Þjóðviljinn - 14.09.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.09.1985, Blaðsíða 9
Svíþjóð Njósnir Var Gordiéfskí njósnari í 20 ár? London, Kaupmannahöfn - Heimildir innan bresku leyni- þjónustunnar skýrðu frá því i gær að sovéski njósnarinn Oleg Gordiefskí sem varð til þess með flótta sínum að 25 sovéskum þegnum var vísað úr Bretlandi í fyrradag hafi unnið náið með bresku leyni- þjónustunni um 20 ára skeið. Gordiefskí var í tæp 20 ár á Vesturlöndum en hann kom til Danmerkur árið 1966 og var þar til 1970. Síðan var hann í tvö ár í London en dvaldist svo í Dan- mörku árin 1972-78 þegar hann sneri aftur til London. Erik Ninn-Hansen dómsmálaráðherra Danmerkur sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Gordiefskí hafi látið dönsku leyniþjónustunni í té „mjög mikilvægar" upplýsingar meðan hann dvaldi í landinu. Bætti hann því við að leyniþjónustur Bret- lands og Danmerkur hefðu átt gott samstarf með Gordiefskí sem sagður er hafa verið yfirmað- ur KGB-stövðarinnar í London þegar hann flúði. I breska blaðinu Evening Standard birtist í gær grein eftir blaðamann í Moskvu, Victor Lo- uis, sem er sagður hafa góð sam- bönd á hæstu stöðum. Ásakar Louis bresku leyniþjónustuna fyrir að ýkja mjög mikilvægi Gor- diefskís og segir að það sé mál manna í Moskvu að með þessu séu „Vesturlönd að koma vestur- þjóðverjum til hjálpar vegna hneykslisins út af Hans Joachim Tiedge sem sótti um hæli í Austur-Þýskalandi". Louis bætir því við að „hann hefði augljós- lega komið að miklu meira gagni ef hann héldi áfram störfum held- ur en falinn einhvers staðar úti í sveit í Englandi“. í Bretlandi er því mótmælt að einhver tengsl séu milli flótta Gordiefskís og Tiedge. Sá fyrr- nefndi hafi verið búinn að ákveða að flýja nokkrum vikum áður en Tiedge fór austur. eða Pálmi? Útlitfyrir afar tvísýnar kosningar á sunnudag. Jafnaðarmenn virðast hafa vinninginn enþurfa að stóla meira á VPK Þótt Olof Palme sé Ijóngáfaður og Ulf Adelsohn fyndinn og smart er óvíst hvort þeir standast landa sínum Birni Borg snúning í tennis. Stokkhólmi - Siðustu skoðana- kannanir sem birtast fyrir kosningarnar í Svíþjóð á morgun, sunnudag, staðfesta það sem hefur verið vitað að það verður afar mjótt á munun- um en allt bendir þó til þess að stjórn jafnaðarmanna muni halda velli. Staðan í sænska þinginu er sú fyrir kosningar að jafnaðarmenn ráða yfir 166 þingsætum, borg- araflokkarnir 163 þingsætum og Vinstriflokkurinn-kommúnistar yfir 20 sætum. Síðasttaldi flokk- urinn hefur stutt stjórn Olofs Palme en hann hefur þó ekki tekið upp formlegt stjórnarsam- starf við flokkinn. Fari kosning- arnar eins og skoðanakannanir benda til verður stuðningur VPK Palme öllu mikilvægari en áður því þá hefur hann færri þingmenn en borgaraflokkamir þrír til samans. Á sænska þinginu sitja 349 manns frá fimm flokkum og skiptast þeir á þennan veg: Jafnaðarmenn em stærstir með 166 þingsœti. Þeir voru samfellt við stjórnvölinn frá 1932-76 og síðan aftur frá 1982. Leiðtogi þeirra hefur verið frá 1969 Olof Palme sem er 58 ára að aldri. Vinstriflokkurinn-kommúnist- ar hafa 20 þingsœti og eru minnsti flokkurinn á þingi. Þeirra hlut- verk hefur verið að styðja stjórn jafnaðarmanna en halda fram þeirri stefnu að auka skattaá- lögur á efnafólki, auka ítök ríkis- valdsins yfir iðnfyrirtækjum og hækka niðurgreiðslur á matvæl- um. Formaður flokksins er Lars Wemer sem er 50 ára að aldri. Moderata samlingspartiet er næststærsti flokkurinn á þingi og sá sem er lengst til hægri. Þing- styrkur hans er 86 manns. Flokk- urinn er fylgjandi frelsi markað- arins og svipar mjög til annarra íhaldsflokka Norður-Evrópu. Formaður flokksins er Ulf Adol- sohn. Hann er 44 ára og sagður líkjast mjög Ronald Reagan í fasi og málflutningi. Miðflokkurinn hefur 56 þing- sœti og má muna fífil sinn fegri því hann hefur mátt sjá af miklu fylgi til moderata á undanförnum Suður-Afríka Botha bannar kirkjuráðstefnu Höfðaborg og Lusaka - Stærstu samtökin sem berjast gegn aö- skilnaðarstefnunni í Suður- Afríku, Lýðræðisbandalaginu (UDF), lýstu því yfir í gær að allar umbætur sem gengju skemur en að veita meirihluta blökkumanna í landinu fuli áhrif á stjórn þess væru til- gangslausar. Flestir leiðtogar UDF eru meðal þeirra 1.200 sem lögregla og öryggissveitir hafa sett í fang- elsi án dóms og laga í krafti her- laganna sem gilda í landinu. Tals- maður samtakanna sagði í gær að Botha forseti væri augsýnilega enn jjeirrar skoðunar að ekkert mætti gera sem haggaði við völd- um og forréttindum hvíta minni- hlutans. Reagan Geimvopnatilraun haldið til streitu Washington - Bandaríska stjórnin kvaðst í gær staðráðin í að halda til streitu tilraun til að skjóta niður gervihnött yfir Kyrrahafi þrátt fyrir harðorð mótmæli stjórnarinnar í Moskvu og bandarískra þing- manna sem halda því fram að þessi tilraun verði til þess eins að herða á kjarnorkukapp- hlaupinu. Tilraunin fer þannig fram að eldflaug með skothleðslu verður skotið frá F-15 þotu að gömlum bandarískum gervihnetti sem ekki er lengur í notkun. Alríkisdómstóll í Bandaríkjun- um vísaði í fyrradag frá beiðni bandarískra þingmanna og sam- taka vísindamanna gegn kjarn- orkuvá um að þessi tilraun yrði dæmd ólögleg. Sama dag felldi öldungadeild Bandaríkjaþings tillögu þingmanna demókrata um að tilrauninni yrði frestað fram yfir fund þeirra Reagans og Gor- batséfs í Genf í nóvembermán- uði. Loks hafnaði Reagan beiðni 98 þingmanna úr fulltrúa- deildinni um að fresta tilraun- inni. Sovéska stjórnin hefur mót- mælt tilrauninni harðlega og sagt að ef hún fari fram muni sovét- menn taka að nýju upp tilraunir með vopn gegn gervihnöttum sem þeir hættu af sjálfsdáðum fyrir tveimur árum. Samtökin hvöttu til þess að all- ir pólitískir fangar verði látnir lausir og banni á starfsemi ýmissa samtaka, svo sem Afríska þjóð- arráðsins (ANC), verði aflétt. Þótt flestir leiðtogar blökku- manna hafi brugðist neikvætt við tillögum Botha forseta um að aflétta versu kúgunarlögunum eru þeir til sem fagna þeim. Þann- ig er því t.d. varið með Gatsha Buthelezi leiðtoga blökkumanna af zulu kynþætti en hann telur sex miljónir manna. Sagði hann í gær að tillögur Botha væru skref í rétta átt og hvatti hann til að nema vegabréfalögin úr gildi. Lögregluyfirvöld tilkynntu síð- degis í gær að þau hefðu ákveðið að banna ráðstefnu á vegum kirkjusamtaka sem halda átti í Soweto. Þar átti Desmond Tutu biskup að vera meðal ræðu- manna en yfirvöld hafa einnig meinað fimm erlendum kirkju- leiðtogum sem ætiuðu að silja ráðstefnuna inngöngu í landið. Tutu brást við þessum fréttum með því að spyrja hvort valdhaf- arnir hefðu misst vitið. „Faðir minn hafði gjarnan yfir málshátt sem sagði að þeir sem guðirnir vildu feiga misstu fyrst vitið“, bætti hann við. Óeirðimar í landinu héldu áfram í gær. Þá skaut lögregla á mannfjölda sem hafði umkringt íbúðarskála lögreglumanna og köstuðu til hans grjóti og bens- ínsprengjum. 15 ára unglingur var skotinn til bana. árum. Uppruni flokksins er hjá bændastéttinni en á undanförn- um árum hefur hann reynt að hasla sér völl sem helsti málsvari umhverfisverndar auk þess sem hann heldur á lofti valddreifingu. Formaður flokksins er Thorbjöm Fálldin, 59 ára að aldri og hefur tvívegis verið forsætisráðherra. Frjálslyndi flokkurinn var stærstur borgaraflokkanna á sjötta áratugnum en hefur hnign- að mjög og fékk aðeins 21 mann kjörinn árið 1982. Flokkurinn er fylgjandi markaðsfrelsi en undir eftirliti ríkisins og vill að velferð- arkerfið verði sveigt meir að þörfum einstaklingsins. Flokkur- inn heldur á lofti jafnrétti kynj- anna og vill halda uppi öflugu hjálparstarfi við þróunarlönd. Formaður flokksins er Bengt Westerberg, 42 ára að aldri. Þótt fimm flokkar eigi von á að fá menn kjörna á sænska þingið hefur kosningabaráttan að miklu leyti snúist upp í einvígi tveggja stærstu flokkanna og þó einkum leiðtoga þeirra, Palme og Adel- sohn. Kosningastjórar Palme eru sagðir hafa reynt að halda aftur af leiðtoga sínum þar sem hann á það til að beita afburðagáfui' sín- um og beittri kaldhæðni til að mala andstæðinga sína. Vilja þeir meina að þetta falli sænskum kjósendum illa í geð og að það hafi kostað jafnaðarmenn sigur- inn í þingkosningunum árið 1976. Adelsohn er alger andstaða Palme og þykir opinskár og orð- heppinn. Meðan Palme þykir landsföðurlegur er Adelsohn léttur á bárunni og gefinn fyrir að ganga í áberandi fötum. Kosn- ingastjórar moderata segjast hafa reynt að kenna honum amerísk vinnubrögð í kosningabarátt- unni, svo sem að kyssa börn, en það hafi ekki gengið. Honum láti best að vera hann sjálfur og þótt það kosti stundum mistök vinnur hann sig út úr vandræðunum. Þetta líka... ... Stjórnvöld í Perú hafa fyrir- skipað opinbera rannsókn á at- burðum sem urðu í þorpi í Andes- fjöllum 14. ágúst sl. Þá er sagt að. hermenn sem voru á höttunum eftlr maóískum skæruliðum hafi drepið 69 þorpsbúa. Yfir 6.000 manns hafl fallið í skæruhernaði sem staðið hefur yfir í Perú í flmm ár... ... Mlkil flóð hafa herjað í Svíþjóð að undanförnu og eru þau verst i mlðju landinu, uþb. 200 km fyrir rsorðan Stokkhólm. Þar hafa miklar rigningar valdið flóðum sem hafa skolað burt járnbrautarteinum, brúm og vegum. 20 þúsund manns hafa orðið fyrir tjóni af völdum flóðanna. Hætta er talin á nýjum vatnavöxtum núna um helgina og hafa 500 hermenn verið settir í við- bragðsstöðu vegna þeirra ... REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Laugardagur 14. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.