Þjóðviljinn - 14.09.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 14.09.1985, Page 2
FRÉTTIR Bónusverkfallið Neyðarástand á Siglufirði Kolbeinn Friðbjarnarson formaður Vöku: Það þarfverulegar launahækkanir til að bœta úr ástandinu. Fólk í bónusverkfalli er ekkertáþvíað gefast upp. Ekki vístað kröfur VMSÍdugi tilaðfáfólk aftur til starfa. að má segja að hér og víða annars staðar ríki nú neyðarástand. Það vantar ekki fiskinn, frystihúsin hér þurfa ekki að kvíða því á þessu ári, en það vantar fólk og þegar afköstin minnka um meira en helming er ástandið auðvitað afleitt, sagði Kolbeinn Friðbjarnarson for- maður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. „Það hefur verið mjög góður andi meðal starfsfólksins í frysti- húsunum alveg síðan þessar að- gerðir hófust og það er enginn uppgjafartónn í liðinu. Dráttur- inn á viðræðunum fyrir sunnan er eflaust hugsaður til þess að kon- urnar muni gefast upp, en þær eru ekkert á því. Þetta gæti staðið í margar vikur ef menn vilja það endilega". - Pað vantar fólk. Hvers vegna? „Svarið er einfalt: launin eru allt of lág og svo er þetta erfið og vandasöm vinna. Fólki bjóðast léttari störf fyrir hærri laun og auðvitað fer það í slík störf. Þetta hefur lengi verið vitað, en ekkert verið gert. Ég hef þá trú að til þess að fá fólk aftur í fiskvinnsl- una þurfi að hækka launin veru- lega. Þótt kröfur Verkamanna- sambandsins nái fram að ganga er það engin trygging fyrir því að fólk fáist til starfa í fiskvinnslu. Það þyrfti jafnvel að koma meira til“. - Hafið þið staðið í einhverjum viðræðum við fiskverkendur á Siglufirði um kjarabœtur? „Ekki síðan aðgerðirnar hóf- ust, en við áttum nokkra fundi þar áður og ég býst við að við- ræður hefjist að nýju um helgina eða eftir helgi. Þar verða ræddar svipaðar kröfur og gerðar eru fyrir sunnan.“ sagði Kolbeinn að lokum. -g« ■TORGIÐ' Það er ekki bara menntamála- ráðherra sem grefur undan skólunum! Rúllubindivél Hreinasta höfuðþing Hefur bjargað miklum heyjum - Ég get sagt þér það í fréttum, að í fyrra tók ég þátt í góðum kaupum, sagði Þorgrímur Starri. - Þá keyptum við, fjórir í félagi, rúliubindivél. Hreinasta höfuð- þing og tekur mjög fram þeim heyvinnutækjum öðrum, sem ég hef kynnst. Síðan höfum við bundið mikið fyrir menn og bjargað með því frá hrakningi miklum heyjum. Hey- ið er verkað jöfnum höndum sem vothey eða þurrhey, eftir þvf hvernig á stendur. Ég er byrjaður á því núna að gefa kúnum hey úr rúllunum, alveg ilmandi fóður, sumt aðeins bliknað. Ég skil ekki í öðru en þessi tæki eigi eftir að ryðja sér til rúms. En það fást víst ekki feildir af þeim tollar né söluskattur. Er samt kannski eitthvað verið að skrafa um það, að gera þurfi búvöruframleiðsluna ódýrari, m.a. með því að lækka tilkostn- aðinn? Það er eins og mig minni það. Á jaðri leiksvæðis Langholtsskóla eru jarðýtur að grafa allt í sundur. Ekkert talað við skólastjóra um málið. Engin girðing sett upp til þess að vernda börnin frá vinnuvélunum. Ljósm. Sig. Langholtsskóli „Fáheyrð ókurteisi Það, sem næst þyrfti að gera, er svo að byggja stóra skemmu þar sem rúlluböggunum væri safnað saman því auðvelt er að flytja þá, á heykló eða gaffli, heim á býlin. En það er víst ekki sjálfgefið að styrkur fáist út á slíka félagsbygg- ingu en kannski hefði hún lána- rétt? -mhg Matthías Haraldsson yfirkennari í Langholtsskóla: Allt er grafið í sundur á skólalóðinni án þess að tala við skólayfirvöld Þetta er fáheyrð ókurteisi við okkur sem stjórnum skólanum og algjör fyrirlitning á 700 börnum, sagði Matthías Har- aldsson, yfirkennari í Langholts- skóla um þær framkvæmdir sem hófust í gærmorgun á vegum borgarinnar. Stórar jarðýtur eru að grafa allt í sundur á jaðri leiksvæðis skólans. „Það var ekkert samráð haft við okkur um þetta. Auðvitað hefði átt að hafa samband við yf- irmenn skólans og biðja okkur um að hjálpa til við að passa upp á Rás 2 Brat á utvaipslögum Ungir Sjálfstæðismenn útvörpuðu skoðunum sínum og sendu út ókeypis auglýsingar. Þorgeir Ástvaldsson: alvarlegt slys börnin meðan á framkvæmdun- um stendur, en það var ekki gert. Allar svona framkvæmdir kalla á krakkahópinn. Þau eru að leika sér innan um þessar vélar. Það getur verið hættulegt“. Matthías sagði ennfremur að skólastjóri Langholtsskóla hefði spurst fyrir um það hjá borgaryfirvöldum hvað um væri að vera og fengið þau svör að það væri verið að leggja vinnuveg til þess að kom- ast að byggingu sem á að fara að reisa fyrir fötluð börn en fram- kvæmdarmátinn er til skammar“, sagði Matthías. Á fundi útvarpsráðs í gær var fjallað um brot Heimdellinga á hlutleysislögum útvarpsins. Síð- astliðið laugardagskvöld var þátt- urinn „Næturvaktin“ á Rás 2 sendur út með nýju sniði og um- sjónarmenn þáttarins brugðu verulega út af lögbundnu hlut- leysi nkisfjölmiðla. Þeir sem sáp um þáttinn voru þeir Arnar Há- konarson og Eiríkur Ingólfsson, báðir miklir áhugamenn um stjórnmál og fóru ekki leynt með það í umræddum þætti. Munu þeir báðir hafa verið staddir á þingi Sambands ungra sjálfstæð- ismanna á Akureyri og þótti þeim ástæða til að greina frá því og ýmsu sem fram fór á þinginu, auk þess sem þeir sendu þakkir og kveðjur til félaga sinna í sam- bandinu. Auk þessa sögðust þeir vilja leyfa þjóðinni að heyra hluta af amerískri útsendingu og gerðu það, en þessi útsending hófst á langri auglýsingu um ákveðna gosdrykkjartegund. Fyrir utan þetta tóku þeir nokkur viðtöl um borð í flugvélinni sem flutti þá af þinginu og klykktu síðan út með því að flugfreyjan afkynnti þátt- inn með því a segja að Flugleiðir og útvarpið byðu góða nótt. „Þetta er auðvitað algjört brot á útvarpslögum“, sagði Ingibjörg Hafstað fulltrúi Samtaka um Kvennalista í útvarpsráði í sam- tali við blaðið. „Útvarpsstjóri lýsti því yfir á fundinum áð þessir menn muni ekki koma fram í Ríkisútvarpinu framar vegna þessa brots og Þorgeir Ástvalds- son tók það fram að þetta hefði verið alvarlegt slys sem varðaði við fjórar greinar hlutleysislag- anna.“ - vd. „Sá sem stjórnar þessum fram- kvæmdum er ekki starfi sínu vax- inn. Hann gerði engar ráðstafanir til þess að vernda börnin. Girðing verður að koma, það er á hreinu og við líðum ekki svona ókurt- eisi. Það verðurfunduríforeldra- félaginu á mánudaginn og þetta mál verður vafalaust tekið fyrir, sagði Matthías Haraldsson yfir- kennari í Langholtsskóla. -SA 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.