Þjóðviljinn - 14.09.1985, Síða 6
ÍÞRÓTTIR
Handbolti
Byrjar í
Þýskalandi
í dag
Vestur-þýska Bundesligan í
handknattleik hefst í dag 14. sept-
ember. Fjórir íslenskir landsliðs-
menn leika í henni næsta vetur og
auk þess þjálfar Jóhann Ingi
Gunnarsson lið Kiel sem fyrr.
í 1. umferðinni fá Sigurður
Sveinsson og félagar í Lemgo lið
Kiel í heimsókn. Essen, með Al-
freð Gíslason í broddi fylkingar,
sækir meistarana Gummersbach
heim, nýliðar Gunzburg, sem nú
skarta Atla Hilmarssyni, fá Fusc-
he frá Berlín í heimsókn og Páll
Ólafsson leikur með Dankersen á
útivelli gegn Göppingen.
Reiknað er með að sömu þrjú
liðin og í fyrra raði sér í efstu
sætin, Gummersbach, Kiel og
Essen. Dankersen er líklega til að
verða í efri hlutanum en Lemgo
og Gunzburg gera vel ef þau
sleppa við fallbaráttuna.
I 2. deild leika tveir íslenskir
landsliðsmenn, Kristján Arason
með Hameln og Bjarni Guð-
mundsson sem fyrr með Wanne-
Eickel. Reiknað er með báðum í
toppbaráttunni á þeim vígstöðv-
um í vetur.
-JHG/VS
Kraftlyftingar
Stórmót
erlendis
Þessa dagana gera íslenskir
kraftlyftingamenn víðreist. Kári
Elísson og Víkingur Traustason
keppa á Norðurlandameistara-
mótinu sem fram fer í Þránd-
heimi í Noregi í dag og á morgun.
Um næstu helgi fer níu manna lið
á heimsmeistaramót unglinga í
Vestur-Þýskalandi. Liðið skipa
þeir Gunnlaugur Pálsson, Már
Óskarsson, Ölafur Sveinsson,
Bjarni J. Jónsson, Baldur Borg-
þórsson, Magnús V. Magnússon,
Matthías Eggertsson, Hjalti
Árnason og Torfi Ólafsson.
Kári á Norðurlandameistara-
titii að verja frá því í fyrra og
stefnir á gullið. Af unglingalands-
liðsmönnum eiga Hjalti og Torfi
mesta möguleika en þeir eiga
báðir skammt í heimsmet í sínum
flokkum, og fleiri gætu blandað
sér í baráttuna um verðlaunasæti
á mótinu.
Knattspyrna
Firma-
keppni KR
Hin árlega firma- og stofnan-
akeppni KR í knattspyrnu utan-
húss hefst laugardaginn 21. sept-
ember. Fjöldi þátttökuliða er
takmarkaður við 32 og helstu
mótsreglur eru þær að liðin eru
skipuð 7 leikmönnum og leikið er
í 2x15 mínútur, þvert á venju-
legan völl. Sumarstarfsmenn eru
Iöglegir. Úrslitakeppnin fer fram
helgina 28.-29. september.
Skráning liða stendur nú yfir,
þátttökutilkynningar þurfa að
berast í síðasta lagi þriðjudaginn
17. september til Steinþórs Guð-
bjartssonar, framkvæmdastjóra
Knattspyrnudeildar KR, í síma
27181.
Þriðjudagur
UEFA-bikarinn
Valur-Nantes
Laugardalsvöllur
þriðjudaginn
17. september kl. 18.
Evrópukeppni meistaraliða
ÍA-Aberdeen
Laugardalsvöllur
miðvikudaginn
18. september kl. 18.
6 SÍÐA - PJÓÐVILJINNI Laugardagur 14. september 1985
Hafa ávalltstaðið sig vel á heimavelli. Nantes með sterkt lið
MiðvH^pdagur
VerJim Leighton vítaspyrnu íþriðja skiptið á
Laugardalsvellinum?
Eftir fjögurra ára fjarveru frá
Evrópumótunum í knattspyrnu
eru Valsmenn komnir í slaginn
þar á nýjan leik. Á þriðjudaginn
taka þeir á móti hinu sterka
franska liði Nantes í fyrri leik fé-
laganna í 1. umferð UEFA-
bikarsins.
Lið Nantes hefur byrjað vel í
frönsku 1. deildarkeppninni í
haust og aðeins tapað einu sinni í
fyrstu 10 leikjunum. Fyrir 11.
umferðina í gærkvöldi var það í
öðru sætinu, þremur stigum á
eftir Paris St. Germain.
Með Nantes leika þrfr úr byrj-
unarliði Frakka í HM-leiknum
gegn Austur-Þjóðverjum í síð-
ustu viku. Það eru varnarmenn-
irnir William Ayache og Yvon Le
Roux, og hinn leikni framherji
Jose Toure. Með liðinu leik einn-
ig júgóslavneski markakóngur-
inn Vahid Halilhodzic, sem
reyndar er í banni í fyrri leiknum,
og argentínski landsliðsmaðurinn
Burruchaga sem Nantes keypti
nú í sumar. Það er því ljóst að
Nantes er í hópi sterkustu félags-
liða sem hingað hafa komið.
Valsmenn ganga afslappaðir til
leiks eftir æsispennandi Islands-
mót. Þeir byrjuðu rólega í vor en
hafa sótt sig stöðugt eftir því sem
liðið hefur á sumarið og töpuðu
ekki í síðustu 13 leikjum sínum í
íslandsmótinu. Þeir eru ís-
landsmeistarar á ný eftir fimm
ára hlé og eru vel að þeim titli
komnir.
Þetta er aðeins í þriðja skiptið
sem íslenskt og franskt félag mæt-
ast í Evrópukeppni. KR-ingar
léku einmitt gegn Nantes árið
1966, Nantes vann 3-2 á Laugar-
dalsvellinum og 5-2 í Nantes í
Evrópukeppni meistaraliða. Þá
léku núverandi þjálfari og fram-
kvæmdastjóri einmitt báðir með
Nantes. Víkingar mættu síðan
Bordeaux í UEFA-bikarnum
árið 1981 og Bordeaux vann báða
leikina 4-0.
Síðan þá hefur orðið bylting í
frönsku knattspyrnunni. Frakkar
skutust uppá stjörnuhimininn
þegar þeir komust í undanúrslit
heimsmeistarakeppninnar 1982
og árið 1984 var ein allsherjar sig-
urganga hjá þeim - og þeir eru
núverandi Evrópumeistarar.
Frönsku félagsliðunum hefur
hinsvegar ávallt gengið brösug-
lega í Evrópumótunum, að mati
framkvæmdastjóra Nantes sem
kom hér fyrir skömmu er það
vegna þess að frönskum knatt-
spyrnumönnum er frekar illa við
að leika erlendis - þeir kunna
alltaf best við sig á heimavelli.
Valur hefur náð mjög góðum ár-
angri á heimavelli í Evrópu-
keppni og sjaldan tapað, nú er að
sjá hvort meistararnir nýkrýndu
ná að standa uppi í hárinu á
Frökkunum í Nantes. -VS
Eitt er öruggt með viðureign í A
og Aberdeen í Evrópukeppni
meistaraliða - skosku meistar-
arnir munu ekki vanmeta áhuga-
mennina frá Akranesi. Þeir munu
minnast leikja liðanna í Evrópu-
keppni bikarhafa 1983 þegar
Aberdeen vann mjög ósanngjarnt
á Laugardalsvellinum, 2-1, og
mátti síðan sætta sig við 1-1 jafn-
tefli á heimavelli sínum, Pitto-
drie.
Frammistaða ÍA haustið 1983
er ein sú albesta sem íslenskt fé-
lag hefur náð í Evrópukeppni.
Aberdeen var handhafi Evrópu-
bikarsins og komst síðan í undan-
úrslit keppninnar þennan vetur.
Bæði lið hafa tekið talsverðum
breytingum síðan en eru bæði
eftir sem áður í fremstu röð. ÍA
hefur, þrátt fyrir mannamissi,
verið í baráttunni um íslands-
meistaratitilinn í sumar og Aber-
deen hefur ekki tapað leik í
skosku úrvalsdeildinni í haust en
er „aðeins” í öðru sæti samt sem
áður.
Þungamiðjan í skoska landslið-
inu kemur frá Aberdeen. í mark-
inu stendur Jim Leighton sem
orðinn er fslendingum að „góðu”
kunnur. Hann varði vítaspyrnu
frá Árna Sveinssyni í leik liðanna
1983 og sl. vor varði hann víta-
spyrnu frá Teiti Þórðarsyni í HM-
leik íslands og Skotlands eins og
öllum er í fersku minni. Fyrir
framan hann eru landsliðsmið-
verðirnir Alex McLeish og Willie
Miller og, síðast en ekki síst, er
hinn „íslenski” Jim Bett á miðj-
unni. Aberdeen keypti Bett sl.
sumar - hann lék með Val sumar-
ið 1978, er giftur íslenskri konu,
lítur á ísland sem sitt annað
heimaland, og skoraði sigurmark
Skota á Laugardalsvellinum í
vor.
Skagamenn eru þrautreyndir í
Evrópukeppni. Guðjón Þórðar-
son, sem er þrítugur í dag (til
hamingju Guðjón) hefur leikið
17 Evrópuleiki og Árni Sveinsson
einum betur, eða 18. í fyrra
velgdi ÍA belgísku meisturunum
Beveren undir uggum, var nálægt
sigri í 2-2 jafnteflisleik á Laugar-
dalsvellinum og í síðari leiknum í
Belgíu voru tvö lögleg mörk
dæmd af liðinu meðan staðan var
0-0.
Ef að líkum lætur má búast við
mikilli stemmningu og fjörugum
leik á miðvikudagskvöldið. Það
er alltaf mikið fjör á Evrópu-
leikjum Akurnesinga og ólíklegt
að breyting verði þar á í þetta
skiptið.
-VS
Jim Bett kann vel
við sig á Laugardals-
vellinum. Skorar hann
eitt af sínum glæsilegu
mörkum gegn ÍA?
Guöni Bergs-
son og félagar í
Valsvörninni
sterku þurfa að
vera vel á verði
gegn leiknum
Frökkunum.
Hvað gera Valsmenn
gegn Frökkunum?
Leikur IA sama
leik og 1983?