Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 4
LEIÐARI
Svindlaradabbía
Starfshættir Davíðs Oddssonar borgarstjóra
varðandi hina fyrirhuguðu sameiningu ísbjarn-
arins hf. og Bæjarútgerðar Reykjavíkur vekja
sífellt alvarlegri spurningar. Enn hafaengin svör
fengist við því, af hverju borgarstjóri leyndi
borgarfulltrúa því að sameiningin stæði fyrir
dyrum. Hvers vegna var málið ekki upplýst í
útgerðarráði á sínum tíma? Hvers vegna fengu
fulltrúar minnihlutaflokkanna ekki að vita um
málið fyrr en þeir lásu það í dagblöðunum?
Hvers vegna fékkst það ekki rætt fyrr en eftir
mikinn, opinberan eftirrekstur? Hvað er það
eiginlega sem Davíð Oddsson vildi fela fyrir
borgarbúum þangað til búið var að ganga
tryggilega frá öllum hnútum sameiningarinnar?
I þessu sambandi er vert að hafa tvennt í
huga:
• Eigendur ísbjarnarins hf. hafa um langt
skeið verið í innsta hring Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, og væntanlega gefið ótæpilega í
flokkssjóðina. Flokkurinn skuldar þeim því
greiða.
• ísbjörninn hf. á í miklum fjárhagsörðug-
leikum. Hann skuldar gífurlegar upphæðir, og
tapið á rekstri hans í fyrra nam nálægt níu-tíu
miljónum króna. Margt bendir til þess að hann
muni ekki af eigin rammleik komast úr þeim
kröggum sem hann er í núna.
Þessar staðreyndir benda því einfaldlega til
þess, aö hér sé á ferðinni sú gamaldags spilling
sem þrífst einatt í kringum kerfisflokkana, þar
sem vinir skara eld að köku vina. Sjálfstæðis-
flokkurinn er hér að bjarga fyrirtæki á hausnum,
vegna flokkstengsla og einskis annars. Sukk af
þessu tæi verður æ algengara í kringum borgar-
stjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
og nægir að minna á, hvernig fjölskylduhags-
munir eins af borgarfulltrúum flokksins réðu
úrslitum í Hamarshúsinu á dögunum.
Eitt blaða hefur Þjóðviljinn bent á spillingar-
tengslin sem rekja má í þessu máli. Staðhæf-
ingar Þjóðviljans hafa nú fengið ótvíræða stað-
festingu. Nú er nefnilega komið í Ijós, að for-
ráðamenn annars frystihúss, Kirkjusands hf.,
sendu borgarstjóra bréf þegar í júní, þar sem
þeir óskuðu eftir því að vera með í umræðum
um endúrskipulagningu og sameiningu fisk-
vinnslufyrirtækja í Reykjavík.
En þetta bréf kom aldrei fram. Borgarritari
sá það hjá Davíð, en borgarstjórinn var svo
lítilla sanda að hann stakk því undir stól án
þess að minnast á það við nokkurn mann.
Það hefði nefnilega getað hindrað greiða
Sjálfstæðisflokksins við eigendur ísbjarnar-
ins hf.
Þessi ótti borgarstjóra við að gera uppskátt
um óskir Kirkjusands er auðvitað staðfesting á
því hvers konar spilling er hér á ferðinni. Fram-
ferði hans vekur mjög alvarlegar spurningar um
hvað er eiginlega á seyði. Þegar pukrið og
leyndin í upphafi, að viðbættum flokkstengslum
eigenda ísbjarnarins og Sjálfstæðisflokksins og
skuldasúpu fyrirtækisins, eru höfð í huga, þá
hnígur allt að sömu átt: fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins er Davíð Oddsson að hygla flokks-
gæðingum á kostnað borgarbúa og það
heldur ótæpilega!
Þjóðviljinn hefur hvað eftir annað fjallað um
þessi mál, ekki síst eftir að ppp komst að Davíð
faldi bréfið frá Kirkjusandi. í þessu sambandi er
athyglisvert, að Morgunblaðið, sem ævinlega
reiðir skjöld til varnar Davíð, hefur þagað þunnu
hljóði í málinu. Sú þögn æpir hátt. Hún er
staðfesting þess, að meira að segja Morgun-
blaðinu þykir málið sóðalegt.
Þessi dabbía Davíðs og Sjálfstæðisflokksins
má alls ekki standa til langframa. Til þess er hún
borgarbúum of kostnaðarsöm. Við höfum hrein-
lega ekki efni á að gefa flokksgæðingum heilt
frystihús og hátt á annað hundrað miljónir í
meðlag, eins og gert er ráð fyrir. Staðreyndin er
sú, eins og þetta mál og Hamarshúsmálið sýna
glöggt, að í kringum borgarstjórnarflokk Davíðs
Oddssonar er að vaxa lið, sem hikar ekki við að
notfæra aðstöðuna sér til framdráttar. Um þann
hóp er óhætt að nota þau orð sem Halldór Lax-
ness skrifaði á einum stað:
„Og sú svindlaradabbía skal á hausinn. Og
þá skulu þeir ekki þurfa að binda um skeinu sem
hafa trúað á svindlarana og lagt höfuð sitt í
skaut þeim“.
-ÖS
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgofandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, MörðurÁrnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, SævarGuð-
bjömsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís öskarsdóttir.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
SkHfstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húamæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
(Jmbrot og setning: Prentsmiðja þjóðvlljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð I lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 360 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 14. september 1985