ara,“ sagði Trine í samtali við Þjóð- viljann eftir leikinn. Trine hefur æft spjótkast frá 12 ára aldri en hún kann einnig ýmislegt fyrir sér í handknattleik. Hún leikur með 2. deildariiði í Noregi og mun vera öflug skytta. Hún sagði undirrit- uðum að hún hefði verið boðuð á landsliðsæfingar í handbolt en hefði ekki tíma til þess að sinna honum því hún legði aðaláherslu á spjótkastið. Prír sigrar. Prjú met Svanhildar Bæði karla- og kvennalandsliðið máttu sætta sig við að hafna i neðsta sæti Evrópubikarkeppninnar á frjáls- fþróttavellinum i Laugardal um helg- ina. íslensku keppendurnir náðu ágætum árangri í mörgum greinum og unnu góða sigra en í heildina var það skortur á breidd sem réði úrslit- um um að útkoman varð ekki betri. Þetta kom sérstaklega i ljós síðari dag- inn en þá vann ísland enga grein. Svanhildur Kristjónsdóttir setti tvö íslandsmet á mótinu og átti aðild að því þriðja. Hún kom á óvart í 100 m hlaupi með því að ná öðru sæti á nýju meti, 11,79 sek., og í 200 m hlaupinu var hún þriðja á 24,39 sek.. Þá setti sveit íslands met í 4x100 m hlaupi kvenna, fékk tímann 46,76 sek., en varð samt í fjórða og síðasta sæti. Vallarmetin fuku eitt af öðru og eitt var íslenskt. Það setti Oddur Sig- urðsson þegar hann sigraði glæsilega í 400 m hlaupi á 46,97 sek.. Aðrir nýir eigendur vallarmeta eru: Rik Tommelein, Belgiu (50,36 sek. i 400 m grindahlaupi karla), Patrick Sjö- berg, Svíþjóð (2,26 m í hástökki karla), John Treacy, írlandi (13:42,37 mín. i 5000 m hlaupi karla), Miro Zalar, Svíþjóð (5,40 m í stang- arstökki), William Van Kijck, Belgíu (8:31,70 mín. í 3000 m hindrunar- hlaupi), Serge Liegeois, Belgíu (14,20 sek. í 110 m grindahlaupi karla), írska sveitin í 4x400 m boð- hlaupi karla (3:10,21 mín.), Trine Solberg, Noregi (64,66 m í spjótkasti kvenna), Ingrid Verbruggen, Belgíu (11,68 sek. í 100 m hlaupi kvenna), Ingrid Kristiansen, Noregi (8:57,54 mín. í 3000 m hlaupi kvenna), Mette Bergman, Noregi (58,22 m í kringtuk- asti kvenna), Magda Ilands, Belgíu (33:52,54 mín. í 10000 m hlaupi kvenna), Ingrid Verbruggen, Belgíu (23,88 sek. í 200 m hlaupi kvenna), Sylvia Dethier, Belgíu (13,78 sek. í 100 m grindahlaupi kvenna), Chris Soeteway, Belgíu (1,86 m í hástökki kvenna), Hilde Sveum, Noregi (6,35 m í langstökki kvenna), Anne Jorunn Flaten, Noregi (4:15,05 mín. í 1500 m hlaupi kvenna) og írska sveitin í 4x400 m boðhlaupi kvenna (3:38,11 mín.). fsland átti sigurvegara í þremur greinum. Oddur vann 400 m hlaupið og Einar spjótkastið og þá sigraði Helga Halldórsdóttir glæsilega í 400 m grindahlaupi á 58,75 sekúndum. Keppni var mjög skemmtileg og spennandi í fjölmörgum greinum og áhorfendur, sem voru á þriðja þús- und fyrri daginn og rúmlega eitt þús- und þann síðari, voru vel með á nót- unum. Svíamir sigruðu nokkuð ör- ugglega í karlakeppninni en hjá kven- fólkinu réðust ekki úrslitin fyrr en í síðustu grein mótsins, 4x400 m boð- hlaupinu. Norsku og belgísku stúlk- umar voru jafnar fyrir þá grein með 46 stig en með því að ná öðru sætinu tryggðu þær norsku sér sigur og sæti í B-riðli. -hs Einar Varð að gera þetta Einar Vilhjálmsson brátst ekki von- um áhorfenda og sigraði í spjótkasti með 87,30 metra. Sá sigur kom þó á siðustu stundu, fyrir síðustu umferð var Einar þriðji með 77,42 metra en loka kastið var glæsilegt. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og er þakklátur áhorfendum því að án þeirra hefði ég ekki getað þetta - þetta var mjög erfitt eftir þessa siæmu byrjun hjá mér. Það var skrekkur í mér því ég hef ekki getað kastað í hálfan mánuð vegna meiðsla í oln- boga. En ég varð að gera þetta í síð- asta kastinu hvað sem olnboganum leið,“ sagði þessi geðþekki íþrótta- maður sem bar sigurorð af skólabróð- ur sínum frá Texas, Svíanum Dag Wennlund, enn einu sinni. Wennlund kastaði 84,38 metra og Kenneth Pe- dersen frá Danmörku 78,60 metra. -hs Þriðjudagur 13. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍOA fl1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.