Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 5
INN SÝN Reykjavíkurbréfi Morgun- blaösins lauk með svofelldum hætti um sl. helgi: „Á máli manna víös vegar um land má finna mikla óánægju með stjórnmálamenn og flokka. Skýringin er ekki bara sú, að af- koma fólks sé léleg. Þjóðin þarf líka á andlegri næringu að halda. Hana sýnist hvergi vera að fá um þessar mundir. Stjórnmálamenn- irnir veita þjóðinni ekki þá hug- myndaríku forystu, sem hún þarf á að halda. Stundum þarf að tala við kjósendur um annað en verð- bólgu og efnahagsmál. Það heyrir til undantekninga, að stjórn- málamenn geri það. Þess vegna ríkir deyfð og drungi yfir pólitík- inni í landinu. Þar er enga hugljómun að fá. Þar er engin skapandi, hugmyndarík forysta, sem vísar veginn framávið. En er þá forystu að finna á öðrum svið- um þjóðlífsins?” Oftrú á hagfrœði Kunningi minn, krati, sagði á dögunum að það væri enginn munur orðið á stjórnmálaflokk- um, afþví þeir væru allir áskrif- endur að sömu uppskriftinni frá Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka. Afgangurinn væri svo útfærslu- atriði, þarsem hagsmunahópar bitust á eða sameinuðust um ein- staka þætti. í samræðuþætti fyrir nokkru í hljóðvarpi, komu þeir Guð- mundur Einarsson og Jón Ormur Halldórsson að þessu atriði, að í pólitískri umræðu hér á landi væri meira fjallað um tölur, eindir í efnahagslífinu, heldur en um grundvallaratriði í pólitík, hvar stöndum við, hvert viljum við fara og hvernig. Reyndar hefur borið svo mikið á þessari ofdýrk- un á hagfræði, að stjórnmála- menn eru stundum hættir að vera stjórnmálamenn heldur reyna þeir að vera sérfræðingar. Þá hafa menn gleymt útlistun Lúð- víks Jósepssonar á, að stjórnmálamenn ættu að notast við niðurstöður sérfræðinga og byggja ákvarðanir sínar meðal annars á þeim en hinsvegar ekki fara eftir þeim í einu og öllu. Nokkuð hefur borið á hinni til- hneigingunni og tilraunum til að gera sérfræðinga að stjórnmála- mönnum, en einsog dæmin sanna þá fer ekki vel á því. f stjórnmála- flokkum og hagsmunasamtökum hefur sérfræðin fengið slíkan heiðursess og rými, að meirað- segja einnig Morgunblaðið biður um víðari heimsmynd, hugsjón, hugljómun. Bernskubrek tœknialdar? Pólitíkin spannar allt mann- lífið. Kemur öllum við. Þess vegna eru teknokratar í pólitík- inni ekki fulltrúar nema lítils hluta þess margbrotna lífs sem við lifum í landinu eða viljum lifa. Nema fyrir tilviljun að tækni- mennirnir hafi víðtækari til- höfðun, - þeim hafi áskotnast kristilegt uppeldi og sæmileg al- menn menntun, - auk þess sem þeir hafi notið tilfinningalegrar umönnunar. Um þessar mundir erum við Vesturlandabúar að ganga í gegnum umbyltingarskeið nýrrar tæknialdar, - þarsem framvörð- um þeirra breytinga er hampað mjög. Við lifum sumsé á tímum, þarsem nemendum fækkar í heimspekideild meðan þeim fjölgar mjög í tölvufræðum og viðskiptafræði. Að einhverju leyti má rekja taumlausa aðdáun á tæknimönnum til þessara þjóð- félagsbreytinga, þó þær afsaki ekki einhyrningana í pólitíkinni. Tæknimannadýrkunin væri þá eins konar bernskubrek þeirrar tæknialdar sem við lifum á. Okk- ur væri farið einsog kommunum á Stalínstímabilinu, þarsem ekkert náði máli nema það væri stórt eða úr stáli. Materíalinu allt, andan- um ekkert. Það er þannig þjóðfélagsá- stand sem kallar á andsvar sam- úðar, samstöðu, innihalds jafnvel með trúrænum undirtónum. Slík efnishyggja hrópar á andann, ljóðið, drauminn. Afsprengi vinnuþrœlkunar? Önnur skýring á þessu inni- haldsleysi, sem gert er að um- fjöllunarefni, gæti verið sú, að stjórnmálamenn dragi dám af því vinnuþrælkunarþjóðfélagi sem við búum í. Hér lifir nánast enginn venju- legur launamaður af dagvinnu- tekjum sínum, það verður að koma til eftirvinna, aukavinna, svört vinna. Tóm til lestrar, íhug- unar og félagslegrar þátttöku er að sama skapi minna en í sið- væddari samfélögum. Þingmennirnir eru einsog aðrir launamenn að vasast í öllu, - þeir eru í bankaráðum, lánastússi fyrir fólk (afþví bankarnir hafa gleymt því að þjónusta fólkið), í stjórn mjólkurbúsins og hey- kögglaverksmiðjunnar og þar fram eftir sömu götum og aðrir launaþrælar. Með öðrum orðum, þeir hafi ekki tíma til að lesa ljóð- ið og rækta með sér drauminn. Fylling í vitsmunalífið Flestir sem maður ræðir við um pólitík og samfélagsmál hafa á orði hversu mikið er um klisjur og frasa, meðan innihaldið er rýrt og klént. Fjölmiðlarnir eiga þarna stóran hlut að máli, þarsem frá þeim rennur mestanpart hnusl og hroði. Þó ratast kjöftugum stundum satt á munn, svo í fjöl- miðlum sem á málþingi, blöð og stjórnmálamenn. Engu að síður saknar fólk þess- arar ögrunar fyrir vitsmunalífið, sem skilar manneskjunni ögn framávið, smá fyllingu fyrir skyn- semina. Þetta vill fólk fá úr póli- tíkinni: heimspekilegar vanga- veltur, daður við drauminn, hlýja tilfinningu. Nú segja einhver þurrhænsnin að slíku fólki væri bara and- skotans nær að hverfa á vit menn- ingarinnar í Norræna húsinu, An- anda marga og Þjóðkirkjunnar. En málið er því miður ekki svona einfalt; fólk vill ekki slíka niður- hólfun í anda sérfræðinnar, held- ur allt í senn, andann, skyn- semina og tilfinninguna. Pólitík. Það er afskaplega kalt á toppn- um, er stundum sagt um stjórnmálamenn afþví um þá næðir stormur pólitískrar and- stöðu og jafnvel fjandskapar í fjölmiðlum auk þess sem þá hrjá- ir fjarlægðin frá hvunndags- þönkum almúgamanna. Ekki síst í tilfinningalegum efnum. Gleðin/sorgin Mig minnir það hafi verið Will- ie Brandt sem einhverju sinni sagði frá ungu fólki sem var í af- skaplega mikilli nöp við Egon Bahr. Þótti hann kaldranalegur tæknipólitíkus og vekti enga sam- úð eða samstöðu. Hins vegar brá svo við, að Bahr tapaði mikilvæg- um kosningum innan Sósíaldem- okrataflokksins þýska. Hann varð þannig við í beinni útsend- ingu í sjónvarpi, að bresta í grát. Álit unga fólksins gjörbreyttist á honum sem stjórnmálamanni. Hann var manneskja. Brást við einsog þau sjálf hefðu gert og því fundu þau til samstöðu með hon- um. Máske er þetta meðal þeirra vídda sem fólk saknar frá íslensk- um stjórnmálamönnum, að þeir bæli ekki niður sorg sína og gleði þegar því er að skipta. Heldur bregðist við einsog manneskjur. Reynslan bitur Oft heyrir maður kallað eftir sérfræðiráðum tilaðmynda hag- fræðinga einsog þau muni leysa efnahagslíf úr fjötrum erfiðleika. Einsog prinsinn sem kyssti Þyrn- irósu. I því sambandi má ekki gleymast að hagfræðingum hefur verið sleppt lausum í fjölmörgum þjóðfélögum, hagfræðingum sem aðhyllast frjálshyggju í löndum einsog Singapore, Hong Kong, Chile, Israel, Bretlandi, Banda- ríkjunum, Tyrklandi. Vill ein- hver endurtaka þá reynslu? Hag- fræðingum sem aðhyllast marx- iskar hagfræðilausnir í samskon- ar „patent” formi og frjáls- hyggjuhagfræðin hefur verið veitt olnbogarými eystra með alkunnum árangri? Vill einhver svoddan? Nú er sjálfsagt fyrir hverja þjóð að tæknivæðast og notast við færni tæknimanna, í vélræn- um efnum sem hagrænum. En það má ekki afhenda þeim völdin fremur en öðrum útvöldum. Þau eiga að vera sameiginleg. Reyndar gæti maður í stráks- skap sínum bent á hagfræðinga sem stjórna fyrirtækjum og hagsmunasamtökum í sama til- finningalausa tæknistflnum án þess að hafa sýnt betri árangur en menn með annars konar menntun í slíkum stöðum. Nú má enginn halda að ég sé að egna Þjóðviljalesendur sérstak- lega til andstöðu við hagfræðinga umfram aðra menn. En hins veg- ar skuldar fólk þeim engu minni gagnrýni en t.d. blaðamönnum, pípulagningamönnum, ráðherr- um, fiskifræðingum og hjúkrun- arfólki. Óðurinn Pólitíkin er svo margt í senn. Alltumlykjandi. Hún er tilað- mynda viðbrögð við félagslegum veruleika. Siðferðiskennd, rétt- lætisþrá, ást og hatur. Hún er líka tilvísun á framtíðina. í vissum skilningi óður til draums um framtíðina. Óðurinn til draumsins. Það er ekki vænlegt að láta hagfræðingum einum eftir að yrkja þann óð. Til þess eru þeir einfaldlega ekki nógu góð skáld. Hinsvegar býr skáld í hvurjum manni. Pólitíkin er sameign okk- ar allra einsog ljóðið. Óskar Guðmundsson. Pólitík er líka draumur Laugardagur 14. september 1985 ÞJÓÐVILJlNN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.