Þjóðviljinn - 14.09.1985, Síða 10
Okkur vantar starfsfólk til eftirtalinna starfa:
Verkamannastarfa
lagerstarfa (bónusvinna)
afgreiðslustarfa
skrifstofustarfa (ritara)
innkaupa- og sölustarfa
meiraprófsbílstjóra
kjötiðnaðarmenn
Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá starfsmanna-
stjóra Sambandsins.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAG A
STARFSMANNAHALD
LINDARGÖTU 9A
TIL FISKVERKENDA
OG ÚTGERÐARMANNA
Höfum áhuga á kaupum á öllum rauðsprettuflökum
sem þér getið framleitt, dökka hliðin af.
Einnig smáþorski, heilfrystum, innanúrteknum með
hausá.
Sendist vikulega með íslenskum skipum til Bandaríkja
N-Ameríku (austurströnd).
Vinsamlega tjáið oss hve mikið magn er hægt að fá.
OLAFUR JOHNSON
40 Wall Street, suite 2124,
sírni: 212 344 6676,718 622 0615
telex: 4945457.
Hússtjórnarskóli Reykjavíkur
Sólvallagötu 12
Matreiðslunámskeið
1. Matreiðslunámskeið í 6 vikur. Kennt verður á mán-
udögum og þriðjudögum kl. 19-22.
2. Matreiðslunámskeiðíðvikur. Kenntverðurmiðvik-
udaga og fimmtudaga kl. 19-22.
3. Matreiðslunámskeiðí6vikur. Kenntverðurmið-
vikudaga og fimmtudaga kl. 9.20-12.00. Nám-
skeiðið er rekið í samvinnu við Félagsstofnun
Reykjavíkurborgarog eingöngu ætlað lífeyrisþeg-
um.
4. Stutt matreiðslunámskeið
Kenntverðurkl. 13.30-16.30.
Gerbakstur2dagar.
Kökubakstur 2 dagar.
Smurt brauð 2 dagar.
Veislumatur 2 dagar.
Sláturgerð og frágangur í frystikistu 3 dagar.
Fisk- og síldarréttir 3 dagar.
Glóðarsteiking 2 dagar.
Jólavika.
Kjörið fyrir fámenna hópa að koma saman og læra
matreiðslu.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 11578 mánu-
daga og fimmtudaga kl. 10-14.
Skólastjóri
Útboð -
Sundlaug í Suðurbæ
Byggingarnefnd sundlaugar í Suðurbæ, fyrir hönd
Hafnarfjarðarbæjar, leitar tilboða í byggingu sund-
laugar í Suðurbæ, annar útboðsáfangi, bygging
búnings- og baðhúss. Húsinu skal skilað fokheldu og
fullbúnu að utan 30. júní 1986.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð-
ings, Strandgötu 6, frá og með þriðjudeginum 17.
september, gegn 5.000.- króna skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 1. októ-
ber kl. 11.
Byggingarnefnd sundlaugar í Suðurbæ.
HEIMURINN
Það er mikið kosið í Evrópu
þessar vikurnar. Norðmenn
gengu að kjörborðinu sl. mánu-
dag og á morgun, sunnudag,
verður kosið í Svíþjóð. Og svo eru
kosningar á dagskrá í Belgíu og
Portúgal í byrjun október. Með
þessum kosningum fæst kannski
úr því skorið hvort hægribylgjan
sem skall yfír álfuna, í það
minnsta norðanverða, í lok síð-
asta áratugar er að fjara út eða
hvort íhaldið í álfunni ætlar að
festa sig í sessi.
Margt bendir til þess að hægri-
bylgjan sé í rénun. Til að mynda
úrslit norsku þingkosninganna
þar sem stjórn borgaraflokkanna
lafir við völd í skjóli kosninga-
kerfis sem er svo götótt að flokk-
ar bæta við sig fulltrúum á þingi
þótt þeir tapi atkvæðum. Sigur-
vegari norsku kosninganna sl.
mánudag var án nokkurs vafa
Verkamannaflokkurinn undir
forystu Gro Harlem Brundtland.
Þjóðviljinn hefur mikið reynt að
ná tali af henni en gengið brösug-
lega. í gær náðum við hins vegaw'
skottið á varaformanni flokksins,
Einar Förde, og lögðum fyrir
hann nokkrar spurningar um úr-
slit kosninganna og horfurnar
framundan í norskri og evrópskri
pólitík.
Fylgi af
landsbyggðinni
Fyrst báðum við Einar Förde
að segja hvaða skýringar flokks-
menn gefa sér á góðri útkomu í
kosningunum.
„Þær eru tvíþættar. í fyrsta lagi
nutum við góðs af óvinsældum
stjórnarinnar. Þær eru mestar í
hinum dreifðari byggðum og hjá
þeim hópum sem hafa orðið fyrir
barðinu á þeirri stefnu stjornar-
innar að breyta skiptingu
Noregur
Einar Förde varaformaður Verkamannaflokksins er talinn vera í vinstri armi
þess flokks og er andstæðingur aðildar Noregs að Nató. Fyrir kosningarnar
reyndu borgaraflokkarnir að nota hann sem grýlu á miðjukjósendur með því að
segja að hann yrði gerður að utanríkisráðherra.
„í Noregi blósa
vinstrivindar”
Einar Förde varafqrmaðurVerkamannaflokksins í einkaviðtali
við Þjóðviljann, í Stórþinginu er nú gerbreyttur meirihluti í
utanríkis- og varnarmólum
lífsgæðanna og auka á ójöfnuð í
samfélaginu. I öðru Iagi tókst
okkur að koma fram sem sam-
hentur flokkur og leggja fram
stefnu sem féll í góðan jarðveg,
a.m.k. hjá stórum hópum kjós-
enda.“
- Hvaðan barst ykkur mest
fyigi?
„Við náðum góðum árangri úti
á Iandsbyggðinni en útkoman í
stærri bæjunum var ekki eins góð
og við höfðum vonað.“
- En hvað með hópa eins og
unga kjósendur?
„Jú, meðal þeirra náðum við
góðum árangri. Þetta eru bestu
kosningar Verkamannaflokksins
síðan 1969 hvað snertir fylgi ungs
fólks. Það er hefð að fyrir hverjar
kosningar eru haldnar svonefnd-
ar skólakosningar þar sem þeir
greiða atkvæði sem eru undir
kosningaaldri. Við náðum góð-
um árangri í þeim kosningum,
allt upp í 60%, en það var sama
uppi á teningnum og í almennu
kosningunum að útkoman var
ekki nógu góð í stærri bæjum eins
og Osló, Stafangri og Björgvin.“
- Pví var haldið fram fyrir
kosningar að svo gceti farið að
konur réðu úrslitum kosning-
anna. Hvernig gekk ykkur að
höfða til kvenna?
„Það virðist hafa gengið mjög
vel, einkum meðal kvenna á aldr-
inum 30-50 ára.“
Allt annar
meiríhluti
- En ykkur tókst ekki að fella
stjórnina. Samt er sagt að vegna
þess hve meirihluti hennar er
knappur muni hún neyðast til að
breyta stefnu sinni.
„Já, og það er talað um það í
blöðunum þessa dagana að áhrif
kosninganna verði þau að flytja
völdin frá ríkisstjóminni inn á
Stórþingið. Það er líka sagt að
Hægriflokkurinn hafi í hyggju að
skipta um á ráðherrastólunum
þannig að þingflokkurinn verði
sterkari.“ (í Noregi gilda þær
reglur að þingmaður sem verður
ráðherra verður að afsala sér
þingsæti sínu til varamanns. -
Aths. Þjv.).
- Má búast við stefnubreytingu
í utanríkis- og varnarmálum?
„Það er ljóst að meirihlutinn í
þinginu er gerbreyttur eftir kosn-
ingarnar. Að undanförnu hefur
það komið fyrir nokkrum sinnum
að þingið hefur tekið ákvarðanir í
utanríkismálum með eins at-
kvæðis meirihluta. Það gildir td.
um stuðning Norðmanna við
áætlanir Reagans forseta um
„stjörnustríð“. f því máli er nú
allt annar meirihluti. Sama gildir
um kröfuna um kjarnorkuvopna-
laus Norðurlönd. Okkur hefur
tekist að fá til liðs við okkur eins-
taka þingmenn úr stjórnarand-
stöðunni en það hefur ekki verið
auðvelt og væntanlega mun það
ráðast af stöðu stjórnarinnar
hverju sinni hvernig til tekst. En
við munum að sjálfsögðu bera
það mál upp fljótlega."
- Gœti komið upp sama staðan
og í Danmörku þar sem hœgri-
stjórn neyðist til að framfylgja
utanríkisstefnu sem jafnaðar-
menn ráða mestu um?
„Það er ekki hægt að segja til
um það að svo stöddu en það er
ljóst að stjórnin óttast að sú staða
kunni að koma upp. Ég á von á að
hún muni bregðast við slíkri
stöðu með því að leita málamiðl-
unar og leggja fram stefnu sem
flestir geta fellt sig við.“
Vinstri-vindar
- Nú voru úrslit kosninganna
hagstæð vinstriflokkunum. Má
líta á það sem teikn um að hægri-
bylgjan sem svo mjög hefur verið
talað um í Evrópu sé á undan-
haldi?
„Ef við lítum til Evrópu má sjá
mörg merki þess að hægribylgjan
sé að fjara út. Fyrsta teiknið voru
kosníngarnar í Grikklandi. Og
það er ljóst að í Noregi blása
vinstri-vindar. Brátt verður kosið
í Hollandi og þar bendir margt til
þess að jafnaðarmenn komist til
valda og sömu sögu er að segja
frá Þýskalandi og Englandi. Það
er því ekkert ólíklegt að vinstri-
flokkar komist til valda í mörgum
ríkjum Evrópu á næstu misser-
um.“
—A sunnudaginn verður kosið í
Svíþjóð. Áttu von á að úrslitin i
Noregi hafi áhrifá þær kosningar
og þá í hvaða veru?
„Um það er erfitt að segja af
því að úrslitin hér voru ekki ótví-
ræð. Fyrir kosningar var sagt að
ef okkur tækist að fella stjórnina
myndi það ýta undir Olof Palme.
Okkur tókst það ekki en samt
unnum við á svo það er ekki víst
að borgaraflokkarnir í Svíþjóð
græði mikið á úrslitunum hiá
okkur.“ _ þh.
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. september 1985