Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 3
FRETT1R
Tónlist
Tónlistarhátíð aflýst
Árlegri hátíð ungra norrœnna tónskálda klúðrað afFinnum. Hilmar Ragnarsson fulltrúi
U.N.M. á íslandi: Mikið áfall. 14manns hafaœft mikiðfyrirhátíðina.
Þetta er mikið áfall og alveg
grátlegt að búið sé að aflýsa
þéssum tónleikum, eins og fólk er
búið að leggja mikla vinnu í
æfingar,“ sagði Hilmar Þórðarson
í samtali við Þjóðviljann, en
Hilmar er fulltrúi íslands í „Ung
Nordisk Musik“ sem gengst ár-
lega fyrir tónleikum ungra nor-
rænna tónskálda sem Norður-
löndin halda til skiptis.
Að þessu sinni átti tónlistar-
hátíðin að vera í Finnlandi dag-
ana 29. september til 6. október
en hefur nú verið aflýst.
„Það virðist vera að sá sem var í
forsvari fyrir Finnana og átti að
sjá um undirbúning hafi hrein-
lega ekki gert neitt af því sem
þurfti að gera. Við fréttum af
þessu mjög seint og það kemur
sér auðvitað mjög illa því að þessi
14 manna hópur sem ætlaði að
fara héðan hefur unnið við æfing-
ar á þremur verkum, þar á meðal
er verk eftir Hauk Tómasson sem
heitir „Tríó“ og annað eftir
Kjartan Ólafsson sem heitir
„Dimrna". Þar sem núna er ár
æskunnar og tónlistar þá vildum
við hafa þetta svolítið veglegt og
við höfum ekki fengið neinar
upplýsingar frá Finnum aðrar en
þær að bréf verði sent þar sem
greint er frá ástæðum fyrir því að
þessu er aflýst. Þetta er í fyrsta
sinn svo ég viti til að svona gerist,
en þetta hefur verið árlegur við-
burður síðan 1948 og íslendingar
hafa verið með síðan 1973.
Ofan á allt saman þá fréttum
við af þessu þannig að Jón Örn
Marinósson, tónlistarstjóri út-
varpsins, fékk telex á mánudag-
inn frá finnska útvarpinu þar sem
honum er sagt af þessu, því
finnska útvarpið ætlaði að senda
RÚV efni frá hátíðinni. En hóp-
urinn sem átti að fara héðan ætlar
að hittast á sunnudaginn og ræða
málin og spá í hvort hægt sé að
nota þetta prógramm á tón-
leikum hérlendis í staðinn", sagði
Hilmar að lokum.
-vd
Kjötið
Kaninn
utan laga
Hákon
Sigurgrímsson:
Verður að stöðva
þennan innflutning
með einhverjum
hœtti.
I gær barst áiitsgerð lögfræð-
inga sem gerð var fyrir Stéttar-
samband bænda og Framleiðslu-
ráð Landbúnaðarins, varðandi
innflutning hersins á kjötvörum
og hugsanlega málssókn bænda-
samtakanna af því tilefni.
í stuttu máli komast lögfræð-
ingarnir að þeirri niðurstöðu að
ekki sé fært að höfða mál á hend-
ur hernum vegna kjötinnflutn-
ingsins og í álitsgerðinni segir að í
afskiptaleysi utanríkisráðu-
neytisins felist í reynd samþykki
þess á innflutningnum og þá um
leið sú lögskýring að ákvæði
varnarsamningsins víki til hliðar
ákvæðum laga nr. 11 1928 um
varnir gegn því, að gin- og klaufa-
veiki berist til landsins.
„Það virðist vera ljóst að varn-
arliðið er ekki undir íslenskum
lögum“ sagði Hákon Sigurgríms-
son framkvæmdastjóri Stéttar-
sambands bænda þegar Þjóðvilj-
inn leitaði álits hans á niðurstöð-
um lögfræðinganna. „Það á eftir
að fjalla um málið í stjórn en ég
get ekki séð að þetta þýði nein
lok á málinu, það verður að finna
nýjar leiðir til þess að stöðva
þennan innflutning".
- Er þá ekki ástœða til þess að
sambandið beiti sér fyrir því að
þessi ákvœði í samningnum verði
felld niður eða breytt?
„Ég hefði haldið það, það er
vel hugsanlegt að það verði gert.
Við teljum að það stafi hætta af
þessum innflutningi og verður að
stöðva hann með einhverjum
hætti“. -vd
Skák
Beint
frá Moskvu
Skáksnillingarnir Kasparof og
Karpof tefla sína 5. einvígisskák í
dag í Moskvu og er sá fyrrnefndi
með hvítt.
Þeir hjá Skáksambandi íslands
hafa gert ráðstafanir til að skýra
skákirnar jafnóðum og munu
sérfróðir annast það verk á skrif-
stofum sambandsins að Lauga-
vegi 71. Hefjast skýringarnar kl.
15.00. -v
Frá heimsókn forystumanna Alþýðubandalagsins í Líffræðistofnun Háskólans. Geir Gunnarsson að skoða
lífverur úr fjöru Dýrafjarðar en það er eitt af verkefnum Líffræðistofnunar Háskólans að athuga hugsanleg áhrif
brúargerðar þar á lífríki fjörunnar.
Blanda
Ráoherrar
aðgerðalausir
Apartheid verður
tekiðfyrir á
utanríkisráðherra-
fundi í október.
Steingrímur tók við
ályktunum biskupa
og
verkalýðshreyfingar í
gœr
Engin ákvörðun hefur verið
tekin innan íslensku
ríkisstjórnarinnar um aðgerðir
gegn aðskilnaðarstefnu
stjórnvalda í Suður-Afríku. Á
máli ráðherra sem Þjóðviljinn
hefur haft tal af er að skilja, að
þetta hafi ekki einu sinni verið
rætt innan ríkisstjórnarinnar.
Hjá Ingva Ingvasyni ráðu-
neytisstjóra í utanríkisráðu-
neytinu fengust þær upplýsingar
að þetta mál ætti að taka upp á
fundi utanríkisráðherra Norður-
landa sem haldin verður 17.-18.
október n.k. Starfandi hefur ver-
ið í nokkur ár nefnd sem skipuð
er starfsmönnum utanríkisráðu-
neyta Norðurlandanna og hefur
hún fjallað sérstaklega um af-
stöðuna gagnvart Suður-Afríku.
Nefndin mun leggja fram tillögur
um aðgerðir gegn stjórninni þar
syðra á fundi utanríkisráðherr-
anna en ekki er vitað í hverju
þessar aðgerðir munu felast.
Hugmyndir nefndarmanna eru
að sjálfsögðu háðar samþykki
ráðherranna.
Á sameiginlegum fundi með
Steingrími Hermannssyni forsæt-
isráðherra í gær afhentu Pétur
Sigurgeirsson biskup, Ásmundur
Stefánsson forseti ÁSÍ og Krist-
ján Thorlacius formaður BSRB
samþykktir fundar biskupa á
Norðurlöndum og Norræna
verkalýðssambandsins frá 29. ág-
úst sl. Óskuðu þeir eftir því að
ríkisstjórnin fjalli sérstaklega um
málið og geri það sem í hennar
valdi stendur til að auka þrýsting
á suðurafrísk stjórnvöld.
-gg
Sjá leiðaraopnu
í Sunnudagsblaði
Vilja lengri frest
Ólafur Ragnar Grímsson: Frestur um 2 ár sparar heilan milljarð í erlendum lántökum.
Fimm virkjanirfullverkhannaðar hjá Landsvirkjun. Sölumöguleikar á orku litlir.
jj
að voru miklar umræður
um Blönduvirkjun á síð-
ásta stjórnarfundi Landsvirkjun-
ar og það komu fram fyrstu drög
að rannsókn á framkvæmdaáætl-
un“ sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son í samtali við Þjóðviljann í
gær.
„Ég lagði fram tillögu á fundin-
um þess efnis að fresta Blöndu-
virkjun um tvö ár og miða gang-
setningu hennar við árið 1990. Ef
þessi ákvörðun verður tekin mun
það spara heilan milljarð í er-
lendum lántökum á næstu
tveimur árum, sem er veigamikil
upphæð ef haft er í huga stöðu
þjóðarinnar gagnvart erlendri
skuldasöfnun.
Það er til veruleg umframorka í
kerfinu nú þegar og nú er komin
út ný orkuspá sem sýnir að orku-
þörf fram til aldamóta er mun
minni en áður var áætlað, munur-
Afnámshugmyndin
Ekki viðhorf þingflokks
Eg tel að frásagnir Þjóðviljans
af umræðum um fiskveiði- og
kvótamál í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins gefi ranga hugmynd
um stöðu þessara mála á þeim
vettvangi, sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
„Þessi mál hafa ítrekað verið til
umræðu í þingflokknum í sumar
og ýmsar hugmyndir verið reifað-
ar, þ.á m. af Skúla Alexand-
erssyni. Hugmyndir Skúla Alex-
anderssonar um afnám kvóta-
kerfisins svonefnda og það strax
1. október n.k. eru langt frá því
að endurspegla viðhorf
þingflokksins í heild að mínu
mati.
Ég er í hópi þeirra sem telja
margra lagfæringa þörf á núver-
andi stjórnun fiskveiða, m.a.
varðandi veiðar smábáta og með-
ferð aflans. Ég tel hins vegar vera
nauðsynlegt að menn átti sig á því
hvað skuli taka við áður en þeir
hrópa af núverandi fiskveiði-
stjórnun í heild sinni. Rétt er að
hafa í huga að á þessu ári gat út-
gerðin valið á milli aflamarks á
skip og sóknarmarks og síðari
leiðin hefur gefið góða raun í
mörgum tilvikum, m.a. á Austur-
landi. Ég hygg, að útvegsmenn
nyrðra og eystra muni hugsa sig
vel um áður en þeir taka undir
kröfur Vestfirðinga og fleiri um
grundvallarbreytingar á núver-
andi stjómun, eins og Skúli Alex-
andersson er að viðra í sínum
hugmyndum og kjördæmisráð
Framsóknarflokksins á Vest-
fjörðum setti fram kröfur um“,
sagði Hjörleifur. -gg
inn nemur einni og hálfri Blöndu-
virkjun. Þannig að það er full
ástæða til þess að taka ákvörðun
nú þegar um að fresta virkjuninni
til 1990 og jafnvel til 1991. Til-
lögunni var vísað til umfjöllunar í
stjórn og í iðnaðarráðuneyti og
endanleg afstaða til hennar verð-
ur tekin í lok mánaðarins.
Það er rétt að hafa það í huga
að mótrök gegn þessu eru helst
þau að orka verði að vera fyrir
hendi ef ný stóriðja kemur upp og
þá vil ég benda á þá staðreynd að
Landsvirkjun á nú fimm virkjanir
sem eru fullverkhannaðar til við-
bótar Blönduvirkjun. Það eru
Villinganesvirkjun, Sultartanga-
virkjun, Vatnsfellsvirkjun.
Fljótsdalsvirkjun og stækkun
Búrfellsvirkjunnar. Orkufram-
leiðsla þessara fimm virkjana eru
3300 gígawattstundir á ári.
Og þar sem ekkert liggur fyrir
um sölu á þessari orku nema til
hins almenna markaðs þá tel ég
ákvörðun um frestun á Blöndu-
virkjun um tvö ár fyllilega raun-
hæfa“, sagði Ólafur Ragnar
Grímsson að lokum.
-vd
Laugardagur 14. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3