Þjóðviljinn - 17.08.1985, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.08.1985, Síða 6
Jónsmálið ÍÞRÓTTIR 2. deild Halldór Áskelsson. Stjörnuliðið Halldor fyrir Sveinbjörn Ein breyting er á Stjörnuliði Þjóðviljans eftir 13. umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu. Hall- dór Askelsson, Þór, vinnur sig inní liðið á nýjan leik - á kostnað Skagamannsins Sveinbjarnar Hákonarsonar. Olöglegar aðferðir? Gott fyrir IBV Jafntefli Breiðabliks og KA í baráttuleik. Tvö mörk í lokin. KA-Breidablik 1-1 (0-0) * * Ekki gátu Vestmannaeyingar beðið um betri úrslit en þessi á Akureyri í gærkvöldi. Tveir skæðustu keppinautar þeirra um 1. deildarsætið deildu með sér stigum í stórkarlaiegum baráttu- leik og Eyjamenn geta í dag kom- ist í efsta sæti 2. deildarinnar fyrir vikið. Leikurinn var jafn og liðin sóttu á víxl. Jón Þórir Jónsson skaut rétt yfir KA-markið á 11. mínútu en á 20. mín. varði Sveinn Skúlason markvörður Breiða- bliks gott skot Þorvalds Þorvalds- sonar úr aukaspyrnu. Jón Þórir komst í færi á 33. mín. eftir rispu Hákons Gunnarssonar en Þor- valdur Jónsson markvörður KA bjargaði í horn. Á 39. mín. bjarg- aði Þorvaldur.með tilþrifum þeg- ar Sæmundur félagi hans í vörn KA sendi til baka og knötturinn stefndi í autt markið. Steingrímur Birgisson var óvaldaður á mark- teig Breiðabliks strax á eftir en Sveinn varði skalla hans. Síðari hálfleikur gekk svipað fyrir sig. Erlingur Kristjánsson var einn á markteig Breiðabliks eftir aukaspyrnu á 50. mín. en skaut yfir. Þórarinn Þórhallsson skaut yfir KA-markið úr góðu Stadan f 2. deildarkeppnlnni í knattspyrnu: Breiöablik......14 8 4 2 26-13 28 (BV.............13 7 5 1 34-11 26 KA..............13 7 3 3 24-12 24 KS..............13 6 3 4 20-17 21 Völsungur.......13 5 3 5 21-18 18 ÍBl.............13 3 5 5 12-19 14 UMFN............12 3 4 5 7-16 13 Skallagrímur....13 3 4 6 15-30 13 Fylkir..........13 3 3 7 12-17 12 Leiftur.........13 2 2 9 9-27 8 f dag mætast ÍBV-Fylkir, Skaliagrímur-Völsungur og KS- UMFN. færi mínútu síðar og Sveinn varði í horn skot frá Njáli Eiðssyni á 65. mín. Hinrik Þórhallsson var í dauðafæri á markteig Breiðabliks á 75. mín. eftir að Sveinn hafði varið skot Friðfinns Hermanns- sonar en skaut yfir. Loks á 80. mín. kom mark. Þorsteinn Hilmarsson átti góða sendingu á Jóhann Grétarsson sem var nýkominn inná sem vara- maður, nýstiginn uppúr meiðslum. Jóhann komst einn uppað marki KA og skoraði ör- ugglega, 0-1. En á 85. mín. náði KA að jafna. Þorvaldur Þ. tók horn- spyrnu og Hinrik hamraði við- stöðulaust af markteig, Sveinn komst fyrir boltann en sló hann í hliðarnetið, 1-1. Guðmundur Baldursson og Jón Þórir voru bestir í liði Breiðabliks en Njáll hjá KA. Maður leiksins: Guðmundur Baldursson, Breiðabliki. -K&H/Akureyri „Ég get ekki séð annað en að ólöglegar starfsaðferðir hafi ver- ið viðhafðar við dómsuppkvaðn- inguna í gær og þess vegna verði að taka Jónsmálið upp aftur", sagði Magnús Óskarsson lögmað- ur Þróttara í Jónsmálinu í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. „Eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp komst ég að því að stjórn KSÍ hafði aldrei haldið fund til að skipa menn í dómstól- inn einsog lög gera ráð fyrir. í fundargerðabók KSÍ var hvergi hægt að sjá að slíkur fundur hefði farið fram. í mínum huga er því enn óupplýst hvernig þetta mál endar“, sagði Magnús. Dómstóll KSÍ komst í gær að þeirri niðurstöðu að úrslitin í leik KR og Þróttar skyldu standa óhreyfð, 4-3 fyrir Þrótt. Strax á eftir sagði Magnús í spjalli við Þjóðviljann að þar með væri mál- ið búið en samkvæmt orðum hans seint í gærkvöldi virðast enn ekki öll kurl komin til grafar í þessu leiðindamáli. -VS England Eftir 13. umferð lítur Stjörnu- liðið þannig út, stjörnufjöldi alls í svigum: Markvöröur: Porsteinn Bjarnason, (BK (10) Varnarmenn: Guöjón Þórðarson, ÍA (11) Guöni Bergsson, Val (14) Valþór Sigþórsson, (BK (12) Siguróli Kristjánsson, Þór (12) Tengiliðir: Karl Þórðarson, lA (13) Ómar Torfason, Fram (15) Árni Sveinsson, (A (13) Framherjar: Halldór Áskelsson, Þór (12) Ragnar Margeirsson, (BK (17) Björn Rafnsson, KR (11) Leikmenn fá 1 stjörnu fyrir að sýna góðan leik, 2 fyrir mjög góð- an og 3 stjörnur fyrir frábæran leik. -VS *++■+ + + + + * + + + + + ** Allt á fullt í dag Spennaílofti. Lítið umstórkaup. Fjögur lið líklegust. Fyrsti 1. deildarleikur Oxford í dag byrjar boltinn að rúlla í viðamestu og vinsælustu deilda- keppni heims - fyrsta umferðin í ensku knattspyrnunni byrjar kl. 14 að íslenskum tíma. Sjaldan eða aldrci hefur jafnmikil spenna legið í loftinu, vegna hinna hörmulegu atburða í Brússel og Bradford sl. vor og eftirstöðva þeirra. Þá eiga stjórn deilda- keppninnar og sjónvarpsstöðv- arnar bresku í deilum og Ijóst er 3. flokkur KR gegn IK? Mestar líkur eru á að KR og ÍK leiki til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla í knattspyrnu eftir leikina í Vestmannaeyjum í gær- kvöldi. KR vann Þrótt 4-2 og Selfoss sig- raði Hött 5-2 í A-riðli. Steinar Ingi- mundarson og Hilmar gerðu 2 mörk hvor fyrir KR en Albert Albertsson 4. flokkur Selfoss í úrslit? Selfyssingar komu mjög á óvart í úrslitakeppni 4. flokks í knattspyrnu á Akureyri í gærkvöldi er þeir sigruðu Framara 2-1 í B-riðli. Víkingur vann KA 3-0 þannig að Selfyssingar eru efstir í riðlinum og takist þeim að sigra Víkinga í dag leika þeir til úrslita um meistaratitilinn, sennilegast við Val. Valur vann Breiðablik 2-0 og Höttur frá Egilsstöðum vann Leikni Reykjavík 3-1 í A-riðli. Staðan í riðl- unum fyrir lokaleikina í dag er þessi: A-rlðlll: og Egill Örn Einarsson skoruðu fyrir Þrótt. Magnús Sigurðsson 2, Gústaf Bjarnason 2 og Halldór Róbertsson gerðu mörk Selfyssinga en Eiríkur Bjarnason og Sigfús Fannar Stefáns- son skoruðu fyrir Egilsstaðaliðið. f dag leika KR-Höttur og Þróttur R,- Selfoss. KR...................2 2 0 0 11-2 4 Þróttur R............2 10 1 5-4 2 Selfoss..............2 10 1 5-9 2 Höttur...............2 0 0 2 2-8 0 ÍK vann Tý 2-0 í B-riðlinum og KA malaði Fylki 5-0. Gunnar Guð- mundsson skoraði bæði mörkin fyrir ÍK gegn Tý. Markvörður KA sýndi snilldarmarkvörslu gegn Fylki og fé- lagar hans voru iðnir við Fylkis- markið. Björn Pálmason 2, Kristján Einarsson 2 og Árni Hermannsson skoruðu. í dag leika ÍK-KA og Fylkir-Týr. (K.....................2 2 0 0 4-0 4 KA.....................2 110 6-13 Týr....................2 0 111-31 Fylkir.................2 0 0 2 0-7 0 Valur 2 2 0 0 9-0 4 2 1 0 1 3*2 2 Höttur 2 1 0 1 3-4 2 LeiknirR 2 0 0 2 1-10 0 B-riðill: 2 110 3-23 Fram 2 10 14-22 2 10 13-32 KA...7 2 0 111-41 -K&H/Akureyri Úrslitaleikirnir fara fram á morg- un, sunnudag. -JR/Eyjum Þóroddur Tvær stjörnur í umsögn um leik KR og ÍBK í 1. deildinni í knattspyrnu í blaðinu í gær féll niður stjörnugjöf Þórodds Hjalt- alín dómara. Hann fær 2 stjörnur fyrir frammistöðu sína. f leiðinni er rétt að rifja upp, dómari fær 1 stjó'rnu fyrir að standa sig ekki nógu vel, 2 fyrir að standa sig og 3 stjörnur fyrir að standa sig rnjög vel. að engar útsendingar verða frá fyrsta degi keppninnar og óvíst með framhaldið. Ensku félögin hafa í sumar haldið að sér höndum og lítið hef- ur verið um kaup og sölur á þekktum leikmönnum. Totten- ham hefur látið mest að sér kveða í þeim efnum eins og oft áður og keypti í sumar tvo snjalla leik- menn - þá Paul Allen frá West Ham og Chris Waddle frá New- castle. Stórkaup sumarsins gerðu hinsvegar ensku meistararnir Everton sem nældu í nýja lands- liðsmiðherjann, Gary Lineker frá Leicester. í staðinn fór Andy Gray til Aston Villa frá meistur- unum. í fyrstu umferðinni í dag verða eftirtaldir leikir í 1. og 2. deild. 1. delld: Birmingham-West Ham Coventry-Manch.City Leicester-Everton Liverpool-Arsenal Luton-Nottm.Forest Manch. United-Aston Villa Q.P.R.-lpswich Shetf. Wed.-Chelsea Southampton-Newcastle Tottenham-Watford W.B.A.-Oxford Birmingham, Manch.City og Oxford komu uppúr 2. deild og Oxford leikur í dag sinn fyrsta 1. deildarleik. 2. deild: Brighton-Grimsby Carlisle-Bradford City Charlton-Barnsley Fulham-Leeds Huddersfield-Millwall Hull-Portsmouth Norwich-Oldham Stoke-Sheff. United Sunderland-Blackburn Wimbledon-Middlesboro Shrewsbury-Cr. Palace (sunnud.) Norwich, Sunderland og Stoke féllu í 2. deild en Bradford City, Hull og Millwall komu uppúr 3. deild. Síðan verður heil umferð í 1. deild í næstu viku og nokkrir leikir í 2. deild. Þeir eru sem hér segir: 1. deild: Arsenal-Southampton Chelsea-Coventry Everton-W.B.A. Ipswich-Manch. Utd Watford-Birmingham West Ham-Q.P.R. Með Gary Lineker í fremstu víglínu ætti Everton að eiga enn meiri möguleika á að verja meistaratitilinn. Everton gerði 86 mörk í 1. deild í fyrra, flest allra liða, og Lineker var markahæstur 11. deild. en hann skoraði 26 mörk fyrir Leicester. Aston Villa-Liverpool Manch. City-Leicester Newcastle-Luton Nottm. For-Sheff. Wed. Oxford-Tottenham 2. deild: Barnsley-Brighton Blackburn-Norwich Grimsby-Huddersfield Oldham-Shrewsbury Portsmouth-Sunderland Leeds-Wimbledon Líklegt er að slagurinn um meistaratitilinn standi á milli Everton, Tottenham, Liverpool og Manchester United og það þarf engan að undra þó þessi fé- lög skipi fjögur efstu sætin næsta vor. Ef leikmenn Arsenal halda sig á mottunni utan vallar gætu þeir líka blandað sér í slaginn. Chelsea, Sheff. Wed, Notting- ham Forest, West Ham, Sout- hampton, Watford og Aston Villa eru allt lið sem geta gert góða hluti. Luton og Manchester City gætu komið skemmtilega á óvart og sömuleiðis WBA og QPR, en í „kjallaraslagnum" má reikna með Coventry, Ipswich, Leicester, Newcastle Birming- ham og Oxford. Þetta getur þó verið fljótt að breytast - enda er mest heillandi við ensku knattspyrnuna hversu óútreiknanleg hún er. -VS 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.