Þjóðviljinn - 17.08.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.08.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Vari Fékk ekki inngöngu Baldur í Vara œtlar ekki að leyfa þeim að vinna uppsagnarfrestinn. Hefur ekki enn greittþeim laun fyrir júlí r Eg mætti í vinnu hjá Vara í gær eins og mér bar, en fékk þar þau svör að ég þyrfti ekki að mæta hjá fyrirtækinu framar. Baldur Agústsson afhenti mér al- veg stórfurðulegt bréf þar sem Ljósmyndir hann áskilur sér rétt til að krefja mig bóta „fyrir það tjón er þetta mál veldur fyrirtækinu“. Hvernig á maður að skilja svona? sagði Axel Viðar Hilmarsson í samtali við Þjóðviljann í gær eftir að hann hafði látið reyna á það hvort hann fengi að vinna út uppsagn- arfrestinn hjá Vara. stólana. Og varðandi fjárkröfu Baldurs verð ég að segja að hún er út í hött, hann á enga mögu- leika á því“ sagði Atli Gíslason lögfræðingur Dagsbrúnar í sam- tali við blaðið. Baldur Ágústsson hefur enn ekki greitt þeim félögum laun fyrir júlí, sem hann átti að borga þeim 10. þessa mánaðar. -gg Trillur Til Minne- sota Ljósmyndasafnið var beðið um að huga að sýningu til að senda á íslendingadaga í Minnesota, sagði ívar Gissurarson, starfs- maður safnsins en á mánudag halda hann og Leifur Þorsteins- son utan með Ijósmyndasýningu sem ber nafnið ísland um alda- mótin. Hugmyndin kom fyrst upp þegar við settum upp sýningu Margret Bourke White í sam- vinnu við Menningarstofnun Bandaríkjanna og Kjarvalsstaði. íslendingadagar í Minnesota bar á góma og við vorum beðin að sjá um Ijósmyndasýningu. Við völd- um 71 mynd úr nokkur hundruð mynda víðs vegar að á landinu, myndir sem eiga að lýsa lífi fólks í kringum aldamótin. -aró Flugleiðasalan Álitamál hvort Albert hafi meirihluta Það er bersýnilega mikið á- litamál hvort salan á hlutabréfum styðst við þingmeirihluta, sagði Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann í gær. - Það er allsendis óvíst að salan verði staðfest ef marka má yfir- lýsingar talsmanna stjórnmálaflokkanna um vinnu- brögð Alberts í málinu. Þar af leiðan'di er óvíst hvort komi til kasta sérstakra rannsóknar- nefnda í málinu. Ef salan verður hins vegar staðfest á þinginu í haust, þá mun Alþýðubandalagið beita sér fyrir alhliða rannsókn á þessu máli sem bæði snerti emb- ættisfærslu ráðherranna, vinnu- brögð formanns Sjálfstæðis- flokksins og tengslum þeirra við valdaklíkurnar í Eimskip og Flugleiðum. Við samþykktum ríkisábyrgðir til Flugleiða á sínum tíma með þeim skilyrðum að ríkið eignaðist um leið stærri hlut og fengi eftir- litsvald með rekstri fyrirtækisins. Ég fæ ekki séð að alþingi hafi rétt til að samþykkja að afsala rétti ríkisvaldsins til eftirlits með rekstri fyrirtækisins en 400 miljón króna ríkisábyrgð sé haldið áfram, sagði Svavar Gestsson að lokum. -óg Axel lagði fram skriflegt upp- sagnarbréf 13. ágúst og á rétt á mánaðaruppsagnarfresti. Sama dag gaf Baldur það í skyn að hann myndi ekki taka við félögum Ragnars Guðlaugssonar í vinnu framar og í gær fékk Axel stað- festingu á því. „Leyfi Baldur þeim ekki að vinna út uppsagnarfrestinn og neiti hann að greiða þeim þessa tvo mánuði sem þeir eiga rétt á fer það mál sömu leið og mál Ragnars, þ.e.a.s. Dagsbrún mun leggja fram kröfu á hendur Baldri um að greiða þeim það sem þeim ber, annars fer þetta í dóm- Opin veiði út árið? Svavar Gestsson: Kvótakerfið á trillum er óframkvœmanlegt. Ráðherra viðurkennir að þetta getur ekki gengið H ' eildarafli trillubáta er kominn í 18 þúsund lestir en úthlutað- ur kvóti til trillanna fyrir allt þetta ár var rúmar 10 þús. lestir. „Niðurstaðan liggur alveg Ijóst fyrir. Kvótakerfið er ófram- kvæmanlegt á smábátana og sjáv- arútvegsráðherra hefur viður- kennt það með því að grípa ekki inní þessar veiðar. Hann viður- kennir að kvótinn geti ekki gilt fyrir þessar veiðar“, sagði Svavar Sjávarútvegur Nýr fiskmatsstjóri HalldórÁrnason: Geysilegir hagsmunir íhúfi H alldór Arnason var nýlega ráðinn í stöðu fiskmatsstjóra rfldsins og tók hann til starfa í síðustu viku. Halldór starfaði áður í sjávarútvegsráðuneytinu og vann þar að því að kanna möguleika á þátttöku íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegsverkefn- um erlendis. „Hlutverk Ríkismats sjávar- afurða er auðvitað fyrst og fremst það að reyna að tryggja að gæði fisks og fiskafurða verði alltaf sem allra mest. Vissulega eru margar brotalamir í því starfi og það hefur oft borið við að þess hefur ekki verið nægilega vel gætt að hráefni sé eins og það ætti að vera, en það er unnið að því að koma í veg fyrir slíkt. Þar eru geysilegir hagsmunir í húfi fyrir okkur Islendinga. Stefna okkar er sú varðandi afurðirnar að láta viðkomandi aðila bera sem mesta ábyrgð á sinni vöru og það á að vera þeim kappsmál að selja ekk- ert annað en úrvalsvöru úr Iandinu. Ég tel það heppilegast að vinna að þessum málum í sem sagði Halldór í samtali við Þjóð- nánustu samstarfi við viljann. hagsmunaaðila í sjávarútvegi“, -gg Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins í samtali við Þjóð- viljann. Á fjölmennum fundi smábáta- eigenda í Reykjavík með sjávar- útvegsráðherra og nokkrum þingmönnum Reykjavíkur í fyrrakvöld urðu allsnarpar um- ræður um kvótakerfið og stóð fundurinn langt fram á nótt. Um 1000 trillubátar undir 10 lestum stunda veiðar hér við land og hafa þeir sameiginlegan kvóta uppá rúmar 10 þús. lestir. Aflinn er nú orðinn um 18 þús. lestir hjá trillubátunum og hefur aflinn stóraukist frá því í fyrra í öllum landshlutum. Alls hafa um 700 trillubáta- eigendur sent sjávarútvegsráðu- neytinu umsókn um leyfi til áframhaldandi veiðar eftir 1. septembern.k. Ráðuneytið hafði geymt sér 1000 lestir til að deila út á haustmánuðum en sá afli er löngu veiddur. Starfsmenn ráðu- neytisins vinna þessa dagana við að flokka umsóknir og finna út hverjir hafa stærstu tekjur sínar af trilluveiðum og er áætlað að einhverjar reglur um áframhald- andi veiðar verði kynntar um mánaðamótin. Ljóst er að ráðherra á úr vöndu að ráða við að draga trillusjó- menn í dilka. „Ráðherrann hefur viðurkennt að þetta er ekki hægt og þess vegna neyðist hann til þess að veita öllum bátunum leyfi til að veiða það sem eftir er árs- ins. Hér er einnig um að ræða frístundabúskap hjá fjölda fólks, og ef það á að fara hundelta þá sem stunda þessar veiðar út um allan sjó, þá er spurning hvenær ráðherrann setur reglugerð um takmörkun á bryggjudorgi", sagði Svavar Gestsson. -lg- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur Flotinn Þeir moka upp karfanum Allir togarar ÚA með fullfermi. Um 700 lestir á landá einum degi. Gísli Konráðsson: Kvótinn að klárast. Lýst illa á að þurfa að stoppa |y| jög góð karfaveiði hefur ver- ið út af Breiðafírði og í Vík- urál undanfarna daga og hafa togarar fyllt sig á skömmum tíma. Fjórir togarar Útgerðarfélags Akureyringa komu allir með full- fermi af karfa til hafnar síðustu daga og í sl. viku var þar landað á sjöunda hundrað lestum af karfa á einum sólarhring. „Þeir voru allir togararnir með ágæta veiði og það var almennt hjá flotanum þarna fyrir vestan. Við unnum allan karfann í Rússa- pakkningar og það gekk bæði fljótt og vel“, sagði Gísli Kon- ráðsson framkvæmdastjóri ÚA í samtali við Þjóðviljann. Togarar útgerðarfélagsins eru langt komnir með þorskkvóta sinn og hafa því verið á skrap- veiðum að undanförnu. „Þeir eru komnir mjög langt með þetta og okkur lýst illa á að þurfa að stoppa. Það hlýtur allt að stöðv- ast hérna fljótlega ef það verður sæmilegt fiskerí", sagði Gísli,—lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.